Þjóðviljinn - 26.10.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. október 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Stálverkamenn; eiga þeir aö taka þátt i aö ákvaröa hve mikiö er framleitt og til hvers? Atvinnuleysingjar; kapitaiistar geta hvorki né viija leyst vandann svo vel fari. Átök meö vesturþýskum sósíaldemókrötum Saga vesturþýska sósialdemókrataflokksins hefur eins og saga margra svipaðra flokka verið á þá leið, að róttæk kröfugerð hefur þokað til hliðar, einkum þó hinar „háskalegu” kröfur um breytingar á eignar- haldi og yfirráðum yfir fram- leiðslutækjum. Vesturþýskur kapitalismi hresstist tiltölulega fljótt við eftir strið með aðstoð bandariskrar dollarablóðgjafar, og þetta efna- hagsundur, sem kallað var svo, flýtti enn flótta sósialdemókrata frá fyrri viðhorfum. Þessi þróun var staðfest i þeirri stefnuskrá þeirra sem kennd er við flokks- þing i Bad Godesberg á sjötta áratuginum. Sú stefnuskrá var mjög löguð að þörfum hins „frjálsa markaðskerfis” m.ö.o. kapitalismans. Vinstrisveifla En hin nýja róttækni, einkum meðal æskufólks, sem hefur risið og hnigið á vixl siðustu átta ár, hefur haft sin áhrif, einnig á hinn aldna flokk þýskra sósialdemó- krata. Forystan, hinir varfærnu markaðshyggjumenn, hafa átt i höggi við ungliðahreyfingu flokksins og aðra vinstriseggi, sem hafa beitt afli sinu til að reyna að knýja flokkinn til að snúa sér að breytingum á sjálfri samfélagsgerðinni. Þessi öfl eiga betri hljdmgrunn en oft áður nú, þegar efnahagsundrið er liðin tið, en ýmisleg kreppueinkenni á sveimi undir og yfir og allt um kring. Nú liður að væntanlegu flokksþingi sósialdemókrata i Mannheim, og sýna svæðaráð- stefnur sem haldnar eru vaxandi styrk vinstri armsins. Viða hefur fengist yfirgnæfandi meirihluti fyrir kröfum um að auka áætlunargerð af hálfu rikisins og þá einkum og i sérlagi fyrir þvi, að mjög sé skoriö niður sjálfstæöi eigenda fyrirtækja. Sósialistar munu kannast við röksemdir fyrir þessari kröfu- gerð. Eða svo vitnað sé til nokkurra þekktra sósialdemó- krata af vinstri arminum: Krepp- urnar eiga rætur að rekja til kapitaliskt hagkerfis, sem getur hvorki né heldur vill fullnægja þörfum almennings — enda kem- ur hinn voldugi minnihluti for- réttindamanna og pólitiskra mál- svara þeirra i veg fyrir að af þvi geti orðið.” Annar hagfræð- ingurinn Karl Zinn, rekur kreppuna til rangrar tekju- skiptingar: „vegna þess að of mikið vald og eignir eru á hendi of fárra, fjöldi fólks illa haldinn og atvinnulaus.” Hver tekur ákvörðun? Það sem nú er tekist hart á um i flokknum, er svonefnd stjórn á fjárfestingu.Þar er um það spurt, hve mikil bein áhrif rikið, fylkis- þingin og kosnir fulltrúar verka- fólks eigi að hafa á fjárfestingar- Schmidt kanslari meö verklýðs- foringjanum Loderer; mun þetta leiða til þess að skriffinnskukerfið vex enn? ákvarðanir i helstu iðngreinum. Vinstrisinnar, ekki sist Ungsósialistar, færa þau rök fyrir nauðsyn beinnar ihlutunar almennings um þau mál, að kapitalistar séu óhæfir til þess að fara þannig með fjárfestingarmál að öllum sé tryggð atvinna. Hægrisinnar, markaðsfólkið i flokknum, vilí hinsvegar ekki ganga lengra en gert hefur verið hingað til i þvi, að kjörnir aðilar hafi ýmisleg óbein áhrif á fjár- festingarmál. Þeir leggja ekki annað til, en að rikið hafi áhrif á fjárfestingarmál með kerfi, sem verkar örfandi á fjárfestingu sem talin er nauðsynleg, en torveldar aðra, sem talin-er hæpnari. Þetta hefur um árabil verið iðkað — til dæmis hafa vissar- greinar verið örvaðar með skattfriðindum (ibúabyggingar), hagkvæmari afskriftamöguleikum en aðrir njóta (skipasmiðar og flugvéla- smiði), eða þá með beinum fjár- framlögum (húsnæðis á vegum opinberra aðila). Hægrisósial- demókratar gera ekki ráð fyrir verulegum breytingum á þessu kerfi i þeim drögum, sem þeir leggja fyrir þingið i Mannheim, þó að visu sé þar getið um að i „neyðartilvikum” geti hugsast að gripa til ýmissa beinna opinberra ráðstafana sem draga úr sjálf- stæði einkafyrirtækja. Kassinn eöa fólkiö Vinstrisinnar gera sér þessa blöndu ekki að góðu. Þvi að hvað sem afskiptum rikisvaldsins af þessum málum liður, þá eru það kapitalistar sem hafa siðasta orðið þegar spurt er, hvaða verk- smiðjur skuli reistar, og hvaða vörur framleiddar og i hvaða mæli. Akvörðun þeirra ræðst að sjálfsögðu mest af gróðamögu- leikum. Mikill gróði skapast fyrst og fremst þar, sem neytendur gefa frá sér merki um þörf með mikilli eftirspurn. En vinstri- sinnar draga mjög i efa, að þessi „merki” séu marktækt svar um raunverulegt ástand — ekki sist vegna þess, að auðvaldið hafi svo mörg ráð til að búa til þarfir, blása upp eftirspurn sem reynist hæpin þegar til lengdar lætur. Auk þess benda vinstrisinnar á það, að það séu fyrst og fremst þeir borgarar landsins sem i verulegum mæli hafa fé handa á milli sem senda „merki” um þarfir. Þeir vilja ekki að peninga- kassinn ráði, enda sé vald hans manneskjum andsnúið. Þess i stað komi lýðræðisleg afgreiðsla (á grundvelli kosningaréttar) þeirr mála sem tengd eru fjár- festingu og framleiðslu. Með þessu er til dæmis átt við það, að stjórnmálamenn, eigendur fyrirtækja og fulltrúar verkamanna geri. i sameiningu áætlanir um þarfir samfélagsins fyrir hinar ýmsu vörur og þjónustu og taki sömu aðilar fjár- festingarákvarðanir með hliðsjón af þeim. Þetta felur og i sér, að þess sé gætt að ekki sé byggð upp óskynsamlega mikil fram- leiðslugeta i hinum ýmsu greinum, komið sé i veg fyrir svo- nefndar strúktúrkreppur i ýmsum greinum og fullt tillit sé tekið til umhverfisverndar- sjónarmiða. Rómantík? Hægrimenn hafa haldið uppi harðri gagnrýni á viðhorf þessi og eins og við mátti búast eru þau fyrst og siðast kölluð óraunsæ og rómantisk. Vinstrimönnum er sagt, að ef að gróðasjónarmiðinu sé kippt úr sambandi, þá verði ekki með nokkru móti hægt að leggja á það mælikvarða, hvort fyrirtæki fer vel eða illa með rekstrarfé sitt og vinnustundir. t öðru lagi er þvi fram haldið, að engin reynsla sé af þvi kerfi sem stungið er upp á, en það sé tengt margvislegum áhættum. Þá er til dæmis bent á það, að rikið hafi nú þegar nú þegar stundað það lengi að kanna það hvaða framleiðslu- greinar væru liklegastar til vaxtarmöguleika, en sú spádómagerð hefði jafnan reynst mjög torveld i framkvæmd. Sérfræðingar i þeim efnum kvarta yfir þvi að það eina sem hægt sé að spá um með nokkurri vissu sé það, hvaða greinar séu liklegar til að skreppa saman.Það er rjyndar ljóst, að vinstrisinnar eiga aö þvi leyti erfitt uppdráttar i málflutningi, að þá skortir upplýsingar. Ekki aðeins um lik- lega framtiðarþróun i iðnaði — heldur er margt i umsvifum stór- fyrirtækja i dag sem þeir eiga mjög ógreiðan aðgang að. Klofningur Ýmsir sósialdemókratar á hægri armi hafa það mjög á lofti, að hin nýja kerfi, sem á að draga svo mjög úr valdi kapitalista, muni ekki efla almennt lýðræði, ekki efla hið fræga frumkvæði að neðan — heldur aðeins leiða til þess að skriffinnskuapparatið þendist út fyrir allan þjófabálk og væri miklu siður liklegt en núver- andi markaðskerfi til að leysa orku manna úr læðingi. Ulrich Lomer heitir þingmaður þeirra sósialdemókrata sem and- mælir vinstrisinnum i nylegum Spiegel. En hann vill samt ekki kenna þeim einum um þann djúp- stæða ágreining sem nú rikir i flokkinum og gæti orðið honum hættulegur i kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Hann átelur mjög það sambands- leysi sem riki milli hugsjóna- manna og hinna valdamiklu forystumanna, sem allir eru á kafi i daglegri valdsýslu, sem hvergi þokar sér út fyrir samá- byrgð á kapitalismanum. Hann minnir á það, að það sé ekki aðeins deilt um f járfestingarpóli- tik. Hann telur það háskalegt, að sósialdemókratar hafi látið það henda sig, að almenningur neyðist til að stefna gegn þeim mótmælahreyfingum, sem risa út af afleitu ástandi i umhverfis- málum, út af skólamálastefnu og refsilöggjöf. Lífsmark? Hver sem úrslitin verða i Mannheim, þá er það altént fróð- legt, að einn áhrifasterkasti flokkur sósialdemókrata i heim- inum er ekki dauður úr öllum æðum. Að þar fara fram forvitni- leg átök um grundvallaratriði, að þar gerist viss vinstrisveifla, að þar eru uppi rökstuddar kröfur um að draga tennurnar úr auð- valdinu. Við getum i leiðinni minnt á forvitnilega hluti sem gerst hafa.i Sviþjóð, en þar fást sósialdemókratar við áætlanir sem gætu haft það för með sér, að verklýðshreyfingin eignaðist helstu fyrijtæki landsins i áföngum. Þegár við litum nær okkur, þá heyrum við engin slik tiðindi af Alþýðuflokkinum — enda er hann einn af þeim flokkum sem hefur gjörsamlega glutrað niður sinum vinstra armi — það fólk er annarsstaðar. A.B. by ggði á Spiegel. i MELTAWAY — AKATHERN snjóbræðslukerfi frárennsliskerfi úr PEX plaströrum úr PEH plaströrum. Nýlagnir Hitaveitutengingar Viðgerðir Stilling hitakerfa Pípulagnir sf. Auðbrekku 59 — Kópa vogi S. 43840 & 40506.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.