Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Flugskýlisbruninn: RÍKIÐ BROTLEGT VIÐ EIGIN LÖG? Aðalskipulag flugvallarins birt eftir mánaðamótin „Mér finnst nú að steininn taki úr, þegar umboðsmenn rikisins lýsa þvi yfir að þeim hafi iöngu verið kunnugt um eldhættuna i skýlinu en þó hafi ekki veriö gerðar viðhlitandi ráðstafanir,” sagði Bárður Daníeisson, forstöðumaður Brunamáiastofnunar rikisins, þegar Þjóðviljinn innti hann eft- ir áiiti hans i sambandi við upp- lýsingar þær, sem fram komu I Morgunblaðinu i fyrradag og hafðar eru eftir Gunnari Sigurðssyni flugvallarstjóra á Reykjavikurflugvelli og Erni ó. Johnson, forstjóra Flugleiða h.f. I umræddri frétt i Morgun- blaðinu er haft eftir Gunnari Sigurðssyni að tregða á fjár- veitingum hafi valdið þvi að nauðsynlegar ráðstafanir hefðu ekki veriö gerðar til að draga úr eldhættunni, og þá helst þær að endurnýja tækjakost slökkvi- liðs flugvallarins og draga úr eldfimi þaksins á flugskýiinu. Bárður kvaðst ekki vilja draga i efa að hér væri rétt með farið, en hinsvegar væri á það að lita að i lögum um þetta efni væri svo á kveðið, að eigendum fast- eigna væri skylt, innan eðlilegra takmarka efnahagslegrar getu, að sjá til þess að fasteignin hefði forsvaranlegan útbúnað til brunavarna. 1 þessu tilfelli er fasteignareigandinn rikið, svo að með téðum yfirlýsingum for- stjóra á vegum þess væri i raun og veru verið að tilkynna að rikið heföi ekki haldiö sin eigin lög. t framhaldi af þessum um- mælum forstöðumanns Bruna- málastofnunar má benda á að liklega má þakka fyrir að ekki skyldi fara enn verr, fyrst um- rætt flugskýli var slik eldgildra sem allir sem til þekkja virðast sammála um að verið hafi. 1 þetta skýli munu Boeing-þotur hafa verið teknar inn til skoðun- ar og þá settar á tjakk og tekin undan þeim hjólin. Hefði eldur orðið laus i skýlinu undir þeim kringumstæðum, hefði verið útilokað að koma þotunni út, og Boing-þotur munu kosta eitt- hvað 700 milj. króna. Það sem mun hafa ráðið úrslitum um björgun Fokker-vélarinnar var að ekki var búið að taka undan henni hjólin. Þjóðviljinn hafði tal af Gunn- ari Sigurðssyni, flugvallar- stjóra, og staðfesti hann fyrir sitt leyti það, sem fram kemur i frétt Morgunblaðsins i fyrra- dag, nema hvað hann kvað það mishermt i greinarlok að hann væri sá aðili, „sem átti hús- næðið og hafði sett trétexið upp á sinum tima.” Hann hefði eng- an þátt átt i að trétexeinangrun- in var sett upp, sem hefði verið gert af algerum vanefnum. I sambandi við flugskýlis- brunnann hafa vaknað umræður um framtiðarskipulag Reykja- vikurflugvallar og sagði Gunnar að unnið hefði verið að gerð aðalskipulags i rúmt ár, eða siðan inóvember 1973. Hefði þar verið hafður til ráðuneytis meðal annarra erlendur flug- málasérfræðingur, sem i tugi ára hafði starfað hjá ICAO, al- þjóðlegu flugmálastofnuninni, en hefði nú látið þar af störfum fyrir aldurs sakir. Aðalskipu- lagið væri nú tilbúið, en eftir væri að ræða það við hlutaðeig- andi opinbera aðila Islenska. Yrði skipulagið væntanlega kunngert upp úr næstu mánaða- mótum. Bólað hefur á þeirri skoðun að leggja bæri flugvöllinn niður á þeim stað sem hann er nú, sök- um meintrar slysahættu. Þá skoðun sagðist Gunnar ekki telja umræðuverða. „Eins og allir vita, sem komiö hafa út fyrir pollinn, er það svo viða er- lendis að flogiö er kannski tiu minútur yfir þéttbýli, eftir að vélin hefur tekið sig upp af flug- vellinum. En héðan tekur flugið yfir þéttbýli ekki nema smábrot af þeim tima.” dþ. »,T“:ie:í- \ELKOMNA býð eg alla iil >S’TÓRSTREYMIS« eu svo nefnl ée‘ íýnlníu mína á vatnslttamyndum o£ oliumáiverkum Neðst f Húsinu Numer 12 Yid Aöalstræti 19- JATMÚAR Tir, 2. FEBRVAR 1975 - OPIÞ 16-22 4 „Stórstreymi” hjá Ólafi „Stórstreymi”, kallar ólafur H. Torfason málverkasýningu sina, sem hann opnar á sunnu- daginn á þeim stað sem áður hét „Galleri Grjótaþorp”. Húsa- kynnin eru að Aðalstræti 12 i kjallara, þar sem oft gætir flóðs þegar stórstreymt er. „Það verður stórstreymi þann 23 miljónir í Norðfjarð- arsöfnunina Norðfjarðarsöfnunin nemur nú 23 miljónum og 60 þúsundum. Búið er að senda austur 5 miljónir króna og úthluta þeim þar. 1 Grimsey söfnuðust 130 þús- und krónur. A Höfn i Hornafirði söfnuðust 378 þúsund. Elliheim- ilið Grund -gaf 100 þúsund, og Þorsteinn RE 303 gaf 100 þús- und. Þá hafði söfnunarnefnd borist viðbótarsöfnunarfé frá Húsavik 167.108 krónur en áður haföi borist frá húsvikingum 634.500 krónur. Alls hafa þvi safnast á Húsavik rúmar átta hundruð þúsund krónur, og svarar það til 380 króna á hvern ibúa. —úþ Reykjavikurborg tekur gjald fyrir veitt kvöldsöluleyfi. Þessi tekjustofn borgarinnar er lágur miðað við heildartekjurnar. A næsta ári er gert ráð fyrir að kvöldsöluleyfin gefi miljón i borgarsjóðinn — en heildarskatt- lagning borgarinnar nemur hins vegar um 5,9 miljörðum króna. 29. janúar n.k.” sagði Ólafur H. Torfason er Þjóðviljinn ræddi við hann, „og það er vel til i þvf, að ég verði þá að forða mér með mynd- irnar — maður vonar samt að svo fari ekki”. Sýning ólafs stendur frá 19. janúar til 2. febrúar og sýnir hann vatnslitamyndir og oliumálverk. Samtals eru myndirnar um þrjá- tiu talsins, margar þeirra til sölu og allar málaðar á siðasta ári. „Ég teiknaði mikið og málaði liér áður, siðan snéri ég mér mjög að ritstörfum, en siðan tók ég til við penslana aftur”, sagði Ólafur. Listamaðurinn hefur dvalið lengi i Kaupmannahöfn, en er nú kominn heim. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis. —GG Kristinn Jónsson á Seljanesi Við hringdum í gær í Kristinn Jónsson á Af rækjustríðinu við Húnaflóa BLÖNDU ÓSING AR ÆTLA AÐ RÓA! Skagstrendingar ásakaðir um skemmdarstarfsemi i bátunum, en stóðu i ströngu við að bjarga þeim i fárviðrinu! Rækjustriðið á Blönduósi snýst nú ekþi lengur einvörðungu um það hvort þeim nyröra tekst að beygja sjávarútvegsráðherra til þess að heimila rækjuvinnslu á Blönduósi og gefa út rækjuveiði- leyfi til báta þaðan, heidur er nú hafinn nýr þáttur i deilum þessum. Er um að ræða ásakanir eigenda bátanna á hendur skag- strendingum um að hafa gert til- raunir til þess að eyðileggja bátana, en þeir iiggja i höfninni á Skagaströnd. Sturla Þórðarson, fréttaritari Þjóðviljans á Blönduósi, sagði blaðinu á fimmtudag, að eftir upplýsingum frá forstjóra rækju- vinnslunnar, færu rækjubátarnir þaðan á sjó liklega nú um helgina, þrátt fyrir bann sjávarútvegs- ráðuneytisins. Annar rækjubáturinn frá Blönduósi, Aðalbjörg, lekur eitt- hvað, og mun sá leki hafa komið á hana nú i óveðrinu, þar sem hún liggur i höfninni á Skagaströnd. Gæti svo farið að hún yrði að fara i slipp á Siglufirði. A þriðjudagskvöldið mun hafa borist kæra til sýslumannsins á Blönduósi vegna bruna, sem varð um borð i Aðalbjörgu. Sá sem kærði var eigandi bátsins, og hefur sýslumaður, Jón Isberg, eftir honum i Morgunblaðinu nýlega, að skemmdarverk hafi einnig verið unnið á vél bátsins. Þá munu skagstrendingar hafa tilkynnt, að þeir afgreiði ekki oliu til Blönduóssbátanna, þar eð sömu útgerðaraðilar og þá gera út nú, skuldi oliu á Skagaströnd frá þvi þeir voru með útgerð fyrir nokkrum árum. Þjóðviljinn hafði i gær tal af Kristni Jóhannssyni, hafnarveröi á Skagaströnd, og spurði hann um þessi mál. Sagði Kristinn að bruninn, sem um væri að ræða hefði orðið i dinu i bestikki bátsins: brunabletturinn væri svo sem 15x15 sm. Siðan sagði Kristinn: „Ég veit ekki betur en menn héðan hefðu verið að bjarga bátunum þeirra frá þvi að sökkva, og voru þeir við það i fleiri klukkutima meðan veðrið var sem verst. Þetta var bæði erfitt og hættulegt starf i þvi veöri sem hér var, en áhafnir bátanna komu þar hvergi nærri, þvi þær héldu sig heima hjá sér á Blönduósi. Settist svo mikil ising á bátana, að heita má vist að þeir hefðu sokkið ef skagstrendingar Framhald á 17. siðu. 1 rá höfninni á Skagaströnd Mikill reki á Ströndum Seljanesi/ sem nú er einn nyrsti bær i byggð i Strandasýslu. Við spurðum Kristinn, hvernig þeim i Árnes- hreppi hefði vegnað i stórviðrinu á dögunum og lét Kristinn vel yfir því. Taldi hann, að ekki hefðu orðið verulegir skaðar i hreppnum, en vissi þó til að járn hefði fokið af súrheys- tóttum og sums staðar höfðu rúður brotnað. Kristinn sagði, að ekki hefði verið neinn um- talsverður vöruskortur hjá i- búum Arneshrepps og væri kaupfélagið á Norðurfirði vel birgt af helstu nauðsynjavör- um. Flogið er reglulega að Gjögri tvisvar i viku, og sagði Kristinn að ekki hafi verið mikið um það i vetur að flug félli niður, nema þá meðan hvassviðrið var mest nú á dögunum. Flugiö að Gjögri er ibúum Arneshrepps mjög dýr- mætt, sem nærri má geta, þar sem ekki er að reikna með samgöngum á landi yfir vetr- artimann og skipaferðir strjálar. Kristinn á Seljanesi sagði, að snjór væri ekki mikill á jörð nú, mikið hefði fokið i rokinu á dögunum. A Seljanesi er um- sýslun með rekaviðnum og vinnsla úr honum helsta at- vinnugreinin, þvi að Kristinn hefur hvorki sauðfé né kýr, sem aðrir bændur. Kristinn sagði okkur, að i veðrinu um daginn, sem var af austan, norð-austan, hafi rek- ið alveg óvenjulega mikið, i mörg ár hafi ekki komið svona mikill reki á jafn skömmum tima. Þetta taldi Kristinn, að mætti fullyrða um miðsveitina i Arneshreppi, en enginn hefur komist til að kanna, hversu mikið hefur rekið i veðrinu i nyrsta hluta hreppsins, sem er i eyði nú. I stórviðrum gengur mikið af rekaviðnum svo hátt á land, að ekki þarf menn til að bjarga honum undan sjó, en Kristinn sagði, að siðustu daga hafi þeir feðgar á Selja- nesi fengist viö að bjarga und- an sjó nokkru af þeim reka á sinum fjörum, sem vænta mátti að sjórinn næði ella á ný. Og svo erum við að gera við bát, sagði Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.