Þjóðviljinn - 02.08.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 02.08.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1975 Laugardagur 2. ágúst 1975 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Leiðangurinn hjá Lolla. Karl Hjelm lýsir fjallahringnum og örnefnum, en Stefán Þorleifsson gætir þess (t.h.) að enginn fari sér að voða. Nokkrar frumlegar skýringar komu fram um mcrkingu örnefnisins Lolli og ekki allar prenthæfar. NORÐFIRÐINGAR í GÖNGUFERÐ A eyðibýlinu Hellisfjarðarseli. Bjarni Þörðarson að flytja fróðleiksþátt á meðan aðrir grynnka á nestinu. A leið niður I Hellisfjörð. Hér iðkar hver með sinum hætti „samræmt göngulag iornt”. Þótt I mörg horn sé að lita við hefðbundna atvinnu og uppbygg- ingu i Neskaupstað á þessu sumri, hafa menn fundið stund og stund til aö njóta veðurblíðu á siðustu vikum, sem hafa veriö sólrikar i suðrænum blæ eins og oft gerist á Austurlandi. Við upphaf þessa sólmánaðar, nánar tiltekið sunnudaginn 29. júni, var efnt til gönguferðar yfir i Hellis- f jörð, sem er næsti fjörður og nú I eyði. Alþýðubandalagið i Nes- kaupstað átti frumkvæðið að þessari „landkönnun”, en leiöangursmenn, sem urðu um 50 talsins, voru engan veginn i takt I pólitiskum þanka; ungir og gamlir með ólikar skoðanir og viöhorf blönduðu geði i góðviörinu þennan sunnudag og skildu amstur eftir heima. Bæjarstjórinn og kaupstaðurinn. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, stendur hér á mörkum eyöibýlisins Borga og Grænaness, en handan fjarðar er Neskaupstaður. Inn með Búlandi sunnar Norðfjarðar. Bagall rls hæst I f jallsegginni inn af fjarðarbotni. Horft inn Hellisfjörð með Lakahnaus fyrir botni og Glámsaugu við Nóntind. Það er fariö að togna úr lestinni á leið út á Götuhjalla. Jóhann Eyjólfsson, 78 ára, var elsti göngugarpurinn og kannaðist vel við þessar slóöir, ólst upp I Sandvik en átti heima i Hellisfjarðarseli á dögum fyrra strfðsins. Ferðin hófst þó i eins konar bil- ferju við Grænanes, þar sem öflugur vörubill (i eigu annars bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins) ferjaði hópinn yfir Norð- fjarðará i tveimur ferðum á palli en mikill vöxtur var i ánni sem hafði verið sundriðin þarna að sögn kvöldið áður. Frá Grænanesi var gengið þvert á brattann upp á Hellisfjarðarskarð i rösklega 500 metra hæð yfir sjó og þar kastað mæðinni. Gr skarðinu var gengið inn og niður i Hellisfjörð að Hellisfjarðarseli, sem var innsta býli af 4 eða 5, sem um skeið voru i firðinum. 1 rústunum á Seli flutti Bjarni Þórðarson leið- angrinum fróðleiksþátt um sögu byggðar i firðinum og rakti ættir manna þaðan út og suður, en ýmsir norðfirðingar telja sig kyn- borna hellisfirðinga. Siðan voru gengnar með bæjum gamlar slóðir út að Sveinsstöðum, og þar m.a. skoðaðar leifar af norskri hvalstöð, sem átti hér sina eyri i byrjun aldarinnar, eins og viða á Austfjörðum. Við Sveinsstaði skildu leiðir, þvi að um þriðj- ungur göngumanna sté þar um borð i fleytu Halldórs Þorsteinssonar, kannski orðnir ögn þreyttir i kálfa og ökklum eöa hræddir um að missa af sjón- varpsspjalli við Sverri Kristj- ánsson um kvöldið. Meirihlutinn gekk hins vegar Götuhjalla út fyrir Hellisfjarðarmúla og til baka að Grænanesi. Fæst á þeirri leið hið ágætasta útsýni til byggðar og fjalla við Norðfjörð, og góð æfing i að feta um bratta skriðu á kafla. Þessi ferðasaga verður ekki rakin hér nánar, en nokkrar myndir segja sitthvað af þvi sem á vantar. í lokin má geta þess, að Alþýðu- bandalagið i Neskaupstað efnir til annarrar ferðar 10. ágúst næst- komandi i það sinn i rútubil upp á gamlan máta og verður ekið til Héraðs og haldið um „hring- veginn skemmri” umhverfis Löginn. Ef til vill slást alþýðu- bandalagsmenn i næstu fjörðum með i hópinn, en þátttaka er tak- mörkuð við stuðningsmenn og skyldulið þeirra, þar eð farkostur er takmarkaður. Þetta er enn i deiglu, en verður auglýst fljótlega hér i Þjóðviljanum og i Austur- landi 1. ágúst. Norðfjaröarsveit og inn af Seldalur (til vinstri) og Fannardalur (t.h.).en Hólsfjall ris i 1000 metra hæð á milli fyrir miðri mynd.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.