Þjóðviljinn - 15.12.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Side 5
Sunntidagur 15. desember 1974. ÞJÓDVILJINN — SÉDA S af erlendum vettvangl Auðhringar og þjóðsaga um frjálsa samkeppni Auöhringar hins kapitaliska heims hafa reynt að fylgja þeirri reglu aö „rikja án þess að sjást”. Þeim er enginn akkur i þvi, aö menn geri sér vel grein fyrir þvi, að framleiðsla og dreifing á helstu vörutegundum hefur safn- ast á örfáar hendur risafyrir- tækja, sem eiga fyrirtæki um all- ar jaröir og hagræða sin á milli framboöi og verðlagi. Þeim er þaö einkar hagkvæmt þegar menn rekja hækkandi orkuverö og þá almenna kreppu til „græögi araba” eins og Guömundur H. Garöarsson gerði i Morgunblaö- inu i vikunni, og „gleyma” þvl, aö enginn hefur hagnast eins mikiö á oliukreppu og þeir hjá Exxon og BP og aðrir þeir risar sem ráða obbanum af oliuhreinsun og sölu. Svo aö dæmi sé nefnt. Séu tals- menn auðhringa spurðir, þá telja þeir hlutverk sitt að miðla kunn- áttu i tækni og stjórnsýslu, eins- konar velgjörðastarfsemi i heimi sem sýktur sé af pólitiskri heimsku. Niu bræður i gróðanum En ööru hvoru koma fram i dagsljósið mál sem festa athygli við þau úlfalög sem ráða starf- semi alþjóðlegra auðhringa. Stofnanir þjóðrikja — skattayfir- völd og dómstólar — leggja öðru hvoru til atlögu við þá (ekki oft reyndar). Vegna þess að hring arnir koma i veg fyrir að þjóðrik- ið geti gegnt hlutverki sinu, fela fyrir þvi skatta af gróöa sem til verður i viðkomandi landi, eða þá kála innlendum iðnfyrirtækjum með ýmislegum bolabrögðum. Eitt slikt mál hefur nýlega komið upp i Brasiliu. Þar eru fyrir rétti fulltrúar niu alþjóð- legra risafyrirtækja á sviöi raf- tækjaiðnaðar. Risarnir eru BBC, svissneskur hringur, þýsku hringirnir Siemens og AEG, Hitachiog Toshiba frá Japan, Er- cole Marelli frá Italfu, sænski hringurinn Asea, General Elec- tric frá Bandarikjunum og Acec Charleroi frá Belgiu, en það er eitt dótturfyrirtæki Westing- house. Samningurinn Samkvæmt skjölum sem á- kæruvaldið hefur komist yfir hafa þessir niu risar gert með sér samning, sem fyrst af öllu skuld- bindur aðila hans til að koma með sameiginlegum aðgerðum utan- aðkomandi keppinautum fyrir kattarnef. Samningur þessi kveð- ur einnig á um, að enginn aðila megi leggja fram sölutilboð eða verktilboð án þess að verðið hafi verið samþykkt af yfirstjórn þessarar einokunarsamsteypu. I samningunum segir, að ef ein- hver reyni að fara i kringum þetta ákvæði megi leggja á það fyrirtæki sektir sem samsvara um 20% af andvirði gerðs sölu- 'samnings. Sektir af þessu tagi ganga i sér- stakan sjóð sem notaöur er til að viðhalda einokunaraðstöðu ris- anna — i þessu tilviki innan Brasiliu. Auk þess veröur sá raf- tækjarisi sem samning fær að leggja til hliðar tvö prósent af söluverði vörunnar og er þvi fé dreift sem jöfnunargjaldi milli þeirra aðila i samsteypunni, sem hjá verða að sitja i hvert skipti. Skæruhernaðaraðferðir Ýmsum ráðum er beitt til að koma utanaðkomandi keppinaut- um fyrir kattarnef. Einna algeng- ast er að koma þeim fyrir kattar- nef með undirboðum, og hika hringarnir ekki við að leggja i mikinn herkostnað ef svo ber undir. Til dæmis er talið að ein undirboðaherferö svissneska hringsins BBC i Brasiliu hafi kostað dótturfyrirtæki hans þar upphæð sem svarar fjórum miljörðum króna. En mörgum aðferðum öðrum er lika beitt óspart. Meðlimir ein- okunarsamsteypunnar heyja ein- att flókinn og lævislegan skæru- hernað gegn smærri aðilum. Beint eða um viðskiptavini sina tefja þeir hráefnasendingar til þeirra, láta endurskoöa gerða samninga við þá eða setja þeim stólínn fyrir dyrnar i lánavið- skiptum. Til dæmis fékk gufutúr- binuverksmiðjan Mescli 1966 all- miklar pantanir hjá nokkrum aðilum samsteypunnar. Þegar verksmiðjan hafði sankað að sér hráefni og var vel á veg komin með framleiðsluna riftu risarnir gerðum samningum skyndilega. Fyrirtækið var farið á höfuðið áð- ur en það gæti leitað réttar sins fyrir dómstólum. Annað dæmi segir frá þvi hvernig smærri verksmiðjum sem framleiddu heimilistæki var komið á hausinn. Undir allskonar yfirskyni komu viðskiptaaðilar þeirra sér undan þvi að senda til þeirra hráefni og rekstrarvörur I svo sem tvo eða þrjá mánuöi. Að þeim tima liðnum sitja fyrirtækin uppi með allmikið af hálftilbúinni vöru, hafa ekkert getað selt og hafa þvi ekkert fé handbært. Þá er þvi svo til hagað, að verk- smiðjurnar fá allt i einu sent allt sem þær höfðu pantað, lagerar þeirra fyllast. Þau eru félitil sem fyrr segir, og verða þvi að borga með vixlum, sem látnir eru falla við fyrsta tækifæri og gengið sem harðast eftir með innheimtu. Með þessum hætti var þrem fyrirtækj- um, Citylux, Lustrene og Walita komið á vonarvöl eða þau keypt upp af einhverjum risanum. Nú siðast á þessu ári hefur sænski hringurinn Asea orðið uppvis af þvi að tefja afgreiðslu á vissum hlutum sem rafalar verða ekki framleiddir án, til þess að koma brasiliskum keppinaut risanna fyrir kattarnef. Með þessum og hliðstæöum að- ferðum hefur 85% af raftækja- framleiðslu og vélsmiðum I Brasiliu komist i hendur erlendra auðhringa, enda þótt innlend fyrirtæki hafi starfað þar og safn- aði reynslu áratugum saman. Hálfrar aldar reynsla Þegar Bandarikjamenn her- námu Þýskaland með öðrum i striðslok fundu þeir i skjalasöfn- um afar merkar upplýsingar um kærleiksrikt samstarf alþjóð- legra risafyrirtækja, sem fóru sinu fram hvað sem styrjöldum leið. Bandariska verslunarmála- nefndin birti árið 1948 þær upplýs- ingar um rafmagnsrisana sem þannig voru teknir herfangi. Þar kom á daginn að hringarnir höfðu þegar árið 1919 komið sér I stórum dráttum saman um að skipta með sér áhrifasvæðum I heiminum og verkefnum, og var þessi einokun<_rsamsteypa fest I sessi og skipulag hennar full- komnað með viðbótarsamningum 1930 og 1936 undir hatti IEA, International Electrical Asso- ciation. Þetta kerfi stóð af sér að mestu stormsveipi styrjaldarinn- ar, þótt þýskir aðilar hyrfu af skrá um tima eftir strið. Birting þessara upplýsinga varð til þess, að rafmagnsrisarnir (en hliðstætt kerfi er auðvitað til i öðrum greinum einnig, samanber verðmyndunarkerfi olíurisanna) fóru sér um hrið varlega, reyndu sem best að fara með veggjum. Þó hefur upp úr soðið öðru hvoru I samskiptum þeirra við lögin. All- fræg urðu til dæmis málaferli gegn 29 fyrirtækjum og 46 for- stjórum raftækjaiðnaðarins, sem rekin voru i Philadelphiu i Bandaríkjunum árið 1960. 30 for- stjórar fengu fangelsisdóma og gerðust þá þau sjaldgæfu tiðindi að málsaðili frá hinu almáttuga General Electric varð að sitja inni i hálft ár. 1971 voru svo háð málaferli I Bandarikjunum gegn erlendum aðilum eins og BBC, Toshiba og Hitachi, fyrir undir- boð. En auðhringasamsteypurnar eru eins og sá frægi þurs úr al- þjóðlegum ævintýrum: þegar einn haus er af höggvinn vaxa þrir i staðinn — á sama hálsi. Smærri fyrirtæki halda áfram að fara á höfuðið eða hverfa inn I einhvern risann um öll vestur- lönd. Þvi er spáð, aö um 1980 muni öll framleiðsla hins kapit- alska heims komin á hendur sjö eða átta aðila. Luterbacher, forstjóri BBC: æru- meiðingarkæran snerist gegn þeim æruineiddu. Af hverju Brasilia? Málaferlin i Brasiliu hófust á þann veg, að brasilskur eigandi fyrirtækisins Codima sleit tengsli sin við einokunarsamsteypuna og sakaði BBC um ólögmæt undir- boð. BBC svaraði með gagnákæru um ærumeið" ingar og þar með var fjandinn laus, þvi eigandi Codima hafði i fórum sinum öll gögn samsteyp- unnar um skiptingu Brasiliu. Það er ef til vill engin tilviljun, að slikt mál sé rekið af nokkurri hörku i Brasiliu. Það land er auðugt mjög, og brasilsk borgarastétt þykist nú hafa þann vöðvastyrk að hún geti heimtað stærri hluta af gróða þeim sem til veröur i landinu i sinn hlut. Valdhafar i smærri og snauöari löndum þriöja heimsins, ekki sist þeirra sem búa við einhæft atvinnulif, hafa hinsvegar reynst varnarlitl- ir gegn vélabrögðum hinna al- þjóðlegu auðhringa og hafa orðið að sitja og standa eins og þeim þóknast. Umsvif þessara hringa eru það, sem mest hefur komið I veg fyrir það, að þjóðir fyrrver- andi nýlendna eða hálfnýlendna hafi hlotið fullgilt sjálfstæði. Vald þeirra ræður mestu um þau við heims hefur mátt átti sæta og hafa til þessa stuðlað að þvi að auka jafnt og þétt bilið á milli iðnrikja og þróunarlanda. A.B. tók saman. Svona var nmhorfs hjá Lusterne eftir árangnrsrlkan skeruhernaft raf- magnsrisanna. Sýndu mér ást þína Ný, spennandi ástarsaga eftir Bodil Forsberg. m Eftirlýstur af gestapo Sönn frásögn af Norömanninum Jan Baalsrud. Margföld metsölubók. Guómundur Böövarsson Ljóðasafn — Ljóöæska Guömundar Böðvarsson áöur óprentuð ljóð hans. Njósnari í netinu eftir Francis Clifford. Spennandi njósnasaga, sem tekur mann heljartökum. Til landsins Ljóð sautján höfunda. Jóhan Hjálmarsson valdi myndir efti Sverri Haraldsson. HÖRPUÚTGÁFAN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.