Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 aBar á öllum timum árs og á mjög breytilegum skipum og aflinn er af mörgum tegundum. Aflabrest- ur á einum stað eða i einni tegund veiða þarf ekki að hafa nema litil áhrif á heildarafkomuna. Og nú er það fiskiðnaðurinn sem meira máli skiptir, en sjálft aflamagnið. Sú reynsla, sem fyrir liggur um framleiðslu og framleiðsluaukn- ingu islenskra atvinnuvega, er góð og ætti að skapa traust. Þó vitum við, að enn biða okkar á sviði okkar gömlu og hefðbundnu atvinnuvega, gifurlegir nýir möguleikar. Við fáum innan tiðar einkarétt á öllum fiskimiðum við landið, þeim miðum, sem við höf- um aðeins nýtt að hálfu til þessa. Og við erum rétt að byrja á nýt- ingu vatnsorkunnar og eigum enn eftir stórkostlega möguleika á hagnýtingu jarðhitans. Landbún- aður okkar og iðnaður eiga einnig gifurlega mikla möguleika. Staða okkar islendinga er þvi sannarlega ekki sú, að við „þurf- um” eða „neyðumst” til að af- henda útlendingum auðlindir okkar fyrir litið verð til þess eins að við getum fengið að vinna hjá þeim eins og verksmiðjuþrælar. Mikil áhætta Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja er ráðgert að málm- blendiverksmiðjan við Grundar- tanga muni kosta 9500 miljónir króna. Ný höfn við Grundartanga myndi kosta 300—400 miljónir króna. óhjákvæmilegt er að ráð- ast I nýja virkjun við Hrauneyjar- foss, ef samið verður um orkusölu til verksmiðjunnar. Sú nýja virkj- un mun kosta yfir 10.000 miljónir króna. Séu það gild rök að rétt sé að ráðstafa 1/3 af orku Sigöldu- virkjunar til járnblendiverk- smiðju þá gefur það auga leiö að það hlýtur að verða jafnréttmætt að ráðstafa einnig 1/3 af orku Hrauneyjarfossvirkjunar einnig til annarrar málmblendiverk- smiðju. Lántökur islendinga i sambandi við allar þessar framkvæmdir yrðu gifurlegar, eða eins miklar og allar erlendar skuldir þjóðar- innar voru i árslok 1973. Og út á allt þetta eigum við að ráöast i félagsskap við auðhring- inn Union Carbide, sem jafnframt á að hafa einkaréttá sölu á allri framleiðslu verksmiðjunnar. Við- urkennt er strax i byrjun, að framleiðsla af þessu tagi sé mjög áhættumikil. Lokaorð Hér skulu að lokum dregin saman nokkur aðalatriði þessa máls: 1. Stofnkostnaður málm- blendiverksmiðjunnar er nú áætlaður 9500 milj. kr. fer eflaust langt fram úr áætluðum kostnaði. 2. Raforkusala til verk- smiðjunnar kallar þeg- ar í stað á byggingu nýs raforkuvers við Hraun- eyjarfoss, sem kosta mun yf ir 10.000 milj. kr. 3. Ráðgert raforkuverð til verksmiðjunnar er 82 aurar á kvst. til saman- burðar má nefna að nú- verandi olíuverð jafn- gildir kr. 3.10 á kvst. til húsahitunar. Heimilis- taxti í Reykjavík er nú kr. 7.76 kvst. og ráðgert varað hækkaþað verð í kr. 9.40 á næstunni. 4. Hægt væri að nýta alla þá raforku, sem áform- að er að selja verk- smiðjunni til húsahitun- ar og hagnast um mörg hundruð miljónir kr. á ári. 5. Rekstur málmblendi- verksmiðju er talinn mjög áhættusamur vegna mikilla sveiflna í markaðsverði. Union Carbide á að hafa einkaumboð á sölu á allri framleiðslu verk- smiðjunnar. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARKONUR vantar nú þegar til starfa á deild 10 og Viði- hlið. STARFSSTÚLKUR óskast nú þeg- ar. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 38160. Reykjavik, 10. janúar 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5/SÍMI 11765 ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum I eftirtalda verkhluta fyrir spennistöðiua Korpu: Steinsteyptar undirstöður og strengjastokka útivirkis. Undirstöður og kjallaragólf rofa- og stjórnstöövar. Jöfnun lóðar og vegarlagningu. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Heykjavik, frá og með mánudegi 13. janúar 1975 og kosta kr. 1.000.-hvert eintak. Frestur til að skila tilboðum er til. 14. febrúar 1975. LANDSVIRKJUN ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM „SJÁENDUR” „Trén i skóginum gefa lika frá sér hljóð þvi laufin blaka i vindinum. Það er þarna tré með svo stórvöxnu, hvitu laufi að það verður eins og fuglager þegar náttar. Það get ég svarið að þetta tré hafði mál: Úgh, úgh, úgh, úi, úi, úi, úgh, úgh, úgh, sagði það. Og skuggarnir af trjánum gera svosem engum mein þó varlegra sé að stiga ekki mikið á þá i ljósaskiptunum. Skuggi af tré er eins og andi af manni. Þvi andar manna eru skuggar sáiarinnar, það er ég viss um. Eitt er það sem okkur mönnum er ekki gefið og það er að sjá sálina. Við getum ekki vitað hvernig hún er á litinn.Sálin er með þvi stórfenglegasta sem til er. 1 draumunum fá- um við samband viðhana. Karlarnir i Kongó sögðu að sálin væri i mönnum eins og hver annar töframáttur og þeir töluðu um bæði góða anda og vonda, eða fremur þá góðar og vondar sálir, en sál hafa allir”. Þetta segir Esteban Montejo um dvöl sina I frumskóginum þar sem hann hafðist við einn sins liðs árum saman. Hann var þræll á Kúbu löngu fyrir aldamót en strauk úr þrældómn- um og lagðist út þangað til þrælahald hafði verið afnumið. Hann var önnur kynslóð frá Afriku, foreldrar hans voru flutt vestur og seld. En frumstæð galdravfsindi upprunalegs ættarsamfélags lifa i honum undarlegu lifi. Hann var yfir tirætt þegar mannfræðingar tóku frásagnir hans og skoðanir upp á segul- band. Hann lærði aldrei að lesa. Hann er því siðan fyrir svokallaða sið- menningu en samtimamaður okkar engu að siður. Frumstæður galdurinn sem i honum lifir er okkur sagt að sé sjálf rótin að öllum visindum, trúarbrögðum og listum. Og enginn sem les bókina hans Estebans Montejo getur efast um það að þar kliða sjálfar uppsprettur ljóðsins að minnsta kosti. Sérstaða hans er fólgin i þvi að hann er ósvikinn, hreinræktaður og heill i galdravis- indum sínum. Hann er uppruninn sjálfur. En I svokölluðu siðmenntuðu samfélagi lif- ir æfaforn galdur lika góðu lifi i margvislegu en oftlega nokkuð úrkynjuðu formi. Og þörfin fyrir ástundun þessara úrkynj- uðu galdra tekur á sig ýmsar myndir og form. -O- Hver sem vill getur náttúrlega efast um það að einhverskonar sögulegt samhengi sé vakandi i nútimagaldri eins og spiritisma en sá hinn sami verður þá að gefa viðhlitandi skilgreiningu á lymskulegri staðreynd sem kom I ljós hérlendis á striðsárunum siðustu. Fyrst kom breski herinn hingað og sá alls staðar drauga og svipi. Huliðsheimar fs- lenskrar draugatrúar stóðu upp á gátt fyrir hinum tradisjónsriku englendingum. Svo komu amerikanar og sáu aldrei draug eða svip hér á þessum sömu slóðum — enda for- tiðarlaus þjóð, sú eina i veröldinni að þvi manni er sagt. Þeirra hjátrú er dollari og prógress. En ég ætlaði að tala um Hafstein miðil. Þátturinn um hann i sjónvarpinu á dögun- um var býsna vel gerður fyrir það að hann fékk að tala við hlustandann einlægt og beint og ótruflað. Útkoman var, trúég, nokkuö skýr mynd af þessum sérstæða manni. Gott portrett semsé. Þegar ég heyri á tal miðla og dularmanna þá dettur mér alltaf i hug Esteban Montejo. Enginn þeirra stenst neinn samanburð við þann karl, finnst mér. En þó er alltaf eitthvað sem minnir á hann. Einnig Hafsteinn sér kynlegt Íif i náttúr- unni hvarvetna. Alfa sér hann, huldufólk, ljúflinga og blómálfa. Og búið hefur hann með huldukonu i miðri Reykjavik um mán- aðaskeið. Um sýnir hans efast ég ekki. En lifssýn hans stenst ekki samanburð við heimsmynd Estebans Montejo. Þó hvarflar að manni þegar sýndur er miðilsfundur með honum að i námunda við galdur hans sé einhvers staðar að finna upp- runa leiklistar. En á hinn bóginn verður einkar ljóst i þess- um seiðskrattaleik hverjar takmarkanir spiritismans eru. útfærsla galdramessunnar er ósvikin og ekta. Það er inntakið sem birtir I senn takmarkanir og timaskekkju fyrirbær- isins. Galdurinn gamli og upprunalegi er trúlega viðbragð samfélags i angistarfullum vanda gagnvart heiminum. Þvilikur vandi er ekki daglegt brauð nú um sinn, en slik angist hendir einstaklinga gagnvart missi ástvina og óhagganlegri staðreynd dauðans. Þetta er trúlega ástæðan fyrir þvi að áhugasvið nútimagaldursins takmarkast við smáleg og persónuleg málefni einstaklinga. Þar fyrir verður spiritisminn bundinn við smáskitlega þröngsýni og sifellda endurtekn- ingu á sömu sönnuninni. Verður innilokun, eins og þráhyggja einstaklings. Þetta gildir almennt um þá spiritista, flesta, sem ég hef þekkt eða haft spurnir af. Að einu'm undanteknum. Þórbergur Þórðarson gat að visu verið þrautleiðinlegur smásannanastaglari, en á hinn bóginn hefur hann lika notað annars- heimssjónarmiðin til að brýna skoðun sina á þessum heimi. Og engum var ljósara en Þórbergi hvernig spiritismi er nýttur til þess að halda hugum fólks við smáleg persónuleg málefni en i burtu frá mikilvægri málum einmitt á svo- kölluðum "erfiðum timum”. Þá fer hann að þjóna félagslegri þörf ráða- stéttarinnar. — O — Og svo er úrkynjaðasta og vemmilegasta form galdursins gamla á vorum dögum. Alþjóðleg dulfræðifyrirtæki eins og Edgar Caycelncorporated með risastarfsemi og fjölda starfsfólks. Mikla peningaveltu. Heimsfrægir „sjáendur” heita þessir menn i dagblöðunum okkar og auglýsingum út- gáfufyrirtækja. Langskólagengnir lögreglumenn með glæpavisindi nútimans á bak við sie eefast upp viö verkefni sitt og skrifa herra Croiset i Hoílandi og biðja hann að „sjá” fyrir sig hvar likiö i morðmálinu leynist. Það kemur náttúrlega ekki til mála að hann komi á stað- inn og leiti með þeim. Og það virðist raunar skiljanlegt nú þegar blöðin eru farin að keppast við að slá málinu upp. Þvi hvað kemur þá upp úr kafinu nema það að fulltrúinn sem Timinn talar við I sima kannast ekki neitt við það sem fulltrúinn sem Mogginn talaði við hefur sagt. Og sjáandinn sjáifur veit ekki til þess að neitt samband hafi verið haft við blöð um þetta mál. Sjálf niðurstaða „sjáandaris” litur raunar út eins og afkvæmi einfaldrar tölvu sem möt- uð hefur verið á landslagi og aðstæðum hvarfsins. Það á að leita i námunda við tréverk og vatninnan kilómetra radiuss frá heimili þess horfna. Málið er einfalt. Finnist maðurinn þá verður Croisetfyrirtækinu þakkað fyrir en finnist hann ekki þá gleymist þetta, enda stendur spádómurinn i sinu gildi. Fólk rengir miklu fremur fundvisi lögreglunnar en spá- dómsgáfu „sjáanda” sem öll dagblöðin hafa haft tal af. Eini feillinn er þetta með ósamkomulag fulltrúanna hjá fyrirtækinu. Sumir þeirra virðast vilja nota blöðin til að auglýsa undireins en aðrir starfsmenn virð- ast fara sér hægar. Þorgeir Þorgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.