Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. janúar 197S
Áby rgöa r-
tilfinning
Þegar vindurinn gnauöar á
glugga, þegar rafmagnið loks
þrýtur, þegar sótsvart aftur-
haldið hreiðrar makindalega
um sig í valdastólum, þegar
landsfeðurnir reyna ófreski-
mátt sinn, særa og magna
hroðalegar forynjur kreppunn-
ar til þess að senda á verkalýðs-
forystuna og hræða launþega,
þegar tveir dagfarsprúðir Nató-
sinnar og trúboðar Varðbergs
koma i útvarp til þess að útlista
fyrir alþjóð innlimun tslands i
Nató, þá skynjar maður betur
en nokkra gaddhörku, að tiðin
er vond.
Kreppan virðist ætla að verða
þjóðarforystunni kærkominn
förunautur. Kreppa! er upphaf
og endir á öllum ræðum for-
sætisráðherra um þessar mund-
ir. Það er engu likara en rikis-
stjórnin hafi selt kreppuókind-
inni sái sina og hyggist nú fórna
kjörum almennings henni til
vegsemdar og dýrðar.
Harðsvirað kirkjuvald og
trúarskelfing hafa jafnan dugað
valdhöfum vel, þegar þeir
þurftu að skerða lífskjör al-
mennings. — Þar sem fólk trúir
ekki lengur almennt á andskot-
ann i eigin persónu, þá er nú
teflt fram skilgetnu afkvæmi
hans, kreppudraugnum, sem er
sprottinn upp samkvæmt hag-
fræðiformúlum hins frjálsa
vestræna efnahagskerfis.
Krepputalið er visbending um
að kalkað hagkerfi Vesturlanda
sé nú loksins að fá kransæða-
stifluna, löngu ofmett af þvi að
arðræna þriðja heiminn. Þegar
sjúklingurinn uppgötvar mein
sitt er fróðlegt að fylgjast með
þvi, hvernig hann ætlar að
lækna sig. Þessi girugi nautna-
belgur á eftir að taka skritna
kúra á næstunni.
Sist af öllu mun hann mildast
við hrörnunina, þvert á móti
verður hann hálfunaumari á
góðsemi en fyrr og berst með
klóm og kjafti fyrir illa fengnum
hagsmunum um allan heim, ver
réttindi sin af meira miskunn-
arleysi en áður, skeytir engu
hungurdauða og eymd, sem
hann skilur hvarvetna eftir sig.
Hann hótar striði þeim sem ætla
að fara að vera með uppsteyt.
Friðardúfa Vesturheims, sjálf-
ur Kissinger, kvakar ekki ljúf-
lingsljóðin eintóm þessa dag-
ana. Þessi sáttfúsi fugl og frið-
flytjandi er heldur en ekki far-
inn að sýna klærnar. Og arabinn
stendur með oliuauðinn sinn úti
i eyðimörkinni og hlustar ótta-
sleginn á þetta ófriðlega kurr i
dúfunni. Hann veit að Vestur-
heimsspekin mun aldrei fyrir-
gefa honum að hann skyldi ekki
halda áfram að vera aumingi,
fyrirlitinn, útskúfaður, beygj-
andi sig i átt til Mekka bljúgum
huga, auðsýnandi kúgurum sin-
um undirgefni og lotningu.
En kreppuráðstafanirnar
beinast ekki barasta útávið
heldur einnig innávið. Aðferð-
imar eru svipaðar. Það er fróð-
legt að fylgjast með þvi, hvernig
kreppuáróður islenska ihaldsins
siast inn i vitund fólks. Það er
farið að biða eftir hækkununum
með álika spenningi og börn eft-
ir jólagjöfum: Simagjöld hlutu
að hækka um helming, það var
aðeins eðlileg og sjálfsögð ,,lag-
færing”, hitaveitan var auðvit-
að hlægilega ódýr, hefði átt að
vera löngu búið að hækka hana.
Þá hækkaði kaffið ekki vonum
seinna. Hvað ætli hækki næst?
Þetta heitir að axla sinar
byrðar. Það gera þeir báðir með
sóma Ólafur forstjóri og Ólafur i
pakkhúsinu. Þeim hefur báðum
verið innrætt ábyrgðartilfinn-
ing, sem þýðir að nú má Ólafur
forstjóri ekki borga Ólafi i
pakkhúsinu hærra kaup, þó að
allt annað hækki, lika heildsölu-
álagningin.
Þegar hið hraðskeytta lið viðskiptakapphlaupsins hefur háð frjálsri samkeppni um sóun gjaldeyris
forðans, kemur það til verkalýðsforystunnar og segir: Strákar! eigum við nú ekki bara að semja um
jafntefli?
Aftur á móti eru þeir báöir,
Ólafur og Ólafur, einlægir aðdá-
endur frjálsrar samkeppni.
Þannig hefur Ólafur forstjóri
keppt við aðra forstjóra um inn-
flutning á frystikistum, bilum
og aðskiljanlegum sjálfvirkum
og hraðvirkum heimilistækjum,
hreinlætistækjum, flisum og
flottheitum, til þess að létta á
gjaldeyrisbirgðunum, sem
safnast fyrir hjá þjóðinni. Ólaf-
ur i pakkhúsinu hefur keppst við
að vinna yfirvinnu og nætur-
vinnu og aukavinnu og eftir-
vinnu, til þess að kaupa bilana
og heimilistækin og flísaleggja
baðið sitt. Þannig hagnast þeir
hvor á öðrum og hjálpast að við
sköpun verðmæta. Þeir eru lika
innilega sammála um nauðsyn-
legar ráðstafanir hins opinbera
i efnahagsmálum. Og þeir taka
báðir virkan þátt i verkalýðs-
málaráðstefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
Þeir eru þar algjörlega á einu
máli um að nú megi lifskjör
ólafs i pakkhúsinu alls ekki
batna, það væri þjóðhagslega ó-
hagkvæmt, slikur lúxus til
handa Ólafi pakkhúsmanni
myndi leiða til gagnverkandi
vixlverkana á viðskiptasviðinu
og vinnumarkaðinum og stofna
þjóðarbúinu i háska. Slikt væri
auðvitað algjört ábyrðarleysi af
hálfu Ólafs.
Nú fer samkeppni harðnandi
á vinnumarkaðnum. Innflutn-
ingur Ólafs forstjóra hefur
hækkað gifurlega i verði (álagn
ingin hækkar auðvitað lika á-
tómatiskt). Bilar biða þúsund-
um saman á hafnarbakkanum,
óseldir, óseljanlegir. Sam-
keppnin á viöskiptasviðinu fer
lika harðnandi. Þessar miklu
bilabirgðir verða auðvitað
baggi á Ólafi forstjóa. Það gæti
farið svo, að hann yrði að draga
saman seglin, jafnvel segja
Ólafi pakkhúsmanni upp störf-
um. En sllkt er auðvitað þjóð-
hagslega óhagkvæmt. Þess
vegna verður hið opinbera auð-
vitað að hlaupa undir bagga
með Ólafi forstjóra.
Ólafur forstjóri er maður sem
spennir bogann hátt... Hann er
búinn að flytja svo mikið inn af
þvi sem ekki gengur út að það
yrði þjóðhagslega óhagkvæmt
að gera hann upp. Þess vegna
verður að halda Ólafi á floti, það
er að segja meðan hann nennir
að standa i þvi sjálfur. En ólaf-
ur forstjóri er maður sem vill
ekki vera upp á aðra kominn,
sannur aðdáandi einkafram-
taksins, og telur þessvegna
heppilegra þegar fram I sækir
að láta gera sig upp, til þess að
geta byrjað aftur á klin levvel.
En um leiö og Ólafur forstjóri
lætur gera sig upp, er óhjá-
kvæmilegt að gengið verði að
Ólafi pakkhúsmanni og hann
krafinn greiðslu fyrir skuldir
sinar við þrotabú Ólafs for-
stjóra. Með þvi að Ólafur pakk-
húsmaður missir þá um leið
vinnuna verður hann að láta
bjóða upp hjá sér fyrir skuldum,
allt sem hann má án vera, og
meira til, bilar og hús, eru ekki
útgengilegir hlutir i dag. Þannig
biða þeir sameiginlegt skipbrot,
nafnarnir. (Eiginkona Ólafs
forstjóra hefur auðvitað sitt á
hreinu sem fyrr). Ólafur for-
stjóri er hinsvegar liklegur til
þess að ráða ólaf pakkhúsmann
til sin aftur, þegar hann startar
næsta fyrirtæki.
Þegar Glistrúpar þessa lands
hafa barist svo hart i frjálsri
samkeppni að öllum gjaldeyris-
sjóðum þjóðarinnar er útausið
og öll pakkhús eru orðin full af
óútgengilegum verðmætum,
bflum og öðru fánýtu blikki,
þegar restinni af gjaldeyristekj-
um okkar hefur sakir fyrir-
hyggju einstaklingsfrelsisins
verið komið inn á kontó i Sviss,
þá tekur landsfaðirinn verka-
lýðsforystuna á hné sér og segir:
Jæja strákarnir,nú er komið að
þvi að þið berið ábyrgðina. Ég
er ansi hræddur um að við get-
um ekki tjúttað meira að sinni.
Nú verðum við að hjálpast að
við að rétta búskapinn við.
Og verkalýðsleiðtogarnir taka
að sjálfsögðu ábyrga afstöðu.
Tötralegi betlarinn stóð við dyr
gömlu góðu konunnar, með
hattinn i hendinni, og spurði:
— Frúin getur vist ekki séð af
einni sneið af lagköku handa
mér?
— Jú, en góði maður hafið þér
ekki meiri þörf fyrir ærlegan
matarpakka?
— Jú, en ég á sko afmæli I
dag....
— Þjónn,það er fluga i súpunni
minni!
— Þetta er ekki fluga. Þetta er
rúsina.
— Jæja, skitt með það. Rúsinan
er flogin!
— Kæri herra. Viljið þér gefa
fimm hundruð krónur i útför fá-
tæks saxofónleikara?
— Hvort ég vil! Þú færð tvö
þúsund kall ef þú grefur tvo!
— Af hverju slitnaði upp úr á
milli þin og þessa rika náunga,
sem þú varst með?
— Iss, skemmtisnekkjan hans
var ekki nærri eins stór og hann
hafði sagt — og svo þurfti ég alltaf
að róa....
Öruggum hreinsitækjum komið
Óli trillaði himinlifandi inn um
dyrnar hjá forstjóranum:
— Góðan daginn, allir saman!
Ég eignaðist þribura i nótt!
— Til hamingju. En hvað áttu
við með „allir saman”. Ég er
bara einn hérna.
— Nú, hvur fjandinn, tautaði
Óli, — Ég verð vist að fara heim
og kikja á þessa þribura aftur!
Jónsi ætlaði i bió með hinni lifs-
glöðu Karen. En Jónsi var
alvörumaður af gamla skólan-
um:
— Karen, viltu sitja mér á
hægri hönd?
— Já, ef þú tekur af þér hring-
inn!
Maður, sem stamaði skelfilega,
fór til talkennara. Eftir tiu erfiðar
vikur hafði hann náð svo langt að
geta án erfiðleika sagt: — Rós-
rauður riddari reið inn I Róma-
borg, rændi og ruplaði rúsinum og
rófum.
Einn af vinum hans óskaði
honum hjartanlega til hamingju
með árangurinn, en veslings
maðurinn svaraði:
— þe-þetta er nú go-ott og ble-
blessað. En þ-það er b-b-bara svo
erfitt að ko-koma þe-þessari set-
setriingu við I ve-venjulegu sa-
samtali!