Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 5
¦ ' ." - '-'.»•'. » Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 jútta MEÐTRÚÐUNUMSÍNUM •* .-»*'* Iutta Waloschek „Úr fjórða heiminum" var heitið sem luttá Waloschek gaf mynd- listarsýningu sinni í Vinarborg síðast liðið haust. ' Allir kannast við umtalið um „þriðja heiminn", lönd fátæktar og efnahagslegrar van- þróunar, þar af leiðandi einnig pólitískrar kúgunar sem oftast á rætur að rekja til hinna heimanna tveggja. Eru þá til fyrsti og annar heimur? Ekki eru þeir nefndir svo/ en ætli sé ekki átt við gamla heiminn, Evrópu, og nýja heiminn, Norður- Ameríku Og hver er þá f jórði heimurinn? Er það einvörðungu heimur luttu sjálfrar? Iutta Waloschek stendur á mörkum tveggja heima, Evrópu hinna öldnu þjóða og rótgrónu menningar og Suður- Ameriku þjóðablöndunar, alls- leysis hinna mörgu og auð- legðar hinna fáu: þar er sveiflan milli vona og vonleysis svo stór. Þess vegna er hennar heimur fjórði heimurinn, i senn hugarheimur og endurgerð veruleikans. bar er borgin nafnlausa sem prýðir forsiðu blaðsins i dag og þar eru trúðarnir. Á sýningunni úr „fjórða heiminum" var röð margra mynda af trúðum. Flest teikningar. Trúðarnir voru komnir handan um hafið úr vinnustofu Iuttu við Viamonte i Buenos Aires. Vinnustofan er griðastaður trúða og manna. Los pierrots — það verður þrengra um þá i Argentinu nú með hverjum deginum. Hvitir, fölir, bleikir hörfa þeir utan af götunni og leita sér skjóls. Ysinn utan af Viamonte er ekki alltaf friðsamlegur. Æ oftar verður að loka gluggunum fyrir viðvörunarflauti, kvalaópum, formælingum. I fyrra var ástandið ótryggt, i ár er það miklu verra. Þáð voru bundnar vonir við endurkomu Peróns. Nú er hann genginn en við er tekin Maria Estela Martinez. Lögreglan verður æ harðhentari. Vonir vikja, æ fleiri gluggum er lokað, trúðarnir flýta sér inn fyrir. Stundum má greina svip- drætti hins langþreyða stjórn- málamanns i ásjónu trúðsins. Það var beðið eftir Perón i 17 ár. Útlegðarárin. En er til nokkurs að biða eftir trúð? Trúðar eru yfirleitt angurværir á svip og ekki að ófyrirsynju. Trúðarnir endurspegla lika óttann úti á Viamonte. Lista- konan hefur gefið þeim griðland. Kannski fá þeir lika grið hjá okkur. Orð og myndir í tilefni f orsíðutei kni nga ri n na r, „La ciudad sin nombre proprio" Iutta Waloschek var kynnt hér i Þjóðviljanum fyrir réttu ári þegar hún var hér i stuttri kynnisför með manni sinum Frank. Hún á ættir i þýsku- mælandi löndum en hefur frá barnæsku átt heima i Argentinu, en oft vitjað gömlu Evrópu til náms og kynna. Iutta er þvi skipt milli 2ja heima og sjálf skapar hún sér heim i list sinni. Þar er ,,borgin .nafnlausa" sem forsiðu- teikningin sýnir og virðist ekki eiga ilta við á nýhöfnu kvenna- ári. hj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.