Þjóðviljinn - 23.04.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. april 1975. Margbrotnar reglur tryggja atvinnurekstri skattfrelsi, en auk þess myndast mikill verðbólguliagnadiir „Ég hef leyft mér að flytja til- lögu til þingsályktunar þess efnis að rikisstjórninni verði falið að láta undirbúa frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekju- skatt og eignarskatt með það fyr- ir augum að koma i veg fyrir, að arðvænleg fyrirtæki geti skotið sér undan að greiða tekjuskatt með ýmis konar bókhaldsaðferð- um. Stefnt skal að þvi, að ákvæði um svonefnda flýtifyrningu verði afnumin. Það var upphaf þessarar til- lögugerðar, að i haust fékk ég i hendur skattskrá fyrir Reykjavik 1974. Ég tók mér dálitinn tima til að fletta upp i kaflanum um félög og fór að reyna að áætla hver veltan hefði- verið hjá ýmsum stórfyrirtækjum borgarinnar á siðastliðnu ári. Ég fletti upp á fimm skipafélögum, Fragtskipi h.f., Hafskipi h.f., Jöklum h.f., Vikingi h.f., og Eimskipafél ísl. h.f., en þessi fimm skipafélög höfðuum 2920 milj. kr. veltu á s.l. ári. En þegar athugað var hvað þessi skipafélög greiddu mikinn tekjuskatt til rikisins, kom i ljós að þau borguðu ekki eina einustu krónu, sluppu öll við tekjuskatt”. Ragnar kvaðst hafa orðið for- viða við og tók hann að kynna sér aðrar gerðir fyrirtækja, ef vera kynni að skipafélögin hefðu sér- stöðu. Hann fletti upp á verslunarfyrirtækjum: Garðar Gislason hf, H. Benediktsson hf., Islenski verðlistinn hf., Silli og Valdi sameignarfélag, Slátur- félag Suðurlands hf., Veltir hf., Verslanasambandið hf., Þórður Sveinsson og Co. hf. — þau munu hafa velt um 3.225 milj. kr. á ár- inu 1974 og borguðu ekki eina ein- ustu krónu i tekjuskatt. „Sama reynist vera um fjögur tryggingarfélög, sem hafa tæp- lega 1000 milj. kr. veltu, eða hótelin, sem kenna sig við Esju, Borg og Sögu og hafa samanlagða veltu um 350 milj. kr. Ekkert af þessum fyrirtækjum greiða neinn tekjuskatt.” Við athugun Ragnars kom i ljós að félög sem engan tekjuskatt greiddu i Reykjavik árið 1974 voru um 240 taísins, og eru þá ekki meðtalin félög sem rekin eru i nafni einstaklinga né heldur smáfélög með minna en 1 miljón kr. i ársveltu. Lauslega áætlað var ársvelta þessara 240 fyrir- tækja ekki undir 10 miljörðum króna. Skattlaus i góðæri „Hver eru nú skýringin á þess- um staðreyndum? Hvernig stóð á á skattárinu 1973? Var það virki- lega svona erfitt ár fyrir atvinnu- reksturinn i landinu, að hann hefði ekki efni á að borga neinn tekjuskatt? Nei, staðreyndin er að sjálfsögðu sú, eins og mörgum mun nú kunnugt, að á þessu ári var mikið góðæri rikjandi i landinu. Aðeins einn atvinnuveg- ur i landinu stóö raunverulega illa á þvi ári og það var útflutnings- iðnaðurinn. Aðrar atvinnugreinar stóðu vel.” í þessu sambandi vitnaöi Ragn- ar til skýrslu hagrannsóknar- deildar Framkvæmdastofnunar (nú Þjóðhagsstofnun) um þjóðar búsk'apinn á árinu 1973, en þar kemur fram að hreinn hagnaður i verslun varð verulegur, og um undirstöðuatvinnuveginn segir: ,,A hvaða kvarða sem mælt er, virðist hagur sjávarútvegs á ár- inu 1973 með þvi besta sem gerst hefur”. Ragnar kvað þvi augljóst að flest hinna 240 fyrirtækja hafa haft dágóðan hagnað á árinu 1973 sem þau hefðu getað greitt tekju- skatt af árið 1974, en gerðu ekki. Aðferðir til að komast hjá skatti Ólöglegar aðferðir til að sleppa við skattgreiðslur eru að sjálf- sögðu fjölmargar til, en um þær kvaðst Ragnar ekki ætla að fjalla. Ragnar sagðist aðeins i framhjá- hlaupi geta um tvær aðferðir sem hefðu nokkra sérstöðu. Önnur er sú sem mörg fyrirtæki hafa i hendi sér, að meta vörubirgðir á lágu verði og þannig geta þau velt á undan sér mjög miklum tekj- um, en það er einkar hagkvæmt fyrirtækinu gagnvart skattyfir- völdum á verðbólgutimum. Skyld er aðferð sem tryggingafélög notasamkvæmtsérstakri heimild i skattalögum að leggja til hliðar vegna ógreiddra tjóna eða bóta- greiðslna. í þessum tilvikum eru tekjurnar að visu skattlagðar siðar.en verði um langan tima að ræða frá þvi að tekjurnar verða til og þar til skatturinn er á lagð- ur, er hagnaðurinn mikill vegna þess að skatturinn er þá greiddur i verðminni krónum en giltu við myndun teknanna. 1. aðferð: varasjóður Ragnar Arnalds kvaðst ætla að fjalla sérstaklega um fjórar leiðir til þess að sleppa undan tekju- skatti, en þær byggjast allar á heimildum skattalaganna sjálfra til félaga. I 17. grein skattalaga er fyrir- tækjum heimilað „að leggja I varasjóð 1/4 af hreinum tekjum félaganna áður en tekjuskattur frá árinu áður hefur verið frá- dreginn. Þessi fjórðungur tekna er sem sagt skattfrjáls með öllu. 1 svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Geirs Gunnarssonar um daginn kom fram, að árið 1974 hefðu félög, þá er sem sagt átt við bæði hlutafélög og aðrar félags- einingar, sem með rekstur hafa að gera, þessi fyrirtæki höfðu dregið frá hreinum tekjum slnum áður en skattur var álagður 511 milj. kr. Nú er skattgjaldsstofn á félög 53% og má þvi ætla að rikis- sjóður hafi með þessu heimildar- ákvæði einu látið af hendi 271 milj.kr. til félaga á þessu eina ári eða 781 milj. kr. á fjórum árum, á árabilinu 1971-1974. 2. aðferð: almenn fyrning í öðru lagi ber að nefna al- mennar fyrningareglur. Hámark fymingar er 15% á ýmsum teg- undum lausafjár, þar á meðal vinnuvélum, flutningatækjum, s.s. skipum, vöruflutningabif- reiðum. 12,5% á öðru lausafé,en á fasteignum frá 2 og upp i 8% eftir gerðbyggingarefnis fasteignanna og tegundum þeirra. Þannig eru lægstar fyrningar á steinsteypt- um verslunar- og skrifstofuhús- um, en hæstar á verksmiðjum og verkstæðum eða vörugeymslum, sem byggðar eru úr litt varanlegu efni, eins og tré eða málmum. Ef við á annaö borð viðurkenn- um þá hugsun, sem liggur að baki almennum afskriftareglum, að eigendur eigi að geta lagt til hlið- ar á hverju ári nokkra upphæð sem ekki sé skattlögð og þannig safnist i sjóð jafnvirði eignarinn- ar á sama tima og hún gengur úr sér eða verðurónýt þá verð ég að játa, að mér sýnist að þessar al- mennu fymingareglur séu I gróf- um dráttum ekki óhæfilegar, þ.e.a.s. 12-15% fyrir eignir, sem ekki hafa áætlaðan endingartima nema kannski 6-8 ár, en miklu lægri fyrir varanlegri eignir. En þó virðist mér augljóst, að hæpn- astar eru þessar almennu fymingarreglur varðandi skip, sem má fyrna allt að 90% á fimm árum, að visu ekki nema 60% skv. almennu reglunni, en skip endast eins og kunnugt er að öllu jöfnu i 15-20 ár og eru lengi I háu verði, eru yfirleitt miklu hærri i verði þegar þau eru seld eftir fjögur ár heldur en þegar þau voru keypt og kemur þar að sjálfsögðu fyrst og fremst til verðbólguhækkun. Fyrna lánshlutann líka! Atvinnurekendur hafa löngum kvartað yfir þvi, að vegna verð- bólgunnar væri endurnýjunar- verðmæti eignanna langtum hærra, þegar framleiðslutækið væri endurnýjað en numið hefði upphaflegu kaupverði og fymingarverði á notkunartim- anum, og þar af leiddi, að þeir bæru skarðan hlut frá borði. Ég vil hins vegar leyfa mér að halda þvi fram, að þessi umkvörtun at- vinnurekenda sé ekki að öllu leyti rökrétt. Flest atvinnufyrirtæki eru keypt fyrir lánsfé, a.m.k. að hálfu leyti og oft að 70-90%. Það er að sjálfsögðu ekki rökrétt, að fyrirtæki fái aðstoð úr rikissjóði til þess aö fyrna þann hluta af eignum sinum, sem eru keyptar fyrir lánsfé, enda má að sjálf- sögðu ætla, að þegar atvinnurek- andi kaupir næst atvinnutæki, þá fái hann hlutfallslega ekki minna lánsfé en hann fékk i hið fyrra sinn og hann þurfi þvi raunveru- lega aðeins að fyrna sinn eignar- hlut I atvinnutækinu, eða þannig fyndist manni, að löggjafinn ætti að lita á málið. En svo er ekki. I þessu efni eru lögin ákaflega hag- stæð atvinnurekendum og þvi að sjálfsögðu ljóst, að þeir hafá ekki yfir neinu að kvarta I þessum efn- um. 3. aðferð: verðhækkunarstuðull Er ég þá kominn að þriðju stóru skattalvilnunarreglunni I skatta- lögum, en þetta er reglan i 15. grein skattalaga, 6. málsgrein, um svo nefndan verðhækkunar- stuðul, sem svari til hinna al- mennu verðbreytinga, er átt hafa sér stað á skattaárinu: Verði almennar verðbreytingar til hækkunar á eignum þeim, sem taldar eru i 1. og 2. tölul. a-lið 1. mgr. hér að framan.en það eru sem sagt eignirnar, sem fyrnan- legar eru, er skattþegni heimilt að fyrna slikar eignir sérstakri óbeinni fyrningu, sem reiknuð skal af krónutöiu þeirra fyrninga, sem hann notar á árinu með heimild i 1.-3. tölul. þessarar gr. Skulu þær ákveðnar eftir verð- hækkunarstuðli, sem svarar til hinna almennu verðbreytinga, sem átt hafa sér stað á skattár- inu. Við ákvöröun verðhækkunar- stuðuls fyrir húseignir skal hafa til hliðsjónar breytingar á vfsitölu byggingarkostnaðar, verð- hækkunarstuðul fyrir fyrnan- legar eignir I atvinnurekstri skal einkum miða við verðbreytingar á þeim eignum, sem fluttar eru til landsins. Samkæmt þessu ákvæði hefur fjármálaráðherra nú ákveðið með auglýsingu nr. 381 1974 að verðhækkunarstuðull fasteigna á árinu 1974 skuli teljast hvorki meira né minna en 60% af fasteignum og af lausafé 70% og eru þetta vist langsamlega hæstu tölur sem notaðar hafa verið við ákvörðun þessa verðhækkunar- stuðuls, þvi að hann mun hafa verið á árinu 1973 aðeins um 10% En þetta táknar sem sagt, að fyrning á lausafé, sem er sam- kvæmt lögum að hámarki 15% á ári, hækkar um 70% til viðbótar, og fyrning af vinnuvélum, flutningatækjum og skipum er þvi I reynd á árinu 1974 25,5% og af ööru lausafé rúm 21% Ég vek á þvi athygli, að þessi stórfelldu hlunnindi, sem fela i sér afsal ri'kissjóðs á hundruðum milj. kr. á þessu ári koma at- vinnurekstrinum til góða til viðbótar varasjóðsheimildinni, almcnnu fyrningunni og flýtifyrningunni 4. aðferð: flýtifyrning Akvæðin um flýtifyrningu eru i b-lið 15. greinar skattalaga og kveður svo á um að til viðbótar fyrrnefndum fyrningarreglum sé heimilt að fyrna eignir um 30% af heildarfyrningarverði þeirra á 5 árum, eða um 6% á ári. Það var eitt af seinustu verkum „við- reisnarstjórnarinnar” að setja flýtifyrninguna inn i skattalögin. Hún var þá ótakmörkuð og gat orðið 30% á einu ári, en sú lag- færing fékkst fram i tið vinstri stjórnarinnar, að flýtifyrningin var bundin að hámarki við 6% á hverju ári. Þessi fyrningarheimild bætist við þær afskriftarheimildir, sem áður eru nefndar og eins og sjá má af þeim tölum, sem ég hef dregið hér fram, þá geta fymingar ýmissa eigna, þ.á m. vinnuvéla, bifreiða, krana, skipa, bæði fiskiskipa og flutningaskipa, numið tæplega 32% á einu einasta ári, þegar allar þessar heimildir koma saman. Nú er það svo að eignir má fyrna allt að 90% sam- tals,þegar allt er talið ár eftir ár og samkvæmt þessum heimildum er þvi hugsanlegt, að eign sé fymd að fullu á aðeins þremur ár- um. Til þess þyrfti verðbolguþró- unin að vera býsna ör, en hitt er sjálfsagt mjög algengt og næstum að segja regla, að eignir séu fymdar á nokkuð lengri tima, enda ekki vist, að þörf sé á þvi að nýta fyrningarheimildir til fulls á hverju ári til þess að fyrirtækið geti losnað við skatta. Það mun þvi vera mjög algengt, að lausafé sé að fullu fyrnt á 4-6 árum. Byrjar að fyrna á nýjan leik Nú kynni einhver að segja sem svo, að þegar 4-6 ár eru liðin, þá sé atvinnurekandinn i raun og veru búinn að spandera öllum þessum fyrningarheimildum, fá út á þær tekjuskattslækkanir miklar og nú sé hann í raun og veru búinn að eyða öllum forðan- um og verði að sæta þvi að fá eng- ar afskriftir á eignir sinar á árun- um, sem þar fylgja i kjölfarið. Hann þurfi þvi að borga mikla skatta og standi sem sagt alger- lega berskjaldaður gagnvart tekjuskattsálagningunni svo fremi að hann hafi þá ekki verið að bæta raunverulega við sig nýj- um eignum. En þeir, sem þetta halda, hafa ekki áttað sig á heild- arsamhengi þessa máls. Ef eign- in er þess eðlis, að auðvelt er að selja hana, þá á atvinnurek- andinn enn einn leik á borði. Hann sem sagt selur eignina og kaupir sér aðra eign jafnverðmæta eða dýrari, hvort sem þessi eign, sem hann kaupir i staðinn, er notuð eða ný, þá heimilast honum að byrja afskriftirnar á nýjan leik af fullum krafti, eins og ekkert hafi gerst. Skipti eftir 4 ár Ég hef nýlega gert þá fyrir- spurn hjá skattayfirvöldum, hvort það sé virkilega hugsan- legt, að tveir útgerðarmenn, sem báðir hafa eignast fiskiskip fyrir t.d. 150 milj. kr. hvor um sig og báðir hafa afskrifað skip sin á 4-5 árum að 90% og hafa þannig sloppið hugsanlega við að greiða tekjuskatt, sem nemur 135 milj. kr. hagnaði hvor um sig, hvort þessir menn geti raunverulega séð sér leik á borði að hafa skipti á skipum i þeim tilgangi að geta byrjað að afskrifa hvor um sig á nýjan leik. Ég fékk þau svör, að þetta væri vel hugsanlegt og I sjálfu sér ekkert þvi til fyrirstöðu, sbr. e-lið 7. gr. skattalaga um skattskyldan ágóða af sölu fymanlegs lausafjár, sem bindur skattskylduna við 4 ár. Sá, sem þetta ætlar að gera, verður að biða i 4 ár með að selja skipið og skipta á þvi við einhvern annan. En eftir 4 ár er hann kannske bú- inn að fyrna fyrra skipið um 90% og þá getur hann skipt og byrjað svo á nýju skipi sem væntanlega er allmiklu dýrara en það fyrra og afskrifað það af fullum krafti. Á að skila en fær smugu Eins og ég hef hér nefnt þarf seljandi skipsins ekkert að greiða I skatt af söluhagnaði eftir fjögurra ára eignarhald. En það skal að visu tekið fram, til þess að öllu sé nú til skila haldið, að lögum samkvæmt á hann að greiða skatt af flýtifyrningunni, Ragnar Arnalds. Framsöguræða Ragnars Amalds með tillögu um skattalagabreytingar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.