Þjóðviljinn - 19.01.1975, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Qupperneq 24
Fyrst er lotið lágt. •svo teygir sig hver sem betur getur. DJOÐVIUINN Sunnudagur 19. janúar 1975. LEIKRÆN TJÁNING tengd myndlistarkennslu á námskeiðum sem Sigríður Björnsdóttir gengst fyrir Sigriður Björnsdóttir fylgist með listsköpun nemenda sinna. Hér leiöbeinir Borghildur öskarsdottir ungum og upprennandi myndlistarmönnum. Við höfðum spurnir af því að Sigríður Björns- dóttir myndlistarkennari beitti nokkuð nýstár- legum aðferðum við starf sitt og hefði reyndar efnf til námskeiða fyrir börn þar sem hún fléttar inn í myndlistarkennsluna það sem á islensku hefur hlotið heitið leikræn tjáning. — Jú, það er rétt, sagði Sig- riður er við náðum tali af henni. — Ég hélt námskeið fyrir jól fyrir börn á aldrinum 4-11 ára, þar sem tímarnir hófust á leikj- um og æfingum sem hafa það markmið að opna þau og gera þau frjálsari við myndlistina. Að opna börnin — Ég fékk fyrst áhuga fyrir þessu þegar Ten Gee Sigurðs- son rak Látbragðsskólann fyrir börn hér á landi fyrir nokkrum árum. Þetta var alger nýjung hér á landi og ég sendi börnin min til hennar. Var ég mjög ánægð með útkomuna og fannst þau hafa mjög gott af þessu. En þessi skóli Iognaðist út af fyrir 2- 3 árum eins og oft vili gerast með nýjungar. — Fyrir nokkrum árum sótti ég svo námskeið i notkun leikrænnar tjáningar við kennslu sem haldið var á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavikur og ætlað starfandi kennurum. Upp úr þvi stofnuðu nokkrir áhugasamir kennarar með sér félagsskap um þetta, en hann hefur raunar ekki enn hlotiö neitt nafn. Við höfum mikinn áhuga á að þetta komist inn i sem flesta skóla og verði tekið upp á námsskrá. — 1 hverju felst þessi kennsla? — Börnin eru látin stunda æfingar og leiki sem hafa það aö markmiði að opna þau og gera þau frjálsari, hjálpa þeim að uppgötva eigin möguleika og getu og notfæra sér hana. Einnig læra þau að skynja eigið ástand, t.d. læt ég þau hafa tuskudúkku sem er i fyrstu úttroðin af sagi og stif, siðan sprettum við upp saum á henni þannig að sagið lekur út og dúkkan verður öll slappari. bannig læra þau að skynja muninn á slökun og spennu. A námskeiðinu læt ég þau fyrst fara i slfka leiki svona 20 minútur hverju sinni, en siðan snúa þau sér að myndlistinni, móta leir, teikna, mála og fást við ýmiss konar efnivið. Ég hef notað þetta mikið við kennslu á barnaspitala Hringsins.og hefur þaö gefið góða raun. Þaö er iika farið að tengja leikræna tjáningu við myndlist mjög viða um heim.enda er þetta náskylt. Á móti aldursflokkun — Þú ætlar að halda námskeiðunum áfram, er ekki svo? — Jú, það eru að hefjast ný námskeið hjá mér núna. Ég hef tvo hópa með tiu börnum hvorn sem eru hjá mér tvo tima tvisvar i viku. TIu börn eru algert hámark i einum hóp að minu viti, það verður að fylgjast mun betur með hverjum einstakling þegar þessi háttur er hafður. Eins og ég sagði áðan eru börnin á aldrinum 4-11 ára og er það með ráðum gert. Ég er á móti þvi að flokka börn niður eftir aldri eins og svo mjög tiðkast. Ef börn á misjöfnum aldri eru saman læra þau yngri af þeim eldri og þau eldri læra að virða þau yngri og skilja þau. bað má svo ekki gleyma að geta þess að þær Jóhanna Reykdal og Borghildur óskarsdóttir myndlistarkennarar hafa að- stoðað mig mikið við kennsluna, sagði Sigriður Björnsdóttir að lokum. __t>H

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.