Þjóðviljinn - 02.08.1975, Page 10

Þjóðviljinn - 02.08.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1975 Rœtt við Júníus Kristinsson sagn- frœðing, sem rannsakað hefur sérstaklega Vesturheimsferðir frá Vopnafirði Þriðjungur vesturfara var úr Múlasýslum Júníus Kristinsson er einn þeirra sagnfræðinga, sem valið hafa sér að rannsóknarefni fólksflutn- ingana frá íslandi fil Norður-Ameríku. Június stundaði nám í sögu og ís- lensku við Háskóla íslands og hóf þá rannsóknir á vesturheimsf erðum is- lendinga og þá einkum þeirri hlið þeirra er sneri að islendingum hér heima. Sérstaklega hefur Júníus í þessu sambandi rannsakað byggðaþróun í Vopnafirði og fólksflutninga þaðan. Þjóðviljinn átti fyrir skömmu tal við Júníus um það, sem athuganir hans hafa leitt í Ijós. — Að BA-prófi loknu fór ég fljótlega að svipast um eftir rit- gerðarverkefni og þar kom leit- inni að ég staðnæmdist við vesturheimsferðir islendinga, sem ekki hafa verið rannsakaðar mikið hérna megin hafsins, þótt töluvert hafi veriðskrifað um þær i Ameriku, sagði Június. — Þau skrif hafa auðvitað mest verið út frá sjónarmiði vesturislendinga, þvi lýst sem gerðist fyrir vestan hafið en minna tildrögum þessara ferða hér á Islandi. Mér varð fljót- lega ljóst að þetta verkefni var afskaplega yfirgripsmikið og mjög margþætt. Það mátti túlka út frá efnahagslegum, félagsleg- um og tæknilegum forsendum og jafnvel finna á þvi sálfræðilegar skýringar, þegar komið væri niður i ákvörðun einstaklingsins um það, hvort hann ætti að fara eða ekki. Þannig mætti lengi telja. Ég sá fljótlega að það yrði aö þrer.gja efnið töluvert mikið til þess að hægt yrði að komast að niðurstöðu, sem ekki væri alltof almenns eðlis. Þá lá beinast við að finna eitthvert hæfilega af- markað svæði i landinu, hæfilega fjölmennt og viðráðanlegt, þar sem hægt væri að gera það sem kallað er grasrótarathugun. Vopnaf jörður ýkt dæmi — Og hvaða svæði varð fyrir valinu? — Ég staðnæmdist fljótlega við Vopnafjörð, og liggja fyrir þvi margar ástæður. Fyrst má nefna að Vopnafjörður er mjög vel af- markaður landfræðilega, þangað fór mikill fjöldi af fólki til Ame- riku, og i Vopnafirði kom einkar glöggt fram sú byggðaþróun, sem mjög gætti á Norðausturlandi á nitjándu öld. Þar á ég við útfærslu byggðarinnar upp til heiða og svo þéttbýlismyndunina á siðustu áratugum aldarinnar. — Er Vopnafjörður dæmigerð sveit hvað vesturferðirnar sncrt- ir? — Það má frekar segja að Vopnafjörður sé ýkt dæmi, þar sem þessir flutningar voru miklu stórfelldari þaðan en frá nokkurri annarri jafnstórri sveit, sem mér er kunnugt um hér á landi að minnsta kosti og jafnvel þótt viðar væri leitað. Ég réð það af að lita á þessa flutninga og reyna að túlka þá sem hluta af byggðarþróun, sem orðið hafði i Vopnafirði allt frá byrjun nitjándu aldar, og þá einn- ig sem liö i demógrafiskri þróun i héraðinu, en demógrafia fjallar um vöxt og viðgang mannfólks- ins, fæðingu og dauðsföll, gifting- ar og flutninga af ýmsu tagi. Verkefni mitt var sem sagt iand- fræðilega bundið við Vopnafjörð, sérstaklega á timabilinu frá 1876 til 1893, og efnislega bundið við byggðaþróun og demógrafiska þróun á þessu svæði. Mjög ör fólksfjölgun — Hverjar voru ástæðurnar til þess að svo margt fólk fluttist frá Vopnafirði? — Byggðarþróunin skýrir þetta á vissan hátt, þvi að flutningarnir voru liður i byggðarþróuninni, þótt byggðin færðist út fyrir sveit- ina og landsteinana. Um 1820 voru ibúar i Vopnafirði um fjögur hundruð, en fjölgaði mjög ört næstu áratugi. 1820—1860 var mannfjölgunin yfirleitt miklu ör- ari á austanverðu landinu en i öðrum landshlutum, og i Vopna- firfji var mannfjölgunin sérstak- lega mikil, jafnvel i samanburði við nágrannasveitirnar. Þessi aukni mannfjöldi i sveitinni þurfti auðvitað að skapa sér einhverja bólfestu, en þar sem Vopnafjörð- ur var framan af öldinni nær hreinræktað landbúnaðarhérað, var eina úrræðið byggðaraukn- ing, sem kom fram á tvennan hátt. — llvernig? — 1 fyrsta lagi sem margbýlis- myndun. Það varð margbýlla á bæjum. Þar sem áður hafði verið einn ábúandi urðu þeir kannski þrir eða fjórir. 1 öðru lagi kom byggðaraukningn fram i þvi, að numin voru heiðarlönd upp af Vopnafirði. Þetta er raunar liður i þróun, sem varð viðar á þessum slóðum, til dæmis i Þistilfirði, á Jökuldalsheiðinni og viðar á Norðurlandi. Þarna eru sums- staðar möguleikar til að færa út byggðina, að minnsta kosti þegar gott er i ári, möguleikar, sem i öðrum landshlutum gáfust siður eða voru minna nýttir. Fólki fjölgaði mjög mikið á Vopnafirði á timabilinu 1820—1860, og kom sú fólksfjölgun fram á tvennan hátt. Annars vegar var viðkomun i sveitinni mjög mikil, frjósemin afskapleg. Fæðingar voru tölu- vert tiðari en i landinu að meðal- tali, en dauðsföll undir meðallagi. I öðru lagi var flutningajöfnuður- inn mjög hagstæður; fleira fólk fluttist til Vopnafjarðar en burtu þaðan aftur. Á þessum fjörutiu árum fjölgaöi ibúum Vopnafjarð- ar úr um það bil fjögur hundruð upp i nærri þúsund, en á sama tima fjölgaði landsmönnum öll- um úr tæpum fimmtiu þúsundum upp i sextiu og sjö þúsund. Af þessu sést, að i Vopnafirði hafa á þessu timabili verið sérstaklega góðir afkomumöguleikar. ófrískur aldurspýramídi — Hvað kom af stað þessari þróun? — Hér er um mjög samverk- andi eða gagnvirk öfl að ræða, sem öll stuðla að ákveðinni þróun. Fyrst skulum við beina athygl- inni að demógrafiunni. Það er yfirleitt regla hvar sem er i heim- inum aö geysimikil mannfjölgun verður fyrst eftir að harðindum slotar. Þetta varð raunin i Vopna- firði eftir Móðuharðindin og reyndará landinu öllu. Fæðingar- talankringum aldamótin 1800 var m jög há. Þá fæddist afar mikið af börnum, og 1825-30 var þvi i Vopnafirði óvenjumikill fjöldi fólks á giftingar- og æxlunaraldri. Við getum virt þetta fyrir okkur sem pýramida og raðað fólkinu þannig upp að yngstu aldurs- flokkarnir séu neðst. Venjulegur aldurspýramidi er reglulegur i lögun, afföllinn verða smámsam- an meiri eftir þvi sem ofar dreg- ur. En við gætum sagt, að aldurs- pýramidi vopnfirðinga á þessum tima hafi veriö ófriskur, þvi að hann er sverastur um miðjuna. Það bepdir til þess að i vændum hafi verið mikið viðkomuskeið. Svo varð lika og það hélst i hend- ur við margbýlismyndunina, sem ég talaði um áðan. Nákvæmlega sama sagan endurtók sig upp úr miðri öldinni. Þá voru börn hinna velskipuðu aldursflokka frá aldamótaárunum að komast á giftingar- og æxlunaraldur; þetta var eins og snjóbolti, sem hlóð utan á sig. Og á þessu skeiði ann- arrar kynslóðar frá Móðuharð- indum teygist byggðin upp á heiðarlöndin. Þetta var hið eina tiltæka úrræði fólksins i þessu landbúnaðarsamfélagi, Vopna- firði, ef það vildi skapa sér lifsaf- komumöguleika i þéttsetinni sveit. Hörmungatímabil — Þetta var á árunum 1850—1860? Já. En upp úr 1860 hefst djúp- stæð vistkreppa i Vopnafirði, fæð- ingum fækkar og þarna verður svo mikill manndauði, að þvi er ekki likjandi við annað en verstu hörmungartimabil á átjándu öld. Ein helsta ástæðan er liklega sú að um 1860 verður veðurfars- breyting, þannig að það fara að koma hörð og ill ár. Frá 1820 og framundir 1860 virðist hafa verið mjög gott i ári viðast hvar á land- inu. Um Vopnafjörð og önnur svæði á landinu norðaustanverðu virðist þvi vera þannig háttað, að þar er gott undir bú þegar vel ár- ar. Þá er féð vænt þar og fólk virðist komast vel af, jafnvel það sem býr alveg við mörk þess byggilega, eins og á heiðabýlum. Þegar svo harðnar i ári, þó ekki sé nema litið, þá verður óbyggi- legt eða svo uppi á heiðunum. Það er þetta, sem gerist að mér sýnist i Vopnafirði um þetta leyti. Enda fer byggðin i Vopnafirði þegar að dragast saman upp úr 1860 og fólkinu að fækka, áður en nokkrar Vesturheimsferðir hófust. Það má þvi segja að fólksflutn- ingarnir til Ameriku hafi byrjað áratug of seint, að minnsta kosti hvað vopnfirðingum viðkom. Vesturferðirnar hefjast ekki hér að ráði fyrr en upp úr 1870, svo að fólk varð að berja ofan af fyrir sér eftir þvi sem það best gat hér heima. Það tókst ekki i Vopna- firði, og fólkið dó. Hefði það úr- ræði verið tiltækt strax um 1860 að flýja landið, hefði það að lik- indum bjargað mörgum kotungn- um, sem annars varð undir. Þúsund vopnfirðingar f luttu á rúmum 30 árum — Hvernig var ástandið i Vopnafirði við upphaf Vestur- heimsferðanna? — Upp úr 1870 var aldurspýra- midi vopnfirðinga aftur tekinn að gildna um miðjuna. Þá var i sveitinni mikill fjöldi ungs fólks, sem fæðst hafði i fæðingahrinunni upp úr miðri öldinni, en var nú að komast á þann aldur að fara að festa ráð sitt og stofna bú. Áður höfðu úrræði vopnfirðinga við svipaðar kringumstæður verið margbýlismyndun og byggðarút- þensla, en þeir möguleikar voru nýttir til hins ýtrasta, svo að þarna virtist stefna i algert óefni. En upp úr 1870 hefjast Vesturheimsferðirnar og vopn- firðingar urðu þar fljótlega með. Fyrstu vopnfirðingarnir fóru vestur 1873. — Hversu margir fluttu úr sveitinni alls? — Við höfum áreiðanlegar heimildir um Vesturheimsferðir, bæði úr Vopnafirði og annars- staðar, frá 1876 til 1893, þegar haldið er uppi opinberri skýrslu- gerð um þessa flutninga. Eftir 1893 er hinsvegar einvörungu við prestsþjónustubækur að styðjast. Þá eru þeir, sem á brott flytjast úr sóknunum, nefndir i sérstökum dálki um brottvikna. 1 Vopnafirði vill svo slysalega til að prests- þjónustubókin frá timabilinu 1899—1930 brann og er aðeins til i endurgerð, sem er fremur óáreið- anleg. En á timabilinu 1873—1893 flytjast hátt á áttunda hundrað manns frá Vopnafirði til Ameriku, og ef við bætum við ár- unum fram til 1906, bæði eftir endurgerðu kirkjubókinni og nokkrum heimildum öðrum, verður útkoman sú að um þúsund manns hafi flust úr Vopnafirði á liðlega 30 ára timabili. Þetta er hrikaleg tala, þegar haft i huga að ibúarnir i sveitinni voru um 900 þegar flutningarnir hófust. Tveir þriöju vesturfara af Austur- og Norðurlandi. . — Flutningarnir voru mestir af Norðausturlandi. Hvernig skipt- ust þeir niður á landið allt, eftir sýslum? — Ég hef skiptinguna ekki ná- kvæmlega eftir sýslum, en i stór- um dráttum sýnist mér að um það bil þriðjungurinn af öllum vestur- förum okkar hafi komið úr Múla- sýslum. úr Skaftafellssýslum fóru afar fáir og enn færri úr Rangárvallasýslu og Arnessýslu. Liklega er Rangárvallasýsla sú sýslan, sem fæstir fara frá. Skýr- ingin á þvi er kannski sú, að þarna fluttist fólk til Vestmanna- eyja. Vestmannaeyjar urðu Amerika rangæinga. Af Suður- nesjum.úr Borgarfirði og af Snæ- fellsnesi fluttust frekar fáir og litlu fleiri tiltölulega af Vestfjörð- um. Hinsvegar fer fjöldi úr Húna- vatnssýslum, Skagafirði, Eyja- firði og sérstaklega Þingeyjar- sýslum, einkanlega norðursýsl- unni. Ég geri ráð fyrir að annar þriðjungur vesturfara hafi verið af Norðurlandi, það er að segja svæðinu frá Vestur-Húnavatns- sýslu til Norður-Þingeyjarsýslu að báðum meðtöldum. Tvær flutningalotur — Og þeir sem fluttu voru fyrst og fremst bændafólk, sem flutti til að verða bændur áfram? — Svo var það að mjög miklu leyti, en ekki eingöngu. Það fólk sem fer framan af, i fyrri flutn- ingalotunni, sem er svona frá þvi um 1870ogeitthvað framyfir 1890, er að yfirgnæfandi meirihluta úr sveit og flyst vestur til þess að búa i sveit og velur sér lönd þegar vestur kemur með tilliti til þess. Það fer yfir hafið til þess að nema gott sauðland. Þetta skýrir að nokkru þá óheppni, sem virtist elta landnám islendinga fyrir vestan haf fyrst i stað. Þeir völdu sér óheppileg lönd, ekki feita landið, akuryrkjulandið, heidur höfðu þeir hugsað sér að hafa fé, og það þarf öðruvisi land fyrir beit en akra. En þeir áttuðu sig nú fljótlega á þessum byrjunar- mistökum og fengu sér betri lönd. Þegar kemur framyfir aldamót breytist eðli þessara flutninga að þvi er virðist. Þá fer að flytjast mikið af fólki úr þéttbýli, til að mynda héðan úr Reykjavik, svo og úr kaupstöðum og kauptúnum úti um land. Þá fóru til dæmis margir iðnaðarmenn, sem ætluðu að stunda iðn sina fyrir vestan, en þar var kaupgjald oft ótrúlega hátt miðað við það sem hér þekkt- ist. Það fólk sem fór i fyrri lotunni fór til þess að nema land og dveljast vestra ævina út og átti yfirleitt ekki afturkvæmt til íslands, en þeir, setn fóru eftir aldamótin, fóru margir i þeim til- gangi að dveljast vestra i nokkur ár og græða peninga til dæmis. Mjög margir áttu þá orðið frænd- garð fyrir vestan og fóru til ætt- ingja og venslafólks, stúlkur fóru i vist og annað eftir þvi. Kviknun fjöldahreyfingar. — Þú minntist á að þröngbýli I Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.