Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975. SMÁSAGA EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Hann var kafskeggjaöur og hár hans mikið og sitt. Hann var lang- ur og mjór og ákaflega værukær og haföi haft þann metnað að verða flaggstangarseti en ekki auðnast sökum lofthræðslu. Þau hittust fyrst á dansleik hjá trésmið einum, sem hélt ball á vinnustofu sinni til að safna fyrir útför sinni, er hann hafði heyrt tilkynnta i útvarpi þá skömmu áður. „Allt skeður svo hratt, að maður bókstaflega verður ekki var við það", hafði trésmiðurinn sagt. Ekkert var þvi til fyrirstöðu, að ungt fólk felldi saman hugi þegar á dansleiknum, þrátt fyrir páfa- gauka, en dansað var án þess að snertast og með ýmsri annarri nýlundu, sem gaukum höfðu ekki þeirra. En svo sagði gauksi lika: ,,fucky, fucky", og það hafði hún sjálf kennt honum sem andsvar við ofriki föðurins. o-0-o TUlipanabeðið aðskildi þau, þar sem þau stóðu rétt innan við garðshliöið að heimili stúlkunnar. HUn hafði verið að vökva blettinn, þegar hann bar að á leið sinni heim Ur vinnunni. Hún lét úðast pinulitið á hann úr slöngunni, og hann þóttist verða vondur. Hún spurði: „Er ekki veðriö indælt?" og ók sér svo að barmur hennar dúaði. Pilturinn leit undan. Hann horfði á tunglið, sem ekki hafði „Mér þykir það hvilandi", sagði stUlkan.. Svo spurði hún: „Komstu með skorpulausan?" Hann fór út að garðshliðinu, þar sem hann hafði lagt reiðhjólinu sinu, og kom til baka með litinn böggul, sem hann fékk henni. Hún vafði bréf inu utan af og fékk fugl- inum ostbita upp úr bögglinum. o-0-o Hún lá á hnjánum við beðið, og fuglinn át ostinn úr kló sinni sitj- andi á öxl hennar. Hún sagði: „Laban hengdi sig i nótt". HUn hafði séð frétt i blöðunum þess efnis að þessi merki en umdeildi stjórnmálamaður hefði ekki þol- að rangsleitni stjórnarandstöð- unnar og fyrirfarið sér. „Blessaður maðurinn". „Já", sagði stúlkan og signdi páfagaukinn. Knorrráð hélt að sér höndunum i stað þess að fara að dæmi henn- ar. Hann settist á grasið og fór að skoða á sér tærnar. Sex bilar óku i aðra áttina eftir malbikuðum veginum framan við húsið og sjö i hina, svo að krónur elriviðartrjánna handan vegarins hristust. Froskur kom hoppandi yfir garðfl'ótina og hvarf inn i runna. „Urrg pa", sagði gauksi. Augu hans voru svört og titstæð. Pilturinn fór úr skóm og sokk- um. „Ég get bara hreyft stóru tærnar", sagði hann. „NU", sagði stúlkan, niður- sokkin i iðju sina við beðið. „Já, er það ekki merkilegt?" „Ekki kalla ég það". HUn var að reyna að vekja túlí- pana, sem ekki hafði vaknað eins Svo lagðist hann aftur endi- langur á grasflötina og góndi upp i loftið. „Flavia". I beðinu við fætur stúlkunnar voru eingöngu svartir og hvitir tUlipanar. Hún losaði varfærnis- lega um rætur þeirra og gróður- setti þá aftur, hvita og svarta hlið við hlið. „Kynblöndun er eina lausnin", sagði hún. „Ég hélt ekki, að túlipanar sæðu sér sjálfir, svona i opnum gróðurreitum". „Þeir gera það i þrumuveðri". „Flavia". „Kallaðu mig bara Ólu". „Hjartað i mér er of stórt. Ég óttast, að það brjóti i mér bakið og sökkvi niður i jörðina". „Það væri laglegt". „Með þennan þunga i brjóstinu get ég engan veginn bifað mér á fætur". „Ég set þá á þig páfagaukinn". Meðfram runnanum við götuna hreyfðist svart flykki. „Pabbi kemur". „Pabbi þinn er skithæll". „Eg veit. Ég hata hann". o-0-o Þau stóðu bæði og virtu fyrir sér skrautleik og kúnstir manns- ins. Hann kom upp gangstiginn, ganghraður, ganglipur, gangteit- ur, heilsaði og var kveðjan honor að glossalegum uppstriling, svörtum sem bik og úfnum sem igulker og var fest keðja undir kverk, um öxl bar hann tréskeftu boldangsmikla, skellti skeftinu niður i stéttina en hélt um hlaup- ið, klæddur siðum jakka, skar- latsrauðum, með gylltum hnöpp- ^PáfagaukgiT verið innrætt nein svör við. Siðar lenti pilturinn i útistöðum við hennar fugl. Upp frá þvi var gaukurinn hon- um stöðugt áhyggjuefni. Hvernig átti hann að hæna hann að sér, hvernig átti hann að koma honum af sér, hvernig átti hann að fyrir- koma honum? Hann hafði tekið starfi i mjólkurbúð vegna þess, meðal annars, að hann vissi, hve gauknum þótti góður ostur frá þvi firma, á móti kom hins vegar sá krókur af hálfu stUlkunnar, að hún fór jafnan fram á að fa að rétta fuglinum ostinn sjálf. o-0-o Gaukurinn var hlekkjaður við úlnlið hennar með gylltri festi. „Flavia, taktu páfagaukinn af öxlinni á þér, áður en hann bitur af þér eyrað". Þetta mælti ungi maðurinn, hló og gantaðist. „Ég skal taka þig uppi á einangrunar- plötunum á verkstæðinu hans pabba þins". En faðir stúlkunnar átti verksmiðju, sem framleiddi hitaeinangrunarplötur. Hún lét páfagaukinn hoppa af öxlinni yfir á höndina á sér. „1 pessum heimi er ekkert, sem jafnast á við páfagauk", sagöi hún. „Komdu út að hjóla á þriðju- daginn", bað hann. Hann hafði hugsað út aðferö til að fyrirkoma fuglinum. Þau mundu hjóla niður langa veginn beina hjá skóginum. Hann mundi fá að hafa fuglinn á öxlinni á sér. Svo mundi hann þykjast sjá broddgölt á götunni, bremsa og þá mundi gaukurinn kastast af öxl hans og rotast. Hann hló við tilhugsunina og strauk niður bak- ið á páfagauknum. „You punk, you punk", sagði páfagaukurinn. Honum var sér- lega illa við þennan vin stUlkunn- ar, kannski vegna þess að hann bar ekki fugl, en yfirleitt var hon- um i nöp við alla pilta, sem stúlk- an umgekkst. Þá tortryggni hafði faðir hennar innrætt honum til að vernda hana fyrir ásóknum bliknað við uppkomu sólar þenn- an dag og leiftraði i bjartri heið- rikjunni uppi af toppi flaggstang- ar, sem stóð handan stigsins að húsinu. En stúlkan var óneitanlega i mjög flegnum kjól, og auk þess var hann svo þunnur, að hann varð ekki greindur frá likama hennar nema staðið væri mjög nærri. Hann hoppaði yfir beðið og ráf- aði fram og aftur um túnblettinn. Svo nam hann staðar og sagði: „Gerðu eitthvað manneskja". Hún hélt, að hann væri að tala við sig og spurði: „Hvað?" En hann átti við sjálfan sig. Hún spurði: „Hvernig gekk i mjólkur- búðinni i dag?" Hann vann við að skera skorp- una af ostum. Hann gekk að henni án þess að svara. „You punk, you punk", sagði páfagaukurinn. Hann flaug upp i loftið, svo að stUlkan varð að lyfta handleggnum eins hátt og hún gat, — i hring, mátulega þröngan til að festin vefðist ekki um hand- iegg hennar og steypti sér niður að piltinum. Festin stöðvaði hann. „Ég hata þig, ég elska þig", sagði pilturinn. Hann hét Knorrráð. „Elsku kvikindið þitt", sagði stúlkan. Þau fengu ekki notist fyrir fugl- inum. Garðurinn var snöggsleginn. Með fram honum á báða vegu voru klipptir runnar og sá vel inn i garða nágrannanna. HUs þeirra voru eins og húsið i þessum garði. Það var einnar hæðar, hvitt með bröttu risi. „Það verður þrumuveður i nótt", sagði Flavia. HUn vann á veðurstofu. „Það vildi ég að eldingu lysti niður i þennan bannsettan páfa- gauk". „Ekkert frekar". „Hvers vegna ertu þá að vökva, fyrst þú átt von á úrkomu?" „Ég er ekkert að vökva". „Þú varst að þvi". og hinir um morguninn, gaf hon- um selbita utan i krónuna. „Allt er svo kyrrt", sagði Knorrráð, „svo dásamlega hræðilega kyrrt". Hann einblindi á tærnar á sér. „Hvernig sem ég reyni, get ég ekki hreyft hinar tærnar nema allar i einu. Það er eins og eitthvað utan við þær hindri þær i að hreyfast". „Ég þoli ekki þennan kjökur tón", sagði stúlkan. Hann tók að steypa sér kollhnis, settist siðan flötum beinum og sagði: „Það er satt, ég er karl- maður og ber að haga mér hetju- lega". Flavia: „Grasið var slegið i gær. Við sláum það tvisvar i viku. Sláttuvélin okkar er frá Unilag- er". Knorrráð var að hafa af sér svima, sat með lokuð augun og fæturna krosslagða og sagði deyfðarlega: „Ef sá dagur kem- ur". Siöan sagði hann? „Ég sé alla vega lit munstur". Stúlkan var staðin upp, hiln setti nú hendur á mjaðmir: „Knorrráð", sagði hún, „hvenær ætlar þú að byrja að hugsa alvar- lega fyrir þér? Eftir þvi sem mér virðist á tungli, eru þrjátiu og þrir dagar og þrettán og hálf klukku- stund til þess, að þU hafir fullnað tuttugu og tvö hérvistarár, og þvi kominn tími til, að þú farir að fá þér þinn eiginn páfagauk. Við pabbi vorum að tala um þig i morgun, og hann sagði að þetta droll þitt gæti haft mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir þig. Hann er i heimavarnarliðinu i dag". Pilturinn horfði á hana feimnis- lega og sagði: „Ólafia, ég hef tek- ið eftir þvi, að þegar þú reiðist, verða geirvörturnar á þér sjálf- lýsandi". Sum orð þoldi páfagaukurinn alls ekki, nú glennti hann upp skoltana, ýfði kambinn og flaug á piltinn og hjó hann i aðra stóru tána. Knorrráð hljóðaði upp yfir sig og kippti að sér fætinum. Við það sperrtust sundur tærnar all- ar. Hann sat lengi og horfði á fót- inn á sér agndofa. um og svörtum buxum með breið- um teini utanfótar, hoppaði mað- urinn upp öðrum fæti og siðan hinum og gekk á þvi um hrið að hann stóð ekki i nema annan fót- inn i senn, vixlaði þeim þó svo hratt að varla varð auga á fest. Var hér kominn framleiðandi plasteinangrunarinnar og var einn dag i viku prUður soldát i heimavarnarliðinu, eins og sæmir lögráða þegni og þess flokks fylgjara, sem með völd fer hverju sinni. Svo stóð hann grafkyrr, og Knorrráð hljóp að honum og heilsaði honum af þeirri háttvisi, sem hann kunni mesta, kastaði sér fyrir fætur hans og kyssti þá — heilsaði hægri hendi sjálfs sin með þeirri vinstri — hélt þeirri ó- æðri fyrir aftan bak, lagði hina á hjarta sér, varir og snaraði henni svo frá sér — féll á hné og teygði upp og út frá sér hendina aðra með uppsperrtum fingrum og leit undan likt og hann fengi ofbirtu i augun af ásjónu hans — stóð svo á fætur og kyssti hann i andlitið. „Harrrump", sagði soldátinn. Knorrráð einblindi á hann, en hann undan húfunni liklega á tunglið. Flavia: „Er þér ekki ómótt, faðir minn". Knorrráð stamaði óskiljan- lega: „Fagna ber... fögnuð vek- ur... fögnuð i hjarta....". Framleiðandinn: „Salút". „Shalom", sagði Knorrráð. Maðurinn tók að ganga fram og aftur um stéttina. Svo nam hann staðar og sagði: „Luftwaffe". „Já", sagði pilturinn. „Shalom passaporta salUt". Hann þagði i öngum sinum. „Hann er að biðja þig um nafn- skirteini", sagði stúlkan. Knorrráö tók i flýti fram plögg sin og afhenti föður stUlkunnar, sem leit yfir þau og stakk þeim svo á sig. „Þú auglýsir fyrir Knorr", sagði framleiðandinn. Pilturinn samsinnti þvi og var nU farinn að gráta. Soldát tók þá ofan höfuðfat sitt af mikilli varkárni. I ljós komu tveir páfagaukar, var annar með svarta hettu á hausnum. Undan þessari kollhUfu barst skræk- róma? „Dauði, dauði..." Fram- leiðandinn setti uppstrilinginn aftur á höfuð sér með sömu gætni og festi hálskeðjuna undir kverk. o-0-o Hann rak byssuhlaupið i bakið á Knorrráði. Þeir gengu Ut á garðflötina, og hann lét piltinn stilla sér upp við flaggstöngina. Siðan fór hann aft- ur yfir stéttina, mundaði byssuna og leitaði höfuð Knorrráðs uppi i sigtinu. Það sitraði væta undan buxna- skálm unga mannsins. Engisprettur hoppuðu. Þrestir sungu. Framleiðandinn lét byssuna siga og sneri sér að stúlkunni. Hann spurði: „Langar þig?" Henni var mikið niðri fyrir: „Þú ert pódendáti", sagði hún. „Mojmann, pabbamann". Hann rétti úr sér: „Ég er þó faðir þinn". „Skitur", sagði hUn. „Ég er i bUningi". „ÞU ert lummó". „Ég er finn". „Urrg papa, focky, focky", sagði páfagaukurinn á öxl henn- ar. Hann hafði skipað Knorrráð að halda saman höndunum utan um stöngina fyrir aftan bak. Og Knorrráð stóð kyrr, þótt soldátinn sneri i hann baki, hann hafði skil- ið skóna sina eftir á flötinni hin- um megin við stiginn. Liðan hans: 39 gr. C, dofinn, hélt sér uppi með þéttu handtaki. „Pódendáti". „Panfill". „DUkkumaður". „Lukkunnar pamfill". Honum hugkvæmdist ráð. Að vöflur skyldu koma á maktsins mann var slik nýlunda, að hann fór i alvöru að hugleiða leiðir til undankomu, honum datt fyrst i hug að læðast yfir blettinn á tán- um með þvi að taka stór skref og hoppa fram i skrefi eins og engi- spretta, hokinn um hnjáliði og bakhluta, i keng um herðar með framteygt höfuð og sveifla sér yf- irrunnann inn i garð nágrannans, en hann áttaði sig á, að þungi lik- ama hans mundi jafnt sem áður allur hvila á iljum hans og grasið stinga hann óbærilega. Og þá kom honum eiginlegt Urræði i hug. Soldátinn hafði snUið sér alveg að stUlkunni og var orðinn mjög ákafur: „ÞU ert ekki stolt af mér", sagði hann. „Ég sef hjá þér i draumum minum og vildi óska að mamma dæi". Hann hvislaði hraðmæltur og á- striðublandið: ,,ÞU elskar mig þá". Hún horfði á hann út undan sér og brosti meinlega. Hann varð aftur valdsmanns- legur og sagði: „Laban er dauð- ur". Fyrsti vindsveipur dagsins fór yfir með skrjáfi i runnum og elri- viðartrjánum handan vegarins. „Ég veit", sagði stUlkan. Faðir hennar hélt áfram: „Hann hengdi sig Ut Ur vandræð- um sinum. Knorrverksmiöjurnar hafa um árabil sent honum sýnis- horn af framleiðsluvörum sinum. Hann var orðinn svona leiður á að borða tómar pakkasUpur, en þau hjónin kunnu ekki við annað en nota sér vöruna". ,,NU, ég hélt það hefði verið stjórnarandstaðan", sagði hún. „Það er ókannað mál", svaraði framleiðandinn. „En þér hlýtur að vera Ijóst, að ekkert meira hefði hugsanlega getað orðið milli þin og Knorrráðs". „Það gerir ekkert til", svaraði hUn. Meðan þau töluðu hafði hún hamast við að færa tUlipanana. HUn stóð nú upp, dustaði af sér moldina, sagði: ,,ÞU veist, ég elska engan nema þig". HUn tók fuglinn, færði hann yfir á hina öxlina á sér og ætlaði að bæta ein- hverju við, en páfagaukurinn greip fram i fyrir henni með gargi. „Flokksins vegna mun hann hljóta að vikja". „í nótt muntu bera mig upp stigann". A axlir hennar var komið sigg af þrásetum fuglsins. Meðan á þessari þrætu stóð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.