Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975.
Nóvu-
slagurinn
cTVlyndir
úr sögu verkalýðshreyfingar
og sósíalískra samtaka
Það var árið 1933 og kreppan i
algleymingi. Atvinnuleysi
hrjáði verkalýð Akureyrar sem
annarsstaðar á landinu og fyrir
þrýsting verklýðssamtakanna
hafði bæjarstjórn Akureyrar
tekið á leigu tunnuverksmiðju
til að reka i atvinnubótaskyni.
En tunnusmiöina vildi bæjar-
stjórnin láta i ákvæðisvinnu
með kjörum, sem jafngiltu 20%
kauplækkun miöað við taxta
verkamannafélagsins, sem
aftur krafðist rétts kauptaxta
við þessa vinnu sem aðra.
óttast var af verkamönnum
að ef kauplækkunin tækist yrði
gengið á lagið og herjað á kaup
í bænum almennt. Eins þóttust
sumir sjá, að eftirgjöf i þessu
máli gæti gefið fordæmi fyrir
atvinnurekendur i öðrum
byggðarlögum og torveldað
vörn verkafólks um kjör sin. En
einsog stundum skeður, þvi
miður, þegar þröngt er um at-
vinnu og keppt um það sem
býðst bar verkalýður Akureyrar
ekki gæfu til að standa saman i
þessu máli, verkamannafélagið
klofnaði og kauplækkunarsinn-
ar stofnuðu nýtt félag 80—90
manna, sem tekið var inn i
Alþýðusambandið, en gamla
félagið með hátt á þriðja hundr-
að félagsmanna rekið.
1 þessari erfiðu aðstöðu að þvi
viðbættu að bæjarstjórnin hafði
ráöist i tunnuverksmiðjuna
sem atvinnubótafyrirtæki með
hangandi hendi og mundi þvi
ekki harma þótt þar yrði ekki
unnið»var séð, að verkfall ein-
angrað við verksmiðjuna væri
bæði varhugavert og raunar til-
gangslaust fyrirtæki.
En gegn kauplækkunarstefn-
unni varð að berjast. Þegar von
var á es. Nóvu frá útlöndum
með tunnuefni til verksmiöj-
unnar og fleiri vörur i bæinn og
á aðra staði norðanlands var á-
kveðið að lýsa afgreiðslubanni á
skipið og beita þannig vopni
verkfallsins gegn ýmsum auð-
fyrirtækjum sem áttu vörur i
þvi og kæmu til með að njóta
góðs af kauplækkunarstefnu
bæjarstjórnarmeirihlutans ef
hún tækist. Fyrirtækin fengju
ekki vörur úr skipinu fyrr en bú-
ið væri að semja og þannig
skyldu borgararnir sem stétt
verða knúðir til að eiga sinn þátt
i að leysa deiluna, þótt bærinn
væri aðilinn aö forminu til, segir
Jón Rafnsson i bók sinni „Vor i
verum”.
Miklar æsingar verða i bæn-
um þegar þessi ákvörðun frétt-
ist, liössafnaður af beggja hálfu
og klofningsfélagið, sem fyrr
var getiö, eggjar menn á að af-
greiða skipið i banni verka-
mannafélagsins.
14, mars kl. 10 árd. leggst
Nóva að Torfunefsbryggju, sem
er þéttskipuð fólki, þvi nú eiga
menn von á einhverju sögulegu.
Átökin á bryggjunni.
A bryggjunni ávarpar for-
maður verkamannafélagsins,
Steingrimur Aðalsteinsson,
fjöldann og lýsir yfir af-
greiðslubanni að undanskildum
farþegum og pósti um leið og
hann hvetur verkalýð Akureyr-
ar til að standa fast saman og
linna ekki fyrr en fullur sigur sé
fenginn yfir lauplækkunaröflum
og klofningsbrölti. Einnig tala
þeir Þóroddur Guðmundsson og
Jón Rafnsson. Ræðustóllinn var
vörubilspallur og myndin sem
Dagsbrúnarsafnið á frá þessum
atburðum (nr.33 ) er einmitt
tekin meðan Jón talaði, en frá-
sögn hans af átökunum á
bryggjunni („Vor i verum” —
Nóvu-deilan) fer hér á eftir:
„Nokkrir menn gera sig lik-
lega til að hefja vinnu
samkvæmt fyrirskipun verk-
stjóra, en eru þegar i stað hindr-
aðir i þvi. Frekari tilraunir eru
ekki gerðar að þvi sinni til verk-
fallsbrota. Eftir nokkra stund
fer mannfjöldinn að tinast á
braut, þvi ekkert gerist spenn-
andi, og þessu dæmi fylgja þeir
lika, sem komnir voru til að
vinna. En verkfallsmenn eru
kyrrir á bryggjunni og ráða
ráðum sinum.
Enginn verkfallsmanna
hreyfir sig af staðnum nema i
samráði við verkfallsstjórn. Sá
hluti verkfallsliðsins, sem ekki
þykir við þurfa á bryggjunni, er
látinn hafast viö i Verkalýðs-
húsinu skammt þar frd, tiltækur
hvenær sem er, ef vart verður
hreyfingar hjá andstæðingnum.
Verkamenn eiga þess von, að
lið hans komi á vettvang, áður
en langt líður. Og fer það að
vonum. —
Kl. 1 eftir hádegi er Torfu-
nefsbryggjan aftur orðin troð-
full af fólki. Og brátt eru öll
skip, stór og smá, sem þannig
liggja, að þaðan megi sjá hvað
gerist á bryggjunni, þéttskipuð
fólki. Sömuleiðis þök stýris-
húsa, siglur, reiðar, beitiásar og
bugspjót; allt er þetta morandi
af fólki — einkum ungviði — og
minnir helzt á hópa forvitinna
skógardýra. Að maður ekki
gleymi næstu húsaþökum og
götum, sem einnig eru krökk af
áhorfendum. Hin smáborgara-
lega forvitni i höfuðstaö Norður-
lands virðist hafa safnazt hér öll
saman i einn brennipunkt.
Ekki er klukkan mikiö yfir 1,
þegar bæjarfógetinn, sem nú er
kominn á staðinn með mikið og
fritt föruneyti, kveður sér
hljóðs. Er hann nú eins og á
Krossanesi forðum, með bók
mikla i hendi og les upp úr henni
áður kunna klausu: „Vér... af
guös náð konungur Islands og
Danmerkur, Vinda og Gauta”
o.s.frv. Vill hann með þessu
sanna vet kafólkinu, að það sé á
háskalegum vegi, er það fylkir
sér hér saman til að verjast
kjararýrnum með mætti sam-
takanna. Siðan skipar hann
verkfallsmönnum að yfirgefa
bryggjuna þegar i staö, til þess
að vinna geti hafizt við af-
greiðslu skipsins. — En þegar
verkamenn sýna ekki á sér neitt
fararsnið og standa eftir sem
áður eins og jarðgrónir, þar sem
þeir hafa tekið sér stöðu, býst lið
bæjarfógetans til atlögu þarna á
bryggjunni. Fyrir þessu liði er
fulltrúi bæjarfógetans, Stefán
Stefánsson frá Fagraskógi, og
með honum nokkrir þekktir
fasistar.
Að vörmu spori má sjá, að yf-
ir þvera bryggjuna, allframar-
lega, hefur myndazt fylking, og
hefur hún fyrir sér strengdan
kaðal.
Er sýnt, að fyrir andstæðing-
unum vakir að hrekja lið verk-
fallsmanna upp af bryggjunni
eða öllu heldur sópa bryggjuna.
En ekki hefur fylking þessi þok-
azt langt i áttina, þegar hún er
stöðvuð af liði verkfallsmanna,
sem nú einbeitir sér á kaðalinn,
gegn hinum. Og ekki liður á
löngu, þar til þeir kaðalsmenn
byrja að hopa á hæl meö spegil-
sléttan Pollinn fyrir enda
bryggjunnar að baki. Gerist þá
hvort tveggja, að hvitliðar fara
að forða sér upp i skipin beggja
vegna bryggjunnar, og hitt, aö
einhver úr liði verkfallsmanna,
Adolf Kristjánsson skipstjóri er
mér sagt, sker á kaðalinn, svo
að þrýstingurinn á lið hinna
minnkar heldur, enda er það
ekki meiningin aðsundleggja þá
hvitu eöa stofna lifi manna i
hættu, heldur hitt að koma i veg
fyrir kauplækkun. Nokkrir
hrekjast þó i smábáta á undan-
haldinu og flýja út á Pollihn. —
Ahlaupi verkfallsbrjóta og hvit-
liða hefur verið hrundið.
Nokkrar ryskingar hafa orðið
sums staðar á bryggjunni. En
verkamenn hafa fyrirfram ver-
ið varaðir við þeim mönnum i
liði hinna, sem leika það hlut-
verk fasista að ýfa til slagsmála
og afla stéttardómstólum borg-
aranna átyllna til réttarofsókna
gegn verkalýðshreyfingunni.
Verkamenn hafa þvi verið hinir
stilltustu og sneitt hjá handalög-
máli i lengstu lög, án þess þó að
vikja hársbreidd frá rétti sin-
um. I liði hinna hefur brugðið
fyrir nokkrum mönnum með
barefli, og hafa verkfallsmenn
neytt lags i þrengslunum til að
afvopna helztu vanstillingar-
mennina og gera þá þannig
skaölausa. Engin alvarleg
meiðsli hafa orðið. Má það
þakka bæði stillingu verkfalls-
manna og sjáanlegum yfirburð-
um þeirra hvað mannafla og
skipulag snertir.”
Akureyrarvörum
hvergi skipað á land
Eftir þetta leggst Nova við
akkeri úti á Pollinum og biður
átekta, en verkfallsmenn skipu-
leggja vaktir og gefa út dreifi-
bréf. Heiftarlegum áróðri og
æsingum er haldið uppi gegn
þeim i afturhaldsblöðunum með
þeim árangri ma„ að þeir verða
fyrir skotárás eina nóttina.
Opinber áhrif eru að boðað er út
aðstoöarlögreglulið, hvitliða-
sveit skipulögð. En ekki dregur
Framhald á 22. siðu.
Inngöngunni í Atlantshafsbandalagið mótmælt
Þessa mynd frá mótmæla-
fundi Sósialistaflokksins gegn
inngöngunni f Atlantshafs-
bandalagið 3. april 1949 kom
Steingrimur Jóhannesson,
Vlghólastig 8, Kópavogi, með og
gaf Dagsbrúnarsafninu og kom-
um viö hérmeö á framfæri bestu
þökkum til hans. Jafnframt
langar okkur að hvetja fleiri tii
að ljá safninu lið i myndasöfn-
uninni. — Það er þó alls ekki
veriö að fara framá að fólk gefi
safninu myndir sem þaö kann
að eiga, þótt slikt sé auövitaö
vel þegið, heldur að lánaöar séu
myndir til eftirtöku. 1-2 gamlar
myndir sem lesendur kunna að
eiga I fórum sinum gætu fylit
upp eyður og hjálpaö tii að gera
safnið betri heimild um sögu
verklýðshreyfingarinnar. Best
er að hafa samband við bóka-
vörö Dagsbrúnar, Eyjólf Arna-
son, sem vinnur á Þjóðviljanum
siðdegis, en annars er safniö op-
ið laugardaga og sunnudaga kl.
4-7.