Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 16

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975. cyVIyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka 1 bók sinni, „Vor i verum”, lýsir Jón Rafnsson Borðeyrar- deilunni svokölluðu, vorið 1934, sem einni mestu félagslegu og stéttarlegu þroskaraun, sem leyst hafði verið til þess tima af islenskum verkalýð. bar var ekki barist um kaup og kjör þeirra sem mest stóðu i eldinum og Urslitum réðu, heldur um samnings- og þarmeð tilverurétt fámenns nýstofnaðs verkalýðs- félags. Aðeins full samstaða og baráttueining gat leitt til sigurs. A Borðeyri hafði verið stofnað Verkalýðs- og smábændafélae hrútfirðinga, en atvinnurekand- inn á staðnum, kaupfélagið eða stjórn þess þumbaðist við að semja, léði aö visu loks máls á að greiða taxta félagsins, en féllst ekki á forgangsrétt félagsmanna til vinnu. Tilgangurinn var greinilega að brjóta félagið niður, sniðganga félagsmenn og neyða þannig smámsaman til upp- gjafar. 7. mai er es. Lagarfoss þannig afgreiddur á Boröeyri með verk- fallsbrjótum i banni verkalýðs- félagsins. Félagið skýtur máli sinu til Verkalýðssambands Norðurlands, sem lýsir skipið i nætur, er þar fyrir lögregla með aðstoðarliði sinu, og er það greinilega miklu fjölmennara en okkar lið. Andstæðingurinn hefur þama á að skipa hálfu öðru hundraði manna, að okkur telst. barna eru ýmsir með hvita borða, sem eiga að tákna það, að viðkomandi sé hér mættur sem aðstoðarlögreglumaður. Við nálgumst að norðan og höfum vörugeymsluhús á hægri hönd en sjóinn á vinstri hönd. Á vegi okkar verður allhátt götu- virki, sem liggur yfir þveran gangveginn, frá dyrum vöru- geymsluhússins, norðan megin, og út á bryggjubrún að sjó. Vigið er gert af oliutunnum og tjöru- köggum. Svipuð mannvirki hafa og verið hlaðin upp yfir leiðina niður á bryggjuna að sunnan og vestanverðu. Málstaðurinn skýrður Við þykjumst sjá, að i svip skortir okkur mannafla til að ráöast á hinn háa garð og þaðan af sfður höfum við lið til að sækja samtlmis á tvo garða. En við BORÐEYRARDEILAN afgreiðslubann i umdæmi sinu, þar sem Borðeyrarfélagið hafi náö fram rétti sfnum. Einnig voru geröar ráðstafanir til að Alþjóða- samband sjómanna og hafnar- verkamanna (ISH) legði afgreiðslubann á Lagarfoss erlendis ef með þyrfti. Naumur timi var til undir- búnings. A Siglufiröi var ekki reynt að brjóta bann verka- mannafélagsins, enda það tilbúið að hindra afgreiðslu. Siðdegis 10. mai lagðist Lagarfoss siðan að Torfunefsbryggju á Akureyri og var þá ekki timi til að ná til fólks með almennum fundi, en reynt að safna liöi fyrir morgundaginn ef á þyrfti að halda. Jón Rafnsson hafði tekið sér far með skipinu frá Siglufirði og var með liði verka- manna i Verkalýðshúsinu. Hann segir svo frá: „Ekki er liðið mikið nætur aðfaranóttþess 11. mai, þegar viö fáum lausafréttir af einhverjum viðbúnaöi andstæðinganna. Siðar um nóttina komast vaktmenn okkar örugglega aö þvi, að veriö er að safna liði I vörugeymsluhús Eimskipafélagsins við Torfu- nefsbryggju og búast eitthvað um á bryggjunni. Er nú farið aö hugsa tilútgöngu. úr Verkalýðshúsinu, en staldrað eitthvaö við þvi lið okkar þykir helzt til fámennt enn. Og þegar viö, milli 40-50 manns, komum á vettvang á fimmta tlmanum sið- notum timann, einn okkar i senn, til að ganga upp á varnargarðinn, sem að var komið, og viröa fyrir okkur óvinaliðið. bar kennir margra grasa. barna eru alþekktir ,,Heil-Hitler”-drengir og fastir málaliðar atvinnurek- enda I vinnudeilum. En þarna eru lfka ýmsir menn áður ókunnir að illu. Hér eru og komnir nokkrir sveitamenn úr nágrenninu. Við reynum að nota varnargarð andstæðinganna fyrir ræðustól og skýra tildrög deilunnar fyrir þeim, sem hingað eru komnir i þeirri trú, að þeir séu að sinna göfugu starfi, en snúum einnig máli okkar til verkamanna, sem komnir eru á vettvang vinnubúnir og reynum að leggja það niður fyrir þeim, hversu vansæmandi það sé fyrir heiðarlega verka- menn að vinna undir hvitliða- vernd, til þess eins aö setja fótinn fyrir lifskröfur fátækra stéttar- bræöra vestur á Borðeyri, sem eiga nú i harðræðum viö að fá viðurkenndan rétt sinn til að starfrækja eigið stéttarfélag. Bæjarfógetinn er þarna staddur. Hann litur vist svo á, að mannvirkið noröan dyra skipaaf- greiðslunnar hafi ekki verið reist til ræðuhalda fyrir kommúnista og aðra verkfallsboðendur og kallar nokkrum sinnum: „betta gengur ekki, takið manninn.” En aðrir sunnangarðsmenn segja: „Lofum manninum að tala. Hér er málfrelsi. Látum hann vera I friði, á meðan hann gerir ekkert af sér” o.s.frv. Nokkrir kalla fram i og gera fyrirspurnir, til að setja út af laginu þann sem talar á tunnu- bingnum. Einn hrópar: „Við erum engir hvitliðar. Við erum hingað komnir fyrir verkamenn, sem vilja fá að vinna I friði.” bessum er þá bent á, að til þessarar vinnu sé ekki stofnað til aö tryggja atvinnulausum verka- lýð Akureyrar frið starfs og efna- hagsöryggis, heldur til að brjóta á bak aftur stéttarsamtök verka- manna vestur á Borðeyri og niöa niður rétt verkafólks almennt á Norðurlandi til að starfrækja sitt löglega f jórðungssamband. Jafnframt er það dregið I efa, að verkamennirnir, sem nú séu að fara um borð til að vinna i banni stéttarsamtaka sinna, hafi óskað lögregluverndar eða væru nú hér staddir vinnuklæddir, ef þeir teldu sig með öllu frjálsa gerða sinna.” Eftir mikið þref er fulltrúa verkfallsboðenda loks leyft aö fara um borð til að tala við verka- mennina þar og lofað griðum þar til hann hafi lokið erindinu. baö kemur i hlut Jóns Rafnssonar að fara og hann fær ma. fram hjá verkamönnum i lestinni að lögregla og hvitliðar eru ekki komnir að þeirra ósk og^ að þeir telja ekkert mæla gegn þvi að láta vinnuna biða um stund til að stuðla að þvi aö stéttarbræðurnir á Borðeyri fái samningsrétt. Handtökur En vinna var hafin I skipinu og eitthvað I húsi. Enn höfðu verk- fallsboðendur ekki helming liðs við andstæðinginn, þótt nokkuð hefði bæst i hópinn, — en „á verkfallsbrot má ekki horfa með hendur að sfðum,” skrifar Jón: „bað er byrjaö að rjúfa tunnu- virki hvitliðanna. Einhverjar sviptingar byrja strax um leið og skörð myndast i varnargaröinn, sem er brátt jafnaður við jörðu. Og nú fljóta oliutunnur og kaggar á sjónum i grennd við bryggjuna eins og hráviði. bað er nú farið að siga I suma — 1 báðum liöum eru, eins og vænta má, ýmsir sprækir náungar. Ég sé enn fyrir mér vangasvip Stefáns Magnússonar, er hann hefur þrifiö til eins meö hvitan borða og stungið piltinum I handarkrikann, — sé hann beygja sig fram yfir bryggjubrúnina með böggulinn og hrópa hásum rómi: „Sérðu hafið, maður.” barna i liöi okkar eru einnig Jón Arnason, Ólafur Eiri&sson, Erlingur Kristjánsson, Karl Magnússon o.fl. sem ganga nú fram eins og vikingar og skeyta ekki um liðs- mun. Konur standa þarna ekki að baki karlmönnum. Og verður mér sjaldan hugsað til þessa atburðar svo, að ekki sjái ég fyrir hug- skotsaugum minum formann Verkakvennafélagsins Einingar, Elisabetu Eiriksdóttur, og mætti þó fleiri konur nefna I sambandi við þessi átök. Markmið okkar er að brjótast áfram spölkorn suður fyrir dyr vörugeymsluhúss Eimskipa- félags-afgreiðslunnar til að loka þeim og um leið ganginum milli skips og húss. Andstæðingarnir, sem sjá hvað fyrir okkur vakir, voru staðráðnir i að reyna að koma I veg fyrir þetta áform okkar, og þeim tekst það.” Sfðan segir frá því er Jón og fleiri eru handteknir og stungið i svartholið. En handtökurnar mælast illa fyrir og um kvöldið er þeim félögum sleppt. bá er samankominn I Verkalýðshúsinu fjöldi manna, sem ekki hafði náðst til kvöldið áður og harmar margur að hafa ekki veriö á bryggjunni um daginn Húsiö troöfyllist og ákveðið er að rétta viöfylkinguna oghefja gagnsókn. Torfunefsbryggju haldið Daginn eftir kom Dettifoss til Akureyrar og haföi ekki fengiö afgreiöslu á Siglufiröi, þarsem VSN hafði nú svarað atburðunum við Lagarfoss með að setja afgreiöslubann á öll skip Eim-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.