Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 MOÐVIUINN MÁLGAGN sósíalisma VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjdbviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f. HÖFT ÍHALDSINS STÖÐVA HITAVEITUFRAMKVÆMDIR Morgunblaðið reynir ósjaldan að halda þvi fram að Alþýðubandalagið beiti sér fyrir höftum en Sjálfstæðisflokkurinn að- hyllist frelsi. Ekki er unnt að hugsa sér öllu fráleitara öfugmæli. Ihaldsstjórnin hefur framkvæmt tvær gengislækkanir á fimm mánuðum, hækkað verð á öllum innfluttum varningi um 50%, framkvæmt hrikalegar hækkanir á öllum innlendum þjónustugjöldum, en jafnframt bannað með lögum að tekjur láglaunafólks, aldraðs fólks og öryrkja breytist i sam- ræmi við óðaverðbólguna. Með þessari stefnu er verið að gera skortinn að skömmtunarstjóra, en ranglátari og and- félagslegri höft er ekki hægt að fram- kvæma. Þessi höft hrökkva þó engan veg- inn til. íhaldsmeirihlutinn i Reykjavik hefur nú til að mynda ákveðið að engar nýjar framkvæmdir megi hefja nema með sérstöku leyfi borgarstjórans. Þessi höft hafa nú þegar stöðvað allar nýjar framkvæmdir Hitaveitu Reykjavik- ur i nágrannabyggðunum, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðahreppi. Þar biða nú 8.500 manns eftir hitaveitu i hús sin, en þetta fólk verður að greiða um það bil fer falt hærra verð en það þyrfti ella að borga, auk þess sem þjóðarheildin verður að eyða dýrmætum gjaldeyri i oliukaup á sama tima og nægilegt heitt vatn er til- tækt. Rafmagnveita Reykjavikur hefur einnig stöðvað nýjar framkvæmdir og hót- ar þvi nú að ekki verði lagt rafmagn i 600 ný hús á veitusvæðinu! Trúlega er leitun á nokkru landi á jarðriki þar sem jafn fárán leg höft hafa verið sett af stjórnarvöldum. Ljóst er að fyrirtæki Reykjavikurborgar eru nú að koma á neyðarástandi til þess að knýja stjórnarvöld> og þá sérstaklega Ólaf Jóhannesson viðskiptamálaráðherra — til þess að heimila hrikalegar nýjar verð- hækkanir á rafmagni og heitu vatni. Báð- ar þessar lifsnauðsynjar hafa þó hækkað meira i tið núverandi rikisstjórnar en nokkru sinni fyrr; verði orðið við kröfum Hitaveitu Reykjavikur mun láta nærri að gjald fyrir heitt vatn hafi tvöfaldast i tið núverandi rikisstjórnar! Kröfur Hitaveit- unnar eru miðaðar við það að fyrirtækið hirði stórfelldan gróða af viðskiptavinum sinum og geti fjármagnað hinar nýju stór- framkvæmdir að meirihluta til með gróð- anum einum. Slik fjármögnun er eins- dæmi i islensku þjóðfélagi og krafan um hana siðlaus árás á afkomu almennings i höfuðborginni. Lengi vel reyndu ráða- menn Hitaveitunnar að halda þvi fram, að þessi gróðasöfnun væri skilyrði i sam- bandi við lán frá Alþjóðabankanum, en i tið vinstristjórnarinnar var farið ofan i þau mál og sannað að þessar staðhæfingar voru visvitandi ósannindi. Þvi er haldið fram af stjórnarvöldunum að lánsfjáröflun til slikra framkvæmda sé mjög erfið nú; launstraust rikisins sé fullkomlega þrotið erlendis eftir að ihalds- stjórnin lét þurrausa gjaldeyrissjóðina og tók að lifa á neyslulánum frá Bandarikja- mönnum og Rússum. Á sama tima og þessu er haldið fram flytur rikisstjórnin á þingi frumvarp um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði. Samkvæmt þvi eiga íslendingar að taka 7.000 miljón króna er lent lán til þeirra framkvæmda. Sé slikt lánsfé tiltækt er það örugglega ekki siður fáanlegt i jafn þjóðhagslega arðbærar framkvæmdir og hitaveita i nágranna- byggðum Reykjavikur, á Suðurnesjum, á Suðurlandi og i Borgarfirði, á Akureyri, Siglufirði og viðar. Af þvi fjármagni veitir ekki heldur til þess að hraða rafhitun húsa, en áætlanagerð og framkvæmdir á þvi sviði hafa verið stöðvaðar af ihalds- stjórninni ekki siður en hitaveitufram- kvæmdirnar i nágrenni Reykjavikur. Hér er um það að ræða að raða verkefnum, velja og hafna. íhaldsstjórnin virðist hafa / gert upp hug sinn um það að stöðva nýt- ingu innlendra orkugjafa i stað innfluttrar oliu. Til þess beitir hún blygðunarlausum höftum sem bitna i senn á afkomu al- mennings og stöðu þjóðarbúsins. Hinar þjóðnýtustu framkvæmdir eru heftar með beinum bönnum og fyrirmælum á sama tima og allt er gert til þess að tryggja frelsi heildsala og fjárplógsmanna. —m Guðný Sigurðardóttir: Um hvaö er kosið í Sókn? í þeim kosningum er nú standa yfir í Starfsstúlknafélaginu Sókn er kosið um tvo lista, A-lista, sem borinn er fram af stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og B-lista borinn fram af Guðrúnu Bergsdóttur og fleirum. Að öllum jafnaði er það svo að komi fram fleiri en einn listi i félagi, þá er tekist á um einhvern ágreining annað hvort pólitiskan eða félagslegan. En svo virðist þó ekki vera i Sókn aö þessu sinni. Það er öllum ljóst, sem til þekkja, aö tilkoma B-listans er eingöngu verk Margrétar Auðunsdóttur, sem af einhverjum ástæðum virðist eiga það áhuga- mál eitt, að vera á móti öllu, sem núverandi félagsstjórn beitir sér fyrir. Þessi afstaða er þvi næsta undarleg þegar haft er I huga aö núverandi formaður félagsins er valin af þessari sömu Margrétu þegar hún lét af formensku I Sókn, og engrar stefnubreytingar hefir oröið vart i félaginu siöan. Margrét hefir þó reynt að láta svo lita út, sem um skoðana- ágreining væri aö ræöa, má þar til nefna afstöðu hennar til umboðsins til handa samninga- nefnd Alþýðusambandsins, sem henni tókst aö fá fellt á félags- fundi. En hve mikil alvara henni var I þvi máli má marka af þvi, að hún gerði enga tilraun, þegar búið var aö fella umboðið, aö undirbúa neinar aögeröir til þess aö Sókn gæti aflað sér kjarabóta á eigin spýtur eða með öðrum hætti. Fyrir henni vakti það eitt að fella málið fyrir stjórninni, án minnsta tillits til hagsmuna félagsins. Þessi úrslit töldum við nokkrar konur, óviöunandi ogsöfnuðumþvi undirskriftum undir kröfu um annan fund, þar sem málið var tekiö til afgreiðslu á ný. Þar var borin fram tillaga um' að veita samninganefnd ASÍ umboð til að fara með samninga fyrir hönd Sóknar svo hún gæti haft samstöðu með öðrum félögum. Þá reis Margrét Auðunsdóttir upp og taldi upp alla þá menn sem sæti eiga I 9 manna nefnd ASt taldi hún þá alla upp með nöfnum, hver atvinna þeirra væri og gaf þeim hverjum fyrir sig miður góða einkunn og lýsti þvl yfir að slikum mönnum treysti hún ekki til að fara með samninga fyrir hönd Sóknar. Hinsvegar hafði hún ekki, frekar en áður, neinar tillögur um hvernig bæri að standa að væntanlegum samningum. Nú er það svo að flestir meðlimir samninganefnd- arinnar eiga sæti i miðstjórn Alþýðusambandsins ásamt Margréti Auðunsdóttur, og geta menn þvi getiö sér þess til hvilik raun þaö hlýtur að vera sllkum kvenskörungi að eiga sæti viö hlið slikra aukvisa. Flestar Sóknarkonur hafa vist orðið varar viö hamfarir Margrétar gegn „dönsku samningunum”, svo nefndu, sem hún hefir talið meö öllu óalandi og stórhættulega fyrir félagið. En svo einkennilega bregður viö, að þegar félagsstjórnin á siðasta fundi leggur til að þessum hættu- lega samningi verði sagt upp. Þá stendur upp Margrét Auöuns- dóttir og lýsir þvi yfir að hún sé algerlega á móti tillögunni og má nú ekki heyra það nefnt aö losa félagið undan þessum háskalega samningi. Þessi afstaða hennar lýsir vinnubrögöum hennar i félaginu betur en hægt væri að gera i löngu máli. Fyrir henni virðist ekki vaka neitt annað en að vera á móti öllu, sem stjórn félagsins ber fram, hvað sem hagsmunum félagsins liður. Af framkomu hennar verður naumast dregin önnur ályktun en sú að hún liti á sjálfa sig sem félagiö, að allar félagskonur eigi að lúta boði hennar og banni og hún ein eigi að ráða málum félagsins, þar þurfi ekki fleiri að koma til. Þess vegna, góðar Sóknar- konur, valið ætti að vera okkur auðvelt, við höfum myndað þetta félag sem vopn okkar I hagsmunabaráttunni og hljótum þvi að treysta meira á samtök okkar en á Margrétu Auðuns- dóttur eina hvaö sem liður áliti hennar á sjálfri sér. Við munum þvi fjölmenna á kjörstað I dag og kjósa A-listann, þannig stöndum við bestan vörð um hagsmuni okkar. Guðný Siguröardóttir Kosningaskrifstofan í Miöbæ viö Háaleitisbraut í dag er siðari dagur allsherjaratkvæða- greiðslu um stjórn og trúnaðarmannaráð Starfsstúlknafélagsins Sóknar. Kosningaskrif- stofa A-listans er i Miðbæ við Háaleitisbraut. Siminn er 85715 og 85046. ALÞÝÐUBANDALAG SUÐURNESJA Aðalfundur Alþýðubanda lags Suðurnesja verður haldinn í Keflavík sunnudaginn 23. febr. Fundurinn verður i fundarsal verkalýðsfélaganna að Hafnar- götu 80 og hefst kl. 14 — Auk venjulegra aða If undarstarfa verður rætt um stjórnmála- ástandið. Lúðvík Jósepsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinum. Félagar og annað áhugafólk er hvatt til að mæta vel og stundvis- lega. STJÓRNIN Ibúö óskast 8—4 herbergja ibúð óskast á leigu sem fyrst. Erum 3 i heimili Stefánia Traustadóttir, simi 22345. Lúðvik

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.