Þjóðviljinn - 15.12.1974, Page 7

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Page 7
Sunnudagur 15. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Ari að handritið hafi verið lagt fyrir þessa biskupa til ritskoðun- ar, svo fyrir Sæmund prest, mann sem var þrautskólaður kirkju- maður af erlendum prestaskól- um. Þessir þrir höfuðklerkar breyttu textanum stórlega að þvi Ari segir, áður en þeir leyfðu aö hann kæmi fyrir almenningssjón- ir. Þannig hefur íslendingabók Ara komið okkur i hendur kontra- signeruð af kirkjuyfirvöldunum, það er að segja með imprimatur (útgáfustimpli) kirkjunnar.” Svc kvað Laxness um fyrstu islensku ritskoðunina. Það er semsé ekk- ert nýmæli að menn vilji sjálfir ráða sagnaritun sér i vil, og þaö er að sjálfsögðu ekki sérlslenskt fyrirbæri, það er alþjóðlegt fyrir- bæri þar sem rlkjandi stétt fer sinu fram. Ari sá þó við biskupunum báð- um og Sæmundi presti. Hann skaut inn setningu, þar sem hann bað menn heldur hafa þaö sem sannara reyndist, ef eitthvað kynni að finnast rangt i fræðun- um. Þetta hefur þeim Þorláki og Katli og Sæmundi sjálfsagt þótt snjallræði — en þó lýsir setningin einkum fyrirlitningu Ara á rit- skoðunarstefnu yfirboðara sinna. Þó að setningin hafi af siðari tima mönnum verið talin til marks um strangan sagnfræðiheiðarleik Ara fróða, er hún áreiðanlega hugsuð sem varnarveggur milli hans og þeirra sem þekkja betur til og kunna skil á þvi sem sann- ara var og verður. Ritskoðun valdastéttarinnar og tilraunir hennar til þess að tak- marka tjáningarfrelsi alþýðunn- ar er þannig ekki ný uppfinning siðari tima manna. Hitt hefur breyst svo um munar og það er að alþýðan vill nú orðið fá að segja sinar skoðanir og sitt álit um- búða-og refjalaust. Hún lætur sér ekki nægja að biðja aðra um að hafa heldur það er sanara kann að reynast. Vissulega heföi slik beiðni hljómað hjákátlega ein sér i umræðum um undirskriftasöfn- un um áframhaldandi hersetu. Þá dugði ekkert minna en tæoitungu- lausar aðvaranir — og þær dugðu reyndar ekki til fulls. Niörandi ummæli En skyldi ekki þessi blaðaskrif- ari af tslandi sem hér stendur i ræðustól I kvöld halla nokkuð réttu máli — fer hann ekki meö ýkjur þegar hann segir að ekki megi segja sannleikann? Vissu- lega má segja sumt og stundum satt. En það má ekki segja hvað sem er jafnvel þótt satt sé — og yfirleitt er ekki sama hver á i hlut; um hvern er talað né heldur hver talar. Yfirstéttin má segja hvað sem henni þóknast um und- irsátana, en lágstéttin á að hafa takmarkað málfrelsi. Þannig er þessu farið samkvæmt lögum og skal hér vitnaö til eins islenska doktorsins i meiðyrðum, dr. Gunnars Thoroddsens fyrrver- andi sendiherra I Kaupmanna- höfn. Hann segir i bók sinni „Fjölmæli”: „Samband yfirboðara og undir- manna getur réttlætt niörandi ummæli. Oft er nauðsynlegt að yfirmaðurinn finni að geröum undirmanns sins, setji ofan I við hann. Slikar ávitur, aðfinnslur, áminningar, má ekki dæma eftir almennum meiðyrðamælikvaðra. Gildir þetta um hjúasamband, skipti hvers konar starfgmanna við yfirmenn, hvort sem er á sviði opinbers réttar eða einkaréttar; foreldra gagnvart börnum sin- um; starfsfólks á uppeldisstofn- unum gagnvart börnum og ung- lingum, er þar dveljast, skóla- stjóra og kennara gagnvart nem- endum varöandi sjálfa stjórn skólans, kennslu, einkunnagjafir og vitnisburði.” Þurfum við nokkuð að segja fleira? Kemur ekki þarna fram að yfirstéttinni er heimilt aö hafa i frammi niðrandi ummæli um undirsáta sina, en það kallast meiðyrði þegar yfirstéttin er at- yrt af þeim sem hún telur lág- stétt? Siðfræði stéttaþjóðfélagsins Þessi tvöfeldni, siðfræði stétta- þjóðfélagsins, gægist alls staðar fram i islenska þjóðfélaginu og sagnaritun þess. Það er sama hvort við flettum sagnfræðingum okkar um 19. öld, 18. öld, 12. öld 20. öld — alls staðar gægist fram þessi grundvallarafstaða — rétt- ur undirsátans er minni en réttur yfirstéttarinnar. 1 hverju liggur þetta, af hverju stafar það? Svar- ið er einfaldlega stéttaskiptingin. En af hverju kemur hún? Svarið við þeirri spurningu er að mlnum dómi ákaflega einfalt — en ég er ekki viss um að við myndum öll greiða atkvæði með sömu skil- greiningunni. Og af þvi að ég er hér til að segja ykkur fréttir frá tslandi verður ekki farið lengra út i þennan sálminn að sinni. En ég vil hins vegar segja ykk- ur þau tiðindi að stúdentar við háskóla Islands eru einmitt að ræða það þessa dagana hvernig þjóðsagan — sú saga, sem okkur er sögö af tslendingum fyrri og siðari alda — og veruleikinn ganga hvort upp i annað. Þeir vilja kanna vandlega hvernig sjálfsimynd islendinga kemur heim og saman við raunveruleik- ann. Þeir vilja með gagnrýnu hugarfari taka almennar stað- hæfingar til athugunar og sann- reyna þær eða afsanna. Meðal þeirra staöhæfinga er áreiðan- lega si-endurtekin kenning sú um Ara fróða sem ég gat um áðan. Þeir vilja áreiðanlega fá að vita hvað múgurinn hafðist að meðan hetjur riöu um héröð sveiptar slð- um skatlatskyrtlum. Þeir vilja vafalaust frétta nokkru nánar af þeim tugum þúsunda sem sagt er að hafi búið á Islandi á fyrstu öld- um tslandssögunnar — en hvergi er getið um á bókum nema i þurr- um talnalistum siðari tlma. Þeim finnst áreiðanlega ótrúleg sagan sem Ari var látinn segja um kristnitökuna. Og þannig mætti lengi telja. En mér finnst einmitt ákaflega viðeigandi að reyna að bera saman sagnirnar og stað- reyndirnar á 11 hundruö ára af- mæli Islandsbyggðar. En skelfing held ég að flestum eftirkomendum okkar muni finn- ast annað það lágkúrulegt sem við höfum tekið okkur fyrir hend- ur á þjóðarafmælinu — a.m.k. i samanburði við reisnina fyrir 100 árum — árið 1874. Þetta ár sem nú er senn á enda hefur verið samfelld kauptið á tslandi. Sýnd- armennskan hefur hvarvetna rið- ið húsum I þjóðhátiðarhöldunum — það getur varla heitið að nokk- urs staðar sjái i heillegt fat. Allt hefur verið gert til þess að nota tækifærið og græða peninga. Bankar hafa gefið út minnis- peninga úr bronsi, silfri, gulli og platinu til þess að selja útlending- um. Fyrirtæki hafa fundið upp það þjóðráð að greipa landvætt- ina ofan I diska og selja dýrum dómum og græða. Annað fyrir- tæki tók upp á þvi snjallræði að koma andlitum forseta okkar fyr- ir ofan I diskum. Þeir eru einnig seldir útlendingum. Harla gott! Það er þó ekki alveg vist að af- komendur okkar muni taka eftir þessari ömurlegu hliö þjóðhátið- arhaldsins þegar fram I sækir — en þvi miður: Areiðanlega munu þeir reka augun i það sem hæst hefur borið og ömurlegast er: Að 55 þúsund Islenskir rikisborgárar báöu um að hafa erlendan her i landinu. Og það mun heldur ekki leyna sér aö 10 þúsund manns kröfðust þess með undirskriftum sinum að erlendur her fengi að reka fjölmiöla á Islandi. Og það verður lika tekið eftir þvi að það er kallað „frjáls menning” ’74 að heimta fjölmiðla hers upp i sjá- öldur og hlustir landsmanna. Þessu verður ekki gleymt þrátt fyrir landverndar- og gróður- verndaráætlunina, sem alþingi samþykkti á Þingvöllum. Það sprettur ekki gras i smáninni. Ég hef verið að reyna að segja ykkur fréttir frá Islandi. Ég hef sagt ykkur frá undirskriftasöfn- unum, þjóðhátið, meiðyröamál- um og tvöföldu siðferði stétta- þjóðfélagsins. Ég gæti sagt ykkur fleiri fréttir, til dæmis þá, að samkvæmt fyrirskipunum menntamálaráðuneytisins á nú aðskrifa oröið „islendingur” með litlum staf. En að lokum er hér ein frétt um stjörnukiki. Frá þvi var skýrt i einu dagblaöanna nýlega að nú væri unniö að þvi að koma fyrir á Framhald á 2S. siðu. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM INNRÁSINA FRÁ MARS Samkeppnisþjóðfélagið, kapitalisminn, hið frjálsa framtak er mjög upptekið við stig- breytingu lýsingarorða. Góður, betri bestur, Vondur verri, verstur. Og aðra flokkunarnáttúru. Þessu fylgja einlægar verðlaunaveitingai. Þá eru haldnar ræður með hátiðasvip i alveg sérstökum stil. Þann stil mætti kalla stil hinnar leyndu eða raffineruðu stig- breytingar. Ræðumennirnir eru fágaðri en svo að þeir taki sér hástig lýsingarorðanna i munn. 1 staðinn nota þeir frumstig lýsingar- oröa sem hafa einhverja mjög óljósa hástigs- merkingu. Þeir Einarður og Skeleggur eru brúkleg gangfæri undir skáldfák þeirra ræðumanna. Eiður Guðnason sem er með allra þokka- legustu fréttamönnum var sæmdur einum slikum verðlaunum nú á dögunum að undan- gengnum þónokkrum tilraunum hans með allskonar yfirvararskegg og hökutoppa á skjánum. Eiginlega skildist manni að héðanifrá ætti hann að heita Einarður Skeleggur Guðnason og daginn eftir mætti hann nauðrakaður eins og borgaralegur englakroppur og hefur verið það siðan. Sumir voru að visu dálitiö opinmynntir að velta þvi fyrir sér hvað það eiginlega væri aö vera „einarður og skeleggur” fréttaflytjari. Það gat þýtt svo margt, en hvað sem það þýddi þá hlaut það að þýða afar mikið af þvf. Og nú i vikunni kom það raunar i ljós að þetta var ekki bara gert til að Eiður gæti rakað sig heldur stendur hann fyllilega undir sinu nýja nafni. Sjómenn luku þingi sinu um siðustu helgi og höfðu gert eina og aðra ályktun eins og gengur. Þær fengu allar þau verðlaun aö vera fluttar I fréttum sjónvarpsins nema ein að visu. Hún fjallaði um það að útgerðar- menn þyrftu ekki að skamma menntamenn eða fjölmiðla i nafni sjómannastéttarinnar. Sú ályktun var sem sé einarðlega og skelegglega vinsuð úr hinum og stungið undir stól þvi Einarður Skeleggur taldi naumast óhætt að láta almúgann hlusta á þann boð- skap. Og slðan vitum við hvað kallast einarður og skeleggur fréttamaður. Orðin merkja ekki einvörðungu hástigslegan fullkomleika heldur lika alveg sérstaklega félagslega „stefnu”. Þetta er eitthvað i ætt við áttavit- ann og aöra óbrigðula nauðsynjahluti. ■ ■ ■ Á þriðjudaginn var fengum við að heyra i gufuradióinu gamla dálitið sérstaka dagskrá sem Orson Wells gerði Bandarikjunum grikk með árið 1938. Enn eru félagsfræðingar að kanna og skilgreina ástæðurnar fyrir þvi að skelfingin heltók bandarikjamenn undir þessu leikriti um innrásina frá Mars svo að fjöldi þeirra ýmist framdi sjálfsmorð eða flúði þægileg heimili sin i ofboði. Sumir hallast að þvi að kreppan og fleira hafi I raun verið búin að grafa svo undan traustihins almenna borgara á stjórnkerfinu aö hann hafi I sjálfu sér verið meira en reiðu- búinn til að trúa þvi að ekki þyrfti nema nokkur málmhylki og torkennilegt pip til að kollvarpa þessu öllu saman á klukkutima. Þannig varð einn málmsivalningur að tákni fyrir þetta sem hver einasti hlustandi vissi innra með sér. Kerfið hlaut að hrynja. En við eigum hliðstæðu þessa arna i dag. Þegar ég hugsa til sefjunaræðisins i Bandarikjunum árið 1938 og skelfingarinnar viö þessa torkennilegu sivalninga frá Mars þá finnst mér endilega að þeir hafi ekki verið fleiri en t.d. meðlimirnir i útvarpsráðinu okkar umdeilda. Og háskinn af þeim náttúr- lega uppspuni lika. Eftir þrjátiu ár veröa áreiöanlega ein- hverjir félagsfræðingar á námslaunum við að kynna sér sefjunaræðið og hræðsluna við útvarpsráðið islenska árið 1974. Menntamálaráðherrann, hæglætisbóndi austan úr Mjóafirði, treður upp á Alþingi með nokkurs konar neyðarástandslög um málefni útvarpsins. Undir stjórn mannanna sem kjörnir voru i ráðið fyrir þrem árum hafa torkennilegar kynjaverur ráðist inn i dagskrá útvarpsins. Sumar vikurnar hefur meöalaldur flytjenda og umsjónarmanna jafnvel farið niður fyrir sextiu ár og alþjóða- söngur verkamanna hefur hljómað þar eins og pip frá skuggalegri og fjarlægri veröld á sjálfan stúdentafrelsisdaginn þegar virðu- legir góðborgarar ættu aö vefja hvitblánum um ýstruna, setjast til borðs og vera skemmtilegir með gömlu skálaræðunni sinni um studentens lyckliga dag. Myndir af vinnandi fólki eru farnar að sjást á skjánum án þess að forstjóri fyrirtækisins tali með þeim og barnatimarnir eru jafnvel farnir að fjalla um efni sem finna má stað eftir aldamót. Og kirkjunni neitað um friar auglýsingar. An þess að fara nánar út i þessa hroðalegu spillingu getum við þegar fullyrt að mistökin liggja i vlxlspori við upphaflega gerö núgild- andi útvarpslaga. Þar voru gerð þau mistök að sýna of mikið traust. Skaðræðishylkin i út- varpsráð voru kosin til f jögurra ára sem þýö- ir það að upp getur komið sú staða að fundur i ráðinu sé ekki spegilmynd af Alþingi. Hér er semsé hætta á feröum og það finna menn. Væri útvarpið og blöðin ekki einmitt spegil- mynd af Alþingi gæti svo farið að þjóöin færi að hlusta á útvarpið, horfa á sjónvarpið og lesa dagblöðin og taka mark á þeim. Þá vofir yfir sú hætta að þjóðin yrði ekki lengur spegilmynd af Alþingi. Og hvar væri slik þjóð stödd? Þessi staða kom einu sinni upp i Austur- Berlin. Þá ráðlagði Bertolt Brecht þinginu að kjósa sér nýja þjóð. Og hvaða þjóðir mundu svosem bjóða sig fram? Ég bara spyr. Nei, félagsfræðingar framtiðarinnar mega vel vita það að hér er ekki um að ræða ein- vörðungu skelfinguna við þessi örfáu pipandi hylki i útvarpsráðinu. Þau eru tákn miklu djúpstæðari efasemda kerfisins. Kerfinu verður ekki við haldið nema með þvi móti að ganga áfram sömu brautina. Gæta verður bess að bióðin hevri engar hug- myndir sem hún hefur ekki þroska til að hlusta á i fullkomnu jafnvægi þannig að þeg- ar Alþingi litur á þjóö sina þá sjái það I aug- um hennar speglast staðfast og óhagganlegt Alþingi þar sem engar breytingar gerast — nema náttúrlega þetta óumflýjanlega og eðlilega að maður eldistum ár á hverjum jól- um. Meðalaldur alþingismanna á að hækka um fjögur ár á hverju kjörtfmabili ef allt er með felldu. Annað er hættumerki. Þannig á Alþingi að spegla sig I augum þjóöar sinnar. Það á ekki að treysta neinum sem ekki vill vera spegilmynd Alþingis og þjóðar þess. Allt annað er Innrásin frá Mars eða Kina. Og von okkar i baráttunni er Einarður Skeleggur Guðnason. Og Alþingi. Þorgeir Þorgeirsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.