Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1975. aukin Hugsanleg örþrifaráð auðvaldslanda gegn kreppunni Nýtt kalt stríð og styrj aldarhætta Bresjnef og Kissinger — báöum er ljós hættan á nýjum köidum og heitum striöum, sem kreppa auövaldsheimsins gæti haft I för meö sér. örþrifaráö bandariska auövaldsins gegn kreppunni gæti oröiö aö gripa tii aukinnar framleiöslu vigbúnaöar — en til aö svo mætti veröa yröi sambúöin viö sósialisk riki aö versna. I þvi skyni kæmi til greina aö bæta á ófriöareldana til dæmis I Indókina. George F. Kennan, fyrrum ambassador Bandaríkjanna i Moskvu og lengi talinn hvaö spak- astur vestmanna um sovésk málefni, varaöi forustumenn lands síns fyrir skömmu sterklega við nokkrum frávikum frá stefnu bættrar sambúðar viö Sovétríkin. Hann sagði berum orðum að versnandi sambúð myndi óhjákvæmilega stórveikja aðsföðu Banda-' rikjanna, og benti í þvi sambandi á horfurnar á slæmu efnahagsástandi þeirra næstu árin. Þess vegna hafi Bandaríkin/ eins og nú er komið mál- um, ekki efni á harðnandi keppni við Sovétríkin. Þaö er enginn vafi á þvi að á Vesturlöndum eru sterk öfl fjandsamleg bættri sambúö risa- veldanna eöa austurs og vesturs, eins og þaö er stundum orðað. Friðsamleg sambúð ætti aö öllu eðlilegu að leiða af sér fækkun i herjum og minnkandi þörf á athafnasemi leyniþjónustustofn- ana. Þetta hlyti aftur aö draga úr pólitiskum áhrifum leyni- þjónustuforingja og hers- höfðingja og þess hluta stór- iðnaðarins, sem græðir auð fjár á framleiðslu fyrir herinn. Af þessum ástæðum eru bandariskir herforingjar éðlilega fjandsam- legir bættri sambúð og þá ekki siður þeir áhrifamenn innan stór- auðvaldsins, sem mesta þénustu hafa af þvi að halda úti herbákni Bandarikjanna og Nató. Hið sama er auðvitað að segja um afstöðu CIA. Ka Ida str íðsgrý lan enn á stjái Eftirtektarvert er að einmitt undanfarið, þegar um langt skeið hefur hægt og bitandi þokað I áttina til stöðugt vinsamlegri sambúðar, eru farnar að heyrast á Vesturlöndum raddir, sem tala um vonirnar um slikt sem óraun- sæju hugaróra. Af gamalkunnum sið eru blásnar upp fréttir mis- jafnlega ábyggilegar — af geigvænlegum vigbúnaöi sovét- manna og mikið lagt upp úr greinum i sovéskum blöðum, þar sem einhver ónotaleg orð hafa hrotið i garö Bandarikjanna. Hér á tslandi hafa þessir varnarliðs- menn kalda striösins látið á sér kræla sem annarsstaðar, eins og kom fram i Heimshorni sjón- varpsins eftir áramótin, þar sem einn fréttaskýrandinn, kunnur ihaldsmaður, ól i grimulausum morgunblaösstil á kaldastrlðs- grýlunni. Það segir sig sjálft að barnaskapur er aö ætla að aðilar þeir, sem telja hagsmunum sinum ógnað meö batnandi sambúð og minnkandi spennu á alþjóöavettvangi, sitji með hendur i skauti og reyni ekki að snúa þróuninni við. Sambönd CIA við fjölmiðla eru löngu kunn, svo eitthvað sé nefnt i þvi sambandi. Aróður kaldastrlðssinna á Vesturlöndum er meöal annars hættulegur með tilliti til þess, að i Austur-Evrópu og Sovetrikjunum eru vissulega einnig öfl, sem lita batnandi sambúð illu auga. Þar á meðal eru menntamenn, sem óttast að öryggi út á við muni fylgja aukin skoðanakúgun heima fyrir, og áhrifamenn sovésku leyniþjónustunnar og hersins og stjórnmálamenn i tengslum við þessa aðila andæfa þessari þróun i þessa átt efalitið lika — af hlið- stæðum ástæðum og bandarisku hershöfðingjarnir og CIA á Vesturlöndum. Ekki seinna vænna Vegna annarlegs pólitisks ástands hérlendis er ekki úr vegi að undirstrika, aðþvi fer fjarri að þeir, sem haft hafa forgöngu um batnandi sambúð risaveldanna, séu óraunsæir hugsjónamenn, margir þeirra sem mest hafa beitt sér i þvi skyni teljast ekki einu sinni til frjálslyndari manna. Engum dettur væntanlega i hug að Kissinger, sem mjög hefur beitt sér i þessu skyni, jafnframt þvi sem hann hefur haft hönd i bagga með CIA I sumum verstu glæpum þeirrar stofnunar, gangi mannkærleikur til, og Nixon var ofstækisfullur og þröngsýnn and- kommúnisti. Hvað sem þvi liður voru þessir tveir menn nógu raunsæir til að sjá, að það var ekki seinna vænna fyrir Vestur- lönd að bæta sambúðina við Sovétrikin og greiða þannig fyrir allrahanda samskiptum austurs og vesturs. Kreppan, sem nú er-hafin um • Vesturlönd.á vitaskuld sinn þátt i sáttfýsi þessara höfðingja og fleiri. Kreppan hefur sem sé kippt fótunum undan efnahagslegu sjálfstrausti kapitaliskra rikja og vakið hjá framámönnum þeirra minnimáttarkennd gagnvart kerfi sóialismans, þar sem krepp- unnar gætir ekki, að minnsta kosti ekki svo teljandi sé, á móts við það sem Vesturlönd mega nú þola. Það liggur þvi i augum uppi að næstu árin hljóta sósiallsk lönd aö eflast efnahagslega jafnframt þvi sem efnahagsleg stöðnun eöa afturför á sér stað á Vestur- löndum. Að sama skapi eru pólitisk áhrif sósiallskra rikja i heiminum likleg til að aukast. Kreppan snýr valda- hlutföllum austrinu i hag Þetta geta vesturlandamenn að miklu leyti þakkað stefnu framá- manna sinna á eftirstriösárunum. Af hræðslu við að Vestur-Evrópa gengi kapitalismanum úr greip- um tóku Bandarikin þá upp haröa stefnu gagnvart Sovétrikjunum, hinduðu eðlilega efnahagslega samvinnu milli Vestur- og Austur-Evrópu og tóku i staðinn það ráð að endurreisa efnahag Vestur-Evrópu einhliða — og gera hana jafnframt háða sér efna- hagslega — með Marshall-aðstoö- inni. Nató var svo stofnað til að tryggja þennan óeðlilega klofning álfunnar og halda kaldastriðs- húmornum uppi. Þegar sósialisku rikin voru þannig útilokuð frá viðskiptum við Vesturlönd, var þeim nauðugur einn kostur að tvieflast i iðnvæöingunni til þess að verða sjálfum sér nóg um vörur, sem þau hefðu annars sem best getað keypt að vestan. Og nú er svo komið að sem iðnvætt, þróað svæði stendur Austur- Evrópa Vesturlöndum litt eða ekki að baki. Og þegar kreppa herjar annað þessara tveggja framþróuðu svæða en hitt ekki, segir sig sjálft að valdahlutföllin breytast sjálfkrafa kreppulausa svæðinu i hag. Blikur á lofti Ennþá hefur vestrið visst forskot fram yfir austrið i ýmsum greinum tækni og framleiðslu, einkum i framleiðslu ýmisskonar neysluvarnings. Vegna krepp- unnar hefur heimamarkaðurinn dregist saman, en i Austur- Evrópu gæti ennþá verið mikill markaður fyrir þennan varning. I staðinn gæti hin orkuhungraða Vestur-Evrópu fengið oliu og jarðgas frá Siberiu. En vestur- landamenn hafa ekki mikinn tima að missa, ef þeim er alvara að greiða fyrir slikum viðskiptum, sem eins og stendur urðu báðum mjög i hag. Ef svo fer fram sem nú horfir, liða ekki mörg ár áður en austrið verður sjálft svo langt komið i framleiðslu neyslu- varnings að það hefur enga þörf fyrir þessháttar dót frá Vestur- löndum. Ef Vesturlönd gerðu gangskör að þvi að draga járntjaldið frá fyrir alvöru og koma umræddum viðskiptum vel i gang, hlyti það að draga úr yfirstandandi kreppu og samdrætti.Að öðrum kosti verður að horfast i augu við iskyggilegar blikur á lofti. Mannkynssagan sýnir svo ljóst sem verða má að efnahagslegri hnignum fylgir félagsleg ókyrrð, ringulreið i stjórnmálum og jafnvel upplausn. Og þegar stór- veldi verða fyrir sliku gerast þau næstum alltaf ágengari og herskárri út á við. Herská utanrikisstefna þýðir meiri vigbúnað og að þvi skapi aukin völd hershöfðingja og auðhringa, sem framleiða hergögn. Aukin framleiðsla fyrir herinn þýðir lika meiri atvinnu og minnkandi samdrátt. Verða striðsæsingar örþrifaráðið? Efnahagskerfi kapitalismans er þannig, að möguleikar stjórnarvalda til að hafa stjórn á sveiflum þess eru næsta takmarkaðir — nema i gegnum vigbúnaðarframleiðslu. Hana hefur rikisvald kapitalismans venjulega á sinu valdi að auka og minnka eftir ástæðum. En vigbúnaður er óvinsæll — nema verulegur striðsótti — kalt strið — sé fyrir hendi. Margt bendir til þess að Sovét- rikin séu á nálum út af þvi að Vesturlönd gripi til aukins vigbúnaðar sem örþrifaráðs til að bæta úr kreppunni, og að þvi muni fylgja versnandi sambúð og heimsstyrjaldarhætta. Vist er um þaö að þvi fer fjarri að forustu- menn Sovetrikjanna hafi fyllst neinni þórðargleði út af kreppu auðvaldsins; þvertá móti virðast þeir hafa áhyggjur af þvi ástandi. Athygli hefur vakiö hversu vand- lega þeir forðast hverskonar aðgerðir, sem orðið gætu til að auka spennuna. Þvi fer lika fjarri að kommúnistaflokkar Vestur- landa fagni kreppunni og reyni að auka hana, eins og einhverjir hefðu talið eðlilegt. Þvert á móti sýna hinir vestrænu kommúnistar mikinn samstarfs- vilja. Þetta vilja sumir rekja til áhrifa frá Sovétrikjunum og getur eitthvað verið til i þvi, þótt sovéskir ráðamenn hafi nú litil itök i vestrænum kommúnista- flokkum hjá þvi sem áður var. Þegar á þetta er litið, er eðlilegt hvað Kissinger er gramur banda- riska þinginu fyrir tregðu þess á að greiða fyrir verslunarviðskipt- um við Sovétrikin. Sú tregða gæti haft i för með sér að gripið yrði til hins ráðsins gegn kreppunni, aukins vigbúnaðar. Og til þess að fá góð skilyrði fyrir auknum vigbúnaði yrðu framámenn Vesturlanda að heröa kalda striðið á ný, eða jafnvel stuðla að heitu striði einhversstaðar, i Indókina, fyrir Miðjarðarhafs- botni eða hver veit hvar. Og stað- bundnar ,,smá”styrjaldir geta alltaf fyrir eitthvert smáslys leitt til heimstyi'jaldar. (Byggt á ainformation, dþ.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.