Þjóðviljinn - 02.02.1975, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975.
BRÚ
Selfyssingar hafa
margir atvinnu
af þjónustu
við sveitirnar —
þeir hyggja lika
mikið hver
fyrir annan —
nú hafa þeir ráðist
í fiskvinnslu,
og brú yfir ósa
Ölfusár mun enn
styrkja byggðina
atvinnulega
ölfusúrósar, Loftmynd frá Landmælingum rikisins
Þjónusta við sveitir
Við hittum Kristján
Guðmundsson á skrifstofu
verkalýðsfélaganna á Sel-
fossi og reyndum að veiða
upp úr honum fróðleiks-
korn um starfsemi skrif-
stofunnar, verkalýðsmál
og fleira milli þess sem
Kristján talaði í síma.
sinnti viðskiptamönnum
sem á skrifstofuna komu,
eða hann lýsti yfir hræðslu
sinni við blaðamenn
„Skrifstofa verkalýðsfélaganna
starfar á vegum félaganna hér á
Selfossi og nágrenni, en við
rekum reyndar erindi fyrir menn
sem búa fjarri okkur, jafnvel alla
leið austur á Klaustri.
Það fólk sem félagsbundið er i
verkaiýðsfélagi er orðinn sá
fjöldi, að við tvö hér á skrif-
stofunni höfum meira en nóg aö
starfa, sitja samningafundi,
sinna ótal erindum i sambandi við
lifeyrissjóðsmál, orlofsmál.
Félögin sem hafa þessa sam-
eiginlegu skrifstofu eru félög
byggingamanna, verslunar-
manna, ökuþór, sem er félag at-
vinnubilstjóra. Verkalýösfélagið
bór, félag járniðnaðarmanna og
Alþýðusamband Suðurlands”.
Þessa dagana stendur Kristján
venju fremur i ströngu, þvi samn-
ingafundir eru tiðir, mörg fyrr
greindra verkalýðsfélaga hafa
gefið 9 manna nefnd ASt samn-
ingsumboö, og launamálin, at-
vinnumálin eru þrautrædd á
hverjum degi, oft á skrifstofunni
hjá Kristjáni.
í Verkalýðsfélaginu Þór á Sel-
fossi eru um 200 félagsmenn.
Uppistaðan i félaginu eru fyrr-
verandi bændur, menn sem flust
hafa i þéttbýlið úr sveitinni og
starfa að ýmsu.
„Þessir gömlu bændur”, sagði
Kristján „standa afar höllum fæti
þegar þeir svo loks hætta að
vinna. Þeir hafa lengst af verið
fyrir utan lifeyrissjóð og fá þvi
engin éftirlaun af neinu tagi,
þegar þeir hætta.
Þó eru bændurnir ekki eins illa
stæðir og þeir sem verið hafa
vinnumenn I sveit alla tið. Slikir
menn eru reyndar fáir, en þó eru
þeir til. Þeir sem unnið hafa bú-
störf hjá öðrum hafa raunar
staðið utan við „lög og rétt” i
kjaralegu tilliti”.
Kristján hefur i svo mörgu að
snúast þessa stund sem við
stönsuðum á skrifstofu verka-
lýðsfélaganna, að við urðum að
láta okkur nægja þá fróðleiks-
mola sem hannn gat hent reiður á
að rétta okkur milli simtala og
heimsókna.: „Skrifstofan tók til
starfa 1970. Ég tel hana
ómissandi. Hún léttir mikilli
þjónustu af félögunum og af at-
vinnurekendum lika. Þeir leita
hingað eftir upplýsingum um
kaupgjaldsmál og annað sem upp
kemur á vinnustöðum. Hreppur
og riki ættu að styrkja svona
skrifstofu, þvi hún er dýr að
reka”.
Eru árekstrar við atvinnurek-
endur tiðir?
„Það eru engin vandræði
lengur að fá greitt eftir samn-
ingi”, sagði Kristján „en það er
ýmislegt sem þarf að ræðast við
um”.
„Mikið framboð á vinnu-
afli"
Erna Laugdahl og Arni Valdimarsson framkvæmdastjóriá skrifstofu Straumnessh.f. Væntanlega er
þarna starfaö f góðum anda og verkin af framsýni framin, þvf á einum vegg sknfstofunnar er innromm-
uö eftirfarandi áletrun: „Guð gefi mér æöruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt....kjark tii þess að breyta þvi, sem ég get breytt.....og vittil þess aö greina þar á milli”.
Það lá beint við að fara af skrif-
stofu verkalýðsfélaganna og i
næsta hús þar sem Prjónastofa
Selfoss er. Reyndar er nafnið á
fyrirtækinu villandi, þvi enginn
„tekur i prjón” þar, heldur sitja
þar á prjónastofunni 30 konur og
sauma flikur, skjólflikur fyrir
verslunina Hagkaup i Reykjavik.
Það er Hagkaup og ýmsir ein-
staklingar sem eiga Prjónastofu
Selfoss, og verkstjórinn, Helga
Þórðardóttir, sagði að mikið
framboð væri á konum til starfa i
prjónastofunni.
„Þær vilja margar fá vinnu
hálfan daginn. Og það gengur
ágætlega. Þær sem eiga börn
koma þeim yfirleitt á leikskólann
hér”.
Við spurðum um launin: „Þetta
er Iðju-taxti. Konurnar vinna hér
á 2. taxta, en þá fá þær 226 krónur
á timann. Vinna stendur frá
klukkan 8 á morgnana til klukkan
17. Við sleppum kaffitimunum og
fáum þannig lengri matartima.
Konurnar voru illa nýtt vinnu-
afl hér á Selfossi”, sagði Helga
Þórðardóttir, ,,en nú sækja þær
mikiö á vinnumarkaðinn. Þær eru