Þjóðviljinn - 02.02.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 2. febrúar 1975. þjöÐVILJINN — SÍÐA 3
„Strengir” heitir þessi mynd Eyborgar Gubmundsdóttur.
„Stöðviö heiminn" kallar Ragnheiöur Jónsdóttir teikningu sina, sem
þvi miöur nýtur sln ekki fullkomlega I smækkun.
Viö Þingvallavatn — mynd eftir Barböru Arnason
Þrjár „Teikningar” Bjargar Þorsteinsdóttur. í»aö skai tekiö fram, aö
þær eru I litum.
Ein af myndum Sigrföar Björnsdóttur.
Forskot
á kvenna-
sýninguna
Myndir sem Margrét Jóelsdóttir
og Stephen Fairbairn gera saman
eru úr tré og mjög nýstárlegar.
Eiginlega er ekki hægt aö sýna
þær á ljósmynd, þvl þaö þarf aö
ganga fram og til baka til aö sjá
hvernig þær breytast að dýpt og
lit. Þessi mynd heitir „Tork”.
Þorbjörg Pálsdóttir á þennan skemmtilega strák
Litast um ganga
Borgarspítalans
Hvort sem þaö stafar nú
af því aö nú er kvennaárið
eða af því að athyglisgáfan
varðandi hlut kvenna á
ýmsum sviðum hafi al-
mennt skerpst við umræð-
ur undanfarinna ára, þá
tók ég sérstaklega eftir því
þegar , ég skoðaði einu
samsýninguna sem nú er í
gangi í borginni, að þar er
hlutur kvenna óvenju stór.
Þá skoðun fékk ég lika staö-
festa hiá einni listakonunni, sem
ég hitti á sýningunni, Eyborgu
Guðmundsdóttur, og þar kom i
rabbi okkar, að gaman væri að
raða myndum af sem flestum
þessara listaverka kvennanna
saman á Þjóðviljasiðu og gefa
þannig einskonar forskot á sæl-
una áður en kvennasýningin, sem
sett verður upp i tilefni ársins
f 'Norræna húsinu hleypur af
stokkunum. Hún á að vera i fyrri
hluta marsmánaðar, og er undir-
búningur þegar i fullum gangi.
Auk þess fáum við á næstunni að
sjá þrjár einkasýningar kvenna:
Ragnheiður Jónsdóttir setur upp
grafiksýningu, Steinunn Mar-
steinsdóttir heldur keramiksýn-
ingu eftir langt hlé og Eyborg
sjálf verður með málverkasýn-
ingu shl. mars.
Það kom lika fram hjá Ey-
borgu, að konur eru siður en svo
afskiptar i samtökum myndlist-
armanna.og sagðist hún reyndar
ekki sjálf hafa orðið vör við
manngreinarálit málara eftir
kynjum, en ekki er ég viss um að
allir myndlistarmenn af kvenkyni
skrifi undir það. En nú er þó kom-
in kona i sýningarnefnd Félags is-
lenskra myndlistarmanna, sem
ekki hefur verið fyrr, og ekki
færri en þrjár konur eiga sæti i
stjórninni.
En snúum okkur aftur að
sýningunni, sem við hittumst á.
Hún er nefnilega fyrir fleira
óvenjuleg en stóran hlut kvenna.
Ekki sist staðinn, þvi þessi sýning
er á göngum Borgarspitalans á
nokkrum hæðum, þar sem bæði
starfsfólk, gestir og ekki sist
sjúklingar geta notið hennar.
Nokkrir sjúklingar með fótavist,
sem ég hitti að máli, lofuðu þessa
tilraun sem stórkostlegt framtak
og einn fullorðinn maður utan af
landi sagði mér i trúnaði, að þetta
væri fyrsta myndlistarsýningin
sem hann hefði séð. Þetta fólk
benti lika á, að hér hefði það
miklu betri tima en venjulega til
að skoða myndirnar um leið og
þetta væri tómstundagaman sem
ekki þreytti sjúklingana.
Það munu vera læknar sjúkra-
hússins sem áttu frumkvæðið að
þessari sýningu.og þökk sé þeim.
En undirtektirnar minna á, að
mun meira þyrfti að gera af þvi
en nú er að færa listaverk út á
meðal fólks, á vinnustaðina og
fleiri staði þar sem margt fólk
kemúr saman, og þá ekki sist að
gefa fólki i dreifbýlinu fleiri tæki-
færi til að njóa myndlistar heima
i sinum byggðarlögum. Tilraunir
til slikrar listkynningar hafa yfir-
leitt verið afar vel þegnar, og er i
þvi sambandi skemmst að minn
ast myndlistarsýningar á vegum
nokkurra kvenfélagasambanda
úti á landi i samvinnu við
menntamálaráð fyrir tveim ár-
um.
Ari ljósmyndari labbaði með
okkur Eyborgu um hæðir og
ganga spitalans og hér kemur ár-
angurinn: Þjóðviljasiða af lista-
verkum kvenna.
—vh