Þjóðviljinn - 02.02.1975, Page 16

Þjóðviljinn - 02.02.1975, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. SELFOSS fjöll, kom ég aldrei heim á kvöldin fyrr en um miönætti og stundum ekki alla nóttina. Það var það árið sem ég var eitt sinn veðurtepptur þrjár nætur i röð austur á Rauðalæk”. Var ekki stundum erfitt að standa jafnframt akstrinum i að sinna ólikum erindum fyrir fólkið? „Það var það. Og sumir verslunar-, eða kaupfélagsstjórar lögðu sig nú ekki sérlega i fram- ganga við að sinna þörfum fólks- ins. Ég man eftir einum kaup- félagsstjóra á Rauðalæk. Einu sinni kom ég til hans með pöntun frá bónda einum, sem m.a. bað um byssupúður. „Byssupúður”, sagði Helgi, „hvurn fjandan þarf maðurinn að gera með byssupúður? Ég sendi honum ekkert púður; ég læt hann hafa smjörliki”.’' Léttari vinna en leiðinlegri „Maður saknar nokkuð sam- skiptanna við fólkið eins og áður, var, en nú er vinnan léttari, þvi Jón Franklinsson — hefur ekið mjólkurbllum i meira en 30árogkann frá mörgu aðsegja. BRÚSAPALLAMENNING OG FLEIRA Selfoss er margra hluta vegna sérstæð byggð, ef miðað er við þorp af svipaðri stærð hér á landi. Mjólkurbúið og standið kringum það er afar áberandi — bílstjórar eru fjölmennur starfshópur, sem margir hverjir eru í lifandi lífi orðnir að þjóð- sagnapersónum — eða því sem næst. Við börum að dyrum eitt siðkvöld um daginn hjá Jóni Franklinssyni á Selfossi, sett- umst með honum i stofukrók og hlustuðum á hann skýra frá starfi sinu, þeim breytingum sem orðið hafa á starfi mjókurbilstjóra vegna tækniframfara, mannlifs- hræringum i sveitunum áður og nú. Jón Franklinsson hefur ekið fyrir Mjókurbú flóamanna i þrjátiu og þrjú ár, er i hópi þeirra manna sem lengst hafa unnið M.F. Brúsapallamenningin „Tankvæðingin hefur mjög breytt starfinu”, sagði Jón, „nú er þetta allt ópersónulegra, vörupöntunum er bara skilað á mjólkurtankinn, við ökum heim á mm hlað hvers býlis og sækjum mjók- ina, viða sjáum við engan mann. 1 gamla daga var stundum fundur við brúsapallana. Ég man sérstaklega eftir pallinum hjá Blesastöðum. Á þann pall var komið með mjólkurbrúsa af mörgum bæjum, oft hittist þarna fjöldi manns, og málin voru rædd og stundum varð heitt i kolunum. Það var rifist um pólitik — á vissum stöðum var brúapallsfundurinn orðinn slik hefð, að karlarnir komust ekki að verki fyrr en þeir höfðu talað við mig á brúsapallinum. Einu sinni sagði mér bóndakona, að hefði maður hennar verið súrrandi vondur i skapinu allan daginn og klaufskur i höndunum, þá vissi hún að mér hafði tekist að snúa á hann I pólitikinni. Sósíalisminn átti sinn fulltrúa við brúsapallinn um margra ára skeið”. Er erindrekstur bilstjórans fyrir sveitafólkið nú aflagður? „Að mesu já. Ég keyrði austur undir Eyjafjöll daglega i tólf ár. Á þeim tima komst maður vel að þvi hvers fólk þurfti með. Það var ótrúleg fátækt á sumum bæjum, fólk komst hreinlega ekki að heiman og var iokað þar á sömu þúfunni árum saman. Sumum varð maður eins konar sálu- sorgari. Erindrekstur? — blessaður vertu. Við seldum vixla fyrir menn i bönkum. Keyptum nærföt á heimilisfólkið, sáum um að útvega flest það sem til heim- ilanna þurfti”. Snjórinn hefur verið erfiður á vetrum? „Einu sinni var ég 32 tima að keyra suður yfir Mosfellsheiði. Og þá vann maður kauplaust, ef ófærðin tafði mann. Við fengum aðeins fast mánaðarkaup og einhverja smávægilega uppbót fyrir ákveðið timabil, og ekki krónu fram yfir það. Einn vetur- inn sem ég keyrði austur undir verður vist ekki neitað. Það var hreint andskotalegt að hlaða hundrað kilóa sildarmjöls- pokum á palla hér áður, eða áttatiu kilóa koiapokarnir sem alltaf voru rifnir! Svo voru krakk- arnir sendir með hestvagna að sækja þettaybisa þessu á vagnana eða uppá hesta. Nú er varan orðin margfalt betri — og það er eins og léttari tilveru fylgi betra fólk. Fólkið er öðruvisi. Það er við allt betra að eiga. Þeir voru sumir stirfnir þeir gömlu. Nú þýðir litið fyrir fornmenn að búa, bóndinn verður raunar að vera tækni- menntaður, hann þarf að búa yfir mikilli þekkingu á vélum, fóður- fræði, jafnvel viðskiptafræði eða bókhaldi. Starfssvið bóndans er orðið þvilikt að til bústarfa þarf sérstaka hæfileikamenn. Hér áður ókum við aðeins aðal- leiðirnar um héruðin. Nú verðum við að aka heim á hvern bæ — samt er vinnutiminn ekki eins langur og áður. Þetta voru oft skrjóðar sem við vorum á, nú eru bilarnir góðir. Þeir sem lengst aka fara austur i Vik, og i góðu veðri á sumrin eru þeir komnir heim fyrir fimm á daginn”. Hann var aö taka drifið úr snjóbfl Sogs- virkjunar — bfllinn er notaður við að farameö raflinunni. „Þeir eru margir róttækir á verkstæöinu”, sagði Snorri Sigfússon,” og prýðilega stéttvísir...” „Ætliö þið að taka mynd af svona hálfbauna eins og mér” ságði Tage, en stillti sér þó upp eins og sannur islendingur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.