Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1975
í síðustu grein var að þvi spurt,
hvaða samræmi hefði verið á milli
boðskapar Rauðra penna um
,,nýja bókmenntastef nu" og
framkvæmdar — þ.e.a.s. bók-
menntatexta í ritinu. Þegar skoð-
aðar voru smásögur ritsins virtist
það koma á daginn, að þær hefðu i
stórum dráttum verið í hefð-
bundnum raunsæisstil, lýstu
kröppum kjörum alþýðufólks af
samúð og skilningi, lýstu ábyrgð á
hlutskipti þess á hendur þjóðfé-
laginu. En þær greindu ekki frá
jákvæðum þroskaferli persón-
anna, ekki frá nýjum skilningi
sem þær eignast i lífsbaráttu og
stéttabaráttu eins og boðað var í
sósíalrealisma í þrengri merkingu
þess orðs.
Þegar við hinsvegar virðum fyr-
ir okkur Ijóðin í Rauðum pennum
verður nokkuð annað uppiá ten-
ingnum. Þótt í ritinu birtust ekki
kvæði nema eftir níu höfunda —
alls 34 — og þar af voru 28 kvæði
eftir f jögur skáld, er að sumu leyti
um meiri breidd að ræða í hugblæ,
vali viðfangsefna og í formi en í ó-
bundna málinu.
Jóhannes: t trausti á tilgang.
Guðmundur Böbvarsson:
Brýnsluguöir, bitur ekki sigöin?
Jón úr Vör: Nýtt efni, nýr hug-
blær.
Ljóöræn breidd
og erlend tíöindi
Steinn: Vegurinn er horfinn.
örn Arnarson: tslenskar heiftar-
vlsur.
Nordal Grieg: Pólitlsk leikritun. W.H. Auden: Orti eftir pöntun frá
Kristni.
RAUÐIR PENNAR — FJÓRÐA GREIN Árni Bergmann tók saman
Baráttuskáld
Jóhannes úr Kötlumá átta kvæöi i Rauð-
um pennum og liklegt er að mönnum finnist
einmitt skáldskapur hans einskonar sam-
nefnari fyrir ritið. bað er hann sem i inn-
gangsljóðinu, Frelsi.setur fram stefnuskrá
ritsins sem er mikil hliðstæða við greinar
Kristins: verklýðsbaráttan er framhald af
þjóðfrelsi og menningarbaráttu 19. aldar,
sagan og fegurð landsins er ögrun og hvati i
nýrri frelsisbaráttu alþýöu. 1 minningar-
kvæöi um Maxim Gorki er ort um samstöð-
una og alþjóðahyggjuna — þegar hin rika
list Gorkis flaug yfir þessa blóðugu jörð:
Og ennþá tók kipp hin kúgaöa sál
i Klna og Sahara og Mexikó
og vestur i Dölum og suöur meö sjó
þvi sannleikans rödd talar alheimsmál
Hann rimar i Kvæöinu um okkur Kötu
sorgarsögu öreigakærustupars er ekki fær
að njótast þvi að ,,þeir banna okkur að
lifa”. 1 Hvaö nú ungi maöur? eru dregnar
upp svipmyndir úr langri þrautagöngu
mannsins og heitiö á hann aö sækja fram ,,f
trausti á lifs þins tilgang”. I Tröiliö á
glugganum snarar Jóhannes af sér ,,rós-
fjötrum rimsins” sem hann annars viröir
samviskusamlega I þessum ljóðum, og
spyrðir saman islensk þjóösagnaminni og
pólitik samtimans, draugurinn á gluggan-
um er fasisminn og einnig sá drjóli „sem
saug úr þér merginn um langar aldir”. Eig-
inlega er þetta kvæði einskonar undanfari
Sóleyjarkvæðis siöar. Jóhannes á sem sagt
margt til: baráttuhvöt þar sem hvergi eru
spöruð hin stærstu orð, hann segir raun-
sæislegar smásögur I ljóði, hann bregður til
frjálsræðis i formi — og hann hlustar lika á
angurvært bergmál liðinna stunda („Þá
var ég svo ungur”).
Efahyggjan
Og enn betur staðfestist hin ljóðræna
breidd þegar á það er minnt, að annað aðal-
skáld Rauðra penna er Steinn Steinarrsem
á þar ellefu kvæði. Þar af er i raun og veru
aðeins eitt sem tengist vigamóði Jóhannes-
ar og Kristins en það er Þjóövlsa (1935) —
— Og eitt sinn skulu draumar vorir
rætast
um þjóöfélag hins frjálsa, sterka manns,
sem engin ránshönd, drápshönd vofir
yfir....
En þá þegar er Steinn orðinn fullur með þá
„háspekilegu tómhyggju” sem hann batt
mikinn og þrákelknislegan trúnað viö. 1
Kvæöi um Krister efahyggjan tengd þvi', að
betri tið, „þá veröa allir menn svo góðir”
var spáð fyrir tvö þúsund árum, og allir
vita hvernig farið hefur siðan. En oftar er
þessi efahyggja eða tómhyggja naktari,
eða eins og segir I Draumur:
þig skortir hvorki vit né þrek I þraut
og þú ert ekki kominn Iengra en hingaö...
Og svo er haldið áfram i ýmsum tilbrigð-
um — I Heimferöer bent á það að sá sem
leitar að veginum heim mun ekki finna
hann, þvi hann er ekki til, i Leyndarmálið
er þessi hugblær túlkaður af magnaðri læ-
visi eins og alkunna er: ég veit um vopn
sem gæti sigrað óvin okkar, en ég get ekki
skýrt frá þvi.
Jón og Guömundur
Onnur helstu skáld Rauðra penna eru
jafn gerólikir menn og Jón úr Vör og
Guðmundur Böövarsson sem báðir eru aö
hefja sinn skáldferil. Jón úr Vör á fimm
kvæði i ritinu. Hann fer létt og frjálslega
með rímheföina I raunsæislegum myndum
af fiskiþorpi og hversdagsamstri alþýðu-
fólks, er að koma með nýjan tón, ný yrkis-
efni inn i íslenskan kveðskap sem svo mjög
er enn tengdur við sögu og landslag og sveit
— og hefur lært sitthvað af sænskum ör-
eigaskáldum, sem Magnús Asgeirsson er
reyndar að þýða fyrir Rauða penna einmitt
i sama mund. Og Guðmundur Böðvarsson
stekkur fram eins og alskapaöur með listi-
lega samfléttun á striti bóndans, fjötrum
hversdagsleikans og þrá eftir „einhverju
skirra, einhverju blárra”, minningu um
töfra bernskulands og skáldskapar og hug-
boði um ótiðindi utan úr heimi — hér fer
þjóðleg og alþýðleg skáldskaparhefð
endurnýjuð af góðum smekk og yfirsýn.
Þarna kynnast lesendur perlum eins og
Visurnar viö hverfisteininn 1936 og Rauöi
steinninnog alls á Guðmundur fjögur kvæði
i ritinu.
Hér til viöbótar koma fimm höfundar.
örn Arnarson og tvö stutt kvæði, þjóðlegar
heiftarvisur. Sigurjón Friöjónsson og Hall-
dór Helgasoneru yrkjandi bændur og leita
eins og kollegi þeirra Stephan G. að yrkis-
efnum I Bibliuna og íslendingasögur (Esai-
as spámaður og Auöur sem ber Eyjólf
gráa). Oddný Guömundsson yrkir pólitiska
ferðaminningu um Hitlersæskuna og Kári
Tryggvason, ungur nýliði, bregður á leik
með suðrænt og pólitiskt umhverfi.
Sænska mafian strax
Ekki hefur kynning sú á erlendum skáld-
um, sem Magnús Asgeirsson stendur að i
ritinu þótt sæta minni tiðindum. Hann
þýðir með þeim ágætum sem allir bekkia.
ljóð eftir 19 skáld og kynning hans er að þvi
leyti stefnuföst, að hann leggur höfuðá-
herslu á sænsk nútimaskáld og svo norsk
(Artur Lundkvist, Hjalmar Gullberg, Karin
Boye, Sten Selander, Nordal Grieg, Arnulf
överland, svo nokkrir séu nefndir — alls 12
noröurlandabúar. Þarna er fangakvæði Os-
cars Wilde og drjúgur skammtur af tólf-
menningunum eftir Alexander Blok, Is-
landskvæðið fræga eftir W.H. Auden, sem
beinlinis var ort fyrir Rauða penna:
Svo kynnum þá heiminum eyna, hans elt-
andi skugga,
meö oflæti I búningi og versnandi fisk-
sölukjör.
t afdal hvin jassinn, og æskunnar
fegurö
fær alþjóölegt filmbros á vör...
Þarna eru lika mættir til leiks Brecht og
Ernst Toller og Carl Sandburg.
Atta þýddar sögur, sögukaflar eöa leik-
ritskaflar eru i Rauðum pennum. Tekin eru
tvö fræg dæmi af pólitiskri leikritagerð
samtimans — úr leikriti Friedrichs Wolfs
um valdatöku nasista (Prófessor Mam-
lock) og úr leikriti Nordals Griegs um
Parisarkommúnuna (Ósigurinn). Birtir
eru kaflar úr Góöa dátanum Sjveik eftir
Jaroslav Hasek Febrúargangan eftir önnu
Seghers, sem siðar varð ein helsta skáld-
kona Austur-Þýskalands og úr byltingar-
sögunni Hinir nitján eftir Fadééf. Stefan
Zweig er á dagskrá, Orwell sá sem skrifaði
siðar 1984, Maxim Gorki. Af fjórum erlend-
um ritgerðum hefur ein reynst sérstaklega
lifseig, en hún er eftir norömanninn Helge
Krog og fjallar um skáldskap og siðerni —
þar er sigildur kafli um það, hvernig sam-
félagið fer meö óstýrilát skáld — fyrst
reynir það aö berja þá i hel, þar næst aö
þegja þá i hel, siðan að faðma þá I hel.
Spádómar og veruleiki
Er þá þessu yfirliti lokið.
I upphafi var þvi lofað að áöur en amen
kæmi á eftir efninu yrði velt vöngum yfir
þvi, hvernig spádómum Rauðra penna
reiddi af.
Spásögnin var i stuttu máli þessi: Borg-
aralegt samfélag hefur runnið sitt skeið á
enda, það sýnir kreppan og fasisminn.
Borgaraleg menning er einnig að syngja
sittsiðasta. En fasismanum mun steypt, og
upp hefjast ný og glæsileg alþýðumenning,
og þar meö nýjar bókmenntir undir merkj-
um sósialisma eða samstöðu með honum.
t fyrsta lagi er svo mikið vist, að fasism-
anum var komiö fyrir kattarnef. En borg-
aralegt þjóðfélag reyndist lifseigara en
menn bjuggust viö, sem og það sem meö
fyrirvara má kalla borgaralegar bók-
menntir. Ef menn halda sig beinlinis á póli-
tiskum vettvangi, þá er þaö augljóst að á-
hrifasviö sósialisma hefur færst stórlega út
með byltingum og þjóðfrelsisbaráttu I
þriðja heiminum sérstaklega, og þar með
hruni nýlenduskipulagsins. En samband
þjóðfélags og bókmennta og lista reyndist
annað en Rauöir pennar hugöu. Af Sovét-
rikjunum sem og af Islandi gátu menn
fengiöhinar ólikustu staöfestingar á þvi, að
almennar framfarir gáfu enga ávísun á
betri bókmenntir eða rismeiri, að hnignun
og kreppa eru eins likleg til aö vera hvati á
bókmenntastarf eins og öryggi og velferð
kunna aö slá á þaö svefnhöfgi.
Bylgja hinna nýju, sósialisku bókmennta
reis ekki eins hátt og Kristinn E. Andrésson
boðaði af áfengri bjartsýni. En hún reis.
Fordæmi Rauðra penna hefur vakað i ýms-
um myndum. Eins og Olafur Jóhann segir i
viðtali hér á opnunni: kynni þeirra af
sósialisma gerðu þá skyggnari á þjóðfélag-
iö. Og þeirra skilningur, þeirra áhugi á fé-
lagslegum vandamálum hefur veriö tekinn
upp afturog aftur með nýjum hætti: frá þvi
aö iýsa nýjum átökum I kréppuplássinu,
Óseyri viö Axarfjörð, var horfið að þvi að
lýsa átökum um Islenskt sjálfstæði, andófi
gegn erlendri ásælni, og svo sjálfsleit hins
reiða unga manns I spilltu velferðarþjóöfé-
lagi eða þá hlutskipti verkamanns við upp-
haf stóriðjualdar.
Hér hefur verið velt vöngum yfir efni og
boðskap Rauðra penna i fjórum skömmt-
um. Ekki er þar meö sagt að þeir séu
kvaddir: enn getur verið von á viðtölum um
þetta efni og vel eru þegin tilskrif hvers-
konar um þá frisklegu hreyfingu I menn-
ingarmálum sem var að taka á sig form
fyrir fjörutiu árum.