Þjóðviljinn - 15.12.1974, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974.
cTVtyndir
« úr sögu verkalýðshreyfingar
og sósíalískra samtaka
Sæmundur Friftriksson fyrsti Sigurdór Sigurftsson fyrsti
formaöur félagsins formaöur sjómannadeildar
VERKALÝÐSFÉLAG
AKRANESS SO ÁRA
Blaðað í
afmælisriti
Verkalýösfélag Akraness var
50 ára 14. október sl. Af þvi til-
efni gaf félagið út afmælisrit
með margskonar efni þar sem
rifjað er upp sitthvað úr sögu
félagsins og vikið að þeim
vandamálum sem verkalýðs-
hreyfing samtimans á við að
glima.
Það var fimmtudaginn 9.
október 1924 að allmargir sjó-
menn og verkamenn — ein
kona! — komu saman til fundar
i Báruhúsinu á Akranesi i þeim
tiigangi að vinna að undir-
búningi að stofnun verkalýðs-
félags á staðnum. Fundarstjóri
var Sveinbjörn Oddsson og
fundarritari Sæmundur Friö-
riksson. Frummælandi á
þessum undírbúningsfundi var
Oddur Sveinsson, Akri. Hann
flutti snjallt erindi um alþýöu-
hreyfinguna i Evrópu og lýsti
starfi hennar og stefnuog hversu
miklu hún gæti komið til leiðar.
Þá ræddi Sæmundur Friðriks-
son um stofnun verkalýðsfélags,
og tóku viðstaddir mjög undir
nauðsyn þess. Var siðan kosin 9
manna nefnd til þess að undir-
búa stofnfund félagsins, sem
ákveðinn var 14. október. A
stofnfundinum voru félaginu
sett fyrstu lögin og þvi kosin
fyrsta stjórnin. Formaður var
kjörinn Sæmundur Friðriksson.
Fyrsta lagagreinin hljóðaði
svo: ,
„Tilgangur félagsins er að
efla og styðja hag og menningu
alþýöunnar á þvi svæði, sem
félagið nær yfir, með þvi að
vinna að sjálfsbjargarviðleitni
almennings, ákveða vinnutima
og kaupgjald, og með sjálf-
stæðri þátttöku alþýöunnar i
stjórnmálum lands og sveitar-
félags, allt i samræmi við önnur
verkalýösfélög og Alþýðusam-
Fyrsta matreiftsluníf mskeift kvennadeildar 1932. Efri rftft fv: Guftmunda Jónsdóttir, Hulda Eiaarsdóttir,
Steinunn Tómasdóttir, Halldóra Arnadóttir, Sesselja Jóhannsdóttir, Asdls Asmundsdóttir, Arnóra
Oddsdóttir, Guöný Tómasdóttir. Neöri röö fv: Elisabet Hallgrimsdóttir, Ingileif Guöjónsdóttir, Ásta
Sigurðardóttir, Soffla Skúladóttir, kennari, Jórunn Armannsdóttir, Elisabct Jónsdóttir, Guörún
Siguröardóttir.
Vaskfólk á Kampinum hjá Halldóri I Aöalbóli. Myndln mun vera frá árinu 1932. Frá vinstri: Arnóra
Oddsdóttir, Guölaug Einarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Valbjörg Kristmundsdóttir, Vilhjálmur
Benediktsson, Fanney Gunnarsdóttir, Maria Guöjónsdóttir, Guölaug Jónsdóttir, Guörún
Gunnarsdóttir, Guðrlöur Guðmundsdóttir, Asta Torfadóttir.
bandið.”
Félagið mætti andspyrnu
atvinnurekenda þá sem siðar,
en i upphafi neituðu þeir aö
viðurkenna samningsrétt
félagsins — á siðari árum hafa
þeir notað lævisari aöferöir.
Fljótlega eftir stofnun verka-
lýðsfélagsins kom fram sú hug-
mynd að heppilegt kynni aö
vera að skipta félaginu i deildir.
Var það siðan ákveðið. Fyrsta
deildin var kvennadeildin og
voru stofnendur deildarinnar 13.
Fyrsti formaður var Arnóra
Oddsdóttir. 1931 var sjómanna-
deildin stofnuð. Fyrsti formaöur
hennar var Sigurdór Sigurðs-
son. Vélstjóradeild var stofnuð
1936 og var Hendrik Steinsson
fyrsti formaðurinn. Bilstjóra-
deild var stofnuð 1939. Fyrsti
formaður var Leó Eyjólfsson.
Deildirnar hafa starfað óslitið
siðan, nema bilstjóradeildin,
sem var lögð niður þegar Vöru-
bilastöð Akraness var stofnuð.
A 50 ára starfsferli hefur
Verkalýðsfélag Akraness
helgað sig fjölmörgum málum
og eru þau að nokkru rakin i rit-
gerð i afmælisritinu eftir
Guðmund Kristin Ölafsson.
Núverandi formaður Verka-
lýðsfélags Akraness er Skúli
Þóröarson
Gömul mynd af Akranesi
Stjórn verkalýösfélagsins 1973, Fremri röö fv: Garöar Halldórsson, Skúll Þóröarson,
form., Guömundur Kr. ólafsson. Aftari röö fv. Jón Guöjónsson, Bjarnfrföur Leósdóttir,
Arni Ingvarsson, Herdls ólafsdóttir, form. kvennadeildar, Steinþór Magnússon.
Rpan er jafnhættuleg og sígarettan
Það er nú komið á dag-
inn, að pípureykingar eru
nær alveg jafnhættulegar
og sigarettureykingar, en
það þótti sannast í rann-
sókn á 50 þúsund svíum,
sem f ylgst hef ur verið með
reykingum hjá siðan 1962.
Frá þessu segir i „Dagens
Nyheter”, en það er læknir meö
þvi slavneska nafni Dd. Zdeneg
Hrubec, sem staðið hefur fyrir
rannsóknunum.
Dr. Hrubec bendir á i niður-
stöðum sinum, að sönnun á skaö-
semi pipureykinga sé nýjung i
reykingarannsóknum, þvi hingaö
til hafi fyrst og fremst veriö
gerðar rannsóknir og saman-
burður á ævilengd þeirra sem
ekki reyktu og reykingamanna
og rannsóknir þá fyrst og fremst
beinst aö sigarettureykingum.
Sviarnir sem fylgst var með
voru bæði pipu- og sigarettu-
reykingamenn og báðum hópum
reyndist tiú sinnum hættara við
að deyja úr lungnakrabba en
þeim sem ekki reykja.