Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. janúar 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Flugskýlisbruninn: RÍKH) BROTLEGT VBD EIGIN LOG? Aðalskipulag flugvallarins birt eftir mánaðamótin ,,Mér finnst nú aö steininn taki úr, þegar umboftsmenn rikisins lýsa þvi yfir ao þeim hafi löngu verið kunnugt um eldhættuna i skýlinu en þó hafi ekki veriö gerðar viohlitandi ráöstafanir," sagði Báröur Danielsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar rikisins, þegar Þjóðvirjiiiu innti hann eft- ir áiiti hans i sambandi við upp- lýsingar þær, sem fram komu i Morgunblaoinu i fyrradag og haföar eru eftir Gunnari .Sigurðssyni flugvallarstjóra á Reykjavikurflugvelli og Erni Ó. Johnson, forstjóra Flugleiða h.f. 1 umræddri frétt í Morgun- blaðinu er haft eftir Gunnari SigurðsSyni að tregða á fjár- veitingum hafi valdið þvi að nauðsynlegar ráðstafanir hefðu ekki verið gerðar til að draga úr eldhættunni, og þá helst þær að endurnýja tækjakost slökkvi- liðs flugvallarins og draga úr eldfimi þaksins á flugskýlinu. Bárður kvaðst ekki vilja draga i efa að hér væri rétt með farið, en hinsvegar væri á það að lita að i lögum um þetta efni væri svo á kveðið, að eigendum fast- eigna væriskylt, innan eðlilegra takmarka efnahagslegrar getu, að sjá til þess að fasteignin hefði forsvaranlegan útbúnað til brunavarna. I þessu tilfelli er fasteignareigandinn rikið, svo að með téðum yfirlýsingum for- stjóra á vegum þess væri i raun og veru verið að tilkynna að rikið hefði ekki haldið sin eigin lög. í framhaldi af þessum um- mælum forstöðumanns Bruna- málastofnunar má benda á að liklega má þakka fyrir að ekki skyldi fara enn verr, fyrst um- rætt flugskýli var slik eldgildra sem allir sem til þekkja virðast sammála um að verið hafi. I þetta skýli munu Boeing-þotur hafa verið teknar inn til skoðun- ar og þá settar á tjakk og tekin undan þeim hjólin. Hefði eldur orðið laus i skýlinu undir þeim kringumstæðum, hefði verið útilokað að koma þptunni út, og Boing-þotur munu kosta eitt- hvað 700 milj. króna. Það sem mun hafa ráðið úrslitum um björgun Fokker-vélarinnar var að ekki var búið að taka undan henni hjólin. Þjóðviljinn hafði tal af Gunn- ari Sigurðssyni, flugvallar- stjóra, og staðfesti hann fyrir sitt leyti það, sem fram kemur i frétt Morgunblaðsins i fyrra- dag, nema hvað hann kvað það mishermt I greinarlok að hann væri sá aðili, „sem átti hús- næðið og hafði sett trétexið upp á sinum tima." Hann hefði eng- an þátt átt i að trétexeinangrun- in var sett upp, sem hefði verið gert af algerum vanefnum. í sambandi við flugskýlis- brunnann hafa vaknað umræöur um framtíðarskipulag Reykja- vikurflugvallar og sagði Gunnar að unnið hefði verið að gerð aðalskipulags i rúmt ár, eða siðan i nóvember 1973. Hefði þar verið hafður til ráðuneytis meðal annarra erlendur flug- málasérfræðingur, sem i tugi ára hafði starfað hjá ICAO, al- þjóðlegu flugmálastofnuninni, en hefði nú látið þar af störfum fyrir aldurs sakir. Aðalskipu- lagið væri nú tilbúiö, en eftir væri að ræða það við hlutaðeig- andi opinbera aðila islenska. Yrði skipulagið væntanlega kunngert upp úr næstu mánaða- mótum. Bólað hefur á þeirri skoðun að leggja bæri flugvöllinn niður á þeim stað sem hann er nú, sök- um meintrar slysahættu. Þá skoðun sagðist Gunnar ekki telja umræðuverða. „Eins og allir vita, sem komið hafa út fyrir pollinn, er það svo viða er- lendis að flogið er kannski tíu minútur yfir þéttbýli, eftir að véiin hefur tekið sig upp af flug- vellinum. En héðan tekur flugið yfir þéttbýli ekki nema smábrot af þeim tíma." dþ. býð ég alla iil »STÓRSTREYMIS « m en. svo nefni ég jsýningu mína á vatnslitamyndum o£ olíumálverkum NEDST f HÚSINU NUMER 12 VlP AfilAI/STRÆTI 19- JANÚAJR, Tll, 2. FEBBVAR 1975 " OPlD 16-2Z ^tórstreymi" hjá Olafi m „Stórstreymi", kallar ólafur H. Torfason málverkasýningu sina, sem hann opnar á sunnu- daginn á þeim stað sem áður hét „Galleri Grjótaþorp". Húsa- kynnin eru að Aðalstræti 12 I kjallara, þar sem oft gætir flóðs þegar stórstreymt er. „Það verður stórstreymi þann 23 miljónir í Norðfjarð- arsöfnunina Norðfjarðarsöfnunin nemur nú 23 miljónum og 60 þúsundum. Búið er að senda austur 5 miljónir króna og úthluta þeim þar. 1 Grimsey söfnuðust 130 þús- und krónur. A Höfn i Hornafirði söfnuðust 378 þúsund. Elliheim- ilið Grund -gaf 100 þúsund, og Þorsteinn RE 303 gaf 100 þús- und. Þá hafði söfnunarnefnd borist viðbótarsöfnunarfé frá Húsavik 167.108 krónur en áður hafði borist frá húsvikingum 634.500 krónur. Alls hafa þvi safnast á Húsavik rúmar átta hundruð þúsund krónur, og svarar það til 380 króna á hvern ibúa. -úþ Reykjavikurborg tekur gjald fyrir veitt kvöldsöluleyfi. Þessi tekjustofn borgarinnar er lágur miðað við heildartekjurnar. A næsta ári er gert ráð fyrir að kvöldsöluleyfin gefi miljón i borgarsjóðinn — en heildarskatt- lagning borgarinnar nemur hins vegar um 5,9 miljörðum króna. 29. jamiar n.k." sagði Ólafur H. Torfason er Þjóðviljinn ræddi við hann, „og það er vel til i þvi, að ég verði þá að forða mér með mynd- irnar — maður vonar samt að svo fari ekki". Sýning Olafs stendur frá 19. janúar til 2. febrtiar og sýnir hann vatnslitamyndir og oliumálverk. Samtals eru myndirnar um þrjá- tiu talsins, margar þeirra til sölu og allar málaðar á siðasta ári. „Ég teiknaði mikið og málaði liér áður, siðan snéri ég mér mjög að ritstörfum, en siðan tók ég til viðpenslana aftur", sagði Ólafur. Listamaðurinn hefur dvalið lengi i Kaupmannahöfn, en er nti kominn heim. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis. —GG Af rækjustriðinu við Húnaflóa BLÖNDUÓSINGAR ÆTLA AD RÓA! Skagstrendingar ásakaðir um skemmdarstarfsemi i bátunum, en stóðu i ströngu við að bjarga þeim i fárviðrinu! Rækjustrfðið á Blönduósi snýst nú ekki lengur einvörðungu um það hvort þeim nyrðra tekst að beygja sjávarútvegsráðherra til þess að heimila rækjuvinnslu á Blönduósi og gefa út rækjuveiði- leyfi til báta þaðan, heldur er nú hafinn nýr þáttur i deilum þessum. Er um að ræða ásakanir eigenda bátanna á hendur skag- strendingum um að hafa gert til- raunir til þess að eyðileggja bátana, en þeir liggja i höfninni á Skagaströnd. Sturla Þórðarson, fréttaritari Þjóðviljans á Blönduósi, sagði blaðinu á fimmtudag, að eftir upplýsingum frá forstjóra rækju- vinnslunnar, færu rækjubátarnir þaðan á sjó liklega nú um helgina, þrátt fyrir bann sjávarútvegs- ráðuneytisins. Annar rækjubáturinn frá Blönduósi, Aðalbjörg, lekur eitt- 'hvað, og mun sá leki hafa komið á hana nú i óveðrinu, þar sem hún liggur i höfninni á Skagaströnd. Gæti svo farið að hún yrði að fara i slipp á Siglufirði. A þriðjudagskvöldið mun hafa 1 rá höfninni á Skagaströnd borist kæra til sýslumannsins á Blönduósi vegna bruna, sem varð um borð i Aðalbjörgu. Sá sem kærði var eigandi bátsins, og hefur sýslumaður, Jón Isberg, eftir honum i Morgunblaðinu nýlega, að skemmdarverk hafi einnig verið unnið ó vél bátsins. Þá munu skagstrendingar hafa tilkynnt, að þeir afgreiði ekki oliu til Blönduóssbátanna, þar eð sömu útgerðaraðilar og þá gera út nú, skuldi oliu á Skagaströnd frá þvi þeir voru með útgerð fyrir nokkrum árum. Þjóðviljinn hafði i gær tal af Kristni Jóhannssyni, hafnarverði á Skagaströnd, og spurði hann um pessi mál. Sagði Kristinn að bruninn, sem um væri að ræða hefði orðið i dinu i bestikki bátsins: brunabletturinn væri svo sem 15x15 sm. Siðan sagði Kristinn: „Ég veit ekki betur en menn héðan hefðu veriðað. bjarga bátunum þeirra frá þvi að sökkva, og voru þeir við það i fleiri klukkutima meðan veðrið var sem verst. Þetta var bæði erfitt og hættulegt starf i þvi veðri sem hér var, en áhafnir bátanna komu þar hvergi nærri, þvi þær héldu sig heima hjá sér á Blönduósi. Settist svo mikil ising á bátana, að heita má vist að þeir hefðu sokkið ef skagstrendingar Framhald á 17. siðu. Mikill reki á Ströndum 1mmmms3£n&!!t "^WStP Kristinn Jónsson á Seljanesi Við hringdum í gær i Kristinn Jónsson á Seljanesi/ sem nú er einn nyrsti bær í byggð í Strandasýslu. Við spurðum Kristinn, hvernig þeim í Árnes- hreppi hefði vegnað í stórviðrinu á dögunum og lét Kristinn vel yfir því. Taldi hann, að ekki hefðu orðið verulegir skaðar i hreppnum, en vissi þó til að járn hefði fokið af stirheys- tóttum og sums staðar höfðu rúður brotnað. Kristinn sagði, að ekki hefði verið neinn um- talsverður vöruskortur hjá i- búum Arneshrepps og væri kaupfélagið á Norðurfirði vel birgt af helstu nauðsynjavör- um. Flogið er reglulega að Gjögri tvisvar i viku, og sagði Kristinn að ekki hafi verið mikið um það i vetur að flug félli niður, nema þá meðan hvassviðrið var mest nti á dögunum. Flugið að Gjögri er ibúum Arneshrepps mjög dýr- mætt, sem nærri má geta, þar sem ekki er að reikna með samgöngum á landi yfir vetr- artimann og skipaferðir strjálar. Kristinn á Seljanesi sagði, að snjór væri ekki mikill á jörð nú, mikið hefði fokið i rokinu á dögunum. A Seljanesi er um- sýslun með rekaviðnum og vinnsla úr honum helsta at- vinnugreinin, þvi að Kristinn hefur hvorki sauðfé né kýr, sem aðrir bændur. Kristinn sagði okkur, að i veðrinu um daginn, sem var af austan, norð-austan, hafi rek- ið aiveg óvenjulega mikið, i mörg ár hafi ekki komið svona mikill reki á jafn skömmum tima. Þetta taldi Kristinn, að mætti fullyrða um miðsveitina i Arneshreppi, en enginn hefur komist til að kanna, hversu mikið hefur rekið i veðrinu i nyrsta hluta hreppsins, sem er ieyði nú. 1 stórviðrum gengur mikið af rekaviðnum svo hátt á land, að ekki þarf menn til að bjarga honum undan sjó, en Kristinn sagði, að siðustu daga hafi þeir feðgar á Selja- nesi fengist við að bjarga und- an sjó nokkru af þeim reka á sinum fjörum, sem vænta mátti að sjórinn næði ella á ný. Og svo erum við að gera við bát, sagði Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.