Þjóðviljinn - 07.03.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1975 UJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Otgefandi: Otgáfufélag Þjööviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Kitstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f. MORGUNBLAÐIÐ SLEIKIR UT UM Björn Jónsson, forseti Alþýðusam- bandsins, sagði i viðtali við Morgunblaðið i fyrradag að það yrði vafasamur ávinn- ingur að fá alla kjaraskerðinguna bætta i einum pakka eins og hann orðaði það. Morgunblaðið kjamsar á þessum ummælum forseta Alþýðusambandsins i forystugrein i gærdag og er það mjög að vonum. En meðal verkamanna vöktu þessi ummæli forseta Alþýðusambandsins reiði og undrun. Þau vöktu reiði vegna þess að slikar yfirlýsingar veikja stöðu verkalýðssamtakanna i upphafi vérkfalls- átaka, sem nú gæti komið til, er verka- lýðsfélögin hafa aflað sér verkfallsheim- ilda eins og ráðstefna ASl hvatti til á dög- unum. Þjóðviljanum finnst að slikar yfir- lýsingar forseta ASf séu býsna vafasamar svo notað sé hans orð, en hins vegar gætu slik ummæli skýrt fyrir verkafólki niður- stöður kjarabaráttunnar nú. Árangurinn verður aldrei meiri en veikasti hlekkurinn leyfir þegar átakið verður harðast. —s. „ÞETTA MA MEÐ ALLS ENGU MOTI GERAST” Þeir verða nú æ fleiri sem snúa baki við stjórnarflokkunum og menn eru um allt land teknir að bera saman vinstristjórn- ina og þá bjartsýni sem þá einkenndi ástandið og hægristjórnina sem hefur það eitt að leiðarljósi að niðast á launafólki. Eitt af þvi sem einkenndi hvað helst vinstristjórnina og starf hennar var stór- felld atvinnuuppbygging úti á landi, sem á engan sinn lika, og sneri raunar við fólksstrauminum frá þéttbýlissvæðunum við Faxaflóa til landsbyggðarinnar á ný. Alþýðubandalagið hafði mjög myndarlega forustu um þessa gjörbreyttu stefnu; það voru ráðherrar Alþýðubandalagsins sem fóru með sjávarútvegsmál og iðnaðarmál, þeir fóru með raforkumál og heilbrigðis- mál og i þessum málaflokkum varð breytingin mest afgerandi. Óánægjan með núverandi rikisstjórn kemur ákaflega skýrt fram i lesendabréfi Norðlendings, sem birtist i Timanum i gær. Þar segir: ,,Undanfarin misseri hefur verið lif og fjör i svo til öllum kaup- túnum og sjávarþorpum landsins. Þannig hefur það að minnsta kosti verið þar sem ég þekki til. Unga fólkið, sem áður leitaði svo margt burt, var orðið fráhverft þvi að yfirgefa heimahaga sina, og það var helst húsnæðisskortur sem var þvi þröskuldur i vegi heimafyrir. Við þessu var að sjálf- sögðu brugðist á þann sjálfsagða hátt að fjöldinn allur réðst i að byggja yfir sig þegar atvinnan glæddist og framtiðar- horfurnar heima stórbötnuðu. Nú eru þvi miður ljótar blikur á lofti, og þessar blikur valda þvi, að ég hygg, að næsta fáir muni ráðast i húsbyggingar, ef ekki kem- ur mikil örvun til. Það verður reynt að halda áfram með þau hús, sem i smiðum eru, en nýbyggingar tel ég hætti við, að detti svo til alveg niður. Þannig virðist það vera i þeim þorpum, þar sem ég er kunnugastur.” Bréfritari Timans segir fullum fetum að bygging ibúðarhúsnæðis sé að stöðvast — en hann segir fleira: ,, Við skulum að visu gera okkur vonir um að útgerð og fiskvinnsla lamist ekki. Þar er auðvitað undirstaðan og meginþáttur at- vinnulifsins i minum heimahögum. Samt óttast ég atvinnuleysi á sumum sviðum, — atvinnuleysi af þvi tagi, að það getur orðið mjög afdrifarikt... Ef sá niðurskurður fjárlaga, sem nú er ráðgerður gengur að miklu leyti, jafnvel fyrst og fremst út yfir verklegar framkvæmdir viðsvegar um landið, en ekki rekstrarkostnað þá er vá fyrir dyrum...Verði svo samhliða þessu reynt að ráða bót á atvinnuleysi byggingariðnaðarmanna með stórfram- kvæmdum á vegum hersins á Keflavikur- flugvelli, verðum við úti á landi fyrir- sjáanlega fyrir alvarlegum skakkaföllum. Byggingariðnaðarmennirnir okkar, sem við megum sist við að missa úr samfélagi okkar, munu flytjast burt að þeim eldi, sem betur brennur...Þetta má með alls engu móti gerast”. Undir þetta vill Þjóð- viljinn taka og engu bæta við bréf Norð- lendings öðru en þvi,að einmitt þannig eru viðhorf þúsunda manna sem þessa dagana eru nú að snúa baki við Framsóknar- flokknum til fylgis við Alþýðubandalag - ið. Ef ,,þetta” sem Norðlendingur lýsir á ekki að gerast, verður að velta núverandi rikisstjórn úr sessi, þvi hún er einmitt fjandsamleg raunverulegri byggðastefnu. Tillaga Stefáns Jónssonar Áburðarv erksmið j a fyrir norðan sambandi við Kröfluvirkjun Alþingi ályktar aö láta nú þegár hefja undirbúning að gerð verk- smiðju er nýti orku frá fyrirhug- aðri Kröfluvirkjun til framleiðslu á tilbúnum áburði. Verði verk- smiöjan reist i Norður-Þingeyj- arsýslu, annað tveggja á Kópa- skeri eða við Fjallahöfn, eftir þvi hvor staðurinn þykir heppilegri með tilliti til hafskipahafnar. Þetta er tillaga til þingsálykt- unar sem Stefán Jónsson flytur I Þrettán drepnir Framhald af 12 siðu skæruliðaforingja, sem israelskir útsendarar hefðu drepið i Beirút fyrir tveimur árum. Arásin var skipulögð og gerð af hálfu A1 Fata, fjölmennustu samtakanna i PLO, allsherjarsamtökum pai- estiskra útlaga. t Paris komst Essedin Kalak, aðalfulltrúi PLO þar i borg, svo að orði að PLO myndi halda áfram vopnaðri baráttu gegn Israel, svo lengi sem það riki héldi Palestinu hernuminni og vandamál palestinsku þjóðarinn- ar væri ekki leyst. Kalak tók lika fram að palestinumenn viidu ekki einungis fá aftur hernumdu svæð- in frá þvi i sexdagastriðinu, held- ur og það svæði er tilheyrt hefur tsraelsriki frá stofnun þess. „Við gerum engan greinarmun á Palestinu eftir héruðum,” sagði Kalak. Reuter. efri deild alþingis. Tillögunni fylgir svohljóðandi greinargerð: Nú eru góðar horfur á þvi, að takast muni að leysa úr brýnustu þörf noðlendinga fyrir raforku til húshitunar og annars heimilis- halds með þvi að flýta Kröflu- virkjun og þá fyrst með þvi að fá til afnota þegar á næsta sumri lit- inn hverfil, er nýti orku úr til- raunaborholu, sem þegar hefur verið gerð, en sfðan, þegar á ár- inu 1976, að virkja nýjar borholur fyrir 30 megawatta gufuhverfil, og svo loks á árinu 1977 að tengja annan 30 megavatta hverfil við gufuaflið. Likur benda til þess, að þá sé enn ónytjað mjög mikið gufuafl á Kröflusvæðinu, og að taka megi með sama hætti og til- tölulega litlum tilkostnaði tuga megavatta orku, þannig að unnt verði að nytja raforku á þessu svæði til iðnaðarframleiðslu. Á Kópaskeri eða við Fjallahöfn Nú er svo komið, að mikið vant- ar á að Áburðarverksmiðja rikis- ins i Gufunesi anni áburðarþörf landsmanna. Tilbúinn áburður hefur hækkað svo mikið i verði á sföustu missirum, að til stórvand- ræða horfir, og raunar sýnt að fjöldi bænda stendur nú þegar ráðþrota gagnvart þessu vanda- máli. Lfkur benda til þess að áburðarkostnaður á hvert kfló- gramm af þurrkuðu heyi verðí 11—12 krónur á sumri komanda. Ljóst er að raforku verður ekki variö til hagkvæmari nota, svo að sæmilegt sé, en til áburðarfram- leiðslu, hvort heldur miðað er við innlendan markað eða útflutning, þar eð hér er um að ræða undir- stöðuvöru til matvælaframleiðslu f sveltandi heimi. Það er einnig sýnt, að með skynsamlegri stefnu i virkjunarmálum ættum við að geta orðiðaflögufærir um raforku i þessu skyni i sivaxandi mæli á næstu árum. Ennfremur má telja það auð- sætt af áætlunum, sem gerðar hafa verið um hafnargerð við Grundartanga i Hvalfirði, að okkur á að vera tiltækt lánsfé til hafnargerðar á Kópaskeri eða við Fjallahöfn i Norður-Þingeyjar- sýslu. Þangað er skammt að leiða rafmagn frá Kröflusvæðinu, og brýn þörf fyrir höfn i þágu þjóð- legra atvinnuvega sýslubúa. Yrði hafnargerð á þeim slóðum hin mesta lyftistöng fyrir dreifbýlið, andstætt þvi sem yrði um hafnar- gerð við Grundartanga. Úr reikningum atvinnuleysistryggingasjóðs: 2,8 miljarðar í árslok 1973 Atvinnuleysistryggingasjóöur- inn er einher mesta réttarbót sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram og nú er svo komiö að eng- inn einstakur sjóður er þessum sjóði öflugri. Nýiega barst blað- inu Félagsmál, timarit Trygg- ingastofnunar rfkisins, og þar er skilmerkilega greint frá stöðu sjóðsins á árinu 1973. Höfuðstóll sjóðsins við byrjun þess árs nam 2.802 miljörðum króna og hafði aukist um 384milj. kr. á árinu 1972. Bótagreiðslur á árinu 1973 námu 35milj. kr. en ár- ið áður námu þær 29 milj. kr. Verðbréfaeign Atvinnuleysis- tryggingasjóðs nam 1.942 milj. kr. i árslok 1973. Utgjöld atvinnuleysistrygg- ingasjóðs skiptust 1973 sem hér segir: Atvinnuleysisbætur 35 milj. kr. Eftirlaun aldraðara i stéttarfé- lögum 56 milj. kr. Kostnaður við rekstur sjóðsins 8 milj. kr. Framlag til viðlagasjóðs 80 milj. kr. Til kjararannsóknarnefndar 4,3 milj. kr. Til afskriftasjóðs iðgjalda 5,1 milj. kr. Tekjur sjóðsins 1973 voru sem hér segir: Iðgjöld frá atvinnurekendum 103 milj. kr. Framlag sveitarfélaga 103 milj. kr. Framlag rikissjóðs 205 milj. kr. Tekjur álls voru 573 milj. kr. Meginliðir á efnahagsreikningi sjóðsins við árslok 1973 voru sem hér segir: Eignir: 1 sjóði voru 333 milj. kr. Hjá rlkissjóöi nam eignin 180 milj. kr., hjá innheimtumönnum lágu 291 milj. kr., i verðbréfum átti sjóðurinn 1,8 milj. kr. og i alls- konar útlánum átti sjóðurinn 125 milj. kr., eða eignir alls 2.817 miljónir króna. Skuldamegin er svo höfuðstóll- inn 2,8 miljarðar i árslokin, sem fyrr segir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.