Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 16
Eðvarð Sigurðsson á alþingi: Ríkisstjórnin knýr verkalýðshreyfinguna til mótaðgerða Föstudagur 28. febrúar 1975 Blönduósingar beygðu ráðherrann Nökkvi fœr að veiða 30 tonn Nú niun næstum séö fyrir end- ann á rækjustríðinu svonefnda við Húnaflóann, og virðist endirinn ætla að verða sá, að Blönduósing- ar beygja sjávarútvegsráðherra, Matthias Bjarnason, en ráðherra sagði i blaðinu i gær, að þá um morguninn hafi sjávarútvegs- ráðuneytið sent dómsmálaráðu- neytinu ósk um leyfi til dóms- sáttar i málinu, og muni Blöndu- óssbáturinn Nökkvi þar með fá leyfi tii rækjuveiða á Húnaflóa það sem eftir er rækjuvertiðar- innar að þessu sinni. — Það sem gerst hefur á milli ráðuneytisins og hins ákærða er það, sagði sjávarútvegsráðherra, að samkomulag hefur náðst um það að óska eftir að dómsátt verði leyfð i málinu. Hins vegar er það eðlilega á valdi dómsmálaráðu- neytisins að ákveða sektina, en dómssátt verður vitaskuld ekki gerð nema hinn ákærði viður- kenni brot sitt. Að sjálfsögðu aft- urkallar þá málaflutningsmaður hins ákærða þá úrskurði sem hann hefur áfrýjað til Hæstarétt- ar. Mönnum tii upprifjunar skal þess getið að skipstjóri Nökkva var kærður fyrir ólöglegar veiðar innan iandhelgi, en sjávarútvegs- ráðuneytið hafði tekið af honum leyfi til rækjuveiða á Húnaflóa. Ráðherra sagði ennfremur: — Framhald málsins verður vænt- anlega það þegar og ef dómsátt verður leyfð, að sjávarútvegs- ráðuneytið fellst á að gefa skip - stjóranum á Nökkva leyfi til að veiða á yfirstandandi rækjuvertið allt að 30 tonn með sömu skilyrð- um og aðrir bátar við Húnaflóa, en ekki verður lagt neitt bann við þvi hvar i viðurkenndri rækjustöð hann landar afla sinum. Þá sagði ráðherra, að ekki hefði verið rætt um veiðileyfi tii hins báts blönduósinga, Aðalbjargar, og ef til kæmi þyrfti að gefa út aðra veiðiheimild til hennar. Nú munu vera óveidd 420 tonn af rækju i Húnaflóanum það sem eftir er þessarar vertiðar. —úþ Miðstjórnar fundur Fundur er boðsður i miðstjórn Alþýðubandalagsins þriðju- daginn 4. mars 1975. Fundurinn verður haldinn á Grettisgötu 3, og hcfst stund- vislega kl. 20.30. Ég styð brcytingartillögur Lúðviks Jósepssonar um að söluskatturinn verði óbreyttur, sagði Eðvarð Sigurðsson á al- þingi i gær, en hins vegar mun ég greiða atkvæði gegn frum- varpi rikisstjórnarinnar, ef breytingatillögurnar verða felldar og söluskatturinn á að hækka i 20%. Eðvarð undirstrikaði, að allir væru sammála um, að ekki kæmi annað til greina en bæta vestmannaeyingum og norð- firðingum tjónið af völdum nátt- úruhamfara, en ágreiningur væri um fjáröflunarleiðir. Hann minnti alvarlega á samþykkt stjórnar Alþýðusambandsins gegn söluskattshækkun, og sagði það auðkenna störf þess- arar rikisstjórnar, að hún gerði sér það að fastri reglu að taka jafnan mun meira frá verka- á fimmtudaginn Næstkomandi fimmtudag, 6. mars, verður kosið til Stúdenta- ráðs Iláskóla islands. Framboðs- frestur rann út í gær og aö venju bárust tveir framboðslistar, ann- ar frá vinstri mönnum og hinn frá hægri mönnum. Samkvæmt lögum SHÍ gengur helmingur ráðsliða út úr ráðinu á hverju ári, 13 menn. t þeirra stað eru kosnir jafnmargir til tveggja ára. Einnig verður kosinn einn fulltrúi stúdenta i Háskólaráð til tveggja ára. Að þessu sinni verður kosið listakosningum eins og i fyrra en þá var i fyrsta sinn horfið frá deildakjöri. Venjulegur hlutfalla- reikningur ákvarðar fjölda þeirra á hvorum lista sem ná kjöri en verði t.d. mjög mjótt á munum fær sá iisti sem fleiri kjósa 7 menn og fulltrúann i Háskólaráð en hinn sex. Efstu átta menn á lista vinstri manna eru þessir 1. Gestur Guðmundsson þjóðfé- lagsfræðinemi, 2. Steinunn Haf- stað nemi i bókmenntasögu, 3. Hermann Sveinbjörnsson laga- nemi, 4. össur Skarphéðinssson liffræðinemi, 5. Valgerður Sig- urðardóttir læknanemi, 6. Þórður Ingi Guðmundsson þjóðfélags- fræðinemi, 7. Jónina Einarsdóttir efnafræðinemi og 8. Kristján Kári fólki með annarri hendinni en það sem hún gæfi með hinni. Svo virðist sem rikisstjórnin ætli sér beinlinis að knýja verkalýðshreyfinguna út i harð- ari mótaðgerðir, hvort sem okk- ur f verkalýðshreyfingunni er slikt ljúft eða leitt, sagði Eð- varð. Eðvarð beindi nokkrum orð- um til Gylfa Þ. Gisiasonar, sem ráðist hafði með dólgshætti að Lúðvik Jósepssyni. Sagði Eð- varð, að það sæti sist á Gylfa Þ. Gislasyni, að bera Lúðvik á brýn fjandskap við verkalýðs- hreyfinguna. Gylfi hafi i 12 ár legið i flatsæng hjá ihaldinu i viðreisnarstjórninni, en sú rikisstjórn og ekki sist Gylfi Þ. Gislason hafi þá sýnt verkalýðs- hreyfingunni meiri fjandskap en áður hefði þekkst. Eðvarð sagði, að ef frum- varpið yrði samþykkt óbreytt Jakobsson verkfræðinemi. Til Háskólaráðs bjóða vinstri menn fram Þorstein Magnússon þjóðfé- lagsfræðinema. Á lista Vöku eru þessir menn efstir: 1. Eirikur Þorgeirsson læknanemi, 2. Margrét Guðmundsdóttir við- skiptanemi og 3. Kristinn Sigur- jónsson verkfræðinemi. Fram- Áætlunarflug Flugleiða truflast mjög þessa dagana vegna verk- fails starfsmanna flugvallarins i Glasgow. Undanfarna daga hafa staðið vinnudeilur starfsmanna flugvailarins og vinnuveitenda og klukkan 14 i gærdag lögðu starfs- menn alveg niður vinnu og var flugvellinum þar með lokað. Flugfélög, sem hafa reglubund- ið áætlunarflug til Giasgow, reyndu þá að snúa vélum sinum til annarra flugvalla i Skotlandi, en starfsmenn þeirra sýndu stétt- myndu eignir Viðlagasjóðs um- fram skuldir nema 800 miljón- um króna um næstu áramót, en auðvitað gæti greiðslustaðan verið erfið þrátt fyrir það hjá sjóðnum. En slikir greiðslu- erfiðleikar væru timabundnir og þá ætti ekki að leysa með hækk- un söluskatts. Þá benti Eðvarð á að samkvæmt fylgiskjölum með frumvarpinu væri gert ráð fyrir að rikissjóður og Seðlabankinn hefðu nær miljarð i tekjur frá Viðlagasjóði af tollum,vöxtum og söluskatti. A að skattleggja matarpen- inga aimennings til að borga þetta?spurði Eðvarð og kvaðst telja slikt fráleitt. Almenningur verður nú að velta fyrir sér hverri einustu krónu og þótt framsögumaður nefndarinnar (Tómas Arnason, fram- kvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunarinnar) finni máske bjóðandi hægri manna til Há- skólaráðs er Steingrimur Ari Arason viðskiptanemi. Skipting þeirra sem eftir sitja i ráðinu er 8:6 vinstri mönnum i vil og er þá fulltrúi stúdenta i Há- skólaráði talinn með en hann á einnig sæti i Stúdentaráði. Vinstri menn hafa haldið meirihluta i arvitund sina i verki og neituðu að afgreiða vélar, sem ella hefðu lent i Glasgow. Eina ráðio fyrir Flugfélag ís- lands var i gær að lenda i New- castle, en það tefur mjög hverja flugferð. Þannig varð Flugfélags- vél sem i dag fór til Las Palmas á Kanarieyjum að lenda i New- castle, en sá krókur hefur i för með sér, að farþegar sem áttu að koma heim frá Kanarieyjum i kvöld, koma ekki fyrr en um há- degi á morgun. ekki fyrir þeirri verðlagshækk- un, sem hér er stefnt að, þá gegnir öðru máli um allt verka- fólk. Sé einu sinni búið að hækka söluskatt hefur reynslan verið sú, að hann væri ekki lækkaður aftur, enda þótt tilefni hækkun- arinnar væri úr sögunni. Nú talaði forsætisráðherra um launajöfnunabætur fyrir nokkuð af þvi sem vis'italan hækkaði umfram 358 stig, en þegar rætt hafi verið um i haust að endurskoða bótaupphæðina við þetta mark, þá hafi auðvitað verið ætlun verkalýðshreyfing- arinnar að bætur yrðu greiddar fyrir verðlagshækkanir þær, sem lyftu framfærsluvisitölunni úr 342 i 358 stig, en þessu vildi Geir Hallgrimsson nú algerlega sleppa til frambúðar. Ég vil ekki láta rikisstjórnina setja neina kosti um fjáröflunarleiðir vegna Viðlagasjóðs og mun þvi greiða atkvæði gegn frumvarp- inu, ef rikisstjórnin heldur fast við söluskattshækkunina en hafnar tiilögum Lúðviks, sagði Eðvarð. ráðinu frá þvi þeir unnu frægan sigur vorið 1972 og raunar hafa þeir unnið allar kosningar sem fram hafa farið meðal stúdenta siðan þá. Vinstri menn heyja þvi kosn- ingabaráttu sina á grundvelli þess starfs sem þeir hafa unnið i Framhald á 12 siðu krók Loftleiðavél á samkvæmt áætl- un að fljúga um Glasgow til Kaupmannahafnar á laugardag- inn, en flýgur vegna verkfallsins beint til Kaupmannahafnar og siðan heim um Newcastle. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða tjáði Þjóðviljanum að þeir Flugleiðamenn myndu þinga nánar um framhald á- ætlunarflugsins vegna þessa i dag. —GG Kosið til Stúdentaráðs Tveir listar að vanda, vinstri og hægri Glasgow Flugvellinum lokað Vélar Flugleiða verða að taka á sig Alþýðubandalagið í Reykjavík ALMENNUR FÉLAGSFUNDUR Á SUNNUDAG Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn á Hótel Borg n.k. sunnudag, 2. mars kiukkan 4 siðdegis. Fundurinn er opinn stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins meðan húsrúm leyfir. — Stjórnin. Eðvarð Magnús Jön Snorri Fundarefni: Árásir rikisstjórnarinnar og kjarabaráttan. Ræðumenn: Magnús Kjartansson, alþingismaður. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiðafél. Rvikur. BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Kleppsveg Skipasund Laugaveg Múlahverfi Alftamýri Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.