Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
klifraöi Knorrráð upp á topp
flaggstangarinnar. Hann hélt um
húninn, stóð utanvert við hendur
sér og sat með sérstöku lagi, sem
hann hafði lært af timariti flagg-
stangaseta og þjálfað sig i.
Skalf stöngin við hverja hreyf-
ingu hans og hvein i staginu.
Knorrráð rak upp ángistar-
hljóð.
Þau feðgin litu bæöi við.
„Hann er lofthræddur”, sagði
stúlkan.
Mundar þá soldát vopnið og
býst til affýringar.
„Eigi skal skjóta”, sagði stúlk-
an.
„Hvað er til þess?”
„Það, að þá drep ég páfagauk-
inn”.
„Þvi þorirðu ekki”. Hann
þrýsti byssunni þétt upp i
handarkrikann, vanganum að
skeftinu.
„Þú skalt sjá”.
Framleiðandinn stóð hreyf-
ingarlaus nema stúlkan sá, að
fingur hans krepptust að gikkn-
um. Hún hélt niðri i sér andanum
og hallaði höfðinu að stinnum
ham fuglsins. Hún leit niður og
horfði á gljásvarta skó soldátans
og kenndi þess, að þetta var faðir
hennar og að hún hafði sjálf
burstað skóna, á teinungana i
buxunum hans og komihug,hvað
hann var myndarlegur.
Skotið reið af, og hún kipptist
við en hugsaði þegar á eftir: þeir
eru svo vekjandi þessir hvellir.
Knorrráð steyptist ofan af
flaggstangartoppnum og kom
niður með dynk. Soldátinn var
þrútinn i framan af einbeitni.
Hann sló byssunni yfir öxl sér,
hrópaði nokkrar fyrirskipanir,
sem hann sjálfur hlýddi með þvi
að skálma fram og aftur um
garðstiginn.
Stúlkan hljóp yfir flötina, svo
hratt að fuglinn dróst á eftir henni
með fjaörafoki og fúkkyrðum.
Hún kraup niöur að piltinum, tók
undir höfuö hans og spurði, hvar
hún ætti að binda. Hún sagði, að
hún vildi ekki að hann dæi, jafn-
vel þótt hann væri svo fúlskeggj-
aður, aö ekki væri hægt að kyssa
hann nema á ennið.
Knorrráð gaf ekkert hljóö frá
sér.
Framleiðandinn kom yfir túnið
og gerði honor yfir þeim. Siðan
sneri hann sér að Flaviu og sagði:
„Góða skrepptu inn og hringdu
upp Demos og beindu myndritan-
um út um gluggann, svo að fólkið
geti fest sér þessar kringumstæö-
ur i minni”.
Hún gerði eins og fyrir hana var
lagt. Þegar hún var farin inn, tók
soldátinn ofan húfuna. Hann lét
þann páfagaukinn, sem ekkert
hafði á hausnum, hoppa af kollin-
um á sér, tók fram úr pússi sinu
festi og hlekkjaði saman löpp
hans og úlnlið Knorrráðs. Siðan
lét hann fuglinn setjast á maga
piltsins, þar sem hann lá.
Hann ýti hranalega við honum
og sagði: „Það er gagnslaust fyr-
ir þig að vera að látast þetta, ég
heyri i þér hjartslátinn”.
Knorrráð opnaði augun og
horföi á fuglinn.
Páfagaukurinn glennti upp
skoltana og sagði: „Þú”.
„Hvers vegna endilega ég?”
spuröi pilturinn.
Soldátinn var þegar kominn á-
leiðis út úr garðinum. Stúlkan
gekk i veg fyrir hann og siðan til
unga mannsins.
„Flavia”, sagði hann.
Hún hjálpaði honum á fætur og
lyfti undir páfagaukinn, svo að
hann gæti tekið sér stöðu á öxlinni
á honum.
„Hann skaut mig þá ekki”.
„Húfan fór ofan i augu á hon-
um”.
„Nei, hann ætlaði ekki að gera
það”.
Faðir minn svikst aldrei um að
gera skyldu sina”.
Knorrráð hikaði, sagði: „Nú
kom hugsjón min sér vel”.
Páfagaukurinn beit hann þegar
i eyrað og sagði: „Ég”.
„Nei, ég”, sagði ungi maður-
inn.
,„Ég”, gargaöi fuglinn.
„Nei, ég”, endurtók Knorrráð.
Stúlkan hrópaði og benti út i
fjarskann: „Sjáðu. Tunglið er
horfið”.
„Pabbi þinn hefur skotið það
niður”, sagði hann.
Hún gaf honum ekki frekari
gaum, heldur hraðaði sér yfir að
blómabeðinu. Hún hafði séö ó-
veðursbliku á lofti.
dagDdk
bókabíllinn
apótek
Nætur- og helgidagavarsla
apóteka i Reykjavik vikuna 10.
til 16. janúar er i Vesturbæjar
Apóteki og Háaleitis Apóteki.
Fyrrnefnda apótekið annast eitt
vörslu á sunnudögum, helgidög-
um og almennum fridögum.
Þaö apótek sem fyrr er nefnt
annast eitt vörsluna
á sunnudögum, helgidögum og
almennum fridögum. Einnig
næturvörslu frá kl. 22 að kvöldi
til kl. 9 að morgni, virka daga.
Kópavogur
Kópavogsapótek er opið virka
daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á
hádegi á laugardögum.
Hafnarfjörður
Apótek Hafnarfjarðar er opið
virka daga frá 9 til 18.30, laug-
ardag 9 til 12.30 og sunnudaga
og aðra helgidaga frá 11 til 12
f.h.
læknar
Slysavarðstofa Borgarspital-
ans:
Slysavaröstofan er opin allan
sólarhringinn. Simi 8 12 00. —
Eftir skiptiborðslokun 8 12 12
Kvöld- nætur- og helgidaga-
varsla:
1 Heilsuverndarstööinni við
Barónsstig. Ef ekki næst i heim-
ilislækni: Dagvaktfrá kl. 8.00 til
17.00 mánud. til föstudags, simi
1 15 10. Kvöld- nætur- og helgi-
dagavarsla, simi 2 12 30.
Flókadeild Kleppsspltala: Dag-
lega kl. 15.30—17.
Fæöingardeildin: Daglega ki.
15—16 og kl. 19—19.30.
Hvitabandiö: kl. 19—19.30
mánud.—föstud. Laugard. og
sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30.
Landspitalinn
Kl. 15 til 16 og 19 til 19.30 alla
daga nema um jólin á almennai
deildar.
Fæöingardeild: 19.30 til 20
alla daga.
Barnadeild: Virka daga 15 til
16, laugardögum 15 til 17 og á'
sunnudögum kl. 10 til 11.30 og 15
tii 17.
Kleppsspitalinn:Daglega kl
15—16 og 18.30—19
Fæöingarheimili Reykjavikur-
borgar: Daglega kl.
15.30— 19.30.
Heilsuverndarstööin: Kl. 15—16
og kl. 19—19.30 daglega.
Kópavogshælið: Eftir umtali og
kl. 15—17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu-
'iag—laugard. kl. 15—16 og kl.
19.30— 20. Sunnudaga og aöra
helgidaga kl. 15—16.30.
félagslíf
Skrifstofa Félags einstæðra
foreldra
er opin mánudaga og fimmtu-
daga frá kl. 3—7. Aðra daga frá
kl. 1—5. Simi 11822.
Kvenfélag Kopavogs.
Hátiðafundur verður fimmtu-
daginn 16. janúar kl. 20.30
stundvislega, i félagsheimilinu
uppi. Skemmtidagskrá, hátiöa-
kaffi. Heimilt er að taka með
sér gesti. Stjórnin.
Á mánudag:
Arbæjarhverfi:
Hraunbær 162 — 15.30 — 17.
Versl. Rofabæ 7-^9 13.30 — 15
Breiöholt:
Breiðholtsskóli — 19.15—21
Háaleitishverfi:
Miðbær, Háaleitisbraut —
16.30—18.15
Hoit — Hllðar:
Stakkahliö 17 — 13.30—14.30
Vesturbær:
KR-heimiliö — 17.30—18.30
Versl. Hjarðarhaga 47 —
19.15—21
,Ekki nautaeyru einu sinni
enn”.
„Hún lofar góðu, finnst þér þaö ekki Manu-
el?”
Tannlæknavakt:
Tannlæknavakt er i Heilsu-
verndarstöðinni frá 17—18 alla
laugardaga og sunnudaga. — Á
laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar en
læknir er til viðtals á Göngu-
deild Landspitalans, simi
2 12 30. — Upplýsingar um
lækna og Iyfjabúðaþjónustu eru
gefnar I simsvara 18888.
slökkviliðið
Slökkvilið og sjúkrabilar
1 Reykjavik — simi 1 11 00 I
Kópavogi — simi 1 11 00 1
Hafnarfirði— Slökkviliðið simi
5 11 00 — Sjúkrabill simi 513 36.
lögreglan
Lögreglan IRvik — simi 1 11 10
Lögreglan I Kópavogi — sími
4 12 00
Lögreglan i Hafnarfirði — simi
5 01 31.
sjúkrahús
Heimsóknartlmar:
Landakotsspitali
Kl. 18.30-19.30 alla daga nema
iunnbdaga kl. 15-16. A barna-
deild er heimsóknartlmi alla
daga kl. 15-16.
Barnaspltali Hringsins: kl.
15—16 virka daga kl. 15—17
laugard. og kl. 10—11.30 sunnud.
Bor garspitalinn:
Mánud.—föstud. kl. 18.30. 19.30.
Laugard. og sunnud. kl.
13.30— 14.30 Og kl. 18.30—19.
Endurhsbfingardeild
Borgarspftalans: Deildirnar
Grensási — virka daga kl. 18.30.
Laugardaga _og sunnudaga kl.
13—17.
Deildin Heilsuverndarstöðinni
— daglega kl. 15—16, og
18.30— 19.30.
Aðstandendur drykkjufólks
Simavakt hjá Ala-Non, að-
standendum drykkjufólks, er á
mánudögum kl. 15 til 16 og
fimmtudögum kl. 17 til 18.
Fundir eru haldnir hvern laug-
ardag i safnaöarheimili Lang-
holtssóknar viö Sólheima. Simi
19282.
Kvenfélag Kópavogs
Leikfimin hjá Kvenfélagi Kópa-
vogs byrjar aftur 9. janúar kl. 8
á sama stað. — Uppl. i sima
41853 — 41726 — Nefndin.
Kvenfélag Háteigssóknar.
Félagið býður rosknu fólki i
sókninni til samkomu i Domus
Medica sunnudaginn 12. janúar
kl. 15. Geirlaug Þorvaldsdóttir
og Sigfús Haildórsson skemmta.
Einnig syngur kirkjukór
Háteigssóknar undir stjórn
Martin Hungers. — Stjórnin.
Kirkja óháöa safnaðarins:
Messa kl. 2.
Séra Emil Björnsson.
SUNNUDAGSGANGA 12/1.
Rauðhólar og nágrenni. Verö
kr. 300. Brottfararstaður BSÍ kl.
13. — Ferðfélag íslands.
Sjálfsbjörg, Reykjavik
Spilum að Hátúni 12 þriðjudag-
inn 14. janúar kl. 8.30 stundvis-
lega. Fjölmennið.
Nefndin.
Prentarakonur:
Fundur verður haldinn að
Hverfisgötu 21 mánudaginn 12.
janúar. og hefst kl. 20.30. Spiluð
verður félagsvist. Takið með
ykkur gesti.
„Ég hélt það væri nógu slæmt aðhafa konu sem nautabana”.
,,...og svo þegar hann var oröinn verulega
hættulegur þá henti ég rauða flagginu og ákvað
að ganga að nautinu dauðu”.