Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 3 af eiiendum vettvangi Olíulöndin sem sökudólgar og fordæmi Venezúela EFTIR ÁRNA BERGMANN Ekkert er algengara i stjórn- málum en tilraunir til að finna sökudólg og tefla honum óspart fram fyrir auglit manna til að leiða athygli frá öðru. og þá ekki hvað slst frá eigin sekt. „Frekjan" Við hófum oft séð þess dæmi að undanförnu, að borgaraleg vest- ræn blöð reyna beint og óbeint að koma þeirri hugmynd að hjá mönnum, að kreppa á Vestur- löndum sé að kenna „frekju" oliurikjanna — og þá náttúrlega arabiskra oliuríkja, enda þótt enginn hafi frétt af þvl að transkeisari eða VenezUelustjórn, sem einnig eiga aðild að OPEC, samtökum oliuframleiðslurikja, séu nokkuð vægari en arabar I verðlagn- ingarmálum. Auðvitað hefur verðhækkun á hráoliu mikil áhrif, um það er ekki að villast. En þeg- ar hamast er svo mjög á einum þætti kreppunnar, hljóta að vakna grunsemdir um að það sé beint og óbeint gert til að leiða at- hygli frá öðrum þáttum málsins. A dögunum mátti lesa í viðtali við franskan verklýðsforingja, að verðhækkun á hráoliu breytti ekki nema um 2% verði á til- búnum iðnvarningi i Evrópu. Við kunnum ekki að prófa þann út- reikning — en allavega sýnast þetta ekki nein ósköp. Sá sami verklýðsleiðtogi sagði að menn ættu frekar að skoða hina al- mennu kreppu auðvaldsins. Offramleiðsla? Við ætlum okkur ekki þá dul að reyna það hér. En þvi ekki að velta upp þeirri gömlu spurningu, hvort ein af ástæðunum sé ekki blátt áfram offramleiðsla? Hér er þá átt við það, að I velferðarrlkj- um svonefndum hafi markaður- inn þegar ,,mettast"nokkurnveg- inn af ýmsum meiriháttar neyslutækium. Að varla sé við þvl að búast, að miklu stærri hluti danskra eða bandarískra fjöl- skyldna fái séreinkabil.að þvotta- vélar, sjónvarpstæki og kæli- skápar ofl. séu komin það viða að ekki sé við aukinni eftirspurn að bUast við óbreyttar félagslegar aðstæður, heldur aðeins frám- leiöslu upp I endurnýjun. Þess- háttar „mettun" er að sjálfsögðu mjög afstætt fyrirbæri, en Iiklegt er að hún sé raunveruleg meðal þeirra stóru hópa sem nokkurn- vegin-sæmilega eru staddir innan velferðarrammans. Og það er er- fitt að stækka þennan hóp án þess annarsvegar að breyta verulega tekjuskiptingu í velferðarrfkjun- um og hinsvegar- með þvi að stækka markað í þriðja heimin- um. Yfirstéttin i þriðja heiminum neitar sér ,reyndar ekki um neyslumunað ýmislegan, en hUn er fámenn, markaðurinn þvi þröngur — flestir Ibúa hafa kaup- getu sem er nálægt núlli. Hver á að hjálpa? En við vorum að tala um oliu- rlkin sem hentugan sökudólg. 1 þvi sambandi hefur mátt veita þvl athygli, að þegar talað er um vanda hinna snauðu þjóða, hung- ursneyð i Mið-Afriku og Indlands- skaga og vlðar, þá segja blöö oft sem svo: af hverju er alltaf verið að benda á Vesturlönd sem sjálf- sagðan hjálparaðila. Og svo er þvi við bætt, aö mikill sé nú peningaforðinn hjá oliulö'ndun- um, þar sé það fé sem um munar til hjálpar bæði I neyð og til þró- unar. Um leið er kannski látið að þvl liggja, að ollurikin séu heldur sink á fé^ sitt. Reyndar er engin ástæða til að bera lof á stjórnendur þeirra oliu- rlkja sem mest fer fyrir — Feisal I Saudi-Arabiu og keisarinn af Iran eru I raun og veru miðalda- fyrirbæri, stjórnarfar þeirra timaskekkja sem samtimaþróun hefði fyrir löngu leiðrétt ef þeir gætu ekki keypt hana af sér með firnalegum oliuauði. En það er heldur engin ástæöa til að gera hlut þeirra fyrirfram miklu lakari en ráðamanna hinna kapitalisku iðnvæddu vestur- landa. Ekki bera oliufurstar sam- timans ábyrgð á þeirri þróun, sem hefur aukið muninn jafnt og þétt á rlkum og fátækum þjóðum frá þvi um aldamótin 1800. Og að þvl er örlæti við snauðar þjóðir varðar, þá gera oliulöndin I OPEC sig mjög liklega til að fara alllangt fram úr vestrænum iðn- rikjum. Þetta kemur m.a. fram I nýlegum skýrslum þróunar- nefndarinnar DAC i hinum vest- ræna „klubbi" OECD Nokkrar tölur Samkvæmt þessari skýrslu nam öll þróunaraðstoð árið 1973 um ellefu miljöröum dollara. Af þessu fé komu um 9,4 miljarðir Þingaðum ollumál I Kuwait: Veita stærri hluta þjóoartckna i þróunar- aosloo en aðrir. Fátækrahverfi I Veneziielu: Ærin verkefni heima fyrir og erlendis. frá vestrænum rikjum og 1,1 mil- jarður frá sósiallskum rikjum, aðallega Sovétrikjunum og svo Kina. Aðstoð oliurikjanna IOPEC nam þá um 700 miljónum dollara. En á ári sem nýliðið er breytt- ust þessi hlutföll verulega. Aðstoð oliulandanna óx að miklum mun en aðstoð vestrænna iðnrikja dróst saman að sama skapi. Draga má þá ályktun af upp- lýsingum áðurnefndrar skýrslu, sem nær til fyrstu niu mánaða siðasta árs, að aðstoð OPEC-rikj- anna nemi um 20% allrar þróun- araðstoöar. Ef það eitt er skoðað, hve mikill hluti af þjóðartekjum fer til þró- unaraðstoðar, þá hafa nokkur olluriki þegar farið fram úr vest- rænum rikjum. Þróunaraðstoð vestrænna rikja nemur að meðaltali 0,3% af verg- um þjóðartekjum, en þau riki sem hæst komast I þeirra hópi ná um 0,6% (sum Norðurlanda munu Iþeimhópi). En þegar árið 1973 nam þróunaraðstoð Kuwait 4,8% af þjóðartekjum, Saudi-Arabiu 2,6% og Líbýu 1,4% I skýrslu DAC segir, að oliu- löndin i OPEC hafi fyrstu niu mánuði sl. árs tekið á sig skuld- bindingar um aðstoð sem svarar 8,6 miljörðum dollara. Af þvi fé er 2,4 miljbrðum veitt um alþjóðleg- ar stofnanir. Auk þess höfðu þessi riki fengið Alþjóðabankanum miljarð til umráða og boðið fram 3,1 miljarð dollara til Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins. Umsvifa- mestir aðilar um aðstoð eru Iran og Saudi-Arabiu. Það er talið einkar mikilvægt, að um þriðjungur þessarar aðstoðar fer til þeirra landa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á sem verst sett allra — landa hins svonefnda fjórða heims, sem er ekki aðeins vanþróaður heldur á ekki neitt að ráöi af eftirsóknarverðum hrá- efnum. Nýlunda Venezuela er eitt af aðildarrikj- um OPEC að þvi er aðstoð varð- ar. Þetta riki hefur ákveðið að veita 500 miljónir dollara i sér- stakan þróunarsjóð fyrir illa stæð Suður-Amerikuriki og það hefur lánað Alþjóðabankanum jafn- stóra upphæð til ellefu ára — er það reyndar stærsta lán sem sá banki hefur fengið. Venezúela kemur viðar við sögu. Það er til dæmis mjög tekið eftir þvi for- dæmi Venezúelumanna, að þeir hafa fallist á að veita nokkrum hluta oliugróðans til þess að hjálpa nokkrum rfkjum i Mið- Ameriku, sem eiga mikið undir kaffirækt, til að koma i veg fyrir verðfall á kaffi. Þetta er eitt fyrsta dæmið um að hin sterku oHulönd noti mátt sinn til að hafa áhrif á verðmyndunarkerfi á út- flutningsvarningi þróunarrikja, sem eiga mest undir verðlagi á einni eða tveim tegundum hrá- efna eða jarðargróða. Meiri þjóðnýting Og það eru fleiri ástæður til þess að menn fylgist með gangi mála I Venezúelu, sem nú fram- leiðir um 180 miljónir smálesta af ollu á ári. Siðustu tiu árin hafa landsmenn smám saman verið að ná tökum á þessari aðalauðlind sinni og eiga nú um 66% I oliu- vinnslunni. Það kemur engum á óvart, að forseti Venezúelu, Car- los Andres Perez hefur boðað al- gjöra þjóðnýtingu oliunnar, slikt hefur þegar gerst i Austurlöndum nær. En þeir i Venezúelu ætla sér að gangá enn lengra en flestir aðrir I OPEC, færa út sjálft þjóð- nýtingarhugtakið. OHufrumvarpið gerir einnig ráð fyrir þjóðnýtingu á oliu- verslun, oliuflutningum o.fl. liöum, sem hinir bandarisku, bresku og hollensku oliurisar hafa hingað til haldið einokun sinni yfir að mestu, enda þótt skerst hafi yfirráð þeirra yfir oliulindunum sjálfum. Hin sterka efnahagslega staða Venezúelu er svo notuð til að fylgja eftir hlið- stæðri þróun á öðrum sviðum. Senn verður byrjað að þjóðnýta hinar auðugu málmnámur i aust- urhluta Venezúelu þar sem Orinoco Mining Co, útibú frá bandariska hringnum Bethlehem Steel, hefur lengi starfað með venzúelsku rikisfyrirtæki á grundvelli helmingskipta. Og eins og venjulega i slikum tilvikum hafa fulltrúar bandariskra auð- hringa nú hátt um að þetta geti venezUelar aldrei sjálfir, þá skorti kunnáttu og skipulag og þar fram eftir götum og alltaf er stutt I beinar eða óbeinar hótanir um að arangri þjóðnýtingar verði spillt með einhverskonar efna- hagslegum skæruhernaði. Og Castro hlær Þegar KUbumenn hófu eftir sig- Framhald á 22. siðu. yii).'MM.-A!W!!>f!f!!?. SHS Wá Hl ll|l|||||D:::|ll::||;:^ ¦í: :¦¦ .'...'...' ¦.,..¦¦" . ¦¦:: .¦.....,¦ .¦•, „ • ¦' '. '. . . .' . ' ':'..'", . . : ¦ " ' : ¦¦ , ,, : .¦''.¦:¦ : "... . ' : ¦•:¦: " ¦ ||| I ....... | I I •' |p l I I | ||| ^^^ _....... -M:-ZJM:^ . ¦ ¦ ¦ V •. ::^0Sii9is '.¦lyivftri'f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.