Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 11

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 11
Sunnudagur 7. júli 1974 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 Þessir viðarbdtar eru reyndar þrjú mannshár, séð I smásjá, stækkuð 5000 sinnum. Þessi náungi hefur falið skalla sinn með þvl að láta gróðursetja hárbrúska úr hnakkanum á skallann. Hann er bandariskur öldungadeildaþingmaður. A sjónvarpstimum getur verið erfitt fyrir menn að komast áfram I stjórnmálum með skalla — þó hef- ur einn tiltöiulega nýlegur Bandarikjaforseti verið kosinn með skalla, Eisenhower. Hvers vegna skalli? Um allan heim hafa menn þungar áhyggjur af hári sinu. Afar fátt getur huggað þá menn, sem að sjá hár sitt þynnast á ungum aldri og skalla breiðast út,áður en þeir tclja sig hafa notið þeirrar kvenhylli, sem þeir eigi skilið. Og enda þótt yfirleitt verði ekkcrt gert við skalla, þá eyða t.d. Vestur-Þjóðverjar um 20 miijörðum króna á ári i hárlyf allskonar. Og viða leggja menn út i dýra og hvimleiða aðferð: láta flytja hárbrúska úr hnakkanum yfir á skallann. Nýlega flutti Stern allmerka skýrslu um hár og tökum við upp úr henni svar við tveim al- egngustu spurningum um þennan part likamans: Af hverju fá sumir menn skalla en aðrir ekki? Til að menn verði þeirrar náðar aðnjótandi að fá skalla þurfa tvær forsendur að fylgj- ast aö. Menn verða aö hafa tekið tilhneigingar til skalla að erfðum og þar að auki að hafa i kroppnum eðlilegt magn af karlahrmónum. Ef menn hafa tekið skalla i arf frá forfeðrum sinum en hafa allmiklu minna af hormónum en eölilegt er vegna meinlegra slysa eða sjúkleika, þá verða menn ekki sköllóttir. Ef að menn hafa hinsvegar engar skallatilhneigingar i sinni ætt, þá halda menn hári sinu þótt þeir þurfi dag og nótt að hafa áhyggjur af hormónum sin- um. Truflanir á æðakerfi, vitaminskortur, of strengd húö og óreglusamt liferni eiga enga sök á skalla. Þrjár smásjármyndir af hár- um: efst er heilbrigt hár. Það næsta hefur farið I hnút við túperingu og það þriðja hefur orðið fyrir hnjaski af skörpum bursta. Ilvað er hægt að gera við skalla? Ekkert, vegna þess að menn geta ekki ráðið neitt við þá forfeður sina sem hafa skilið manni skalía eftir i arf. Eini möguleikinn er að láta gelda sig —geldingar halda þvi hári, sem þeir höföu þegar athöfnin fór fram. Þátttakendum í atómdansi fjölgar Að undanförnu hafa bor- ist heldur skuggalegar fregnir af kjarnorkumál- um. Indverjar sprengdu sína fyrstu kjarnorku- sprengju og nokkru síðar fóru þrjú kjarnorkuveldi af stað með tilraunir. Tvö þeirra, Kína og Frakkland, sprengdu í andrúmsloft- inu, en Bretar fengu að sprengja neðanjarðar hjá vinum sínum í Bandaríkj- unum. A siðustu tveim áratugum var mikið barist gegn bæði tilraunum með atómvopn og svo gegn þvi, að þau dreifðust til fleiri rikja, vegna þess að þar með stórykist hættan á þvi að atómstrið brytist út svo sem af tilviljun. Bandarik- in og Sovétrikin höfðu forgöngu um að gera alþjóðlegan samning um bann við dreifingu kjarna- vopna, en sá samningur virðist heldur betur vera að rýrna að gildi. Vandinn er sá, að ef riki hefur á annað borð fengist af al- vöru og með sæmilega miklu f jár- magni við kjarneðlisfræðilegar rannsóknir þá er lýgilega auðvelt að smiða atómsprengju. Og nú þegar Indland hefur rofið „hinn sálræna múr” utan um þessi vopn, er liklegt að aðrir komi á eftir: Egyptar og ísraelsmenn gætu hæglega látið sér detta i hug að smiða kjarnorkusprengjur, sömuleiðis Iranskeisari, sem hefur metnað til að gegna hlut- verki stórveldis og fleiri aðilar. Sviar voru komnir allvel á stað á sinum tima, en höfðu vit á að af- sala sér fyrirfram rétti til slikra vopna. Fréttaskýrendur eru margir mjög uggandi vegna þessarar þróunar, sem gæti leitt til skuggalegra kúgunaraðgerða. Og þess má og geta, að það er ekki ó- hugsandi að stór og öflug glæpa- félög gætu komið sér upp atóm- sprengju. Hér fylgir með teikning af atómdansinum. Skrifstofu husgdgn Falteg. fxegiteg og hagnýt © Það mælir ekkert á móti því að skrifstofuhúsgögn séu falleg HÚSGAGNAVERZLUNI KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.