Þjóðviljinn - 23.04.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Side 13
Miðvikudagur 23. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 sem eru sem sagt 30% af þessum 90, sem ég nefndi hér áðan. Hann á að skila til baka þeim skatta- fvilnunum, sem liggja í þvi að hann hefur notað flýtifyrninguna til að sleppa við skattgreiðslu. En af þvf að það má heita öruggt mál, að útgerðarmaðurinn er nú ekki sérlega hrifinn af þvi að þurfa að standa skil á þessu fjár- magni, þá hefur verið séð fyrir enn einni smugu i skattalögum til að koma I veg fyrir það, að hann þurfi nokkurn tima að standa skil á skatti af þessum 30% einnig. Ef hann kaupir annað skip, sem væntanlega er i verðbólguþjóð- félagi miklu dýrara heldur en skipið, sem hann var að fyma, þá heimilast honum að láta þessar afskriftir,sem hann átti að greiða skattinn af, ganga upp i nýjar fymingar, sem geta numið, eins og hér hefur verið sagt, allt að 31,5% á árinu 1975, þannig að það má heita harla óllkiegt, að hann borgi nokkurn tima nokkurn skatt, ekki heldur af flýtifyming- unni. Skýring á skipasölum Þessi furðulegu fyrningar- ákvæði verða að sjálfsögðu enn fáránlegri i ljósi þess, að lána- fyrirgreiðsla til skipakaupa er 85- 90% og lánin eru veitt til allt að 18 ára. Eftir 4 ár, þegar skip er að fullu fyrnt, hefur eigandinn sjálf- ur aðeins greitt 30-34% af and- virði skipsins, en þá selur hann mjög oft skipið og afgangurinn af verði skipsins er raunverulega i eigu opinberra sjóða, en hann hefur sjálfur fengið að njóta þess hagnaðar, sem fólginn er I af- skriftum af þeim hluta skips- verðsins einnig. Við þennan þátt málsins er svo þvi einu aö bæta, að þaö er alkunn staðreynd I þjóðfélagi okkar, aö skip eru seld eftir 4-5 ár, og má heita frek- ar regla, aö svo sé, og þarf þvi enginn að vera neitt undrandi á þvi, af hverju það stafar. 2.000 miljóna hagnaður af fyrningarreglum Ef við gerum tilraun til þess að meta þann heildarhagnaö, sem fyrirtæki hafa árl. af fyrningar- reglum, þá verðum við að lita á opinberar tölur um brúttóhagnað fyrirtækja, áöur en greiddur er skattur og áður en afskriftir eru reiknaöar. Samkvæmt upplýsing- um Þjóðhagsstofnunar var brúttóhagnaður allra fyrirtækja I landinu á árinu 1973 um 5.100 milj. kr. Þar af var hagnaður i iðnaði að undanskildum sements-. áburðar- og áliðnaði 1506 milj., I fiskiðnaði 2117, i smásöluversíun 567, I heildsöluverslun 571 og i sjávarútvegi eða útgerð 361, sam- tals gera þetta 5122 milj. kr. Ef skattar væru greiddir af hagnaðinum, eins og hann kemur fyrir, þá heföu tekjuskattar átt að vera á árinu 1974 2700 milj. kr. En samkvæmt upplýsingum sömu stofnunar er talið, að tekjuskattar félaga hafi numið rúmum 700 milj. kr. á árinu 1974, sem sagt, munurinn er hvorki meira né minna en 2.000 milj. kr. Að sjálfsögðu er munurinn fólginn I þessum fyrningar- og Ivilnunar- reglum, sem ég hef hér rakið, og mönnum til fróðleiks er rétt að skýra hér frá þvi, hvernig hlut- föllin eru i grófum dráttum. Eins og ég hef áður tekið fram, námu varasjóðsheimildirnar á árinu 1973 511 milj. kr., en afskriftir 2.550 milj. og þó að manni finnist að visu, að skatturinn ætti að gefa þá eilltiö meira, þvi að mis- munurinn á brúttóhagnaöi, af- skriftum og varasjóðsheimildum er sem sagt rúmlega 2.000 milj., skatturinn ætti þá að vera liðlega 1.000 milj., þá virðist vera, að samkvæmt áætlunum um inn- heimtan skatt, þá nemihann ekki nema liðlega 700 milj. kr. og kann ég nú ekki að gera grein fyrir þvi i hverju þessi munur kann að vera fólginn, en mér dettur i hug i fljótu bragði, að hann liggi I þvi, að skatturinn er að sjálfsögðu ekki lagður á skatta fyrra árs og má vera, að þeir séu sem sagt i þessari tölu.En það er eitthvað, sem veldur þessum 300 milj. kr. mun. Upp úr stendur, að ef lagður væri á 53% tekjuskattur á brúttó- hagnað fyrirtækja i landinu, þá ætti sá skattur að nema 2.700 milj. fyrir skattárið 1973, en hann nam aðeins rúmum 700 milj. kr.” Heimildir fœreyinga til veiða við Island Afnotaréttur þéttbýlisbúa af landinu 1 miljarður á móti 36 Ragnar Arnalds kvaðst ætla að menn þyrftu ekkert að efast um þaö að fyrirt. bæru óeðlilega lit- inn hlut af skattbyrðinni i land- inu. A árinu 1975 er svo áætlað i fjárlögum að tekjuskattur á ein- staklinga nemi 6 miljörðum, toll- ar 12 miljörðum og söluskattur 18 miljörðum, samtals 36 miljarðar. En tekjuskattur á félög er áætlaður 1 miljarður. En enginn efi væri á þvi að tekjuskattur félaga yrði enn minni en þetta ef engar ráðstafanir væru gerðar nú til að breyta þeim fyrningarregl- um sem hann hefði gert grein fyr- ir. Hins vegar væri ekki að finna I rikisreikningi tölur um raunveru- legan skatt félaga, og hefði hann þvi orðið að styðjast við áætlaðar hagtölur. Bókhaldsrannsókn. „Annar þátturinn I þings- ályktunartillögu minni — sagði Ragnar — er að fram fari sérstök rannsókn á bókhaldi, birgðasöfn- un og eignaaukningu þeirra hundraða fyrirtækja, sem höfðu meira en 5 milj. kr. i ársveltu á árinu 1973, en fengu þó engan tekiuskatt samkvæmt skattskrá ársins 1974. Ég er sannfærður um það, að margt muni koma i ljós við þessa rannsókn, sem mönnum var ekki áður ljóst, og ég lit svo á að nauðsynlegt sé að gera slika rannsókn til þess að átta sig þvi, hvemig fyrningareglum verður hagað I framtiöinni. Hvað er verðbólgugróði? Tillaga min felur i sér að flýti- fymingin sé þegar i stað afnumin, og er þá rannsóknin fyrst og fremst auövitað við það miðuð, að fymingarreglurnar verði að öðru leyti teknar til athugunar og þeim skipað á nýjan veg að endur- skoðun lokinni, þegar þeirri rann- sókn er lokið. Ég er sannfærður um það, að rannsókn af þessu tagi mundi leiða i ljós, fleira heldur en það, hvernig fyrirtæki hafa hagnast á afskriftareglum. Eitt af þvi, sem vinnst við slika rann- sókn er það, að fá mætti hugmynd um hinn mikla verðbólgugróða, sem Islensk fyrirtæki taka til sin i skjóli verðbólgunnar. Óþarfi ætti að vera að gera hér grein fyrir þvi, hvers eðlis sá gróði er, sem kenna má við verðbólgu. Verðbólgugróöi verður til, þegar eign, sem keypt er með lánafyrir- greiðslum, hækkar hlutfallslega miklu örar i verði en áhvilandi lán, þegar höfð er hliðsjón af vaxtagreiðslum og hugsaniegu visitöluálagi eða gengishækkun- um lána. Verðbólgugróðinn er sem sagt ævinlega tengdur lánum eða skuldum I beinu eða óbeinu formi, að sá, sem á skuldlausa eign, hagnast ekkert á þvi einu að eign hækki I verði. 50-70% hækkun Samkvæmt lauslegri áætlun, er ég hef reynt að gera, um lán, óverötryggð og án gengis- tryggingar úr bönkum og lána- sjóðum, virðist mér, að þau hafi numið milli 20-22 miljörðum kr. á árinu 1974, milli 20 og 22 þús. miljaröar á árinu 1974. Þvi miður hef ég ekki nákvæmar upplýsing- ar um heildarupphæð útistand- andi lána úr bönkum eða öðrum innlánsstofnunum eða úr fjár- festingarlánasjóðum eða lifeyris- sjóðum. En af fyrirliggjandi opin- berum upplýsingum virðist mega ætla, að upphæðin sé einhvers staöar milli 80 og 90 þús. milj. kr. A árinu 1974 hækkaði verðlag á fasteignum og lausafé um 50-70%. Það ætti þvi ekki neinn að þurfa að fara i grafgötur um það að veröbólgugróði á þessu eina ári, 1974, hefur verið gifurlegar. Ég vil að lokum segja það að með afnámi flýtifyrningar, með endurskoöun fyrningareglnanna, og sérstaklega með afnámi veröhækkunarstuöulsins, og þar að auki með þvi að skattleggja nokkurn hluta af þeim verðbólgugróöa.sem nú myndast á ári hverju oftast með tilstyrk rikisbanka og opinberra fjár- festingarsjóða, mætti alveg vafa- laust draga verulega úr skatta- álögum á alþýðu manna. Tel ég aö sérstaklega komi til álita að fella niður söluskatt á ýmsum nauðsynjavöruin og draga þannig úr veröbólgunni. Rikisstjórnin hefur lagt fyrir alþingi tillögu þess efnis að þingiö staðfesti niðurstöðu viðræðna um heimildir færeyinga til fiskveiða við island svo sem greinir i yfir- lýsingu sem undirrituð var 22. febrúar sl. Þaö voru fulltrúar islensku rik- isstjórnarinnar og landsstjórnar- innar i Færeyjum sem tóku þátt i viðræöunum, og var niðurstaða viöræðnanna sú, að skipum sem skrásett eru i Færeyjum skuli heimilar fiskveiðar við Island innan 50 milna landhelginnar á takmörkuðum svæðum og timum mismunandi eftir þvi um hvers konar fiskveiðar er að ræða. Handfæraveiðar skulu heimilar með tima- og svæðisbundnum takmörkunum. Varðandi linu- veiöar og togveiðar eru einnig takmarkanir á fjölda skipa og veiöileyfin eru bundin við tiltekin skip. Frá 1. júli þessa árs skal heildarafli færeyskra skipa á Is- landsmiðunum eigi fara fram úr 20 þúsund lestum á ári. Meðfylgjandi uppdrættir skýra veiöiheimildirnar nánar. Hjúkrunar- frœðingur Komið er fram stjórnar- frumvarp þar sem lagt er til að tekið verði upp starfsheitið hjúkrunarfræðingur yfir þann eða þá sem lokið hefur prófi frá hjúkrunarskóla, en þeim sem þess óska skuli þó eftir sem áður heimilt að nota starfsheitin hjúkrunarkona eða hjúkrunarmaður. Frumvarpið mundi, ef að lögum verður, breyta starfs- heitum i hjúkrunarlögum þeim sem samþykkt voru á sl. ári til samræmis við ofan- greint. Þannig yrði starfs- heitið hjúkrunarfræðingur lögverndað fyrir þá sem lokið hafa námi i hjúkrunarfræðum, en gömlu starfsheitin njóta þó sömu lögverndar og áður. Fjórir þingmenn úr jafnmörg- um flokkum leggja fram tillögu i frumvarpsformi þess efnis aö laxveiði i sjó verði skilyrðislaust bönnuð og jafnframt fái ráðherra heimild til að takmarka eða banna veiði göngusilungs i sjó. Flutningsmenn frumvarpsins eru Steingrfmur Hermannsson, Jón Árm. Héöinsson, Helgi F. Seljan og Oddur Ólafsson. Segja þeir I greinargerð að frumvörp samhljóöa þessu hafi verið flutt i fyrra og árið þar áður en ekki oröið útrædd. Eins og kunnugt er, hefur það verið yfirlýst stefna fslendinga að leyfa ekki laxveiði i sjó. Frá þess- ari meginstefnu hefur þó verið vikið með undanþáguákvæði i lögunum um lax- og silungsveiði. Undanþáguákvæði þetta nær i framkvæmd aðeins til örfárra að- ila I landinu. 114. gr. laganna um lax- og sil- ungsveiði er þessi heimild orðuð þannig: „Nú hefur laxveiði i sjó verið metin sérstaklega til dýrleika i Sex þingmenn allra flokka flytja tillögu: „Alþingi áiyktar að skora á rikisstjórnina að hefja fasteignamati þvl, er öðlaðist gildi árið 1932, eða tillit hefur ver- ið tekiö til hennar við ákvörðun fasteignaverðs i þvi mati, og er þá sú veiði leyfileg”. Nú er lagt til að fella niður þessa heimildarreglu. Þýöingarmikið er, að stefna is- lendinga sé skýr og án undan- tekninga i þessum efnum. Mikill ágreiningur er i ýmsum löndum um veiði á laxi i sjó, og um reglur varðandi slikar veiðar er oft tek- ist á æðihart á erlendum vett- vangi, m.a. i fiskveiðistofnunum, sem islendingar taka þátt i. Það veikir aðstöðu okkar is- lendinga varðandi þessi mál að hafa f okkar lögum undanþáguá- kvæði, sem heimila laxveiðar i sjó. Undanþáguregla þessi veikir einnig mjög aðstöðu til að halda uppi ströngu eftirliti með neta- veiðum I sjó i nánd við veiðiár, en eins og kunnugt er, eru deilur um slikar veiðar algengar. Undanþága til laxveiða i sjó hefur staðið svo lengi, að ekki sýnist nein ástæða til að halda henni lengur. undirbúning að þvi, að skipulögð verði sumarbústaðalönd á rikis- jörðum til afnota fyrir þéttbýlis- búa, og láta semja frumvarp að lögum um þetta efni, sem lagt verði fyrir næsta Alþingi." Það eru þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, Pálmi Jónsson, Bragi Sigurjónsson, Magnús Kjartans- son, Magnús Torfi Ólafsson og Stefán Valgeirsson sem flytja til- löguna. Igreinargerð segja þeir: Allmiklar umræður fara nú fram um eignar- og afnotarétt af landi, um landvernd og landnytj- ar. Kaupstaðabúar gera þá kröfu að fá óhindraðan aðgang og afnot af ónytjuðu landi, en jafnframt þrá þeir flestir að hafa til einka- afnota landsspildu, þar sem þeir geta byggt sér sumarhús og dval- ist i fristundum. Hefur þetta leitt til þess, að verðlag á eftirsóttum sumarbústaðalöndum hefur hækkað verulega. Rikið á nú um 900 jarðir, sem margar hverjar eru litt eða ekki nytjaðar. Viða á þessu landi eru hin ákjósanleg- ustu skilyrði til útivistar og sum- ardvalar, sem eðlilegt er að heimila alþýðu að hagnýta. Deilur þær, sem sprottiö hafa um afnotarétt lands, ættu að leiða til þess, að leitast yrði við að sætta sjónarmiðin, og að þvi mið- ar tillaga þessi. Hún gerir ráð fyrir, að landsmönnum öllum verði gert kleift að hafa til einka- afnota nokkurt land, sem jafn- framt kynnu að fylgja þær kvaðir, að leigutaki tæki þátt i ræktun nærliggjandi landssvæða, gróður- setningu trjáplantna, fiskrækt o.s.frv. Að sjálfsögðu yrði samráö haft við Náttúruverndarráð. Þá er og ljóst, að þessar aðgerðir mundu stemma stigu við óhóf- legri hækkun verðlags sumarbú- staðalanda, sem ýmsum vex þeg- ar i augum. Hér er þvi um að Framhald á 15. siðu. Bann við laxveiði í sjónum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.