Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 2
i r,v - 'i'/,'..,".'."..','. i ,í'£í ¦**¦.-.¦ íí 'i | •¦¦ ¦ 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975. Umsjón: Vilborg Haroardóttir Hver er rétt skipan mála um baráttuleiö kvennahreyfingarinnar? Höfundur eftirfarandi greinar, Ari Trausti, sem talsvert hefur skrifað um þjóöfélagsmál undan- farin ár, og tilheyrir hinum rrit- tækari armi vinstri hreyfingar á islandi, segist hafa fylgst meö skrifum hér á jafnréttissíðunni frá þvl aö hún sást fyrst I Þjóö- viljánum. Af innihaldi hennar má ljóslega draga þá ályktun, skrifar hann, að Islensk kvennahreyfing nú- tlmans, er enn á byrjunarstigi. Ennfremur að umræður um mál kvenna hafi veriö af skornum skammti, enda má segja aö vinstri hópar og flokkar sneiði nokkuð vendilega framhjá kvennabaráttunni. Baráttulinan sem fram kemur á jafnréttis- siðunni er sambiand af ólikum skoðunum einstaklinga, allt frá þvi er kaila má kvenrembing (femlnisma) — borgaraleg stefna -til réttr ar baráttulinu — þeirrar er tekur mið af stéttabaráttunni og afstöðu vinnandi alþýðu. Sjaldgæft er að karlar hefji máls á einhverju hér innanslðu, svo nú ætia i:g að leggja nokkur orð i belginn. Stuttlega þó. Tvöföld kúgun. Konan hefur um langan aldur verið kúguð. Ekki aðeins sem kvenvera, heldur einnig (með fáum undantekningum) sem hluti þeirrar stéttar, sem hún til- heyrir. Vinnandi alþýða landsins telur um 80% þjóðarinnar, þaraf konur liðlega helmingur, séu heimavinnur meðtaldar. Takmark framsækinna afla er að binda endi á þessa tvöföldu kúgun.Höfuðvandinn er að strika út þá leið sem barátta kvenna veröur að fylgja svo árangur náist. Ein forsenda lausnar er að skilja hvernig ólikir þættir kúgunarinnar eru tengdir inn- byrðis og svo þjóðfélaginu. Litum á þrjú dæmi. X er gift forstjóra skipafélags og bankaráðsmanni (og með- eigandi hans). Y er eigandi litillar bókabúðar. Z vinnur aðallega heimavið en gripur i fisk, þegar tarnir koma. Þetta eru fulltrúar borgara- stéttar, smáborgarastéttar, og verkalýösins. Liti menn á kúgun konunnar aðeins kynbundna og að hún stafi af „ofriki karla" mætti imynda sér að unnt væri að stilla X, Y og Z undir einn hatt og karlmönnum sem aðalandstæð- ingi. Þetta er borgaralega afstað- an. Liti menn hins vegar á þá staðreynd að X, Y og Z hafa alls- endis ólika stöðu i þjóðskipulag- inu, i atvinnunni og menningar- lffi.er ekkj unnt að gera X, Y og Z upp sameiginlega hagsmuní i einu og öllu. Hver er þá hin fram- sækna afstaða? Til þess að geta svarað þvi verður aö athuga hvort kynbundin undirokun er þung- vægari stéttarlegri, og hvor er forsenda hvorrar — þvi auðvitað geta X, Y og Z allar buiö við gamalt siöferðis- og lifsmynstur kynhlutaverkaskiptingar og afturhalds, þó X sé arðræningi en jarðrænd Um efna- i og stéttarlega kúgun gegnir öðru máli. Söguþróun- in sýnir að kynbundin undir- okun er afleiðing stéttaskiptingar frá fornu fari, lóngu fyrir daga auðvaldsins. Ólik framleiðslu- staða karla og kvenna og ýmissa þjóöfélagshópa leiddi fyrst til eölilegrar verkaskiptingar og fljótlega til undirokunar almugans og um leið kvenna. Auknum efnalegum völdum og lykilstörfum (t.d. veiðum) fylgdu þjóðfélagsvöld meiri en áður. Með öðrum orðum: Stéttarleg undirokun er forsenda kyn- bundinnar undirokunnar.og hvor um sig viðheldur hinni. Sú stéttarlega er lika þungvæg- ari, sem sést hvað best I auövaldsþjóöfélaginu og þar með af dæminu um X og Z, þar sem verkakonan, sem sætir tvöfaldri kúgun, er meira okuð en X. Framsækin afstaða er þvl ekki fólgin I að krefjast „jafns réttar" til að ná stöðu X eða Y eða karla þeirra — heldur réttar til fullrar vinnu, sömu launa og karlar, dag- heimila, fullrar menntunarað- stöðu o. fl. og beina spjótum að undirrót meinsins, stéttaþjóð- félaginu. „Við viljum liggja ofaná" — er þvættingur. „Til baráttu fyrir jafnrétti kvenna á grundvelli vinnandi alþýðu" er dæmi um hið rétta kjörorð. Auðvaldið er höf uða ndstæðingurinn 1 allri baráttu verður að leita að rótum meinsins. I kvenna- baráttunni þýðir það samt ekki að einungis skuli herjað á aðra teg- und undirokunarinnar en ekki hina. Heldur er átt við að höfuðþunganum verður að beina að gr u n d v a 11 a r a tr iðu m tvöfaldrar kúgunar. Flestar konur hafa a.m.k. þríþætt áþjánarhlutverk í is- lensku þjóðfélagi: 1. Sem husmæður og uppalend- ur barna — þ.e. aðilar er hlúa að ORÐ í BELG Faðerni og móðerni ekki jafnt metið? Inga.sem búsett er erlendis, segist hafa verið að athuga á- kvæðin um islenskan rikis- borgararétt. — Ég var að fletta honum Fjölvís minum, skrifar hún, og rakst ma. á þessa setningu: „Barn fái islenskan rikis- borgararétt við fæðingu 1) ef það er skilgetið barn islensks föður, 2) ef það er fætt hér á landi og er skilgetið barn móður sem hefur isl. rikis- fang, enda eigi faðir þess hvergi rikisborgararétt, eða barnið fær ekki rikisfang hans viö fæðingu, 3) ef það er óskil- getiðog móðir bess er islensk- og endurnýja vinnuafl, sem borgararnir kaupa. 2. Sem sá hluti vinnuaflsins, sem auðvaldið getur ýmist lokkað að atvinnutækjunum eða sent heim til pottanna, eftir þvi hvað þjónar hámarksgróðasókn þess og breytilegum hag. Stór hluti er neytendur og óframleiðinn þjóð- félagshópur, um leið. 3. Sem láglaunahópur við tilgreind „kvenmannsstörf". Augljóslega stafar ekkert af þessu af „ofriki karla" — heldur einkaeign pipuhattalýðs á at- vinnutækjum, þjóðfélagsvöldum þeirra og gróðasókn. Auk þess mætti vera ljóst að ef auðvaldið — atvinnurekendur og rikisvald þeirra — afnæmi þessi hlutverk kvenna stæði það ekki deginum lengur. Grundvöllur kiigunarinnar, margumrædd forsenda þjáningarinnar er auðvaldið. Þar er höfuðandstæðinginn að finna, hvort sem handhafinn er Gissur Gullrass eða frú Gullrass — höfuðandstæðingurinn er ekki Jón Jónsson alþýðumaður. Sósialisk kvenna- hreyfing eða ekki sósíalísk? Nu er svo að vinnandi alþýða og sérlega þá verkalýðurinn (karlar og konur) eiga i stöðugri efna- legri og pólitiskri baráttu við sama vald og treystir og lifir á tvöfaldri undirokun konunnar. Baráttulinan i kvennahreyfing- unni getur ekki annað en tekið mið af stéttabaráttunni, úr þvi andstæðingur hennar er öðrum sameiginlegur. Verkefni hreyfingarinnar felst þvl i: ur rikisborgari." Og við sem höfum verið að telja okkur trú um, að amk. i lagabókstafnum sé nokkurn- veginn rikjandi jafnrétti kynj- anna þótt framkvæmdin sé svo önnur! Forréttindi karla í sundlaugunum Margar konur, sem stunda sundlaugina i Laugardal — og gufubaðið þar, hafa látið I ljós óánægju sina með hve körlum og konum er mismunaö varð- andi aðgang að gufubaðinu. Það virðist semsé varla til þess ætlast, að þær konur, sem bæði stunda vinnu úti og eru húsmæður, geti nokkurntima komist þangað með góðu móti. Um helgar, þegar fólk á fri, er það aðeins opið körlum, bæði laugardaginn og sunnudaginn. Mánudaga og miðvikudaga eiga hinsvegar konur allan daginn svo og föstudags- morgna. — En hvaða útivinnandi húsmæður komast i miðri viku? spyrja þær. — Eftir vinnutima á kvöldin, er venju- lega svarið, en þá gleymist að einmitt á þeim tima eru þess- ar sömu konur á harðahlaup- Margir telja eina af ástæðunum fyrir vaxandi sjálfsvitund kvenna og þarmeð kvennabaráttu vera siaukna þátttöku þeirra á vinnumarkaðn um, þar sem þær lenda I verst launuðu, einhæfustu og oft erfiðustu störfunum. —Myndin er af málverki Diego Rivera: Vélvæöing. ¦ að fylkja saman öllum konum sem unnt er að ná saman til baráttu fyrir brynum hags- munamálum og framsækinni fræðslu — gegn nefndum áþjánarhlutverkum. ¦ að fylkja til baráttu með vinnandi alþýðu i stétta- baráttunni. Mestu máli skiptir að baráttan beinist hlutlægt að auðvaldinu, þótt huglægar for- sendur séu ólikar. I þessu skyni þarf kvenna- hreyfingu og verkalýðshreyfingu (verkalýðsflokk + stéttarfélög) Nú spyrja eflaust margir: — Úr því að auðvaldið er aðaland- stæðingurinn, hvert er markmið baráttunnar og grunnur? 1 svari við þessu er fólgin einna mesta hættan á rangri afstöðu. Suinir benda nefnilega á ákveðna staðreynd, sem sé að fullkomin frelsun konunnar undan öllu oki er aðeins möguleg með rústun auövaldsþjóðfélagsins og uppbyggingu sósfalisks og kommúnisks þjóðfélags, og svo' er skjótlega dregin sú áíyktun að þess vegna sé öll „sérstök kvennabarátta óþörf" eða enn verra, að hana „megi aðeins heyja á grundvelli sósialismans." Rétt er vissulega að markmið baráttunnar er að reisa alræði alþýðunnar, það er rétt að sóslalistar og kommúnistar eru fremstir i kvennafylkingunni — en ályktunin er röng og sneiðir fram hjá aðalvandanum, nefni- lega þeirri staðreynd að konur eru ekki sósialistar að meiri- hluta. Og þær verða alls ekki sóslalistar fyrst og svo liðsmenn kvennahreyfingarinnar! Nú geta konur verið félagar i samtökum eða flokkum réttrar gerðar, enda er það þeirra að reka sósialiskan og kommúniskan áróður á þeirra vegum — en sem einangraðir hópar frá fjöldanum komast þær konurnar ekki hænu- fet nær takmarkinu. Leið samfylk- ingarinnar Hvers kyns framsækin barátta fyrir afmörkuðum baráttumálum notar leið samfylkingarinnar. Hún verður að taka mið af vitundarstiginu almennt (og sér- tækt) og þekkingu fjöldans -— og þvi hvar óvininum er skeinuhætt- ast við núverandi aðstæður — nefnilega að hrdflað verði við Framhald á 22. siðu. %«i»W%íf««»?*^f,*%s um við að kaupa i matinn og elda hann fyrir fjölskylduna auk annarra heimilisstarfa. Upphaflega var gert ráð fyrir, að gufubað yrði fyrir bæöi karla og konur við Laugardalslaugina. En það hefur aldrei komist i verk að byggja nema annað þeirra. Ef það væri ekki svo þröngt sem raun er á væri i sjálfu sér ekk- ert á móti þvi að karlar og konur fengju aðgang að gufunni samtimis. En meðan aðstaðan er aðeins einn litill gufuklefi verður að gera þá kröfu að bæði kyn fái jafnan aðgang og skipt verði á milli þeirra helgardögunum, karl- menn fái td. laugardaginn og konur sunnudaginn aðra vik- una og svo öfugt þá næstu. Ekki nóg að rausa og röfla Kona, sem vínnur á fjöl- mennum vinnustað, sem er nokkuð úr alfaraleið og þar sem meirihluti starfsfólks er konur sagði leiðindasögu: Vinnutími hefst kl. niu á morgnana, matartimi er klukkustund og vinnutima lýkursiðankl.5.30Fæstir utan yfirmannanna fara heim I mat, þarsem strætisvagna- ferðir eru ógreiðar og langt að fara. Þessvegna var almennur áhugi á að stytta matartimann i hálftima og fá siðan að fara hálftima fyrr heim siðdegis. Ekki sist konurnar (flestar billausar) höfðu hug á slíkri breytingu og um þetta var tal- að fram og aftur i matar og • kaffihléum þartil ein tók á sig rögg og talaði um þetta við yfirboðarana. Ekki þóttust þeir geta staðið að sliku nema að vel athuguðu máli, en sógðust gera það ef meirihluti starfsfólksins færi framá það. En viti menn! Sama fólk og áður var búið að ræða málið af áhuga treysti sér nú ekki til að standa að álitsgerð, beiðni eða eínhverju viðlika. Og matar- timinn er enn óbreyttur. Þetta mál, sem ekki er stór- vægilegt i sjálfu sér, er gott dæmi um til hve litils er fyrir samstarfsfólk að rausa og röfla og lýsa óánægju sinni hvert við annað, eins og svo algengt er á vinnustöðum, ef það hefur svo ekki þá stéttar- vitund sem með þarf til að standa saman um málið þegar á reynir. — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.