Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 24
Sunnudagur 12. janúar 1975. m ■ ■ " 1 j 1 • : j ■ :■? ■ ' Rætt við nokkra trésmiði á vinnustað MERKI UM SAMDRÁTT ERU AUGLJÓS Þeir eru margir sem ekki vissu hvað atvinnu- leysi var fyrr en á tímum viðreiSnarstjórnarinnar, þegar þúsundir manna flýðu land í atvinnuleit. Flestir þeir, sem ekki vissu hvað atvinnuleysi var fyrr en þá, brostu gjarnan eða gerðu lítið úr tali eldra fólks þegar það minntist á kreppuárin um og fyrir 1930. En þeir hin- ir sömu brosa hvorki né gera lítið úr atvinnu- leysisvofunni í dag. Það mun mála sannast að f átt sé ægilegra í augum fullfrískra og vinnandi manna en yfirvofandi at- vinnuleysi með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Nú er sest að völdum á Islandi ný ihaldsstjórn, kannski öllu verri en viðreisnarstjórn- in var, þar sem saman vinna tveir hatrömmustu íhaldsf lokkar landsins. Það leið heldur ekki á löngu þar til aðgerðir þessarar stjórnar höfðu dregið svo kjark úr fólki að samdráttar fór að gæta á flestum sviðum. Og í kjölfar samdráttar- ins kemur svo atvinnu- leysið. Sú hræðilega vofa er þegar komin með hausinn i gættina. — Samdráttarmerkin eru augljós, sögðu trésmið- irnir sem við hittum í Breiðholtshverfi 2 fyrr í þessari viku. Aö öllu jöfnu er fremur glatt á hjalla á vinnustööum. Menn henda gaman aö flestu og gera sitt besta til að halda uppi húmornum eins og sagt er á slæmri islensku. Það er helst að pólitiskt rifrildi geti hleypt mönnum upp i kaffitimúnum, annars eru gamanmál i fyrir- rúmi. Þannig var það lika á þeim vinnustöðum sem viðkomum á i Breiðholtinu. Blaðamanni var heilsað með glensi og gaman- málum, þessum skemmtilega húmor sem hvergi er til nema á vinnustað. En um leið og spurt var um atvinnuhorfur hvarf brosið og gamanmál hljóðnuðu og menn urðu alvöruþrungnir á svipinn. Allir þeir, sem þarna var rætt við, mundu atvinnu- leysið 1967 til 1970, og þær hörmungar sem þvi fylgdu. Þeir höfðu allir lent i þvi atvinnu- leysi, sem þá rikti hér á landi, beint eða óbeint. — Jú, þvi miður fæ ég ekki betur séð en það sé að dofna yfir þessu öllu saman, sagði Hallkell Þorkelsson, húsasmiðameist- ari, sem vann með flokki sinum að mótauppslætti i Breiðholti 2. — Við höfum þó sennilega nóg verkefni til vorsins, ef veður leyfir að steypt sé, en hvað þá tekur við þori ég ekkert að segja um. Sumir hafa haldið, að nú þegar húsnæðismálalánin voru borguð út myndi eitthvað lifna yfir þessu, en þvi fer fjarri. Fólk hafði tekið bráðabirgðalán út á húsnæðismálalánin og nú hafa bankarnir alveg lokaö að þvi er virðist, og samdráttarmerkin eru augljós. Þó er það nú svo að mjög góð vertið gæti breytt nokkru hér um. Það er stað- reynd að ef vel veiðist kemur alltaf kippur i byggingarfram- kvæmdir sagði Hallkell. Undir þetta tók Einar Alex- andersson, einn úr vinnuflokki Hallkels. Hann sagði að þeir hefðu haft nóg að gera til þessa, en það er að dofna yfir öllu. — Ég hef heyrt það á kolleg- um minum að það sé þegar far- ið að dragast saman hjá þeim, og nokkrir trésmiöir munu þeg- ar orðnir atvinnulausir. Skammt þarna frá var annar flokkur trésmiða við mótaupp- Guðmundur Sigurösson Hallkell Þorkelsson slátt. Guðmundur Sigurðsson, gamall og reyndur smiður, sagði að það væri engum blöð- um um það að fletta að atvinnu- leysisvofan væri komin i gætt- ina. Hann sagði að þessi árstimi væri að visu sá daufasti hjá trésmiðum yfirleitt, en það er samt margfalt minna að gera nú en verið hefur undanfarin ár, samdrátturinn er augljós. Hann sagðist ekki eiga von á miklu at- vinnuleysi hjá trésmiðum i vet- ur, ef vel viðraði til steypu, en hvað þá tæki við sagðist hann ekki þora að segja um. Það er deyfð yfir fólki og samdráttur á öllum sviðum. Páll Pálsson, ungur smiður, var þarna að vinna með Guð- mundi, og hann sagðist hafa Páll Páisson Einar Alexandersson heyrt það hjá trésmiðum að mikið hefði dregist saman hjá stéttinni undanfarið. En þeir bentu báðir á það, Páll og Guö- mundur, að ef vertiðin yrði góð, þá myndi lifna yfir húsbygging- um með vorinu, þannig hefur það alltaf verið. Þeir tóku það þó fram að ef bankarnir halda áfram að sér höndum, þá myndi auðvitað litið gagna góð vertiö. Um það hvað þeir myndu gera ef atvinnuleysi yrði hjá trésmið- um sögðust þeir ekki þora að segja. — Maður þorir vart að hugsa þá hugsun til enda sögðu þeir. Timabilið frá 1967 til 1970 er greinilega ofarlega i hugum manna ennþá. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.