Þjóðviljinn - 26.10.1975, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 26. október 1975.
í TILEFNI YFIRLITSSÝNINGAR
JÓNS ENGILBERTS
1 vinnustofu listamanns, heitir þessi mynd eftir Jón Engilbcrts, en þessa mynd gaf ekkjan Listasafni
islands.
Jón Engiiberts
Hann eins og fyllti
út í umhverfið...
Þaö var háð svolitið
menningarstrið á Höfða i Dýra-
firði sumarið 1932. Ráðskonunni
og kaupakonunni kom ekki
saman um skáldskap. Skáld
kaupakonnunnar var Davi'ð og
hún gólaði i sifellu Helgu jarls-
dóttur svo að skar i eyrun. Það
hnussaði i ráðskonunni. Svo var
það einn glaðbjartan dag, að Jón
Engilberts kom i hlaðið, ekki á
hvitum hesti heldur á hvitum
trillubát handan yfir fjörðinn. Ég
var sannfærður um að slikur
maður hefði ekki sést þar i sveit
siðan á landnámsöld. Rómurinn
hefði dugað honum til að eiga
kappræður við tröllskessu hinum
megin við fjörð. Hann var i jakka
með spælum i bak og fyrir,
skálmar á pokabuxum eins og
tunnupokar, rauðir skúfar á
sokkaböndum utanfótar, skór
firnabreiðir og sterkir. Úteyg
glettni var falin bak við þykk
homspangagleraugu. Jón bjó um
sig I stássstofunni og senn lagði
um bæinn unaðslega fýlu af
terpentinu, oliulitum og
ómáluðum striga. Jón hafði ekki
lengi setið, þegar kaupakonan tók
til við að breima Helgu Jarlsd.
með tremúlum eins og Maria
Kallas. Þaö fór að verða vart við
mannaferðir meir en vant var á
Höfða. Stelpur, jafnvel af óvina-
bæjunum, áttu allt i einu erindi
götuna fyrir ofan eða neðan bæ.
Þær diörfustu skutust inn i eld-
hús til að skrækja og tala um
eitthvað annað en Jón. Það komu
neftóbakskarlar utan frá Núpi og
innan úr Lambadal til að skoða
málverk. Þeir snússuðu sig af
pontu þrisvar i hvora nös að þar-
lendum sið, og skoðuðu Jón.
Ljómifrægðarinnar
Ég fann Ijótt, að Jón kunni að
' tala við ellefu ára strák. Hann lét
eins og við værum báðir höfð-
ingjar, ég og hann, og þaö
myndaðist einsk. leynifél. með
keim af samsæri, sem snerist
mest um kinduga karla. Jón gat
hlegið eins og innan i sér, án þess
honum stykki bros. Mig langaði
mikið til að læra að hlæja innan i
mér, en ef Jón var að tala við karl
og gaut til min auga með heilagra
manna svip undan þessum skelfi-
legu gleraugum, sprakk ég alltaf
og varð að hlaupa út á kamar til
að veina úr mér hláturinn. Einn
daginn keyrði svo um þverbak
með gólið i kaupakonunni að ráðs
konan stakk að mér vænum
kökubita: Fardu út undir glugga
gæskurinn og syngdu eitthvað
mergjað og syngdu hátt. Ég söng
„Buldi viðbrestur — ” meö fullan
gúlann af jólaköku, þangað til ég
blánaði. Ég held að Helga hin
fagra og Skarphéðinn hafi ekki
beinlínis fallist i faðma þann
daginn. Tikin settist á bæjar-
hólinn og rak upp trýnið f löngu
ámótlegu spangóli. Svo var Jón
farinn og ég man ekki eftir, að
iðkuð væri frekari sönglist á
Höfða það sem eftir var sumars.
En Jón hefur likast til snemma
komist að raun um að ljómi
frægðarinnar getur verið tvi-
bentur. Áratugum siðar las ég i
Húsi málarans eftir Jóhannes
Helga, að hann hefði aldrei
komist i skotfæri við tiltekna
heimasætu vestur i Dýrafirði,
vegna þess að ellefu ára strák-
pjakkur sleppti honum aldrei úr
augsýn.
Arin liðu, j)að upphófst annað
menningarstrið á Islandi, þar
sem atvikin höguðu þvi svo, að
við Jón lentum sinn i hvorum
fjandaflokki. Og það fór sem
endranær, þegar striðið að lokum
fjaraði út, eð enginn mundi um
hvað var barist, en ég fór að sjá
eftirþeim árum sem ég hafði eytt
i að þekkja naumast svo
skemmtilegan mann. Jón hafði
stil, persónuleiki hans eins og
fyllti út i umhverfið. Hann gat
með fasi sinu einu saman stoppað
alla vinnu á skattstofunni, svo
maður tali nú ekki um rottuholu
eins og bankann.
Svigrúm og stífla
Um fátt þykir islendingum
vænna en landa sina i útlegð. Þeir
hugsa gjarnan til þeirra með
blandi af hrollkenndri aðdáun og
ljúfsárri vorkunsemi fyrir að
þurfa að hýrast fjarri
fósturjarðar ströndum. Þetta er
þó bundið þeim skilyrðum
annarsvegar, aö maðurinn hafi
gert garðinn frægan. að eigin
sögn eða annara, og hinsvegar að
hann sé vesturislendingur. Það
sannaðistá Jóni sem og mörgum
landanum fyrr og siðar, að römm
er sú taug —, og hann tók ef til vill
örlagaríkustu ákvörðun lifs sins,
að koma út alfarinn. Hann var
oröinn vel þekktur og mikils
metinn i Danmörk, danir vildu
hafa hann og hefðu gert vel við
hann. En úr þvi hann á annað
borö fór voru þeir ekkert aö elta
hann út til tslands, og það fyrntist
yfir kynnin. Hann langaði i raun
og veru ekki til að mála landslag
og ég hef hugboð um að hann hafi
aldrei notið sin hér til fulls. Hann
vantaði svigrúm, tóbaksnefin
voru of stifluð fyrir þá myndlist
sem honum var efst i huga. Að
koma heim annað veifið og vera i
hvert sinn fagnað sem þjóð-
höfðingja,er trúminað hefði ekki
átt illa við hann.
Veröld sem var
Miðbærinn býr sig undir að
deyja. Þeir vinirnir Hannes og
Kristján standa enn við Stjórnar-
ráðið og stara steinrunnum
augum á rústirnar af veröld sem
var. Ef heppnin er með má ennþá
sjá þar gamalkunnug andlit.
Kannske er það gamall, úfinn
grábjörn, Sverrir Kristjánsson,
seinasti hafnarstúdentinn á
Islandi eða gentleman of the old
world Kristján Albertsson,
seinasti islendingurinn sem kann
að skála við konur með tilheyr-
andi reverentsiu. En þeir eru
senn horfnir fyrir næsta horn, —
það fennir i slóð þeirra tómum
isdollum. órómantik Austur-
strætis blasir við imynd
Tómasar.
Horfinn er karakter úr þessari
sviðsmynd, vörpulegur maður á
firnabreiðum skóm með fagur-
lega skorið hélugrátt skegg og
trefil þar sem öðru taglinu hefur
veriö slegið aftur á bak a la Túlús
Látrekk, með stefnu á næsta
kaffihús eftir taktiskan sigur i
bankanum. Maður sem vorkenndi
svolitið þeim, sem þekktu það
aðeins af afspurn, að syndin er
sæt. Nú gefur að lita i Listasafni
Islands myndir málarans og þá
mynd af honum, sem sjálfum
honum auðnaðist aldrei að sjá.
Með þessari yfirlitssýningu hafa
spil Jóns verið lögð á borðið. Það
er ekkert efamál, að mörg tromp
eru eftir i stokknum en hann
hefur tekið fallegan slag.
Kjartan Guöjónsson
Fiskvinnsluskólamenn undir Pétri
t ágúst fóru nær þrjátíu nemendur Fiskvinnsluskólans I reisu til Sovétrikjanna, heimsóttu alþjóðlega
sýningu um fiskveiðatækni og vinnsiu sem haldin var f Leningrad um þær mundir og fóru til Múrmansk
þar sem mikii útgerð á sér bækistöð. Mynd þessi sýnir ferðalangana við styttu Péturs mikla i Lenin-
grad. Fjár öfluðu þeir til ferðarinnar með þviaö verka I saltfisk.