Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. desember 1874. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 khísúliii’ Hljóðupptökur Nú I vikunni höföum viö sam- band viö þrjá nafnkunna hljóö- upptökumenn, þá Jón Þór Hannesson, Svavar Gests og Hjört Blöndal, sem allir hafa haft hljóöupptökur aö atvinnu á und- anförnum árum, og leituöum frétta af starfi þeirra. Fyrsta spurningin var, hvenær þeir byrj- uöu að fást viö þettá og svör þeirra fara hér á eftir: Hjörtur Blöndal. — Það eru tvö ár siðan ég byrj- aði á þessu. Og ég ætlaði mér strax að fara út i þetta af fullri al- vöru. A þessum tima hef ég gert um 16upptökur, þó að þær hafi nú ekki allar verið gefnar út. Fyrstu plöturnar voru með Hafrót, Stein- blóm, Ópus, Hallgrlmi Björgúlfs- syni og plata með lögum eftir sjálfan mig. Svo komu plötur með Bendix, Þokkabót, Abót, Samtök her- stöðvaandstæðinga gáfu út eina plötu frá mér, með Böðvari Guðmundssyni og svo kom platan Lónli blú bois. Tvær upptökur eru til sem Maggi Kjartans ætlar að gefa út, svo og upptaka á stórri plötu með lögumeftir ýmsar danshljómsveitir. Amundi Amundason gefur þá plötu út. Núna fyrir jólin kemur svo út plata um Hóbert bangsa sem is- lensk börn ættu að kannast við úr sjónvarpinu. Jón Olafsson er út- gefandinn að henni. — Hver er besta platan sem þú hefur tekið upp? — Af þeim, sem komið hafa út, finnst mér platan með Þokkabót íhlaupaumsjón Einsog fram kom I siðustu Klásúlum eru hinir föstu um- sjónarmenn þeirra nú I próf- lestri, en i staðinn hefur Kjartan Eggertsson tónlistar- maður hlaupið i skarðiö að þessu sinni. best. Nú eru að koma út fleiri plötur, en það er ekki að marka sándið á þeim fyrr en þær koma úr pressuninni. Ég notaði dólbi- tæki við upptökurnar á fyrstu plötunum, en ég er alveg hættur þvi. Ég læt dólbisera upptökurnar einu sinni úti, áður en þær fara I pressun. Platan með Þokkabót var pressuö I öðru fyrirtæki en ég Svavar Gests hef haft viðskipti við, en það var mjög góð pressun. — Hyggur þú á tækjakaup á næstunni? — Það gæti hugsast að ég tæki þátt I að kaupa stúdió, með hljómsveitinni Júdas. Það kostar núna að taka upp stóra plötu er- lendis túmlega tvær milljónir. Þannig að það gæti borgað sig að kaupa stúdió sem við höf- um áhuga á, þó það kosti hátt á þriðju miljón. Jón Þór Hannesson — Þetta byrjaði upphaflega á þvi að ég og Pétur Steingrimsson vorum með ólöglega útvarpsstöð. Þetta var 1963. Þá var ég I hljóm- sveit og Pétur var að æfa sig aö taka upp lög með hljómsveitinni. Þannig kynntist ég þessu og siöan þá hjálpuðumst við að við að taka upp Tóna I Lidó, hérna I gamla daga. Sú upptaka var I stereó og hefur sennilega verið fyrsta stereóupptaka hérlendis. Það leið langur timi frá þvi að viö geröum þessa upptöku, þangað til farið var að taka stereó-upptökur hér- lendis og gefa út á plötum. En þessi upptaka var aldrei gefin út, Við eigum hana og geymum til gamalla minninga. Siðan smá- þróaðist þetta. Ég fór að læra radiótækni og meðan fór Pétur að vinna hjá útvarpinu. Siðan var ég innan handar við stjórn á upptöku fyrir Dáta, fyrstu plötunni þeirra. Ég átti að kallast upptökustjóri. Það er sennilega fyrsta plötuupptakan sem ég kem nærri. Ég hef siðan séð um t.d. upptökur á öllum RIó- plötunum. Heimi og Jónas var ég lika með. Einnig hef ég séð um upptökur fyrir Óla Gauk. Upptök- urnar fóru fyrst fram i sjónvarjj- inu á fyrstu árum þess, þangað til að tekið var fyrir það, að leigja stúdlóið út til hljóðritunar. Þá fór ég niður I útvarp. Og siðan hefur þetta verið dálitið á hrakhólum. Upptökuskilyrði eru ágæt hjá sjónvarpinu, en þar er ekki að- staða til stereó-upptöku. En út- varpið er nú búið að fá dálitið af tækjum, það á bara eftir að koma reynsla á þau. — Hefurðu verið við upptökur erlendis? — Eg hef td. verið með Rió I Osló, einum tvisvar sinnum. Það er náttúrlega ágætt út af fyrir sig. Það er bara alltaf mjög dýrt. Nema I hlut eigi einhverjir artist- ar sem seljast virkilega vel eins og RIó. En það eru, sem ég segi, engin tæki og engin aðstaða til upptöku hérna. Það fær sér ein- hver segulbandstæki úti I bæ, þokkalegt heimilistæki, byrjar að fikta á þetta og kallar það stúdió. En það má búast við þvi, að á HJSrtur Blöudal Jón Þór Hannesson næstunni risi hér fullkomið stúdió. Og ég gæti vel hugsað mér að starfa við þannig stúdió. Svavar Gests — Það var árið 1963, þegar hljómsveit Svavars Gests spilaði inn á sina fyrstu plötu, sem ég byrjaði aö sjá um upptökur. Siðan hafa S.G. hljómplötur gefið út um 160 plötur. Ég gæti trúað að ég hafi stjórnað um 90% af þeim upptökum. Þessar plötur hafa verið teknar upp hjá Rikisútvarp- inu, Sjónvarpinu, I Danmörku, Noregi, Sviþjóð, Englandi, Þýskalandi og á fleiri stöðum. Það er minn óskadraumur að hér komi upp fullkomið alvörustúdió. Það eru margir annmarkar á upptökum hér heima. Til skamms tima hafa eingöngu verið teknar upp mónóupptökur. Siðan kom stereóið og það var nú mikil hjálp, en það er tiltölulega nýtil- komið. — Hvaða S.G. hljómplötu ertu ánægðastur með? — Ég er ánægðastur með plöt- una þar sem Elli og Vilhjálmur syngja saman. Knútur Skeggja- son, sem hefur mikla tilfinningu fyrir tónlist, tók þá plötu upp. Það var reyndar mónó-upptaka, en tókst samt sérlega vel. Pétur Steingrimsson hefur einnig gert með mér all-sæmilegar upptökur. — Þú hefur ekki hugsað þér að reisa sjálfur stúdió? — Nei, ég er ekki með neinar áætlanir I þá átt, a.m.k. ekki fyrst um sinn. HVER ER AFSTAÐA ÞÍN TIL popptónlistar? Ofanritaða spurningu lögðum við fyrir skóia- stjórana á Reykjavíkur- svæðinu. Sigursveinn D. Kristinsson skólastjóri Tónskólans svarar þess- ari spurningu í dag/ en svör frá fleiri skólastjór- um eru værrtanleg: Það er nú erfitt fyrir mig að svara þessu, þvi ég þekki svo litið til popptónlistar. Ég veit i rauninni ekki hvað er popplist og að hvaða leyti hún er frá- brugðin dægurlagatónlist. Popptónlist hefur eflaust sin stileinkenni frábrugðin dægur- tónlist, þó að stór hluti hennar sé flokkaður undir dægurtónlist. Ég hef t.d. aldrei farið á popp- tónleika, þó ég hafi sjálfsagt heyrt eitthvað af þvl i útvarp- inu. Ég er eiginlega ekki á móti neinni tónlist og ekki með neinni. Ég hlusta jafnt t.d. á klassiska tónlist og framúr- stefnumúsik og þess háttar. Mér finnst þetta allt eiga rétt á sér. Ég get ekki sagt að ég hafi neina sérstaka afstöðu til sér- stakrar tegundar að tónlist. Að visu er hægt að taka fræðilega afstöðu, en til þess skortir mig allar forsendur um þessa grein. Það er eins og önnur nauðsyn fyrir félagslif fólks, sem hefur ævinlega verið, að iðka dans- músik. En poppmúsik er nú kannskiekkieingönguþað? Mér skilst á þeim brotum sem ég hef heyrt, að það sé mjög algengt að poppararnir taki stef og hljóma- sambönd frá barrokktónlistinni og setji inn i þetta. Ég veit svolitið hvað djass er. Það er náttúrlega ekki einu sinni dægurtónlist sumt af þvi, heldur iðkað sem listrænn flutn- ingur, en ekki beinlinis ein- göngu til dægradvalar. Djassinn hefur alla tið þróast i ákveðna átt og haft áhrif á aðrar greinar. En dægurlög er allt það sem notað er við dans og til dægra- dvalar. Það er svo annað, sem er almennt kallað listrænn flutningur. Þó þarf helst allt að vera skemmtun. Það eina sem ég get sagt um popp, er að mér finnst þessi raf- magnshljóðfæri öll vera svolitið Sigursveinn D. Kristinsson hvimleið. Bara vegna hávaðans sem þeim fylgir. Það er m.a.s., eins og við vitum, likamleg hætta. Hætta á skemmdum við ofnotkun þessara hljóðfæra, sem þegar er farin að koma i ljós. Alveg eins og með verk- smiðjuhávaðann. Það er enginn munur á afleiðingunum. Hávað- inn veldur heyrnarskemmdum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, fyrr en það fer allt i einu að taka eftir þvi að það heyrir ekki það sem verið er að tala. A heimilum þá er þetta eitt af stærstu vandamálunum viða, þvi að ungt fólk vill hafa músik- ina svo hátt stillta. Og svo bara vita hinir ekkert hvað þeir eiga að gera við sig, af þvi að það er hvergi friður i stórum ibúðum. Það heyrist út i öll horn. Ég hef heyrt um fólk sem hefur flúiö niður i kjallara með einhverja afþreyingu til þess að losna við hávaöann. Það sagði mér maður sem átti mjög ''andað stereótæki sem hann vildi selja mér, að hann væri búinn að búa sér út ein- angraða kompu niðri I kjallara til að hlusta á músik að gamni sinu, þvi að krakkarnir heima hjá sér, börnin hans, væru alveg aö útrýma sér úr íbúðinni. Og þú mátt trúa þvi að þetta er viðar til heldur en maður gerir sér grein fyrir. Og það er rafmagn- ið sem gerir þennan gifurlega hávaða. Það er ekki iðkunin sjálf á hljóðfærin sem er orsök- in, heldur flutningstækin sem eru stillt svo hátt. Svo er það allt þetta bölv og ragn um sinfóníur og ariur og allt það. Ég hef nú stundum ef- ast um að það væri eins algengt að sinfóniur og annað slikt væri jafn hatað af almenningi, eins og maður hefur heyrt og lesið. Þó man ég eftir þvi i minu heimalandi i Ólafsfirði þegar ég var þar, að þær voru nú ekki hátt skrifaðar sinfóniurnar. En þetta breytist ekki nema fólk komist i einhver tengsl við tón- listina og fari að hlusta. Alveg eins og að lesa góðar bækur. Það er fjöldi fólks sem aldrei heíur litið i orð hefur Laxness', þó það kjafti um hann alla daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.