Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 2

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN í<unnudagur 23. febrúar 1975 Umsjén: Vilborg Haróardóttir Helga Sigurjónsdóttir: Ráöstefna um dagvistunarmál og forskólafræðslu Dagvistunarmál og forskóla fræðsla verða til umræðu á ráö- stefnu sem Fóstrufélagið og Rauðsokkahreyfingin. halda sameiginlega i dag i Lindarbæ, en markmiðið meö ráðstefnunni er að koma af stað umræðum um uppeldi og uppeldisskilyrði ungra barna i nútimaþjóðfé lagi og benda á nauðsyn þess að samfélagið sé ávallt reiðubúið til að laga sig að breyttum að- stæðum og viðhorfum. Ráðstefnan verður með liku sniði og ráðstefnan um kjör lág- launakvenna, sem nokkur verk- lýðsfélög og rauðsokkar efndu til i janúarmánuði, þe. nokkur stutt framsöguerindi verða flutt fyrir hádegi, en siðan unnið i starfshópum og að lokum al- mennar umræður um niöurstöð- ur hópanna og efni erindanna. Það eru fóstrur, kennarar, uppeldisfræðingar og foreldrar barna i leikskólunum Króaseli og ósi sem hafa framsögu og munu jafnframt svara fyrir- spurnum. Ýmsum aðilum, sem þessi mál varða sérstaklega, svosem stjórnum félagsmála- stofnana, varnaverndarnefnd- um og fl. í Reykjavik og ná- grannabyggðunum hefur verið boðið á ráðstefnuna, en hún er annars að sjálfsögðu opin öllum, sem áhuga hafa á þessum mál- um. Og að þvi er starfshópur rauðsokka sem undirbúið hefur ráðstefnuna ásamt fóstrum, sagði blaðinu, er þeim sem ekki hafa tök á að sitja ráðstefnuna allan daginn, frjálst og velkom- ið að vera þann tima sem þeir hafa, hvort sem er fyrir eða eft- ir hádegið. Setning verður kl. 10. Réttur barna þyngstur á metunum Þó aö réttur foreldra til að velja sér starf og hafa aðstööu til að stunda það sé mikill, er réttur barna samt þyngri á metunum og hvert einasta barn á að eiga þess kost að dveljast á góðu dagvistunarheimili. Þetta segir Helga Sigurjóns- dóttir bæjarfuiltrúi I Kópavogi ma. i grein, sem birtist I blaði Al- þýðuba nda lagsfélags ins þar, „Kópavogi”, þar sem hún fjallar um skortinn á dagvistunarheimil- um þar i bænum. t þessari grein koma fram athyglisverðar skoð- anir um dagvistun barna almennt og hefur jafnréttissiðan fengið leyfi til að birta hluta hennar I til- efni ráöstefnunnar, sem rauð- sokkar og fóstrur halda um þessi Styðja ályktun láglauna- ráöstefnu „Fundur haldinn i Verka- lýðsfélagi Borgarness 9. febrúar 1975 tekur undir og lýsir eindregnum stuðningi við ályktun Ráðstefnu um kjör láglaunakvenna, sem haldin var i Lindarbæ 26. janúar sl.” Ofanrituð samþykkt var niðurstaða mikilla umræöna um ályktunina á fundi félags- ins, sem það fékk senda eftir láglaunaráðstefnuna i Lindar- bæ. Að þvi er Arndis Kristins- dóttir sagði Þjóðviljanum voru umræðurnar einhverjar þær fjörugustu sem hún minn- ist i félaginu og harmaði hún, að enginn fulltrúi þess skyldi hafa setið ráðstefnuna. En boð um þátttöku barst þeim of seint i hendur. Umræðurnar snerust fyrst og fremst um kjör og aðbúnað láglaunakvenna, en einnig um stööu kvenna i islensku þjóðfé- lagi yfirleitt. —vh mál i dag og sagt er frá annars- staðar á siðunni, en Helga hefur einmitt verið i þeim starfshópi rauðsokka, sem undirbjó ráð- stefnuna ásamt fóstrum. Fara skrif Hclgu hér á eftir: Snemma árs 1973 gengu i gildi lög frá Alþingi um hlutdeild rikis- ins i byggingu og rekstri dagvist- unarheimila. Samkvæmt lögum þessum greiðir rikið 50% af áætl- uðum stofnkostnaði fullbúins hús- næðis fyrir dagheimili, skóladag- heimili og leikskóla, én þáttur rikisins i rekstrinum er allt að 30% til dagheimila og skóladag- heimila, en 20% til leikskóla. Þeir aðilar, er rétt eiga á þessu rikisframlagi eru: Sveitarfélög, áhugafélög, húsfélög fjölbýlis- húsa, starfsmannafélög og aðrir, sem vilja reka dagvistunarheim- ili i samræmi við markmið lag- anna. Þó að lögum þessum sé i ýmsu áfátt, eru þau spor i rétta átt. Með þeim er i fyrsta sinn viðurkennd- ur réttur allra barna til dvalar á slikum heimilum a.m.k. hluta úr degi, enda segir svo i lögunum um markmiðið með starfsemi dag- vistunarheimila: ,,.... að gefa börnum kost á að njóta hand- leiðslu sérmenntaðs fólks i upp- eldismálum og búa þeim þau upp- eldisskilyrði, er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra”. 1 Kópavogi eru nú tvö dagvist- unarheimili rekin á vegum bæjarins. Kópasteinn við Hábraut er i senn dagheimili og leikskóli. Þar eru 38 börn á dagheimilis- deild, en 28 á leikskóladeild. Kópasteinn var tekinn i notkun árið 1965. Leikskólinn Kópahvoll við Bjarnhólastig var opnaður i september 1970, og rúmar hann 80 börn. Auk þessara tveggja dag- vistunarheimila er starfræktur leikskóli við Hrauntungu, en hann er rekinn af einkaaðila. Þar eru daglega um 20 börn. Þessi dagvistunarheimili full- nægja samthvergi nærri þörfínni, enda eru biðlistarnir langir. Nú eru um 30 börn á biðlista eftir. dagheimilisplássi á Kópasteini. 19 af þeim eru börn einstæðra mæðra. Við leikskóladeildina er 51 barn á biðlista. Ekki er ástand- ið betra á leikskólanum við Bjarnhólastig. Þar biða 130 börn eftir plássi. Biðtiminn á báðum heimilunum er um 2—2 1/2 ár. Helga Sigurjónsdóttir. ,/ Dagmömmur" ekki framtiöarlausn Þeir foreldrar og aðrir forráða- menn barna, sem ekki fá inni fyrir þau á dagvistunarheimilum, ORÐ Þá hefði kannski ekki þurft innflutt vinnuafl Hilmar Arnason hringdi frá Patreksfirði og sagði, að bæði þar og viða annarsstaðar á Vestfjörðum væri nú starfandi i frystihúsunum hópur af fólki frá Astraliu og Nýja Sjálandi. Mikill vinnuaflsskortur væri búinn að vera vestra og hefði nú þetta innflutta vinnuafl bjargað málunum i bili. Ekki sagðist hann ætia að vanþakka það né amast við þessu fólki persónulega, enda væri það duglegt og vel liðið bæði á vinnustað og utan. Hitt vildi hann benda á, að það hefði talsverðan kostnað i för með sér að fá þetta fólk hingað, fargjöld þess væru td. greidd, það væri vant öðru mataræði og dýrara en heima- menn og fjárfesta hefði þurft I sængurfatnaði og ööru sliku áöur en það kom. — Hefðu peningarnir hins- vegar verið riotaðir til aö koma upp dagvistunarstofn- unum fyrir börn, sem foreldr- ar hér eru orðnir ærið lang- verða þvi að leysa málin a annan hátt. Oft hleypur amman eða ann- ar nákominn ættingi undir bagg- ann og litur eftir barninu eða börnunum, en sé þess ekki kostur, er venjulega leitað eftir dagvist- un á einkaheimilum hjá konum, sem taka að sér barnagæslu gegn greiðslu. Óheimilt er að taka að sér þannig gæslu nema að fengnu leyfi frá félagsmálastofnun bæjarins. Konur þessar eru stundum nefndar „dagmömmur” og nú hafa um 20 slikar leyfi til barnagæslu og eru með milli 50 og 60 börn i sinni umsjá á degi hverjum. Þó að dagvistun á einkaheimil- um leysi vanda margra, ber að varast að lfta á hana sem fram- tiðarlausn þessara mála. Óhjá- kvæmilega eru á henni ýmsir annmarkar, og er þá fyrst að nefna hversu óörugg hún er. eygir eftir, hefði kannski alls ekki þurft að flytja inn erlent vinnuafl, bendir Hilmar á. Ég þekki margar konur, sem gjarnan vilja vinna i frystihúsi hálfan eða allan daginn, en geta það hreinlega ekki vegna þess, að enginn gætir þá barn anna þeirra. Misrétthá lífhelgi Anna Sigurðardóttir segist taka eftir þvi, að ýmsir þeirra sem mest beita sér gegn frjálsari fóstureyðingalöggjöf og gegn þvi að konur ráði þarum sjálfar vitni til þess sem þeir kalla „lifhelgi fóst- ursins”. En þessum sömu mönnum, sem óhugsandi finnst að leyfa fóstureyðingu „að ósk konu”, finnst allt i lagi að leyfa fóstureyöingu i þvi tilfelli þeg- ar þungunin er af völdum nauðgunar, amk. hafa þeir ekki amast viö þeirri grein fóstureyðingafrumvarpsins og núgildandi laga. En ef um lifhelgi fósturs er aö ræða, hvers á þá að gjalda fóstur sem þannig er komið undir? Ætti það ekki að eiga sama rétt á lifi og önnur? Og Dæmi eru til þess, að sama barn hafi verið i gæslu hjá 5—6 aðilum á einu ári. Augljóst er, að mjög óhollt er fyrir barn að þurfa oft að skipta um umhverfi og laga sig að nýj- um aðstæðum og nýju fólki, stundum um það bil, sem tilfinn- ingatengsl eru að myndast milli bamsins og fólksins á fyrri staðn- um. 1 annan stað er sjaldnast um fósturmenntað fólk að ræða, sem tekur að sér slika barnagæslu. Auðvitað verður að gera ráð fyrir þvi, að þeir, sem óska eftir aö taka börn i fóstur séu barngóðir og hafi reynslu i að umgangast hvar á „lifhelgin” eiginlega að byrja? Hvað um getnaðarvörn einsog lykkjuna? Eða jafnvel pilluna? Hver er „lifhelgi” frjóvgaðs eggs, sem ekki fær að þroskast. Eöa eggs sem ekki fær að frjóvgast? Já þannig mætti halda áfram að velta fyrir sér sið- fræöinni og væri vissulega fróðlegt að heyra þá kirkjunn- ar menn, sem einkum hafa klifað á „lifhelginni”, bolla- leggja þessar spurningar önnu. Innrammaöar konur Og að lokum, auglýsing sem GG kom með i belginn, ein af þessum sem fellur inni hefð- bundna rammann — allir bissnissmenn virðast jú álita, aö allir innanstokksmunir, hvort sem þeir standa á gólf- inu eða hanga á veggjunum tilheyri konum; húsbændur eigi þar ekki neitt i neinu. Nema náttúrlega innan- stokksmunurinn „húsmóðir” hjá tryggingafélögunum, sem taka hana með i heimilis- trygginguna, einsog sagt var frá hér i belgnum fyrir skömmu. —vh Konur othugið Vorum að taka upp mikið úrval af antik römmum, sporöskjulöguðum og venjuleg- um, af mörgum gerðum og stærðum. Innrömmun Árna, Ytri-Njarðvík, simi 92-2511.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.