Þjóðviljinn - 02.02.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975.
Umsjón: Vilborg Haröardóttir
Eintómir karlar endurskoðuðu fóstureyðingafrumvarpið
Konur
sviptar
Þá er komin fram og
farið að ræða á þingi end-
urskoðun endurskoðunar á
fóstureyðingalöggjöf inni.
Einsog við var að búast af
afturhaldssamri ríkis-
stjórn voru settir í nýju
endurskoðuni na þrír
KARLAR, engin kona.
Enginn þessara karla
hafði kynnt sér sérstak-
lega né komið nálægt slíku
málefni áður, svo vitað sé,
— nema þá til að geta börn.
Enginn þeirra hefur þá
sérmenntun, sem helst
skiptir máli í þessu sam-
bandi, læknis- eða félags
f ræðimenntun. Og um-
fram allt hefur enginn
nefndarmanna líkamlegar
forsendur til að setja sig í
spor konu.
sjálfsforræöi
sem átti að veita þeim samkvæmt fyrra frumvarpi
Meginbreyting frumvarpsins i
meðferð þremenninganna Ellerts
Schram og Halldór Asgrimssonar
alþingismanna og Ingimars Sig-
urðssonar fulltrúa er að svipta
konur þvi sjálfsforræði um barn-
eignir, sem gert var ráð fyrir i
fyrra frumvarpinu. I eldri gerð-
inni er gert ráð fyrir, að ákvörð-
unarvald um fóstureyðingu liggi
hjá konunni sjálfri fram að 12.
viku meðgöngu, ef engar læknis-
fræðilegar ástæður mæla gegn
aðgerð, og að því tilskildu að kon-
an hafi verið frædd um áhættu
samfara aðgerð og um hvaða fé-
lagsleg aðstoð henni stendur til
boða ef hún gengur með barn og
fæðir það.
í stað þessa ákvæðis eru nú
komnar nokkrar félagslegar
ástæður með mjög almennu orða-
lagi og hætt við, að þær verði
túlkunaratriði viðkomandi lækna.
Engu skal spáð um, hvernig
slik löggjöf kæmi út i framkvæmd
— það fer einsog áður er sagt eftir
viðkomandi læknum — en það er
vægast sagt raunalegt, að dóin-
greind og ábyrgðartilfinningu
kvenna skuli vantreyst á þennan
hátt. t greinargerð nefndar, sem
vann eldra frumvarpið kemur
fram, að hún litur á fóstureyðingu
sem neyðarúrræði og áreiðanlegt
er, að kona sem æskir slikrar að-
gerðar gerir það af neyð. Hitt
kann svo að vera persónulegt
matsatriði hvað er neyð. Það sem
einum er óbærilegt kann að vera
þolanlegt öðrum, en alltaf hlýtur
þetta að verða mat, sem hver og
einn verður að gera upp við sig
sjálfur og enginn annar getur
dæmt um — hversu sérmenntaður
sem hann er.
Sjúkrahús fá
neitunarvald
Aðrar breytingar frumvarpsins
kunna i fljótu bragði að virðast
Framsöguræðurnar verða birtar
Einsog fram hefur komið í
fréttum var ráðstefna um kjör
láglaunakvenna, sem nokkur
verklýðsfélög stóðu fyrir ásamt
rauösokkum, mjög vei heppnuð
ORÐ
og þar rfkjandi einhugur og ein-
lægni.
Alit ráðstefnunnar og ályktanir
hafa þegar birst í Þjóðviljanum,
en bent skai á, aö eftir helgina
koma i blaðinu allar framsögu-
ræðurnar, sem konurnar hafa
góðfúslega gefið leyfi til að birta.
Hér eru svipmyndir frá ráð-
stefnunni. A þeirri efri sjást frá
vinstri Hildur Hákonardóttir
fundarritari, Vilborg Dagbjarts-
dóttir fundarstjóri og Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir að flytja fram-
söguræöu sina. (Ljósm. GSt.)
sakleysislegar, en skipta þó tals-
verðu máli þegar betur er að
gætt. Þannig er nú komið inn, að
sjúkrahús getur að þvi er virðist
haft neitunarvald i fóstureyðing-
amáli og má þá ekki heldur fram-
kvæma aðgerðina á öðru sjúkra-
húsi nema leyfi sérstakrar nefnd-
ar komi til. Augljóst er, hve mik-
inn tima slíkt hringl getur kostað,
en eigi á annað borð að fram-
kvæma fóstureyðingu skiptir
miklu máli, að það sé gert sem
fyrst, — og má raunar alls ekki
eftir 12. viku samkvæmt laga-
frumvarpinu, nema til koini mjög
þungvægar læknisfræðilegar
ástæður.
Þegar um félagslegar ástæður
eingöngu er að ræða er gert ráð
fyrir að með umsókn fylgi skrif-
ieg, rökstudd greinargerð læknis
og félagsráðgjafa. Félagsráð-
gjafar eru hinsvegar ekki starf-
andi I öðrum heislugæsluumdæm-
um nú en i Reykjavfk og á Akur-
eyri og verður það þá enn eitt
túlkunaratriðið hvort annarsstað-
ar megi nægja greinargerð
tveggja lækna einsog þegar um
læknisfræðilegar ástæður er að
ræða.
ófrjósemisaðgerðir gera bæði
yngri og eldri gerð frumvarpsins
ráð fyrir að fólk geti fengið fram-
kvæmdar að eigin ósk, en þar sem
eldri gerðin miðaði við giftingar-
aldurinn 18 ára miðar sú nýrri við
25 ára aldur i þessum tilfellum.
Or höndum kennara
Mjög varhugaverð breyting á
frumvarpinu er I kaflanuin um
ráðgjöf og fræðslu, svo saminála
sem allir eru nú samt um nauösyn
þeirra hluta. Þar stendur enn
greinin um að veitt verði fræðsla
um kynlif og siðfræði kynlifsins á
skyldunámsstigi i skólum lands-
ins, en bætt er við, að skólayfir-
læknir skuli sjá um framkvæmd
og uppbyggingu fræðsiustarfs
skv. þessari grein.
Nú má sWlayfirlæknir ekki
taka-,-þ.að ,semK-persónulegt van-
íta^é talið
' ^ ;;þessi
Eiginkonur
húsasmíðameistara
Munið fundinn í Skipholti 70 í kvöld kl. 8.30.
Kynningarklúbburinn Björk.
Hver fær meðlagið?
G.H. var fráskilin og hafði
um árbil búið ein með börnum
sinum áður en hún giftist aftur
fyrir uþb. ári. Að sjálfsögðu
hafði hún fengið meölag meö
börnunum gegnum
Tryggingastofnunina. Og
einsog vera ber taliö meölagið
fram til skatts. En viti menn.
Þegar launaseðlarnir tóku að
berast i janúar þess árs kom
frá Tryggingastofnuninni miði
um meðlagstekjur, ekki til
hennar, heldur núverandi
eiginmanns. Þetta töldust þá
allt I einu hans tekjur.
Hvaða sameiginlegu
hagsmunir ?
Enn eitt eiginkvennafélagiö,
skrifar E.G.og undrast hvaða
sameiginlegu hagsinunir geti
legið þarna að baki burtséö
frá hinu, hve ákveðið er
reiknað með að ekki komi til
mála, að konur geti verið
húsasmiðameistarar.
Hvenær megum við eiga von
á eiginmannafélagi flug-
freyja, hjúkrunarkvenna eða
starfsstúlkna úr Sókn, svo
eitthvað sé nefnt af enn dæmi-
gerðum kvennastörfum (þótt
þegar séu starfandi bæði
örfáir^ flugþjónar og
hjúkrunarmenn)'? Hafa þeir
engra sameiginlegra hags-
muna að gæta?
Auðvitað er ölluin frjálst aö
stofna til félaga og klúbba og
eiginkonum ákveðinna iðn-
meistara ekki siður en öðrum.
En gaman væri að frétta,
hvort þær telja sig virkilega
allar fremur eiga samleið i
tómstundum sinum með
konum, sem giftar eru
mönnum i sömu atvinnustétt
en öðru fólki, td. úr þeirra
eigin atvinnustétt, þvi að
áreiðanlega taka einhverjar
þeirra þátt i atvinnulifinu
sjálfar.
1 fljótu bragöi man ég aðeins
eftir einni tegund slikra
makafélaga, þar sem virki-
lega er um saineiginlega
hagsmuni og aðstöðu aö ræða
og það eru samtök sem
konursjómanna hafa bundist,
enda voru þau félög upphaf-
lega stofnuð til gagnkvæms
stuðnings. Þessar konur eru
oft einar með börnum sinum
langtimum saman meðan
eiginmennirnir stunda störf á
hafi úti og ekki sist þegar
hættu eða slys ber að höndum
hefur konunum verið mikill
styrkur hver af annarri.
Allir tryggðir nema hús-
bóndinn
Arni sagðist vera nýbúinn
að kaupa heimilistryggingu,
sein ekki er i frásögur
færandi, en þegar hann
fór að lesa bæklinginn um það
sem tryggingunni tilheyröi
kom i ljós, að ásamt öðru á
heimilinu eru þarmeð tryggð
húsinóðir og börn innan
tvitugs, en húsbóndinn hins-
vegar ekki. Það virðist þannig
litið á börn og eiginkonu sein
eign karlkyns-tryggingartaka.
Skyldi litið samsvarandi
auguin á málið ef eiginkonan
væri tryggingartaki — hús-
bóndi þá eign hennar og
Í__________ l_- t
Einblínið ekki á smámál
Jón Þórðarson hringdi og
rabbaði um kvenfrelsis-
baráttuna, sem hann sagðist
styðja heilshugar. Hinsvegar
fyndist honum stundum um of
einblint á sinámálin. Launa-
misinunun kynjanna á íslandi
er hinsvegar staðreynd og
stórmál, og gegn aðferðum at-
vinnurekenda til að viðhalda
þeirri mismunuin verður að
berjast miskunnarlaust, sagði
hann.
Annað sein hann vildi sér-
staklega minna á i sambandi
við kvennaárið á alþjóðavett-
vangi er aöbúnaður og staða
þeirra kvenna sem orðið hafa
fórnarlöinb striðs i löndum
sinum. Mjög algengt er þvi
miður þar sem óvinahermenn
fara yfir, að konum sé
nauðgað og þær svivirtar, en
ekki nóg með það, heldur er
þessum konum siðan iðulega
útskúfað úr eigin samfélagi,
einsog gerst hefur t.d. I
Bangladesh, þar sem um 400
þúsund konur hafa veriö
flæindar úr samfélagi annarra
og lifa einangraðar með börn-
um sinum i sárustu fátækt.
f
I
■
■
I ■