Þjóðviljinn - 18.10.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Side 7
Föstudagur 18. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Guðmundur Sæmundsson skrifar frá Osló Fyrri grein A CEASE FIRE IN VIETNAM BUT MORE THAN ZOO.OOO POLITICAL PRISONERS LAOIG f 'sJm Vopnahlé I Vietnam, en idýflissum bandarikjaleppsins Thiue sitja yfir 200.000 pólitfskir fangar. Votergeit og Víetnam Föstudaginn 27. sept. s.l. var ég beðinn að mæta á blaðamanna- fundi á sendiskrifstofu útlaga- stjórnar Suður-VIetnam i Osló. Ég átti ekki von á, að margt nýtt kæmi fram á þessum fundi, en þar skjátlaðist mér. I tveim greinum ætla ég að reyna að skýra frá þvi sem mér þótti mestu varða af þvi, sem þarna kom fram, ef það mætti verða til að opna augu einhverra fyrir þvi, sem þarna er raunverulega að gerast. Að sjálfsögðu verð ég að stikla á stóru, þvi að þarna voru veittar margvislegar upplýsing- ar, er varða ástandið i S-VIetnam nú, u.þ.b. ári eftir friðarsamning- ana i Paris, s.s. um óstjórn og pólitiskt misferli Thieus forseta, um meðferð og fjölda pólitiskra fanga I landinu, um ástandið i efnahagsmálum þess o.s.frv. Og e.t.v. gæti það opnað augu ein- hverra fyrir þvi, hvers eðlis sú stjórn er, sem við völd er á is- landi,— þvi að fyrir aðeins örfá- um dögum litillækkaði Einar Ágústsson þjóð sina með þvi að viðurkenna formlega — skv. beiðni USA — stjórn Thieus. Þetta gerði hann i sömu ferð og hann sveik islensku þjóðina i hermál- inu. Virðast engin takmörk fyrir þvi, hversu lágt forráðamenn Is- lands geta lotið i utanrikismálum. Pólitískt misferli Thieus Á blaðamannafundinum skýrði Le Van Ky, forráðamaður sendi- skrifstofunnar i Osló allnáið frá misferli Thieus við stjórn lands- ins og frá þeirri baráttu, sem nú er háð i S-Vietnam gegn honum. Á fyrri hluta árs 1971 voru haldnar u.þ.b. 300 mótmælaað- gerðir gegn Thieu og aðgerðir til að krefjast bættra lifskjara. Hin fasistiska kúgun Sagion-stjórn- arinnar ræður hvarvetna rikjum, m.a. á vinnustöðunum. Ýmiskon- ar barátta fyrir friði og atvinnu- öryggi hefur haldið áfram, og nú upp á siðkastið hefur þjóðar- hreyfingu gegn einræði Thieus og spillingunni I stjorn hans vaxið mjög ásmegin. t borgunum Húe, Da Nang, Saigon, Can Tho o.fl. hafa verkamenn, menntamenn, Mótmælaaðgerðir i Saigon kaþólikkar og búddhistar sam- einast i miklum aðgerðum og mótmælum. Hinn 9. sept. 1974 hélt Þjóðar- hreyfingin gegn spillingunní blaðamannafund i Saigon, þar sem hún formlega ákærði Thieu fyrir misferli og misbeitingu valds. Daginn eftir lagði formað- ur hreyfingarinnar, kaþólski presturinn Tran Huu Thanh, fram 6 ákæruatriði á hendur Thieus, fjölskyldu hans og embættis- mannahirð. Akæruatriðin eru: 1) Thieu og fjölskylda hans notar fé rikisins til kaupa og við- gerða á lúxusibúðum handa sjálfum sér. 2) Thieu beitir opinberum stofn- unum til að sölsa undir eign sina stór landsvæði. Land- svæði þessi eru óræktuð, en frjósöm, og gætu veitt fjölda manns fæði og atvinnu. 3) Thieu-fjölskyldan hefur hamstrað áburð, og selur hann nú á uppsprengdu verði til bændanna. Þetta hefur valdið áburðarskorti i mörg- um héruðum. Þá staðreynd notar Thieu sér með þvi að biðja USA að senda S-Vietnam mikíð af áburði ókeypis, en siðan selur hann þennan gefna áburð á sama uppsprengda verðinu. 4) Sjúkrahús Alþýðunnar i Sagion er rekið af eiginkonu Thieus. Fé til rekstursins er fengið úr opinberum sjóðum, en frú Thieu hefur sett þær reglur fyrir sjúkrahúsið, að þar skuli aðeins fá að dvelja þeir, sem greitt geti okurverð fyrir dvölina, svo og ættingjar og vinir Thieus. 5) Thieu forseti og Khiem forsæt- isráðherra standa fyrir smygli á eiturlyfinu heróin. Þetta smygl var uppgötvað af bandariskum blaðamanni i Saigon, en staðreyndir málsins hafa verið þagðar i hel bæði i ySA og annars stað- ar i hinum vestrænu löndum. 6) Frænka Thieus og móðir eins ráðherranna hefur i samstarfi við forstjóra Nam Viet Bank- ans hamstrað hris i landinu og sprengt upp hrisverðið. Þén- usta þeirra á þessu er u.þ.b. 50—60 miljónir pjastar (ca. 100 þúsund dollarar). Svar Thieus Svar Thieus við þessum ákær- um hefur verið valdbeiting. Hann hefur sent lögreglusveitir á allar mótmælaaðgerðir, og hann hefur með lögregluvaldi látið loka þeim dagblöðum, sem frá þessu hafa skýrt. En þessar ráðstafanir hafa aðeins skerpt baráttuna gegn honum, og aukið Þjóðarhreyfing- unni fylgi. Nú undirbýr hreyfing- in birtingu á nýjum ákæruatrið- um gegn Thieu, og að sögn tals- manna hreyfingarinnar má vænta þess, að þau verði enn al- varlegri en þau, sem komin eru. Allar þessar uppljóstranir hafa i munni suðurvietnamsks fólks fengið nafnið „Votergeit Thieus”. Embættismannahirð Thieus hefur átt i miklum erfiðleikum með stjórn efnahgsmála. Gjald- miðill landsins hefur verið felldur æ ofan i æ. 1 lok ársins 1973 kost- aði dollarinn t.d. 460 pjasta, en nú eftir siðustu gengisfellingu 1. sept. kostar hann 640 pjasta. Verðlagsþróunin hefur og verið i- skyggileg, og skv. tölum Saigon- stjórnarinnar sjálfrar hafa allar vörur i landinu á 18 mánaða tima- bili til júliloka 1974 hækkað um minnst 50% og allt upp i 300%. Það eru einnig opinberar Saigon-tölur, sem segja, að meira en helmingur Saigon-búa lifi und- ir mörkum þess, sem þarf til að komast af. Ástandið er betra i sveitunum, en þó eru samsvar- andi tölur þaðan háar, um 20%. 1 Saigon eru u.þ.b. 2 miljónir at- vinnulausra. Það er þvi ljóstað Thieu vantar peninga. Ýmislegt hefur hann gert til að ráða bót á þvi. M.a. hefur hann reynt að fá erlend auðfyrirtæki til að f járfesta i oliu- lindum, sem eru úti fyrir strönd- um S-VIetnams. Þá hefur hann einnig reynt að fá f járhagsaðstoð frá USA, en gengið heldur illa upp á siðkastið. Ford forseti hefur af ýmsum innanlandsástæðum ekki haft tök á þvi að dæla eins miklu i hann og Nixon gerði. En Banda- rikin gera þó allt, sem i þeirra valdi stendur til að fá alþjóðlega aðila til að styrkja Thieu, bæði pólitiskt (sbr. tsland) og efna- hagslega. Þetta hefur þó ekki gengið sem skyldi, vegna þess hve vel er orðið kunnugt viða um heim, að Thieu stjórnar i blóra við allar lýðræðisreglur. Meðalþeirra aðila, sem USA og Thieu reyna að fá peninga frá til „endurreisnarstarfs” i S-Viet- nam, er Alþjóðabankinn. Fjár- beiðnir þessar hafa einu sinni verið teknar til umræðu þar, en þá fékkst engin niðurstaða. Hinn 17. okt. verður haldinn annar fundur bankans um þetta mál, og er þá búist við að USA takist að þrýsta „vinaþjóðum” sinum til að samþykkja fjárhagslegan stuðn- ing við stjórn Thieus. Meðal þeirra landa, sem nú má búast við að styðji þessa kröfu, er ís- land, sem nú hefur fengið nýja „frjálshuga”, „samvinnuþýða” rikisstjórn. (Framhald). Ekkert vegabréf Samkvæmt upplýsingum frá aðalræðismanninum i Beirut, þurfa ferðamenn nú eigi vega- bréfsáritun áður en þeir koma til Lebanon ef um stutta dvöl er að ræða. Á flugvellinum i Beirut geta ferðamenn fengið annað- hvort 72 stunda transit-áritun eða áritun er gildir i 15 daga gegn þvi að inna af hendi 5 lebanon punda greiðslu. Gunnar G. Schram fær leyfi til kennslu í Hí Dr. Gunnari G. Schram hefur verið veitt leyfi frá störfum sem deildarstjóra i utanrikisþjónust- unni um óákveðinn tima frá 1. október 1974 að telja til þess að gegna störfum sem settur prófessor við Háskóla Islands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.