Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 15

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 15
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Hann var svo seinn til, aö hún stóö aö lokum upp úr sófanum og sagði: — Annað hvort fer ég fram i eldhús og laga kaffi, eða viö för- um strax i rúmiö... þvi ég verö bókstaflega aö fá eitthvað heitt i mig. • Þaö var veriö að ræða kyn- feröisfræðslu i kennarastofunni. Ein kennslukonan hélt þvi fram, að það hlyti að vera erfitt að kenna svona hluti. En einn starfs- félagi hennar var á öndverðuro meiði. — Það er miklu erfiðara að kenna landafræði, sagði hann. — 1 þeirri grein þarf maður alltaf að vera aö kenna um staði, sem maður hefur aldrei komið til. • Nýbakaði lögregluþjónninn var I sinni fyrstu eftirlitsferð, þegar hann sá sjaldgæfa sjón: A móti honum gekk rösklegum skrefum ung falleg stúlka — með vinstra brjóstið hangandi út fyrir blúss- una. Hann rétti úr sér og snéri sér að henni: — Afsakið ungfrú, hafið þér ekki gleymt einhverju? Stúlkan horfði á hann — og leit svo niður á sjálfan sig. — Jesús minn! hrópaði hún. — Ég hef gleymt barninu i strætó! Aættun um uinferðamál Tveir farmenn komu til Lundúna og fóru á matsölustað að seðja hungrið. Annar pantaði sér kjötbollur en hinn medistapylsu, en þegar þjónninn kom með pöntunjna vixlaði hann skömmtunum. Tvimenningarnir voru ekki vanir að borða á veitingarstöðum og vildu þvi ekki gera ónæði með kvörtunum, svo þeir ákváðu að borða það sem fyrir þá var lagt. A eftir sagði annar: — Heyrðu, helvitis asnar getum viö verið! Við hefðum getaö skipt um sæti... • Andrés og Bergur hittust einu sinni sem oftar, og töluðu að sjálfsögðu ekki um annað en upp- ' áhalds tómstundagamanið sitt: Siglingar og flug. Bergur hélt að sjálfsögðu fram ágæti flugsins langtumfram siglingarnar, og lét þess jafnframt getið, að hann hefði i hyggju að smiða sina eigin flugvél. — Smiða þér flugvél sjálfur! hrópaði Andrés vantrúaöur. — Já, það hafa rriargir gert, sagði Bergur og geislaði af sjálfs- öryggi. — Þú hefur sjálfur byggt bátinn þinn, er það ekki? — Jú, vissulega, samsinnti Andrés. — En ég kann þó að synda! • Sumar konur hafa alveg hræöi- legt minni. Þær gleyma bókstaf- lega engu... Fljótleg auðgunarleið Við næturhólfið á banka nokkrum i Harrisburg, Penn- sylvaniu, hékk eitt kvöldið skilti, sem á stóð: „Ekki I notk- un vegna bilunar. Dyravörður tekur við i staðinn.” „Sex viðskiptavinir létu þessvegna fjármuni sina i hendur dyra- verðinum, sem siðan hefur verið leitað um allt land. Endurmat A þeim þrem árum sem liðin eru siðan lokið var við vindu- brúna yfir ána Cart i Skotlandi hefur það kostað á þriðju miljón króna að hafa vaktmann á staðnum. A þessu timabili hefur fjórum sinnum þurft að -vinda brúna upp svo skip kæmust leið- ar sinnar. Stendur nú til að meta það á ný, hvort þörf sé á stöð- ugri vakt. Astarenglar Körfuboltalið lögfræðistúd- enta i Amsterdam kemur fram undir þvi óvenjulega nafni „Astarenglar”. Astæðan: Jú, það er klámútgáfufyrirtæki, sem styrkir liðið fjárhagslega. Heyrt á balli Jesús minn. Þau eru svo hjól- beinótt, að þegar þau dansa saman er einsog það sé hand- snúinn rjómaþeytari. Húsmóður- hæfileikar blómgast t umræðum i franska sjón- varpinu sagði einn fréttamann- anna um húsmóðurhæfileika samstarfskonu sinnar: Ja, þeir eru þá helst i þvi fólgnir að hún kemur öllum upptökusalnum i suðupunkt á 20 minútum. VISNA- ÞÁTTUR S.dór. RÓMA ÞJÓÐ OG ÆTTARLAND Það stóö ekki á þvi að okkur bærist linur i visuna sem kunn- ingi hans Valdimars Lárusson- ar orti fyrir 15 til 20 árum og við birtum i siðasta þætti. Hall- grimur Jónasson, sá kunni hag- yrðingur kom með linuna sem vantaöi og ég trúi ekki öðru en Valdimar og kunningi hans verði ánægðir með hana svona: Nú skal óðar brýna brand, beisla ljóða dýran gand, eins frá sjóði rekja band, róma þjóð og ættarland. Það er sem sagt siðasta ljóð- linan sem er frá Hallgrimi og ég fæ ekki betur séð en að hún sé svo vel felld að þvi sem á undan kemur að ekki verði á betra kos- ið. Hér kemur svo staka eftir Hallgrim sem hann lét fýlgja með linunni: Leigur bjóða kana klóm klækja gróða hlaða. Eigur þjóðar skitnum skóm skattaóðir vaða. Visan hans Adolf Petersen vegna kvennaársins sem við birtum fyrir þremur vikum varð til þess, að kona ein i Reykjavik svaraði „i samúðar- skyni” eins og hún sagði,en svar- visa hennar er svona: Fjöri sviptur fellir tár fornum siðum tryggur. Hjálparvana og vina fár verður sá er liggur. Þessi var kveðin norður i landi þegar Ólafur Jóhannesson skipaöi Halldóri E. að leggja fé i Gjábakkaveginn: „Fjármála er voðinn vis, vill þó stjórnin tóra, eins og bústinn auragris ÓIi kreistir Dóra”. Fyrir nokkru var haldin árs- hátlð Kvæðamannafélagsins Iðunnar Nokkru áður var ákveð ið að efna til verðlaunavisna- samkeppni og voru verðlaunin afhent á árshátiðinni. Sá háttur var hafður á að mönnum var gefið eitt orð sem miðrimis- stofn. Svo fóru leikar að Andrés Valberg fékk bæði 1. og 2. verð- laun og eru visur hans svona: 1. verðlaun Konum fyrst ég kanna hjá kærleiks ystu merkin, dýpra risti og dái þá Drottins listaverkin. Jón M. Pétursson frá Hafnar- dal sendir okkur þessa stöku: Reynist þiðleg rúmferðin hjá ræfils landstjórninni af henni skrlða óþrifin útúr flatsænginni. Hér koma svo þrjár visur eftir Y. Fegurð Austurstrætis Hér finnst eitt og annað dót, ýmsu er hægt að tjalda. Götuskáldið gnæfir mót gluggum Silla og Valda. Þegar kosið var inná lista heiðurslaun i stað Þórbergs, Guðmundar Böðvarssonar og Páls Isólfssonar: Þótt þeir leggi lambaspörð létt I bólið svana, áfram standa opin skörð eftir snillingana. Við seinustu stefnu VL-manna Þeir stefna fyrir alltog ekki neitt Islenskan þeim veldur böli þungu, og skrifa kannski kanamálið eitt en kunna slður mæðra sinna tungu. Þá koma hér nokkrar visur sitt úr hverri áttinni: Þegar ég tók I hrundar hönd með hægu glingri, fannst mér, þegar eg var yngri, eldur loga á hverjum fingri. Sigurður Breiðfjörð. Netta fingur venur við veifir slyngur korða, hjartað stingur, fær ei friö, fallega syngur langspiliö. Vatnsenda-Rósa. Þá fyrsta æsku-ástin hrein var I mitt hjarta send, ég þóttist standa á grænni grein — en guð veit hvar ég stend. A skemmtifund með léttri lund lifsins bundinn hætti folinn skundar greitt um grund gæddur undra mætti. 2. verðlaun Breiskur glanni brúkar kjaft bölvun kann að vinna. Hefur mannorð margra haft milli tanna sinna. Þegar hlákuna loks gerði á dögunum varð Andrési litið út- um gluggann og kvað: Kviknar glóð við klakadranga, klökknar óðum gatan hál. Geislaflóðið vermir vanga vekur ljóð i kaldri sál. Þessi er aftur á móti eftir Björn L. Gestsson: Svona er ástin meyju og manns, man ei nokkur slika. Ef hún fer til andskotans ætlar hann þangað lika. Hjúskapsgiftu vermast viö virðist klippt og skorið. Er þá skipting út á við aðal-lyftisporið. Reynist flest I veröld valt, veltur margt úr skorðum, ég er sjálfur orðinn allt öðruvisi en forðum. Prédikaði presturinn um pislir vltisglóða. „Amen” sagði andskotinn, aðra setti hljóða. örn Arnarson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.