Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA--ÞJ6ÐVILJ1NN Laugardagur 18. janúar 1975. MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. FYLGIFISKUR ÍHALDSSTJÓRNAR Eftir að núverandi rikisstjórn var mynduð uppgötvaði islenska ihaldið kreppuna. Efnahagsvandi auðvalds- heimsins var þá löngu orðinn öllum öðrum ljós, oliuhækkanir höfðu um misseraskeið háð efnahagsstarfsemi aiiðvaldsheimsins. Nú á siðustu dögum hefur kreppusöngur i- haldsins gerst háværari með hverjum deginum sem liður. Kreppan er ihaldinu af skaplega kærkomið tilef ni vegna þess að með hana að vopni er unnt að skerða kjör launafólksins og um leið að auka gróða auðstéttanna, með þvi að telja launafólki trú um það i krafti áróðursaðstöðu að kreppan sé enn alvarlegri en raunin er á. Nú er nauðsynlegt að launamenn og stjórnmálasamtök þeirra taki höndum saman um tillögur og aðgerðir til þess að hamla gegn aðsteðjandi vanda, bæði þeim erlenda, sem steðjar að, og þeim innlenda sem felst i sóun auðstéttanna og i rikis- stjórninni sjálfri,stefnu hennar og starfs- háttum. Þess hefur verið krafist hér i blaðinu að fram fari eigna- og skuldakönnun i þjóðfé- laginu. í framhaldi slikrar úttektar væri eðlilegast að byrja á þvi að fyrirskipa for- stjórum fyrirtækja og eigendum að spara í rekstri hverskonar, með þvi móti mætti spara ótalda miljarði króna. Þá væri eðli- legt að samhliða og i tengslum við slíka úttekt færi fram athugun á þvi hvernig unnt væri að bregðast við vandanum með aðgerðum í atvinnumálum, með þvi að efla þá atvinnustarfsemi sem fyrir er og íslenskan iðnað mjög verulega. Þeir sem hafa trú á islensku forræði is- lensku þjóðarinnar þurfa nú að sameinast um slikar aðgerðir, — fyrst þurfa þeir nátáúrlega að sameinast um að knýjaá um framkvæmd slikra aðgerða. Enda þótt nú sé starfandi hægri stjórn með mikinn þingmeirihluta er sá meiri- hluti ekki að sama skapi traustur. Vitað er að innan stjórnarflokkanna beggja og meðal þorra fylgismanna þeirra standa pau viðhorf traustum fótum að vandamál- in beri að leysa á þjóðlegum islenskum forsendum með hagsmuni launafólks, al- mennings að leiðarljósi. Þau viðhorf eiga semsé stuðningsmenn langt út fyrir raðir stjórnarandstöðuflokkanna. Og þess vegna er unnt að knýja á með árangri, jafnvel svo að stjórnin gefist upp. Verkalýðshreyfingin var skipulögð i öndverðu með það markmið að breyta þjóðfélaginu. Á siðustu áratugum hefur starfsemi verkalýðssamtakanna beinst að þessu marki, en þó telja margir að ekki hafi ætið verið fylgt þeim grundvallarlög- málum, sem eðlilegt er að verkalýðs- hreyfingin haldi i heiðri, — að áherslan á dægurmálin hafi verið alltof einhliða. Nú, hins vegar, stendur verkalýðshreyfingin frammi fyrir þvi sem knýjandi nauðsyn að skyggnast um við nýjar aðstæður, að taka til við að hafa bein áhrif á að breyta þjóð- félaginu sjálfu. Skynji verkalýðssamtökin og stjórnmálaöfl verkalýðsins ekki þessa meginstaðreynd er hætt við að stéttaró- vinurinn sæki á enn um stund — og þá er ekki einasta i hættu kaupmáttur launa, heldur einnig þjóðleg reisn islendinga. Það er nefnilega fylgifiskur ihaldsstjórn- ar að trúin á þjóðlegan styrk landsmanna þverr. Sú kreppa væri Islandi og islend- ingum jafnvel enn háskalegri en nokkur önnur kreppa. „_. Einkasafn gefið Landsbókasafni og Háskólanum af velunnara i Winnipeg Vestur-tslendingurinn Hólm- friður Pétursdóttir hefur sýnt hug sinn til háskóla tslands og Lands- bókasafnsins með stórhöfðingleg- um bókagjöfum og fjárframlög- um. Og nú gefur hún þessum stofnunum stórgjöf i þriðja sinn. Um þetta segir i fréttatilkynningu frá háskólanum og safninu: I Arbók Landsbókasafns 1945 var frá þvi skýrt, að frú Hólm- friður Pétursson, ekkja dr. Rögn valds Péturssonar I Winnipeg, hefði haustið 1945 sent Lands- bókasafni Islands að gjöf rúm- lega 80 bindi handrita og um 300 bindi prentaðra bóka, blaða og ritlinga. t sendingunni voru m.a. handrit Stephans G Stephans- sonar, og prentuðu bækurnar Bókasafni dr. Rögnvaldar hefur nú verið komið fyrir I Landsbókasafn- inu. voru að mestu islensk rit, gefin út vestan hafs, bar á meðal blöðin Heimskringla og Lögberg frá upphafi, ennfremur allmörg rit á ensku um tsland eða islensk efni. Má nærri geta, hver fengur safn- inu var að þessari miklu gjöf. t Arbók Háskóla tslands um há- skólaárið 1963-64 var birt skipu- lagsskrá fyrir Minningarsjóð dr. Rögnvalds Péturssonar til efl« ingar islenskum fræðum (nr. 79, 11. mai 1964). Stofnendur sjóðsins voru frú Hólmfriöur Pétursson og Margrét dóttir þeirra hjónanna, og stofnuðu þær hann á áttatiu og þriggja ára afmæli Rögnvalds Péturssonar 14. ágúst 1960. Sjóð- urinn skyldi vera eign Háskóla Is- lands, og hafa þegar margir efni- legir fræðimenn hlotið styrk úr honum. Höfuðstóll sjóösins var um siðustu áramót 2 miljónir og 782 þús. krónur. Frú Hólmfriður Pétursson lést i Winnipeg 10. mars 1971. Aöur en hún dó, hafði hun ákveðið i sam- ráði við börn sin að gefa bókasafn dr. Rógnvalds heitins til tslands, og samkvæmt ákvöröun eftirlif- andi barna þeirra hjóna, Mar- grétar, og Olafs, i nóvember 1971 skyldi safnið ganga til Lands- bökasafns íslands og Háskóla Is- lands sameiginlega til varðveislu i hinni nýju Þjóðarbókhlöðu, þeg- ar þar að kæmi. Þau Margrét og ólafur fengu listamann vestan hafs til aö gera bókmerki, er límt yrði I hverja bók. Safn dr. Rögnvalds Pétursson- ar hefur nú borist hingað til lands fyrir nokkru, og verður þaö varð- veitt fyrst um sinn I Landsbóka- safni. Safnið er alls um 1100 bindi bóka, nær öll innbundin og mörg i forkunnarvönduðu bandi. Rögn- valdur Pétursson var mikill bókamaður, í senn viðlesinn og . vellesinn, og ber bæði efni safns- ins og búningur þess honum fag- urt vitni. Utskorin mynd af dr. Rögnvaldi Péturssyni. Uppdrættir að út- saumi og vefnaði Islenskur heimilisiðnaður hefir gefið út að nýju gamla uppdrætti fyrir útsaum og vefnað og er þetta úrval úr gömlum mynstur- bókum, er Heimilisiðnaðarfélag tslands hefir áður gefið Ut. Að undanförnu hefir verið mjög litið um isl. uppdrætti eða mynsturbækur, en vaxandi áhugi er á islenskum fyrirmyndum og ætti þessi bók ab bæta eitthvað úr þeirri þörf. Uppdrættir þessir eru eftir gömlum sessum, söðuláklæðum og ábreiðum og eru þau tilvalin i allskonar veggteppi, sessur og annað. Bókin er til sölu i isl, heimilis- iðnaði, Laufásvegi 2 og Hafnar- stræti 3 og kostar kr. 495.00. Styrkur til háskóla- náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram I lönd um, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, 10 styrki til háskóla- náms I Sviþjóö háskólaárið 1975-76. Ekki er vitað fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja kemur I hlut islend- inga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhalds ííims viðháskóla. Styrkfjárhæðin er s. kr. 1.320.-á mánuði i niu mánuði en til greina kemur að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrk- timabil hefst. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu<3, Reykja- vlk, fyrir 12. febrúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. janúar 1975. Styrkur til háskóla- náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa fslendingi til há- skólanáms I Svfþjóð námsárið 1975-76. Styrkurinn miðast við átta mánaða dvöl og nemur styrkfiárhæðin s kr 1.320.- á mánuði. Umsóknir um styrk þennan skuiu sendar menntamála- ráðuneytinu.Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. mars n.k. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meðmælum. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. janúar 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.