Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Nú er að koma sá tími þegar fólk tekur að huga að skattaf ramtölum sín- um. Þjóðviljinn birtir í dag framtalsleiðbeiningar ríkisskattstjóra og hér fara á eftir upplýsingar um það hvernig persónu- frádráttur, skattstigi, skattaafsláttur o.fl. breyt- ast frá fyrra ári. Við afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins í desember, var ákveðið, að skattvísi- talan hækki um 51% frá fyrra ári til samræmis við hækkun f ramfærsluvísi- tölu. Samkvæmt þessu hækkar per- sónufrádráttur einhleypings úr 238. þús. krónum i 359.380,- krón- ur. Persónurfrádráttur hjóna hækkar úr kr. 355.000,- i kr. 536.050,-, og persónufrádráttur fyrir hvert barn hækkar úr kr. 50.000,- i krónur 75.500,-. Aukafrá- dráttur einstæðs foreldris hækkar úr kr. 96 þús. i kr. 144.960.-, og frá- dráttur einstæðs foreldris fyrir hvert barn hækkar úr kr. 11.000,- i kr. 15.610,-. Frádráttur nýgiftra vegna heimilisstofnunar hækkar úr kr. 84.700,- i kr. 127.897.-. Skattstiginn breytist einnig til samræmis við hækkun skattvisi- tölunnar um 51% Nú skal greiða 20% i tekjuskatt af fyrstu 150 þús. krónunum, sem tekjur skattskyldar eru, (i stað fyrstu 100 þús. i fyrra), siðan 30% af næsta þrepi, sem er frá kr. 151.000,- til kr. 302.000,-, en siðan 40% af öllu, sem er umfram kr. 302.000,-af tekjum til tekjuskatts. Sinar eigin tekjuskattskyldu tekjur getur hver einstakur fund- ið með þvi að draga bæði per- sónufrádrátt sinn og fjölskyldu sinnar, svo og heildarupphæð frá- dráttarliða á framtalseyðublaði frá brúttótekjunum. Þá verða einnig breytingar á skattaafslætti frá fyrra ári til samræmis við hækkun skattvisi- tölunnar, en þegar tekjurskattur hefur verið lagður á samkvæmt þeim reglum, sem raktar voru hér að ofan, þá á eftir að lækka þá upphæð svo sem skattafslættinum nemur til að fá út lokatöluna um upphæð tekjuskatts. Skattaaf- slátturinn fyrir einhleyping verð- ur nú kr. 16.610,- en var kr. 11.000,-i fyrra. Skattaafslátturinn fyrir hjón verður kr. 27.935,- i stað kr. 18.500,- i fyrra, og skattaaf- sláttur fyrir hvert barn verður nú kr. 4983,- i stað kr. 3300 i fyrra. Þá hækkar aukaafsláttur fyrir ein- stætt foreldri og verður kr. 9815 og aukaafsláttur fyrir hvert barn einstæðs foreldris verður kr. 906,- . Þá hækkar skattaafslátturinn fyrir aldraða og öryrkja einnig um 51% i samræmi við breytta skattvisitölu. Þá skal þess getið, að útsvar á þessu ári verður væntanlega hér i Reykjavik og viðar 11% af brúttó- tekjum þar sem félagsmálaráðu- neytið hefur lýst yfir, að það muni heimila borginni að bæta við aukaprósentinu, en ella væri út- svarið 10% brúttótekna. Nú hefur fjármálaráðuneytið á- kveðið að hækka fyrirfram- greiðslu þinggjalda á fyrrihluta þessa árs úr 60% af þinggjöldum fyrra árs i 66,7%. Með þessar upplýsingar' við hendina ásamt leiðbeiningum um framtal frá rikisskattstjóra ættu ærið margir lesendur að geta reiknað út eigin skattbyrði á þessu ári. Eftir stjórnarskiptin og gengisfellinguna tók fyrir alla sölu nýrra bila og innflytjendur sem gert höfðu ráð fyrir að kaupmáttur héldist óbreyttur sátu uppi með óseljanlega vöru I röðum á hafnarbakkanum. 2133 bílar óseldir á bakkanum og fleiri á leiðinni Otsvör i Reykjavik á næsta ári verða samkvæmt áætlun um 3.200 miljónir króna. I ár reyndust álögð útsvör 1.950 milj.kr. Hér er um að ræða nærri 70% hækkun frá fyrra ári. Alls eru tekjur borgarinnar — eða skattheimta hennar — áætlaðar um 5.900 milj.kr. á næsta ári og sést af þvi að útsvör- in eru þar meginhlutinn. Það er þvi aðaláhersla lögð á að skatt- leggja tekjurnar. Þær Guðlaug Þorsteinsd. og Birna Nordahl tefldu spennandi skák i fyrrakvöld sem lyktaði með jafntefli. Guðlaug var i tima- hraki og fylgdust margir þekktir skákmenn með tafllokunum af spenningi miklum og var þeim siðan kiappað lof i lófa að keppn- inni lokinni. Þær Guðlaug og Birna eru nú i 2.-3. sæti með 3,5 vinninga, en Ásta Gunnsteins- dóttir, sem fylgist með viðureign- inni er i 4.-6. sæti. (Ljósm. Sj.) Kvennaskákmótið eftir 4 umferðir ÓLÖF EFST í öðru sæti eru þær Guðlaug Þor- steinsdottir og Birna Nordahl með 3,5 vinning, en þær tefldu saman á fimmtudagskvöldið, og var sú skák hörð og skemmtileg að sögn sjónarvotta. í 4-6. sæti eru þær Aslaug Kristjánsdóttir, Sóley Theodórs- dóttir og Asta Gunnsteinsdóttir með 3 vinninga. Eins og áður hefur verið frá sagt i blaðinu eru þátttakendur 22 á þessu fyrsta kvennaskákmóti, sem haldið er hérlendis. Næstu tvær umferðir verða tefldar i Skákheimilinu við Grensásveg á fimmtudagskvöldið kemur. Lokið er sex umferðum i ung- lingaflokki. Skiptist hann i tvo riðla, og er Jóhann Hermannsson efstur í öðrum með sex vinninga, en Jóhann Jónsson i hinum með 5 vinninga. Teflt var i gærkvöldi á Skák- þingi Rvikur og 7. umferð verður tefld á sunnudag. Staðan á skák- þinginu er óljós vegna biðskáka. -úþ Kvennaskákmótinu var haldið áfram á fimmtudagskvöldið og þá tefldar tvær umferðir, 3. og 4. umferð. Eftir fjórar umferðir er Clöf Þráinsdóttir efst með 4 vinninga. An morg- unverðar í skólann A skólaárinu 1971/72 fór fram könnun á vegum Fræðsluráðs Reykjavikur á samfelldri skóladvöl nemenda i skólum borgarinnar. Þá var m.a. gerð athugun á neyslu- venjum unglinga varðandi morgunverð og nestispakka. Það kom fram, að nær 25% nemenda mæta i skólanum, án þess að hafa neytt fullnægj- andi morgunverðar og 36% af nemendum höfðu ekki með sér nesti i skólann. Tæplega 8% af nemendum höfðu hvorki neytt morgunverðar eða höfðu með sér nesti i skólann. Það er von þeirra, er stóðu að mjólkurdeginum i gær að með útgáfu bæklingsins um morgunverð og nestispakka verði athygli foreldra skóla- barna og unglinga vakin á nauðsyn þess, að nemendur séu vel undir daginn búnir, hlaðnir orku, til að takast á við mismunandi skemmtileg verkefni f skólunum. Hvernig á að reikna út skattana? Persónufrádráttur fyrir hjón verður kr. 536.050 Verðmæti 1,6 mili ar ður Tvö þúsund eitt hundrað þrjátiu og þrir bilar standa nú óseidir á hafnarbakkanum og 244 bilar eru á leiðinni til landsins. Samtals mun verðmæti þessará bifreiða nema um 1.6 miljarði króna. Þetta kemur fram viðtali Morg- unblaðsins við Gunnar Asgeirs- son, formann Bilgreinasam- bandsins i gær. Aður hafði Morg- unblaðið sagt að verðmæti ó- setdra bila á hafnarbakkanum væri ekki nema um einn miljarð- ur. t viðtaiinu við Gunnar koma fram fróölegar tölur: — Nú er vitað að fjöldinn allur af ónotuðum bilum stendur á hafnarbakkanum, óseldur. Er einhver von til þess, að þeir selj- ist? ,,Það er rétt og nú eru á hafnar- bakkanum yfir 2000 óseldir bilar sem þar standa og biða þess að verða keyptir. Flestir eru þeir af árgerð 1975, en ekki 1974 eins og sagt hefur verið. Bilgreinasam- bandið hefur nú látið taka saman skrá um fjölda þessara bila og kemur i ljós að þeir eru 2133, en innflytjendur bifreiða eru alls 22. Af þessum fjölda eru 1.960 fólks- bilar, 100 sendibilar, 72 vörubilar og 1 almenningsvagn. Þá eru á leiðinni til landsins eða á hafnar- bakka erleridis 244 bilar, sem fyr- irtækin eru skuldbundin að taka. Af þessu magni eru ekki nema 10—12% af árgerð 1974. En ástæð- an fyrir þvi að mikið af þessum bilum er enn óselt er að margar pantanir voru afgreiddar seinna en ráð var fyrir gert, vegna tafa hjá verksmiðjum og farmanna- verkfalls. 1 öðru lagi er það ekki óeðlilegt að flytja inn 400—500 bila á mánuði. Þá voru mjög margir búnir að panta sér nýja bila af ár- gerð 1975 þegar gengisbreytingin varð i september og þvi hafa þessir sömu aðilar ekki veriö að hraða sér að leysa þessa nýju bila út i þeirri vissu, að nýir skattar eða ný gengisbreyting sé ekki framundan. Aftur á móti verða bifreiðaumboðin að gera samn- inga við sinar verksmiðjur allt að ár fram i timann og geta þvi ekki stöðvað afgreiðslu þótt til tima- bundinnar stöðvunar komi”. Og siðar i viðtalinu segir Gunn- ar: — Hvert er útsöluverð þessara 2100 bila, sem nú eru óseldir? ,,Þaðm mun vera um 1600 milj. kr., en aftur á móti er gjaldeyris- verðmæti þeirra ekki nema um 550 milj. kr. þannig að rikið fær 800—1000 milj. kr. i tolla og önnur gjöld af þessum bifreiðum. Að sjálfsögðu er það baggi á innflytj- endum að hafa þessa bila liggj- andi á bakkanum svona lengi og má nefna sem dæmi að innflytj- andi sem á 200 bila, greiðir 35 þús. kr. i vexti á dag að viðbættum 15 þús. kr. i geymslugjald til við- komandi skipafélags. Þvi þarf enginn að halda, að hægt sé að lækka verð á þessum bih’m”. Loðnan stendur djúpt Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur um borð i rannsóknarskipinu Arna Friðrikssyni, sagði Þjóð- viljanum i gær, að sér virtist loðnan vera seinna á ferð nú en I fyrra. Voru þeir á Arna 60 milur austur af Dalatanga. í fyrrakvöld var mikið kastað. Var þá flotinn 20-50 sjómilum norðar en Arni Friðriksson, er við töluðum við hann i gær. Veðrið á loðnumiðunum batnaði nokkuö i fyrradag, sagði Jakob. Sagði hann að loðnan hefði fundist þá um miðnættið. Loðnan stóð djúpt og var ákaflega stygg, þannig að veiði var heldur litil þó að mikið væri kastað. Flestir bát- anna fengu þó eitthvað, en allir litið. Jakob sagði að þeir hefðu verið að lóða á ágætar torfur þar sem þeir voru á Arna Friðriks- syni. Þar var þá ágætis veður. Amk. 25 bátar munu vera komnir á miðin. -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.