Þjóðviljinn - 26.10.1975, Síða 15

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Síða 15
Sunnudagur 26. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 NIELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Tryggvi Ólafsson Trúðurinn, ein af inyndum Tryggva ólafssonar á sýningunni I StJM. Það hefur löngum verið mikil tíska meðal islenskra mynd- listarmanna að slá um sig á opin- berum vettvangi i tima og ótima, gefa út alls konar yfirlýsingar og afkáralegar klausur, til þess að auglýsa sjálfa sig og list sina eða til þess að ófrægja einhvern annan og stofna til ófriðar. Sjálf- sagt eru til handhægar sálar- fræðilegar skýringar á fyrir- brigðinusem sérmenntaðir menn gætu borið á borð fyrir alþjóð svo hún fengi skilið, en þar fyrir utan er öllum ljóst að nefnt fyrirbrigði skiptist i tvo hópa: þeir fyrr nefhdu, pislarvottarnir, skirskota til samúðar almennings og falast eftir dómi hans um hið uppáfall- andi málefni, en hinir afturámóti eru hneykslaðir á skilningstregðu og hefðbundnum viðhorfum almennings og yfirvalda. Nú er þetta sviðsetta sjónarspil óskap- lega skemmtileg tilbreytni i mennigardeyfðinni, klambraðar þjáningará báða bóga o.s.frv., en þeir sem -ekki hafa kimnigáfuna af verri sortinni byrgja eyru sin af blygðun. Morgunblaðið hefur gert ágæta úttekt á pislarvættinu, og er engu við hana bætandi, en einhvern veginn virðist hin reiða rödd njóta minni sklilnigns. Sýning i Súm Tryggvi Ólafsson er fulltrúi siðarnefndu sortarinnar, skekur brandinn og gefur út yfirlýsingar, yfirlýsingar sem gefnar eru af krafti og sjálfumgleði heims- mannsins, þess sem dvalið hefur meðal annarrar þjóðar, ná- tengdur straumunum og endur- nýjuninni, og þekkir allar hliðar málsins — séð úr fjarlægð. Og vissulega er aðstaða listamanns- ins mögulegur mælikvarði á ástandið. Ein yfirlýsing Tryggva Ólafssonar hljóðar svo: „Það ræður gúmmikúnst hér.” Dóm- urinn er fallinn, og menn geta glaðst eða reiðst eftir geðþótta. Vonandi leyfist mér að segja að ég er sammála þessari yfir- lýsingu listamannsins en nauðsynlegt er þó að gera athugasemdir við hana, hún verður að skoðast I þjósi þess hvort hin aðflutta mynd- list Tryggva stendur „gúmmi- kúnst’Tandsmanna l'ram ar á einhver hátt, eða hvort hún er áróður og sjálfsupp- haíning á kostnað annarra. Nú bregður svo undarlega við að Tryggvi hefur lagt til aðstoð við slíka úttekt, gefið höggstað á sér ef einhvervildi notfæra sér hann. Enn undarlegra er þó það að meðferð málsins getur farið fram á tveimur vettvöngum, annars vegar á fræðilegu sviði, þar sem listamaðurinn er tekinn alvar- lega, hins vegar er auðið að kanna málið frá öðrum sjónar- hornum (og segir frá þvi siðar). Beinast liggur við að trúa á ein- lægni listamannsins, að skoðanir hans séu fram settar eftir bestu samvisku og öll framkoma hans *) Samþykki mitt á þessari yfir- lýsingu er á engan hátt tengt hérskráðri umfjöllun á mynd- list Tó. eftir því, og ef svo gerist þá eru ummæli hans sjálfs og hjálpar- gögn árásarafl gegn hinu rikjandi, — samanber boðskortið, sem inniheldur ljóð eftir danann Jörgen Bruun Hansen i þýðingu Olfs Hjörvar og grein um mynd- málfræði, sem ég tek mér Bessa- leyfi til að birta, en þar segir m.a.: „Þýskur prófessor, Dr. Beinegger, hefur nýlega ritað bók um kenningar Sophusar de Witz. Þar skýrir Dr. Beinegger hvernig listamaðurinn hugsaði sér mynd- listarverk sem verkfæri i tvennum tilgangi: tæki til rann- sóknar á veruleikanum, en einnig sem verkfæri til þess að fleka almenning með. Höfuðáhersla er lögð á að miðla myndlistarnjót- endum æskilegu andlegu vegar- nesti.” Hér er strax augljóst hvað Tryggvi Ólafsson ætlar sér að gera, hann ætlar að kljúfa ástandið i tvennt: annars vegar er hreinskilnin, myndlistarverk sem tæki til rannsóknar á veru- leikanum, þ.e. myndgerð hans sjálfs sem þarfnast ekki nánari sundurgreiningar eða skýringar. Hins vegar er „gúmmikúnstin” sem er verkfæri til að fleka (tæla, pretta) almenning. Nú þekki ég hvorki haus né sporð á þeim kumpánum Dr. Beinegger og Sophusi de Witz, þeir geta min vegna verið upp- diktaðar persónur, hluti af svið- setningunni, það skiptir engu, en mér sýnast framsettar skoðanir um tviþættan tilgang listaverka ekki geta staðist. Ég tel að mála- miðlunin sé algengasta aðferðin, nema ef vera skyldi i Conceptual myndlist, rannsókn á veruleik- anum og ómcðvituð flekun, þ.e. skoðandinn lætur flekast þó það sé ekki ætlun listamannsins. Tryggýa ólafssonar róandi og munu teljast til Poplistar,sem upprunalegust er glannaleg og sláandi og afhjúpandi lýsing, veruleikinn er túlkaður með tæknibrögðum auglýsinga- skrumsins. Nokkur timi er frá- liðinn siðan sú stefna ruddi sér braut (og haföi raunar seytlað T mjóum farvegum frá Dadais- manum), en áhrif hennar i is- lenskri myndlist eru vart greinanleg meðal starfandi lista- manna núna, og er það nokkurt undrunarefni þar sem tjáningar- hátturinn samsvarar svo vel kröfu hins islenska njótanda um þekkjanlegan veruleika: nánasta umhverfi, landið og fólkið. En i stað þess sem áður var æpandi og högggefandi, þá eru myndir Tryggva líflafssonar róandi og afslappandi, fágætlega vel unnar og aðdáunar verðar. Rannsóknin á veruleikanum flekar njót- andann; sættir hann við tilbúið ástand, i stað þess að ýta við honum og krefjast umhugsunar. Má i þessu sambandi minnast myndar sem sýnir hreysi i „skugga” háhýsis, andstæður rikidæmis og fátæktar, en jöfn litameðferð og fegrun gerir þennan mun að engu, þurrkar hann út. Af þessu ætti að vera ljóst að Tryggvi ólafssongeturekki ætlað myndum sinum stað þar sem ómenguð rannsókn á veru- leikanum fer fram. Liggur þá beinast við að skoða þær i öðru ljósi: ,,Dr. Beinegger segir Sophus de Witz telja að listamanninum standi tiu praktiskir möguleikar opnir á að fleka njótendur lista- verka. 1. Fegurðarskynið: njótanda er sýnt, hVað er göfugt, gott, fagurt, rétt og sannhreint. 2. Hégómakenndin: smekkvis, þægilegur samsetningur i sannverðugum umbúðum o.s.frv. 3. Mannúðartilfinningin: skirskotað er til djúpspeki, meðaumkvunar, hjartnæmrar innlifunar, bjartsýni, trúar- ástar. 4. Snillibragurinn : hreinar linur, auðveldleg vinnubrögð, lauflétt útfærsla m.m. 5. Samllkingin: njótandinn tekur einhvern hlut trúanlegan, þar eð annar hlutur er góður og gildur. 6. Formskynið: fagurmótað form, gjarnan unnið i dýrindis efni. 7. Undrunin: ofboðið, upphróp- unin fleka njótandann með áhlaupi. 8. Forvitnin: leit njótandans flekar hann. Sögð er hálf saga : njótandinn telur sig þekkja innihald verksins fyrirfram. 9. Afturhvarfið: njótandinn lætur flekast af hinu örugga inni- haldi, semhann elskar og leitar til. 10. Sjónhverfingin: skotið er svo langt fyrir neðan markið i með- ferð á innihaldi, að njótandinn uppgötvar fyrst að hann er þrælflæktur, eftir að hann hefur meðtekið innihald verskins.” Mér þykir augljóst að taka megi tvo af þessum möguleikum, nr. 2 og nr. 4, og samsama þá myndverkum Tryggva Ólafs- sonar, útkoman verður þá glæsi- leg myndræn tjáning þar sem saman vinna form, litur og efni. En rannsókn listamannsins er hinsvegaryfirborðslegtkák, hinn pólitiski slagkraftur er horfinn, afstaðan er' engin nema hlut- leysið. Áður var talað um að yfirlýs- ingar Tryggva Ólafssonar og hjálögð gögn á boðskorti gætu skoðast frá fleiri sjónarhornum. Kannski er sviðsetningin sjálfs- grin, óborganleg gæðaflokkun Framhald á 22. siðu. Margrét Jónsdóttir Sýning á gjöf Margrétar Jónsdóttur til Lista- safns ASÍ á verkum eftir Benedikt Gunnars- son, Einar G. Baldvinsson, Eirik Smith, Guð- mundu Andrésdóttur, Gunnlaug Scheving, Hafstein Austmann, Hörð Ágústsson, Jóhann Briem, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Daviðsson, Ninu Tryggvadóttur, Sigurð Sig- urðsson, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson, Þorvald Skúlason, Gylfa Gislason og Arna Finnbogason. Ein af myndum Gunnlaugs Schevings á sýningunni. Það var stór dagur I lifi is- lenskrar alþýðu þegar Ragnar Jónsson I Smára lagði grunninn að Listasafni ASl, og ruddi þar með burtu ihaldssömu viðhorfi almennings er hélt myndlistina vera aðeins þeirra sem ráð hefðu á að festa sér hana til eignar. Skyndilega áttu aura- lausir menn mikinn fjársjóð, ekki aðeins litillæti og guðlaun á himnum, heldur einnig draum sem var orðinn veruleikur dags- ins. Það sem snillingar þjóöar- innar leggja fram af þjáningu sinni og gleði er hluti heildar- innar, hið sýnilega og áþreifan- lega jafnt sem hugsun manns- ins, allt er skirt i þeim eldi er alla varðar. Og þjóðin mun læra að kynnast verkum safns sins og meta þau. Það var líka stór dagur i lífi Islenskrar alþýðu þegar Mar- grét Jónsdóttir lagði sinn skerf til eflingar Listasafns ASÍ, eink- um vegna þess að úr röðum fólksins gengur hún fram og sýnir hvernig einn maöur getur þroskað lif sitt, sannar hversu einstaklingurinn er stor, hverju hann fórnar fyrir hugsjón sina og þrá. „Þegar ég var krakki og fór i kaupstaðinn, gaf pabbi mér ævinlega einhverja aura til að kaupa fyrir. Hvað heldurðu að ég hafi keypt fyrir þessa aura? Ævinlega myndir.” Og myndeignin óx úr engu i litið og fallegt safn mynda eftir þá listamenn er féllu að smekk og buddan réð viö, safn sem er auðugt af hjálögöu lifi atvika og sagna er hver mynd geymir. ,,En ef ég gat ekki keypt ein- hverja mynd, sem mig langaði i — vegna peningaleysis — þá ásótti hún mig, lét mig aldrei i friði. Ég hef alltaf keypt mér föt og þessháttar af brýnni þörf. Myndir eru það eina, sem ég hef haft virkilega ánægju af að kaupa.” Listamönnum er ljúft að hneigja sig fyrir þessari konu, sem býður þjóöinni góðan dag meö verkum þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.