Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
Iutta Waloschek
,,úr fjórða heiminum''
var heitið sem lutta
Waloschek gaf mynd-
listarsýningu sinni í
Vínarborg síðast liðið
haust.
' Allir kannast við
umtalið um ,,þriðja
heiminn", lönd fátæktar
og efnahagslegrar van-
þróunar, þar af leiðandi
einnig pól itískrar
kúgunar sem oftast á
rætur að rekja til hinna
heimanna tveggja.
Eru þá til fyrsti og
annar heimur? Ekki eru
þeir nefndir svo, en ætli
sé ekki átt við gamla
heiminn, Evrópu, og nýja
heiminn, Norður-
Ameríku Og hver er þá
f jórði heimurinn? Er það
einvörðungu heimur luttu
sjálf rar?
Iutta Waloschek stendur á
mörkum tveggja heima,
Evrópu hinna öldnu þjóða og
rótgrónu menningar og Suður-
Ameriku þjóðablöndunar, alls-
leysis hinna mörgu og auð-
legðar hinna fáu: þar er
sveiflan milli vona og vonleysis
svo stór. Þess vegna er hennar
heimur fjórði heimurinn, i senn
hugarheimur og endurgerð
veruleikans. Þar er borgin
nafnlausa sem prýðir forsiðu
blaðsins i dag og þar eru
trúðarnir.
A sýningunni úr „fjórða
heiminum” var röð margra
mynda af trúðum. Flest
teikningar. Trúðarnir voru
komnir handan um hafið úr
vinnustofu Iuttu við Viamonte i
Buenos Aires. Vinnustofan er
griðastaður trúða og manna.
Los pierrots — það verður
þrengra um þá i Argentinu nú
með hverjum deginum. Hvitir,
fölir, bleikir hörfa þeir utan af
götunni og leita sér skjóls.
Ysinn utan af Viamonte er ekki
alltaf friðsamlegur. Æ oftar
verður að loka gluggunum fyrir
viðvörunarflauti, kvalaópum,
formælingum.
t fyrra var ástandiö ótryggt, i
ár er það miklu verra. Það voru
bundnar vonir við endurkomu
Peróns. Nú er hann genginn en
við er tekin Maria Estela
Martinez. Lögreglan verður æ
harðhentari. Vonir vikja, æ
fleiri gluggum er lokað,
trúðarnir flýta sér inn fyrir.
Stundum má greina svip-
drætti hins langþreyða stjórn-
málamanns i ásjónu trúðsins.
Það var beðið eftir Perón i 17 ár.
Útlegðarárin. En er til nokkurs
að biða eftir trúð? Trúðar eru
yfirleitt angurværir á svip og
ekki að ófyrirsynju.
Trúðarnir endurspegla lika
óttann úti á Viamonte. Lista-
konan hefur gefið þeim
griðland. Kannski fá þeir lika
grið hjá okkur.
Orð og myndir í tilefni
f orsíðutei kni nga r i n na r,
„La ciudad sin nombre
proprio”
Iutta Waloschek var kynnt
hér i Þjóðviljanum fyrir réttu
ári þegar hún var hér i stuttri
kynnisför með manni sinum
Frank. Hún á ættir i þýsku-
mætandi löndum en hefur frá
barnæsku átt heima i
Argentinu, en oft vitjað gömlu
Evrópu til náms og kynna. Iutta
er þvi skipt milli 2ja heima og
sjálf skapar hún sér heim i list
sinni. Þar er „borgin
nafnlausa” sem forsiðu-
íeikningin sýnir og virðist ekki
eiga iiia við á nýhöfnu kvenna-
ári.
hj