Þjóðviljinn - 02.02.1975, Síða 15
Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
SELFOSS
Gamli
1896 á
ár.
bærinn aö Selfossi — sem reyndar nefnist aðeins Foss í daglegu tali. Húsið á myndinni var byggt
grunni gamla torfbæjarins sem hrundi til grunna i jarðskjálftanum sem gekk yfir Suðurland það
,,Við höfum uppgötvað nýjan vinnukraft — húsmæðurnar”, sagði Helga á Prjónastofunni. Konurnar
sauma föt fyrir Hagkaup,og saumastofustarfið er eftirsóknarvert á Selfossi, amk. eru margar konur á
biðlista eftir að fá vinnu.
i 'f á
mmÁ
/ \ ^
/
Fjölskyldan á Fossi — Bjarni, Guðrún, Sigurgeir, Höskuldur og Arnbjörn. öil eru þau Sigurgeirsbörn,
en Sigurgeir er sonur Höskulds Sigurgeirssonar. Arnbjörn er þekktur af búð sinni Addabúð, sem stendur
við ölfusárbrú.
á biðlista eftir að fá vinnu á
Prjónastofunni”.
,/Munar litiö um launa-
greiðslurnnar".
Við komum i saltfiskverkunina
Straumnes h.f. og hittum fram-
kvæmdastjórann þar, Árna
Valdimarsson:
„Þetta gengur reyndar ágæt-
lega. Það væri lika eitthvað
skritið, ef ekki væri hægt að reka
salt'fiskverkunarstöð á tslandi
þegar svo góður markaður er til
fyrir varninginn. Og þegar vel
gengur, þá skipta vinnulaunin
engu, þau valda amk. engum
erfiðleikum. Við borgum engan
bónus, hér, aðeins timakaup, en
yfirborgum alla, og allir starfs-
menn hafa hér sama kaup, 240
krónur á timann”.
í fyrra voru hátt á 3. hundruð
manns á launaskrá hjá Straum-
nesi,og vinnulaunin voru samtals
i kringum 22 miljónir króna. Ot-
flutningsverðmæti saltfisksins
var hinsvegar um 50 miljónir”.
Straumnes h.f. er að 40
hundraðshlutum i eigu Selfoss-
hrepps, en að öðru leyti i eigu ein-
staklinga sem flestir eru búsettir
á Selfossi.
Ef sjómenn á þremur bátum,
sem leggja afla inn hjá Straum-
nesi eru taldir með, þá eru fastir
starfsmenn tuttugu talsins, en
margir stunda þó igripavinnu hjá
fyrirtækinu.
,,Við erum t.d. stoltir af „elli-
heimilinu” hérna”. sagði Árni
framkvæmdastjóri, „hingað á
loftið til okkar geta aldraðir menn
komið nokkuð að vild og unnið i
netum hjá okkur yfir veturinn,
þeir fá greitt fyrir hvert net sem
þeir lagfæra, og ráða sinum tima
þannig sjálfir. Þeir eru þónokkrir
sem vinna þannig fyrir okkur”.
Brú yfir Ölfusárós lífs-
nauðsyn
Straumnes h.f. á tvo báta.
Flugunes (75 tonn) og Árnesing
(100 tonn) og sá þriðji, Skálafellið,
er i viðskiptum hjá fyrirtækinu.
Þessir bátar landa allir i Þor-
lákshöfn og siðan verður að aka
fiskinum nær 40 kilómetra vega-
lengd til Selfoss. Það virðist
liggja i augum uppi að brú yfir
ölfusárósa sé brýnt hagsmuna-
mál fyrir Selfoss, Stokkseyri og
Eyrarbakka. Vegalengdin sem
aka verður fiskinum er nærri 100
kilómetrar fram og til haka, ef
miðað er við Stokkseyri og
Eyrarbakka.
Nú hefur sterklega komið til
greina að Selfosshreppur, Stokks-
eyriog Eyrarbakki keyptu saman
450tonna skuttogara frá Póllandi.
Sá togari mun ennfrekar skjóta
stoðum undir Straumnes h.f.,
jafna fiskvinnsluna þannig að
vinnsla i húsinu verði stöðug, en
ekki vertiðarbundin eins og nú er.
Allar likur er á að togari þessi
verði keyptur, og þá verður brúin
margrædda enn meira hags-
munamál en nú er.
Mikið byggt
en fjárveit
ingarvaldið
byrjað að
svelta skóla-
byggingarnar
Sigurjón Erlingsson,
múrarameistari/ er full-
trúi Alþýðubandalagsins í
sveitarstjórn Selfoss.
Við hittum hann að
máli/ og báðum~hann að
skýra nokkuð frá ástand-
inu i atvinnumálum
þorpsins.
„Það hefur verið ágæt at-
vinna hér undanfarin ár”, sagði
Sigurjón, „einkum hefur bygg-
ingariðnaðurinn blómstrað. Nú
eru tvær stórbyggingar i gangi.
Það er Sjúkrahús Suðurlands,
áætlað að það komist undir þak i
febrúar eða mars, veðrið hefur
hinsvegar tafið þá byggingu
núna, ekki hefur verið hægt að
ljúka við steypuvinnu.
Verktakinn á að skila af sér
þeim áfanga sem síðast var
boðinn út næsta sumar —
fokheldum.
Nú, áframhald verður á
byggingu barnaskólans og
iþróttahúsi, og það hús verður
þónokkuð mikil bygging.
Nú stendur lika yfir framhald
á byggingu gagnfræðaskólans,
þar verður lika byggt iþrótta-
hús, stórt hús af alþjóðlegri
keppnisstærð.
Við vonum að framkvæmdir
verði áfram við iðnskólann, en
Sigurjón Erlingsson
hinsvegar horfum við nú fram-
an i þá dapurlegu staðreynd, að
rikið leggur aðeins fjórar mil-
jónir til þeirrar byggingar á
þessu ári.
Þá má lika nefna byggingu
kaupfélagsins. Það hefur hafið
iðnrekstur i nýju húsi, og verður
áframhald á byggingu þess”.
Greinirðu samdrátt i
byggingum núna?
„Ætli það komi almennilega i
ljós fyrr en þá i vor. Á þessum
árstima dragast byggingafram-
kvæmdir jafnan saman, og núna
hefur verð sérlega vond tið —
kannski greinir maður sam-
dráttar einkenni, en það er
varla rétt að segja neitt um það
fyrr en einkennin verða auð-
særri.”