Þjóðviljinn - 02.02.1975, Side 28
UOÐVIUINN
Sunnudagur 2. febrúar 1975.
„Vinstripólitík
á vaxandi fylgi
aö fagna — en
framkoma
framsóknar
manna hefur
drepið von
manna
um vinstra
samstarf’
Iðunn Gisladóttir heldur öllum sex ára börnum á Selfossi við nýta iðju.
,Vaxandifylgi vinstristefnu”
Sæmdarhjónin Snorri
Sigfússon og Iðunn Gísla-
dóttir hafa um árabil verið
umboðsmenn Þjóðviljans á
Selfossi.
Snorri er frá Norðfirði,
en Iðunn er frá Stóru-
Reykjum i Hraungerðis-
hreppi í Flóa.
„Hún fór austur i Noröfjörð og
var þar eitt sumar að leita að
manni”, sagði Snorri, „og kom
svo með mig hingað suður”.
Snorri og Iðunn bjuggu lengi i
Kópavogi, en fluttust siðan á Sel-
foss og hafa búið þar i mörg ár;
siöustu sex árin hafa þau verið
umboðsmenn Þjóðviljans, en
vilja nú losna undan þeim starfa.
„Þjóðviljinn er orðinn mun út-
breiddari hér en áður var”, sagði
Iðunn, „áskrifendum hefur fjölg-
að nokkuð og hann selst jafnan i
þónokkrum mæli i lausasölu”.
Við spurðum Snorra um við-
gang vinstri pólitikur á Suður-
landi.
„Pólitiskt starf Alþýðubanda-
lagsins hér hefur breyst mjög
siöustu fimm árin eða svo.
Flokksstarf Alþýðubandalags-
ins er orðið kröftugt. Ég held að
róttæk stefna Alþýðubandalags-
ins eigi vaxandi fylgi að fagna,
t.d. hér á Suðurlandi — bændafólk
er nú mjög að átta sig.
Andinn meðal fólksins er
breyttur nú. Reyndar bendir út-
koman úr hreppsnefndarkosning-
unum hér á Selfossi ekki til stór-
sóknar Alþýðubandalagsins , þar
sem samstarf samvinnumanna
rofnaði, samstarf Alþýðubanda-
Snorri Sigfússon og Iðunn Gisladóttir, umboðsmenn Þjóðviljans á Seifossi um árabil. Á veggnum aftan
við þau er málverk eftir Balthasar — hestar eru stór þáttur Ilifi þeirra beggja.
lagsins og Framsóknar,og svo féll
okkar maður á hlutkesti, krati
komst að, svo undarlegt sem þaö
nú er, og sá hljóp vitanlega strax
upp um hálsinn á ihaldinu.
Róttæk stefna á vaxandi fylgi
að fagna — en menn eru orönir
vonlitlir um árangursrikt vinstra
samstarf. Framkoma fram-
sóknarmanna hefur orðið til þess
að æ fleiri efast um að það sé
raunhæft að tala um samvinnu
við þann flokk”.
Snorri er bifvélavirki, starfar á
verkstæði Kaupfélags Arnesinga,
en fristundum eyöir hann tiðum i
félagsskap hrossa sinna, og er
raunar greinilegt aö um hesta tal-
ar hann löngum, kannski jafnoft
og um pólitik.
Bifreiðaverkstæði kaupfélags-
ins er sennilega eitt hið stærsta á
landinu I fermetrum talið, en þar
vinna þó ekki mjög margir menn.
Mikil hávaðamengun —
en nægt rými
„Þetta er gott hús”, sagði
Snorri þegar við höfðum fylgt
honum á vinnustað, „það er bjart
og hlýtt, en hávaði er hinsvegar
mikill. Það hefur ekkert verið
gert til að draga úr honum, og
loftræstingin er ónóg. Það er oft
fúlt loftið hér inni.”
Yngstu skólabörnin í
húsi hjá íhaldinu
Við fylgdum Iðunni lika á
vinnustað. Iðunn er fóstra, en
hefur, ásamt Helgu systur sinni,
tekið aö sér kennslu sex ára barn-
anna á Selfossi. Forskólinn er til
húsa I félagsheimili Sjálfstæðis-
flokksins i þorpinu, og bar ekki á
öðru en að prýðilega færi um
börnin i þvi húsi — en kannski það
hafi fremur verið heillavænleg
áhrif þeirra Helgu og Iðunnar
sem ollu hinum góða anda sem
rikti i kennslustofunni, þegar
blaðamenn litu þar inn.
Börnin voru þá að föndra við
ýmislegt, bjuggu til undirskálar
úr dagblöðum, limi og fleiru,
saumuðu út myndir eftir lfnum á
blaði, myndskreyttu ævintýri, og
upp um alla veggi voru langar
sögur i myndum, sögur af dýrum,
fólki, tröllum og mörgu öðru.
„Það er voða gaman hérna”,
sagði Finnbjörn Pétur Helgason,
sem á heima i Vallholti, „ég er að
sauma út indiánatjald. Viltu
þræða nálina fyrir mig”, spurði
hann blaöamanninn, og i þakk-
lætisskyni fyrir hjálpina, fengum
við að taka af honum mynd.
Fundur um brúarmáliö í Gimli
Lúövík Jósepsson og Garöar Sigurösson
frummælendur á fundi á Stokkseyri í dag
Brú yfir ósa ölfusár er afar
brýnt hagsmunamál fyrir
byggöarlögin austan árinnar.
Eins og allir vita, er hafnar-
aðstaða fyrir báta stokkseyr-
inga og eyrbekkinga langt frá
þvi að geta talist sæmileg, og
þess vegna landa öll fiskiskip af
meöalstærö og þar yfir i Þor-
lákshöfn.
Eigi eyrbekkingar, stokks-
eyringar eða selfyssingar að fá
fisk sem landað hefur verið i
Þorlákshöfn, þarf að aka aflan-
um nær 50 km vegalengd —
þannig samanlagt uppundir 100
km akstur fram og til baka fyrir
hvern fiskbil.
Brú yfir ósa ölfusár myndi
gerbreyta afkomumöguleikum
og atvinnuhorfum á Selfossi,
Eyrarbakka og Stokkseyri. Slik
brú myndi spara stórfé og
skjóta fótum undir atvinnuupp-
byggingu byggðarlaganna.
í dag, sunnudag, verður al-
mennur fundur á vegum Al-
þýðubandalagsins um þetta
mál. Fundurinn verður i Gimli á
Stokkseyri og hefst klukkan 14.
Frummælendur verða alþingis-
mennirnir Lúðvik Jósepsson og
Garðar Sigurðsson. Auk brúar-
málsins verður fjallað um
stjórnmálaviðhrofið.
Garöar
Lúövik