Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 9
Djúkalæknar — hafa fundiöeigin aöferö til aö lækna beinbrot.
Týndi hlekkurinn
eru stórar likur fyrir þvl aö þess-
ar ályktanir veröi aö veruleika
alveg á næstunni og aö þá veröi
hægt að ganga lengra.
Frumskilyröi þess aö útlend-
ingur skilji hvað er I raun og veru
að gerast I þessu landi, er aö hann
geri sér grein fyrir þvi, aö hér er
allt I deiglunni, allt i stöðugri þró-
un, byltingin hefur ekki staðnað,
hún heldur stöðugt áfram, i leit aö
nýjum formum. Kvennaþing á
Kúbu er ekki kurteisissamkoma
þar sem geröar eru ályktanir sem
gleymast um leið og siðasti
kokteillinn er drukkinn. Kvenna-
þing á Kúbu hefur heila byltingu á
bak viö sig og vald til aö gera al-
vöru úr ályktunum sinum.
Viö setningu þingsins flutti
Vilma Espin, forseti FMC, langa
og fróölega skýrslu um starf sam-
takanna frá upphafi, en þau voru
stofnuð 23. ágúst 1960. Fyrir bylt-
ingu var staöa kvenna á Kúbu
svipuð þvi sem gerist I öllum van-
þróuöum rikjum: þær voru kúg-
aðasti og fáfróðasti hluti þjóöar-
innar. Af þeim tæplega 200.000
konum sem stunduöu vinnu utan
heimilis voru 70% vinnukonur.
Vændiskonur eru ekki taldar
meö, en líklega hafa þær verið
annar stærsti starfshópurinn.
Meðal fyrstu verkefna FMC var
einmitt endurhæfing vændis-
kvenna. Þær voru sendar i skóla
þar sem þær læröu lestur, skrift
og einhverja iön, einsog t.d.
saumaskap. í skýrslu sinni sagöi
Vilma Espin aö þessi endurhæf-
ing heföi tekist mjög vel. Þegar
stórborgararnir flúöu land eftir
byltingu skildu þeir eftir heilan
her af atvinnulausum vinnukon-
um. FMC tók aö sér aö þjálfa þær
til annarra starfa, og voru t.d.
margar þeirra sendar á fóstru-
skóla, þaö vantaöi starfskraft á
nýju barnaheimilin, sem risu upp
um allt land.
Fyrsta skrefið í átt til *
raunverulegs jafnréttis
Verkefni FMC hafa verið ótelj-
andi I þessi 14 ár. En flest hafa
þau á einn eöa annan hátt verið
tengd þvi sem mestu máli skiptir:
aö fá konur út af heimilunum, úti
atvinnulifiö, enda verður það aö
teljast fyrsta skrefiö I átt til raun-
verulegs jafnréttis. Til þess aö
konur á Kúbu geti almennt unniö
utan heimilis þarf að sigrast á
ýmsum vandamálum, sem sum
eru efnahagslegs og félagslegs
eölis, en önnur sálfræðileg. Þaö
þarf að byggja barnaheimili,
þjálfa fóstrur, bæta félagslega
þjónustu, og útrýma gömlum for-
dómum sem landlægir eru bæði
meöal karla og kvenna.
Þetta hefur ekki alltaf tekist
sem skyldi. T.d. sagöi Vilma Esp-
in aö af þeim ca. 100.000 konum,
sem hófu störf utan heimilis á ár-
inu 1969, hafi hvorki meira né
minna en 76% hætt eftir stuttan
tima. Astæðurnar eru margar, en
auövelt er að gera sér I hugarlund
hvað hefur gerst í flestum tilfell-
um: konan fer að vinna úti gegn
vilja eiginmannsins og ef til vill
án þess aö hafa mikinn áhuga
sjálf. Vinnudagurinn er tvöfald-
ur, þvi að yfirgnæfandi meirihluti
kúbanskra karlmanna telur þaö
óralangt fyrir neöan viröingu slna
að „hjálpa” konum slnum viö
húsverkin. Heimilisvélar eru enn
ekki mjög algengar á kúbönskum
heimilum, og innkaupin taka oft
langan tima vegna biöraða. Hafi
konan veriö svo heppin aö koma
börnunum á barnaheimili verður
hún sjálf aö fara með þau og
sækja þau, stundum langa leiö i
yfirfullum strætisvögnum. Og
kannski er starfiö sem hún tók aö
sér erfitt og vanþakklátt af þvi aö
hún haföi ekki þá menntun eöa
reynslu sem þarf til aö fá
skemmtilega vinnu. Sem betur
fer eru fæstar konur svo illa
haldnar fjárhagslega á Kúbu nú
til dags að þær neyöist til aö þræla
sér út á þennan hátt. Þessvegna
snúa þær aftur heim til eigin-
mannsins og grautarpottanna og
þykjast þar betur settar.
Tekur langan tíma
Þetta er sá veruleiki sem FMC
á viö aö striöa. Skapa þarf skil-
yröi til aö konur fáist út I atvinnu-
llfiö, en þessi skilyröi veröa ekki
sköpuð nema meö þátttöku
kvenna. Vitaskuld fer ástandiö
stöðugt batnandi: á 14 árum hafa
verið reist 645 barnaheimili sem
hýsa um 50.000 börn, en á næstu
fimm árum á að tryggja 100.000
börnum I viðbót vist á barna-
heimilum. Heimavistarskólar
spretta upp einsog gorkúlur um
eyjuna þvera og endilanga, t.d.
eru byggðir árlega 180 skólar fyr-
irunglingaá aldrinum 11—17 ára,
og tekur hver skóli 500 nemendur.
Með hverju árinu eykst hlutfall
kvenna I æöri skólum (50%
læknastúdenta og 23% verkfræði-
stúdenta eru konur). Aukin
menntun eykur viösýni, fordómar
hverfa og samskipti kynjanna
verða eölilegri. En þetta tekur
langan tima.
Einsog ég minntist á I upphafi
hélt Fidel Castro tveggja og hálfs
tlma ræðu viö þingslit. Þessi ræöa
var „impróviseruð” á staðnum,
enda þótt Fidel hafi upp á slökast-
ið flutt ræöur sinar af skrifuöum
blöðum. (Hann hefur viðurkennt
aö þannig komi hann I veg fyrir
endurtekningar og þurfi ekki aö
tala eins lengi).
Þaö er sannarlegp ekki á hverj-
um degi sem þjóöhöföingi heldur
ræöu um jafnréttismálin. Og
sumt af þvl sem Fidel sagöi hefur
ekki veriö betur sagt siðan Lenin
gamli var uppá sitt besta.
Ræðan hófst á sjálfsgagnrýni:
byltingin er skammt á veg komin
með aö tryggja kúbönskum kon-
um fullt jafnrétti. Konur eru
u.þ.b. fjórðungur allra vinnandi
manna á Kúbu, en af þeim sem
gegna ábyrgöarstöðum, þ.e.
stjórna öðrum, eru aðeins 15%
konur. Af meölimum kúbanska
kommúnistaflokksins eru 12,7%
konur. 5 konur eru i miðstjórn
flokksins, og ein kona er ráðherra
(Nora Frometa, ráðherra léttiðn-
aðar). Eitt sárgrætilegasta dæm-
ið um niðurlægingu kvenna voru
kosningar, sem fram fóru i héraö-
inu Matanzas sl. vor. Þar voru
kosnir fulltrúar I nýja valdastofn-
un, sem nefnist Alþýðuvald. Af
frambjóöendum til þessara kosn-
inga voru 7,6% konur, og af þeim
sem náöu kosningu: 3%.
Fidel sagöi aö stefna bæri að
þvi að konum fjölgaði i flokknum
og rikisstjórninni og yfirleitt I á-
byrgðarstööum i þjóöfélaginu.
Karlmenn þyrftu að sigrast á for-
dómum sinum og sætta sig viö
konur sem yfirboðara. (Og nú get
ég ekki stillt mig um aö skjóta
hér inn á milli sviga smásögu sem
kúbanskur blaðamaöur sagöi mér
um daginn: Þegar Valentina
geimfari kom I fyrsta sinn til
Kúbu fyrir nokkrum árum, var
hann ásamt fleiri blaðamönnum,
samferða henni I litilli flugvél
innanlands. Þegar flugmaðurinn
var að búa sig undir að lenda fór
Valentina til hans og_ bað hann
leyfa sér að taka viö stjórninni,
sem hann gerði. Blaöamaðurinn
kunningi minn sagðist hafa na-
fölnaö af hræðslu þegar hann sá
kvenmann viö stýriö, enda þótt
hann vissi fullvel að Valentina
hafði stjórnað geimfari og haföi
sennilega meiri reynslu I flugi en
nokkur kúbanskur flugmaður.)
Erfitt að sigrast
á fordómum
Fidel talaði einnig um þaö sem
veriö er að gera til að auövelda
konum aögang aö atvinnullfinu.
Hann sagði sögur af þvi hvernig
kúbanska byltingin heföi nú þeg-
ar sigrast á flestum þeim erfiö-
leikum sem verslunarbanniö
fræga hefur valdiö. T.d. sagöi
hann aö Kúba væri nú efst á lista I
Rómönsku Ameriku hvaö snerti
skólamál og heilbrigðismál, og aö
það væri aðeins byrjunin. Erfiö-
ara miklu væri aö sigrast á göml-
um fordómum, sem enn væru
alltof áberandi, bæöi meðal karla
og kvenna. Margir stjórnendur
fyrirtækja tækju karlmenn fram-
yfir konur þegar þeir réöu fólk I
störf, og það væri hlutverk
kommúnistaflokksins og fjölda-
samtaka einsog t.d. verkalýösfé-
laganna, aö koma I veg fyrir aö
slikt óréttlæti mætti viögangast.
Þaö væri alltof langt mál aö
rekja hér I smáatriöum efni þess-
ararlöngu ræöu, enda er þaö ekki
ætlun mln. Ég vildi aöeins vekja
athygli á þeirri gleöilegu staö-
reynd, að kúbanskir rábamenn
hafa vaknað til vitundar um mik-
ilvægi jafnréttisbaráttunnar. Ég
spái þvi að góðra tiðinda sé aö
vænta héöan á næstu árum.
t leit aö menningarlegum
uppruna slnum hafa æ fleiri
svartir bandarfkjamenn á und-
anförnum árum lagt leið sina til
Afriku I þeirri von aö finna
tengslin eöa týndu hlekkina
milli sin og forfeöranna frá þvi
fyrir þrælahald. En nú halda
tveir svartir menntamenn þvi
fram, að Afrlka sé ekki staður-
inn til aö leita á, heldur Ama-
zonsvæöiö I Suöur-Ameríku.
Þeir dr. Allen Counter liffræð-
ingur og David Evans mann-
fræöingur, báðir starfandi viö
Harvard háskóla og báðir svert-
ingjar, segjast hafa fundið
týnda hlekkinn i Amazon frum-
skóginum, þar sem ættflokkar
svartra þræla sem gerðu upp-
reisn, hafa lifað sjálfstætt og óá-
reittir af hvitum mönnum I
meira en þrjár aldir. Kynþátt-
urinn kallast djúkar.
Þótt lauslega hafi verið skrif-
að um djúka áöur af sagnfræð-
ingum vissu svertingjar I Norð-
ur-Ameriku vart um tilveru
þeirra fyrr en 1972. Það ár ferð-
uðust þeir Conter og Evans meö
bát um 250 milna leið inn I Suri-
nam (áður hollenska Guiana)
ásamt túlki og leiðsögumanni.
— Og alltieinu uppgötvuöum
við aö við höföum færst til baka
til 17. aldarinnar, sagði Counter
i frásögn sinni af ferðinni, — og
viö sáum hvernig svertingjar
eins og þeir sem flúðu af plant-
ekrunum I Suður-Karólinu
mundu hafa verib i raun og
veru.
Böröust fyrir
frelsi sinu
Djúkarnir eru afkomendur
vestur-afrikana, sem teknir
voru á þrælaskip á 17. öld og
siglt til Ameriku. Hluti flotans
var sendur til Suður-Ameriku til
að skaffa hollenskum plant-
ekrueigendum þrælavinnuafl,
en við löndunina komust svert-
ingjarnir undan og flýðu inn i
frumskóginn. Þar skiptust þeir
siðar i fimm meginættbálka,
sem drógu nöfn sin af ám og
fljótum i umhverfi sinu. 1 næst-
um heila öld reyndu hollending-
arnir árangurslaust aö ná
flóttamönnunum aftur. En aö
lokum, 1761, eftir blóöugan bar-
daga sem kostaði 1500 hvita her-
menn lifið, neyddust þeir til aö
leita eftir friðarsamningum viö
svertingjana — og sömdu.
— Hér er þvi um aö ræða
svarta þjóö, sem ekki aðeins
hafnaöi þrældómi, en sigraði
einnig i skæruhernaði, segja
þeir Evans og Counter og finnst
norður-ameriskir svertingjar
mega ihuga hvaö heföi gerst ef
þrælarnir i Bandarikjunum
hefðu flúiö, barist og sigraö.
Þótt djúkakarlmenn gangi I
lendaskýlum einum'Ýata og kon-
urnar berbrjósta telja Counter
og Evans langt frá þvi aö menn-
ing þeirra sé frumstæð. Bæöi
karlar og konur nota boga og
örvar við að veiöa vatnafisk,
„piranha”, sem þau ná upp meö
næsta óvenjulegri aðferð. Efni
úr ákveðinni plöntu er stráð á
vatnið og veldur öndunarerfiö-
leikum hjá fiskinum svo hann
kemur uppundir yfirboröiö.
Djúkalæknarnir hafa þróaö með
sér einstæða aðferð viö aö lækna
beinbrot og nota við það plöntu-
seyði sem viröist mýkja upp
beinin og auðvelda samsetningu
þeirra og græðslu.
Þeir félagar leggja áherslu á,
að djúkarnir viti, að þeir eru frá
Afriku. Þegar rikisstjórn Suri-
nams sendi hóp af „granmans”,
þe. ættarhöfðingjum djúka i
ferð til Vestur-Afriku 1971 urðu
þeir fljótlega varir við mikið af
venjum og siðum, sem skyldir
voru þeirra eigin. Td. skira
djúkarnir, einsog Ghana-búar,
börn sin eftir vikudeginum sem
þau fæðast á. Og alveg eins og
Ghanamenn velja djúkarnir eft-
irmenn ættarhöfðingjanna i
kvenlegg, þótt þeir séu karl-
kyns, þe. elsti sonur elstu systur
ættarhöfðingjans tekur við af
honum. Og þótt djúkarnir tali
mál, sem er blandað úr mörgum
tungum og mállýskum, kom i
ljós, að afriskir gestgjafar
ferðamannanna gátu oft skiliö
þá án túlka.
Stolt þjóð
Það sem þeir félagarnir að
norðan hrifust mest af hjá djúk-
unum var stolt þeirra. — Þetta
fólk hefur mótast af jákvæðum
hugsunarhætti og viöhorfi til
lifsins, án alls þrælsótta, sagöi
Counter, — það er mótað af
frelsi en ekki kúgun. Hjá djúk-
unum er svart litur hamingj-
unnar, en hvitt er sorgarlitur.
Þeir hafa reynt að forða sér eft-
ir mætti frá vestrænni menn-
ingu, en óttast enn, að hviti
maðurinn reyni að yfirbuga þá,
— ef ekki með vopnavaldi, þá
með tækni og auði. Djúkabörnin
eru vöruð við aö versla nokk-
urntima með gull þvi „gullið,
það gerir hvitu mennina brjál-
aða”.
Þótt aðeins fáir 25 þúsund
manna djúkaþjóðarinnar hafi
sest að i borgum Surinam, litur
út fyrir, að framtið þeirra i
skóginum sé takmörk sett.
Vestræn siðmenning i formi ál-
námufyrirtækja nálgast óðfluga
mörg djúkaþorpanna og mun
óhjákvæmilega hafa sin áhrif.
Counter og Evans fóru enn
eina ferðina á þessar slóðir sl.
sumar og vonast nú.til að geta
lokið rannsóknum sinum áður
en hvitum tekst aö breyta þorp-
unum og þjóðháttum djúka . —
Þetta er hluti af okkar sögu,
segja svörtu visindamennirnir.
Svartir bandaríkjamenn
leita uppruna síns