Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. febrúar 1975 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS titgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 Hnur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f. til marks um óheilbrigða stjórnarhætti. Takmarkalaus innflutningur undanfar- inna mánuða hefur sem kunnugt er leitt af sér stórfelldari gengisfellingar á skömm- um tima en nokkru sinni fyrr hafa átt sér. stað hér á landi á jafn skömmum tima. Meðan innflytjendur fluttu inn útlent vatn, útlend húsgögn og útlenda tertubotna rann striðum straumum úr gjaldeyrisvara- sjóðnum og gjaldeyrisskortsráðherrann Ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, horfði aðgerðarlaus á. Þegar að þvi kom að gera yrði ráðstaf- anir til þess að takmarka aðgang inn- flytjenda i gjaldeyrisvarasjóðinn — þvi hann var þorrinn — taldi gjaldeyrisráð- herrann ástæðu til þess að vara skjólstæð- inga sina við. Þess vegna hélt hann ræðu i Framsóknarfélagi Reykjavikur og þess vegna var ræðan sú birt að meginhluta til i Timanum, málgagni gjaldeyrisráðherr- ans. Þá skipti engum togum að innflytj- endur gerðu árás á siðustu leifar gjald? eyrissjóðsins: Gjaldeyrisumsóknir hrönn- uðust upp i fjallháa stafla i gjaldeyris- deildum bankanna, og þegar heildsalar höfðu fengið sitt, felldi gjaldeyrisráðherr- ann gengið um 20%: hækkaði allan inn- flutning um 25% með einni undirskrift. Ósjálfrátt kemur mönnum Neró keisari i hug sem lék á fiðlur meðan hann lét Róm brenna til ösku. Ólafur Jóhannesson leikur kannski litið á fiðlu — en hann horfði að- gerðarlaus á gjaldeyrisvarasjóðinn brenna upp til agna. —s. VEKUR MARGAR SPURNINGAR NERO OG OLAFUR Þjóðviljinn sagði frá þvi á dögunum að nokkurs samdráttar væri tekið að gæta i gosdrykkjaiðnaði landsmanna. Þessi samdráttur stafar ma. af tvennu: í tið nú- verandi rikisstjórnar hefur stóraukist inn flutningur á hvers konar útlendum vatns- tegundum, sem innlend framleiðsla á örðugt með að eiga samkeppni við, og i annað stað er ástæðan sú að kaupmáttur launanna hefur skerst og þvi minna aflögu til þess að kaupa framleiðsluvörur þessar- ar iðngreinar. Enda þótt menn kunni að lita misjöfnum augum á iðnina og enda þótt sumir kunni að telja hana litt þarfa eru báðar ástæðurnar sem nefndar voru Að undanförnu hafa birst i fjölmiðlum fréttir um torkennilega hluti sem fundist hafa sjóreknir. Þessir hlutir hafa orðið mönnum tilefni til kostulegra pólitiskra útlegginga; einkum hefur verið fróðlegt að fylgjast með skrifum Morgunblaðsins sem hefur lagt allt kapp á að sanna að hlutir þessir séu sovéskir að uppruna, en sú sönnun er aftur notuð til þess að heimta að bandariska herstöðin hér á landi verði efld að mun. Vissulega eru þessi skrif Morgunblaðsins til marks um mikinn barnaskap og stöðnun þess i frystiklefum hins kalda striðs. Slikir hlutir leiða hugi venjulegra manna auðvitað fyrst og fremst að þeirri alvarlegu staðreynd að landið er visast umlukið allskonar hlust- unartækjum og njósnatólum. Ástæðan er sú að hér er herstöð og hætta er á þvi að islenska þjóðin hljóti sömu örlög og her- gögn ef til átaka kæmi: Að allt kapp and- stæðings beindist að þvi að eyða herstöð- inni og þar með þvi fólki, sem i herstöðinni býr og i grennd við hana. Fundur hlust- unartækjanna minnir þvi óþyrmilega á þær afleiðingar sem hernámsstefna is- lenskra stjórnvalda gæti haft fyrir is- lenskt mannlif. Hann vekur spurningar um lif og dauða, en ekki einasta um það hvers lensk hlustunartækin kunna að vera. í annan stað vaknar sú spurning við fund hlustunartækja þessara og meðferð þeirra, hvers vegna erlendur aðili, banda- riski herinn, er jafnan látinn hafa slik tæki til meðferðar. Hvergi er i islenskum lög- um gert ráð fyrir þvi, að herinn hafi hér neins konar löggæslu. Þess veg'na er óhætt að fullyrða að meðferð þessa máls af hálfu yfirmanns landhelgisgæslunnar er alvar- legt og vitavert lögbrot. Ég berst gegn hækkun söluskatts, en mun standa við gefin loforð Frá umrœðum um Viðlagasjóð: Sagði Lúðvik Jósepsson Tómas Árnason var framsögu- maður ríkisstjórnarmeirihlutans i neðri deild i gær við 2. umræðu um frumvarp stjórnarinnar um fjáröflun til viðlagasjóðs, en frumvarpið felur i sér framleng- ingu viðlagagjalds og hækkun um 1% svo að söluskattur með við- lagagjaldi verði 20% i stað 19. Tómas sagði að 2% viðlagagjald, eins og þarna væri reiknað með til áramóta, ætti að gefa 1600 miljón- ir króna. Talið væri að 1100 mil- jónir skorti vegna skuldbindinga i Vestmannaeyjum og 500 fyrir Neskaupstað, en auk þess þyrfti Viðlagasjóður fé til að bæta smærri skaða, m.a. af völdum snjóflóða á Siglufirði og Seyðis- firði. Varðandi Neskaupstað væri gert ráð fyrir að kostnaður sund- urliðist þannig: Björgun og hreinsun 50 miljónir, bætur fyrir fasteignir 135 miljónir, bætur fyr- ir vélar og lausafé 225 miljónir, aðrar bætur 40 miljónir, kostnað- ur Viðlagasjóðs 10 miljónir, ó- fyrirséð 40 miljónir. Alls 500 mil- jónir. Áætlað hafi verið af formanni stjórnar Viðlagasjóðs hvernig staða sjóðsins yrði við árslok 1976, ef viðlagagjald væri nú látið standa óbreytt en innheimt til júníloka 1976 (þetta var önnur til- laga Lúðviks), og sagði Tómas, að þá myndi sjóðurinn skulda við árslok 1976 kr. 1286 miljónir. Eignir á móti yrðu að visu nokkru hærri eða kr. 1396 milj. en að miklu i skuldabréfum til ýmist 5 eða 11 ára, svo að greiðsluvanda- mál væru óleyst. Lúðvik Jósepsson sagði i upphafi máls sins, að hann harmaði það, að rikisstjórnin skyldi ekki hafa haft samráð við stjórnarandstöð- una um fjáröflunarleiðir nú, eins og gert hafi verið i tið vinstri stjórnarinnar, þegar Viðlaga- Lúövik Jósepsson sjóður var fyrst settur á stofn vegna Vestmannaeyja. Skylda alþingis væri að ná sam- stöðu um svona mál. Forsætisráðherra kom að visu að máli við mig i janúar, sagði Lúðvik, — og kvaðst hafa i hyggju að framlengja söluskattsstigið vegna Vestmannaeyja og til greina kæmi að hækka söluskatt til f járöflunar vegna Norðfjarðar, en á þeim tima lágu engar upp- lýsingar fyrir um það hvað tjónið væri mikið i Neskaupstað og ekki var um neinar fastmótaðar tillög- ur að ræða frá rikisstjórninni. Siðan heyrði ég alls ekkert um málið frá stjórninni fyrr en frum- varpið kom hér á borð þingmanna i fyrradag, en formaður okkar þingflokks mun hafa verið rétt látinn vita um málið daginn áður. Þegar Alþýðublaðið og Gylfi Þ. Gislason býsnast yfir þvi að ég hafi valið söluskattshækkun, þá eru þar á ferð menn, sem ekki hafa mikla löngun til að segja satt og rétt frá, en þeir virðast ekki heldur hafa neinn áhuga fyrir þvi að standa við loforö, sem þeir þó þóttust standa að um að tjón Vestmannaeyinga og Norðfirð- inga yrði bætt. Ég sagðist við 1. umræðu myndu beita mér fyrir þvi að ná samstöðu á alþingi um fjáröfl- unarleiðir i þessu skyni, og ég hef sett fram minar hugmyndir i þeim efnum i nefndinni. Þing- menn úr öllum flokkum hafa tekið mjög vel i tillögur minar (Tillög- urnar eru birtar á forsiðu Þjóð- viljans), en engu að siður er nið- urstaða rikisstjórnarinnar sú að hafna samkomulagi. Minar tillögur eru við það mið- aðar, að Viðlagasjóður skuldi nokkru meira hjá Seðlabankan- um um næstu áramót en frum- varp rikisstjórnarinnar miðar við, en eru annars i engu óhag- stæðari fyrir sjóðinn eða þá sem hans eiga að njóta, þótt þær geri ráð fyrir óbreyttum söluskatti. Ég berst gegn hækkuðum sölu- skatti, en fáist rikisstjórnin hins vegar með engu móti til að velja aðra leið i fjáröflun, þá greiði ég atkvæði með frumvarpinu vegna fólksins i Vestmannaeyjum og i Neskaupstað, þvi að ég ætla mér Framhald á 12. siðu. Tillaga Ragnars og Jóns Ármanns Olíustyrkur hækki i kr. 10 þús. t efri deild alþingis var i gær til 2. umræöu frumvarp ríkisstjórn- arinnar um, að áfram skuli inn- heimt i eitt ár til 1. mars 1976 1% gjald á söluskattsstofn i þvi skyni að greiða nokkurn styrk til þeirra, sem verða að hita upp ibúðir sinar með oliu. Oliustyrkurinner nú kr. 7200,- á ári á mann, en ellilifeyrisþegar og öryrkjar sem njóta tekju- tryggingar fá greiddan einn og hálfan styrk. Frumvarp stjórnarinnar gerði ráð fyrir þvi, að upphæðin sem greidd verði hverjum og einum haidist óbreytt að krónutölu, en I nefnd hækkuðu stuðningsmenn stjórnarinnar töluna i kr. 8200. Ragnar Arnalds og Jón Ar- mann Héðinsson skiluðu sérstöku nefndaráliti og leggja til að greiðslan hækki i kr. 10.000,- og sagði Ragnar i ræðu sinni að full ástæða væri til að ætla að sölu- skattsprósentið dygði i raun til að standa undir þeim styrk. I nefnd- aráliti Ragnars og Jóns kemur fram, að meðalverð á oliu til hús- hitunar var 1974 kr. 12.53 á liter, en er nú kr. 20.20. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun sé hitunarkostn- aður á mann með oliu um kr. 23.000.- en kr. 6.536.- hjá þeim, sem njóta jarðvarma. Það vantar þvi mikið á að kr. 10 þús. brúi þetta bil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.