Þjóðviljinn - 02.02.1975, Side 7
Sunnudagur 2. febrúar 1975. Þ.fílDVILJINN — SÍÐA 7
þótt þjó6félagið hafi gert harla
litiö til a6 viðurkenna nær óhjá-
kvæmilega nauðsyn þess, að htls-
móðir á venjulegu alþýðuheimili
afli tekna á vinnumarkaðnum.
En hvað hefur verið að gerast á
þvi nær hálfa ári, sem hægri
stjórnin hefur setið að völdum?
Það er ekki aðeins, að allt verð-
lag hafi þotið upp meöan kaupið
er bundið fast með lögum, heldur
hefur atvinna dregist stórkost-
lega saman i flestum greinum,
enda þótt atvinnuleysi sé enn
ekki verulegt. Yfirvinna
minnkar, yfirborganir hverfa,
Þróunin stefnir i þá átt, að menn
geti ekki lengur tvöfaldað tekjur
sinar með hóflausri vinnu-
þrælkun. Ef til vill verða menn að
fara að lifa af samningsbundnum
dagvinnutekjum áður en langt
um liður. Og hvað þá?
Væri ekki gott, að þeir Geir
Hallgrimsson og ólafur
Jóhannesson settust niður I tima
og semdu fyrir almenning for-
skrift að þvi, hvernig hann á að
lifa af samningsbundnu dag-
vinnukaupi, sem nú er sagt að alls
ekki megi hækka, — af 40 þúsund
krónum á mánuði, venjuleg visi-
tölufjölskylda, takk.
Það myndi trúlega standa i
þeim, þótt lögfróðir séu báðir
tveir,og endarnir nást illa saman,
jafnvel þótt boöið væri upp á
ódýrt megrunarfæði.
Býður
Alþýðubandalagið
„öllum hækkaðar
tekjur?
Hér dugar enginn skollaleikur.
Það dugar t.d. ekki að koma nú
með nýjar „láglaunabætur”, en
láta kaupmáttinn samt halda
áfram að rýrna, vegna þess, að
verðlagið haldi áfram að hækka
mun meira en láglaunabótunum
nemur. Það er raungildi tekn-
anna, kaupmáttur þeirra, sem
skiptir máli.
Það dugar heldur ekki að ætla
að leysa vanda láglaunafólks með
almennum niðurskurði á tekju-
skatti og þar með á félagslegum
framkvæmdum. 1 tlð vinstri
stjórnarinnar var tekjuskattur
afnuminn á fjölmennum hópum
láglaunafólks. Það sem komið
gæti lágtekjufólki almennt að
gagni I skattamálum væri lækkun
söluskatts á lifsnauðsynjum þ.e.
lækkun verðlags, og lækkun
útsvars, sem rikisstjórnin hefur
hins vegar ákveðið að hækka.
Talsmenn rikisstjórnarinnar
fullyrða ærið oft, að nú vilji
Alþýðubandalagið knýja fram
miklar kauphækkanir til handa
öllum og öllum og skeyti i engu
um erfiðleika þjóðarbúsins,
heldur vilji koma öllu i upplausn,
svo að byltingaröflum vaxi
ásmegin. Ekki er þetta nú alls
kostar rétt.
Alþýðubandalagið telur þvert á
móti, að verði þjóðarbúið fyrir
verulegum ytri áföllum, —
segjum svo að þjóðartekjurnar
lækkuðu um 5%, en ekki bara 1%,
eins og nú hefur gerst, — þá verði
býsna stór hluti þjóðfélagsþegn-
anna að taka á sig byrðar, jafn-
framt þvi að allt kapp verði lagt
á að nýta þjóðarauðinn á
skynsamlegan og skipulegan hátt
og hindra sóun, sem nú
er gegndarlaus.
Þvi fer hins vegar fjarri að
þessi afstaða sé nein andstæða við
skýlausa kröfu Alþýðubandalags-
ins um það, að almennt verkafólk
fái haldið sinum hlut eins og hann
var við stjórnarskiptin, og gætt sé
hófs, þegar byrðar eru lagðar á
ýmsa aðra, sem litlu betur eru
settir.
Afstaða
fyrr og nú
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
Timans, hefur að undanförnu
reynt að draga upp þ'á mynd, að
Alþýöubandalagsmenn hafi
algerlega snúið við blaðinu við
brotthvarf úr rikisstjórn, hins
vegar sé stjórn Geirs Hallgrims-
sonar nánast að framkvæma
stefnu vinstri stjórnarinnar! —■ og
er þetta jafnan endurprentaö I
Morgunblaðinu með sýnilegri
velþóknun.
Þrjú helstu atriðin i þessum
málflutningi Þórarins siöustu
daga hafa verið þessi:
1. Alþýðubandalagið hafi
haustið 1972 verið fylgjandi niður-
færsluleið og þar með stutt
almenna kauplækkun.
2. Alþýðubandalagið hafi stutt
frumvarp vinstri stjórnarinnar
snemma á þessu ári, sem hafi
gert ráö fyrir að taka til baka
nýlega umsamdar kaup-
hækkanir, þ.e.a.s., það sem var
umfram 20% hækkun, þó ekki af
láglaunafólki.
3. Alþýðubandalagið hafi fallist
á að taka vísitöluna úr sambandi i
fáa mánuði með bráðabirgða-
lögum fyrir kosningarnar i
sumar, og hafi þeirri stefnu siðan
veriö haldið áfram óbreyttri.
Litum á þessi atriði:
1. Það er rétt að Alþýðubanda-
lagið taldi haustið 1972 að niður-
færsluleið ellegar millif • væri
hyggilegri en sú gengislækkun,
sem þá var knúin fram af
Samtökum frjálslyndra með
hótun um stjórnarslit. Sú
fullyrðing Þórarins, að i niður-
færslu felist endilega kaup-
lækkun I raun er hins vegar stað-
lausir stafir, nema menn telji að
það sé fyrst og fremst krónutala
kaupsins sem skipti máli en ekki
raungildið. Umræður um niður-
færslu haustið 1972 snerust að
sjálfsögðu um það, að lækka
hvort tveggja verðlagið og
kaupið, og þá þannig að hlutur
láglaunafólks væri tryggður.
2. Alþýðubandalagið studdi
frumvarp vinstri stjornarinnar i
fyrra á útmánuðum um að kaup-
hækkanir umfram 20% hjá öðrum
en þeim lægst launuðu kæmu
ekki til framkvæmda að svo
stöddu, en 20% hækkun héldi
raungildi sinu. Þarna var að
sjálfsögðu við það verkefni að
gllma að tryggja það að takast
mætti að vernda I raun nýlega
umsamdar verulegar kjara-
bætur, — að fullu hjá lág-
launafólki, og að mestu hjá
öðrum. Við það var frumvarp
vinstri stjórnarinnar i heild
miðað eins og Þórarinn Þórarins-
son veit vel. Slikt var að sjálf-
sögðu ekki með öllu vandalaust,
en þaö hafi aldrei veriö stefna
Alþýðubandalagsins, aö kjara-
samningarnir I fyrra ættu aö
auka á launamisrétti. Viö
stöndum meö geröum vinstri
stjórnarinnar i þessum efnum
jafnt nú eins og þá, kinnroöaiaust.
3. Um bráðabirgðalög vinstri
stjórnarinnar er það að segja, að
þau voru timabundið neyðar-
úrræði, þar sem enginn starf-
hæfur meirihluti var til staðar á
þingi. Alþýðubandalagið vildi
ekki rjúfa vinstri stjórnina þeirra
vegna fáum vikum fyrir
kosningar, enda tókst að tryggja
það, að þótt vlsitölugreiöslur á
kaup kæmu ekki til framkvæmda
þann fyrsta júni, þá mátti heita
aö kjör láglaunafólks væru
óskert, þar sem veröiag var
ýmist iækkaö á móti meö
auknum niöurgreiöslum, eöa
- veröhækkunum ekki hleypt
lausum, sem ella voru fyrirsjáan-
legar.
Besta sönnunin fyrir þvi,
hversu rakalaus málflutningur
Þðrarins Þórarinssonar og
Morgunblaðsins er, hvað þetta
varðar, eru tölur um kaupmátt
launa, sem liggja fyrir á blaðsiðu
18 I janúarhefti Fréttabréfs
kjararannsóknanefndar, en
hingað til hafa útreikningar
þeirrar stofnunar ekki
verið véfengdir af neinum svo
kunnugt sé.
Þar segir um kaupmátt dag-
vinnutimakaups verkamanna
(miöað við visitölu framfærslu-
kostnaöar), aö hann haföi á 2.
ársfjóröungi siöasta árs veriö
134,4 miöaðvið ársmeðaltaliö 100
áriö 1971, eöa hærri en nokkru
sinni fyrr, — hækkun 34,4% á
vaidatima vinstri stjórnar,
þremur árum. Samkvæmt
sömu töflu hafði kaupmáttur dag-
vinnutimakaups hins vegar
aðeins hækkaö um 2-3% samtais
næstu fimm árin, áöur en vinstri
stjórnin tók við.
Og svo komu stjórnarskiptin á
þriöja ársfjóröungi 1974 og þá
snarlækkar strax kaupmátturinn
úr 134,4 I 127,3 miöaö við
ársmeðaltaiið 100 áriö 1971.
Lengra nær tafla kjara-
rannsóknarnefndar ekki, en
þegar niðurstöður birtast um
þróun kaupmáttar á siðasta
fjórðungi liðins árs og það sem af
er þessu, þarf enginn að láta sér
detta I hug að þær renni stoðum
undir furðukenningu Þórarins um
að enn sé pólitik vinstri stjórnar-
innar I fullum gangi.
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
UM
FJÖLSKYLDUR
OG MASARA
Liklega er orðið langlundarhótfyndni ekki
til i málinu.
En væri það til þá mætti brúka það yfir um-
ræðuþætti sjónvarpsins okkar.
Þetta á við um mennina i hákarlskjaftin- ^
um sem ræða um fjórðungsvandamálin við
postulinshunda stofnunarinnar og alveg sér-
deilis á það við masarana sem hleypt er á á-
horfendur strax á eftir öllum þeim kvik-
myndum sem eitthvað áhræra félagsleg mál-
efni.
Einni svona undirmálsgrúppu var att á fólk
seinasta sunnudagskvöld eftir sýningu
myndarinnar „Lifsmark”.
Eiginlega eru þessir menn langt undir
mörkum þess svaraverða — og brúkast raun-
ar til þess að útrýma allri skynsamlegri um-
ræðu.
Aðferðin er semsé pottþétt en dálítið þreyt-
andi til lengdar.
Hinn skynsemisdrepandi masari er I raun-
inni sérstök dýrategund mitt á milli apa og
manns. I fljótu bragði virðist hann kunna að
tala. Það skilur hann frá apanum. En i tali
hans gætir ekki skynsemi. Það skilur hann
frá náfrænda hans homo sapiens.
Oft getur þó verið örðugt að sjá þennan
mun þvi veran hefur lært að hleypa i brýrnar,
reigja sig og virðast hugsi.
1 uppvexti minum var dýr þetta nokkuð al-
gengt i brúðkaups- og fermingarveislum hjá
„betri fjölskyldum” hér I bæ — og er sjálf-
sagt enn. Nú finnst mér þó bera mest á þvi
meðal svokallaðra menntamanna og þar
mun það likast til varðveitast lengst — eins
og vikið verður að siðar.
Enda orðið nytjahúsdýr i sjónvarpinú eins
og þegar er sagt.
Það getur vafist fyrir manni að svara þvi
sem masari hefur sagt.
Eiginlega er það vonlaust verk nema i ein-
stökum atriðum. 1 deilum færir frumstæður
kraftur masarans honum yfirleitt sigur áður
en lýkur.
Krafturinn er óskaplegur.
I miðvikudagsblaði Timans geysist einn af
sunnudagsmösurum sjónvarpsins svo fram
eins og mannýgt plastnaut I gerviflagi — og
málrósirnar spretta I hverju spori dýrsins
eins og vænta má.
Þó var það ein af rismeiri málsgreinunum I
þessu flagi hans sem rifjaði upp fyrir mér dá-
lítið atriði úr súnnudagsmasinu góða og varð
til þess að ég ætla að reyna að festa kló i talið.
Mister Dobbuljú Hannesson, sem mér
skilst að sé félagsfræðingur I tvo ættliði, segir
i Timagreininni og talar vafalaust af öllu sinu
viti að minnsta kosti:
„Ibúar dreifðari byggða finna fyrir þvi er
þeir koma til borgarinnar, að hraðinn er nú
áberandi meiri hér en i dreifbýlinu. Nægir að
nefna bilaumferðina”.
Svo mörg voru þau orð.
Þetta kemur nokkuð flatt upp á þann sem
reynt hefur að virða hámarksökuhraðann i
Reykjavik — svo ekki sé minnst á alla hina
sem aldrei fara undir 100 km. hraða úti á
vegunum.
En það stendur óhaggaö sem ég sagði.
Masararnir nota orðin öðru visi.
Þetta rifjar upp maskafla frá sunnudegin-
um.
Einhver krakkinn, ég held stúlka, i mynd-
inni hafði látið uppi þáy,byltingarhugmynd”
að börn ættu að alast upp af sem flestum en
ekki einvörðungu foreldrum sinum eins og
einkaheimilishugsjónin vill.
Nú fóru heldur að brettast andlitin á
menntamönnunum og þeir reigðu sig allir
eins og vitsmunaverur eiga að gera.
— Fjarstæða, fannst þeim.
Og lengi mösuðu þeir með söknuði um
bændasamfélagið gamla.
Mikið fannst þeim að bein áhrif foreldr-
anna, sérlega hinnar heimavinnandi móður, á
barnauppeldið þá og þar heföi verið meira,
og farsælla náttúrlega um leið, en það er
núna á einkaheimilunum i borginni þar sem
konan vinnur máske úti.
Svona eru akkúrat masararökin. Þeim
finnst ökuhraðinn meiri i bæjunum en úti á
vegunum og borgaralegt einkaheimili sýnist
þeim að hljóti að vera upprunnið i bænda-
samfélagi.
Mennirnir hnykla andlitin svo gáfulega og
reigja sig svo vitsmunalega að fjöldi manns
fer að trúa þeim þvert ofan i reynslúþekkingu
sina af ökuhraðatakmörkunum I borg og
sveit og þrátt fyrir margþætta reynslu af
kommúnueðli stórfjölskyldunnar I bænda-
samfélaginu.
Þvi stórfjölskyldan til sveita hér áður var
ekkert annað en kommúna. óskadraumur
unglinganna um samábyrgð varðandi barna-
uppeldi var þar daglegt brauð og jafn sjálf-
sagt mál og ferskt drykkjarvatn.
Eldri systkini, vinnuhjú, niðursetningar,
hundar og kettir, kýr og sauðfé átti undan-
tekningarlaust sameiginlega stærri þátt i
uppeldi hvers og eins heldur en foreldranefn-
urnar.
Vandkvæði þeirra sem flust hafa úr sveit til
Reykjavikur eru oftar en ekki fólgin i söknuði
eða vöntun á þeirri hlýju tilfinningu sem af
þvi skapast að alast upp i margra umsjá og á
margra ábyrgð. Þeim reynist torvelt að laga
sig að lifnaðarháttum þar sem einkafjöl-
skyldan, einkaeignin og einkafávisi hálfinn-
fluttrar borgarastéttar ræður öllu.
Þvi vissulega er einkafjölskyldan hingað
komin með borgarastéttinni, sem upphaflega
er danskt innflutningsgóss hér.
Það eru helber masararök að segja einka-
fjölskylduna frá bændasamfélaginu og það er
tómt mál að tala um menningargildi baðstof-
unnar nema hafa það i huga að baðstofa var
bæði kommúna og vinnustaður.
Mister Dobbuljú fer I niðurlagi miðviku-
dagsgreinar sinnar i Timanum að tala um
sparnaö. Jafnvel nirfilsgervið er honum of
stórt.
Þetta er tegundarhreinn masari.
Honum mun ekki, jafnvel i samfloti ann-
arra fasista og meiri að andlegum vöxtum,
takast að gera Þorstein og Olaf atvinnulausa.
Þarfyrir læt ég hér engar sparnaðartillög-
ur varðandi Menntaskólann i Reykjavik.
En hitt er vist að svo lengi sem félagsfræði-
kennsla menntaskólanna felst i staðreyndum
á borð við það að ökuhraði sé mestur i
Reykjavik en minni til sveita þar sem einka-
fjölskylda borgarastéttarinnar hafi staðið
með blóma frá landnámstið til okkar daga þá
munu dýrafræðingar og náttúruverndar-
menn ekki þurfa að örvænta.
Masararnir varðveitast I menntastéttinni
Islensku.
Þorgeir Þorgeirsson