Þjóðviljinn - 26.10.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. október 1975. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: HVERS VEGNA 54% DÝRTÍÐ Á EINU ÁRI? t>að er að vonum mikið rætt og ritað um dýrtiðina hér á landi. Menn spyrja af skiljanlegum á- stæðum um það, hvernig á þvi getistaðið, að dýrtiðin hérá landi skuli vera 50—60% á ári, en ekki nema 10—20% i öðrum nálægum löndum. Svör þau sem fengist hafa við slikum spurningum eru ekki sannfærandi, og flest eru svörin þokukennd og óljós. A skrifum stuðningsblaða rikis- stjórnarinnar og á ræðum ráð- herranna er helst að skilja, að dýrtiðarvandamál okkar stafi öll af alitol' háu kaupgjaldi, þ.e.a.s. af þvi að verkalýðshreyfingin hafi knúið fram óraunhæfa kaup- gjaldssamninga. Og þó liggur það fyrir — og verður ekki mótmælt með neinum rökum, að umsamið kaupgjald verkafólks og nær allra annarra starfsstétta hér á landi, cr um lu'lmingi lægra en kaup- gjald sömu vinnu-stétta er i ná- lægum löndum. Dýrtíðin jókst um 54,4% á einu ári — frá 1. ágúst 1974 til 1. ágúst 1975 Nú liggja fyrir tölur um dýr- tiðarvöxtinn á fyrsta starfsári nú- verandi rfkisstjórnar. Á timabilinu frá 1. ágúst 1974 til l.ágúst 1975 hækkaði framfærslu- vísitalan um 54,5%, en visitala vöru- og þjónustu um 59,5%. Það er tiltölulega auðvelt að átta sig á þvi, hvaða megin- ástæður eru til þessarar gifurlega miklu hækkunar. Skipta má þess- ari hækkun framfærsluvisitöl- unnar, 54,5%, i 7 aðalliði. Þeir eru þessir: 1) Á þvi timabili, sem hér er um að ræða, frá 1/8 1974 tii 1/8 1975, hafa átt sér stað tvær gengisfellingar og auk þess gengissig. A þessum tima hef- ur verðgildi dollars hækkað um 64,7% miðað við islenska krónu. Bein afleiðing þessarar gengisbreytingar er, að verð- lag hér á landi hefur hækkað um 2i%mælt i framfærsluvisi- tölu. 2) Á þessum tima lagði rikis- stjórnin á sérstakt innfiutn- ingsgjald, sem nam 12% á til- tekna vöruflokka. Afleiðingar þessa gjalds koma fram sem 4% hækkun framf.visitölu. 3) 1 byrjun starfstima sins hækk- aði rikisstjórnin söluskatt um 2% til tekjuauka fyrir rikis- sjóð. Afleiðingar þess eru um 2% hækkun framfærsluvisi- tölu. 4) Rikisstjórnin hefur lagt bless- un sina yfir há-vaxtapólitik Seðlabankans, en á þessum tima komu fram áhrifin af pósti- og sima, útvárpi og sjón- varpi, hitaveitu- og rafmagns- töxtum, sementsverði o.fl. o.fl. Afleiðingar af slikum hækkun- um á opinberri þjónustu, sem rikisstjórnin hefur samþykkt, mununema um 8 prósentustig- uin í framl'ærsluvisitölu. 5) Á þessum tima hefur rikis- stjórnin heimilað gifurlegar hækkanir á opinberri þjónustu og á verðlagi á framleiðslu rikisfyrirtækja, eins og á pósti-sima, útvarpi.sjónv. hita- veitu- og rafmagnstöxtum, sementsverði o.fl. o.fl. Afieið- ingar af slikum hækkunum á opinberri þjónustu, sem rikis- stjórnin hefur samþykkt, munu nema um 8 prósentu- stigum i framfærsluvisitölu. Þeir 5 liðir, sem hér hafa verið Verðið hækkar, hækkar og hækkar. — Þrjá fjórðu verðhækkananna má rekja beint til aðgerða rikisstjórnarinnar. Af 54% stafar 40% af ríkisstjórnarákvörðunum nefndir, nema samtals 40 pró- sentustigum af þeim 54,5, sem var heildarhækkun framfærslu- vísitölunnar. Það þýðir með öðr- um orðum, að rikisstjórnin sjálf hefur tekið beinar ákvarðanir, sem leitt hafa til hækkunar á framfærsluvisitölunni um 40%. 6) Auk þeirra hækkana á fram- færsluvisitölunni, sem að framan eru nefndar, er svo er- lend verðhækkun.sem ekki er á vaidi okkar islendinga að hafa áhrif á. Á þessu timabili hafa erlendar verðhækkanir numið um 8%á föstu gengi og veldur það hækkun fram- færsluvisitölu um tæp 3%.Er- lendar verðhækkanir á okkar innflutningsvörum námu 21% á föstu gengi árið 1973 og 34% árið 1974, en i ár — 1975 — eru þessar verðhækkanir áætlað- ar um 8%, og eins og áður seg- ir námu þessar erlendu hækk- anir um 8% frá ágúst 1974 til ágústmánaðar 1975. 7) Þá er siðast að geta þeirrar hækkunar á framfærsluvisi- tölunni, sem rekja má til kauphækkana á þessum tima. Samkvæmt skýrslu Kjara- rannsóknarnefndar hefur taxtakaup verkamanna hækk- að um 27-,9% á þessum tima en greitt timakaup um 28,7%. Kauphækkanir á þessum tima hafa verið misjafnar og all- miklu minni en þetta hjá ýms- um starfshópum. — Það er erfitt að segja með nokkurri nákvæmni, hvað kauphækk- anir á þessum tima hafa haft mikil áhrif til hækkunar á verðlagi aimennt, en ljóst er að það getur aldrei hafa verið meira en 11,5%. Séu framangreindar skýringar áhækkun framfærsluvisitölunnar dregnar saman, litur yfirlitið þannig út: Það er stjórnar- stefnan sem veldur dýrtíðinni Um það er ekki að villast, að það er stefna rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum, sem veldur hinni gifurlegu miklu dýrtið hér á landi. Á þeim tima, sem hér er um að ræða, er engin leið að kenna neinni „visitöluskrúfu” um dýr- tiðina, né heldur ,,of miklum kauphækkunum”. Kauphækkan- irnar hafa allar komið á eftir dýr- tiðarflóðinu og þær hafa aðeins náð að hamla litillega gegn þvi, að kaupmáttur launanna hrapaði niður. Það er gengislækkunarstefnan og há-vaxta- og skattlagningar- stefnan, sem eiga nær alla sök á dýrtiðarvextinum á þessum tima. Erlendar verðlagshækkanir komu illa við okkur á árinu 1973 og á fyrri hluta ársins 1974, en nú eru þær hækkanir orðnar óveru- legar. Sá vandi, sem við er að fást i efnahagsmálum, stafar ekki af of háu kaupgjaldi, hann stafar held- ur ekki af of miklum fram- kvæmdum rikisins á sviði hafnar- mála, skólabygginga, sjúkrahús- bygginga og öðrum framkvæmd- um samkvæmt fjárlögum. Vand- inn stafar m.a. af þvi, að haldið er uppi okurvaxtastefnu, af þvi að milliliðakostnaðurinn vex isifellu t.d. i fjölgun banka, þreföldu oliu- dreifingarkerfi, margföidum kostnaði i rekstri vátryggingarfé- laga, alltof kostnaðarsömum verslunarrekstri og óhagkvæm- um og dýrum opinberum rekstri. Það þarf að taka á vandamálinu þar sem það er, og jafnhliða þarf svo að gera margþættar ráðstaf- anir til að auka framleiðsluna, auka og efla undirstöðu atvinnu- rckstursins i landinu, þ.e.a.s. að efla gjaldeyrisframleiðsluna, þveröfugt við það sem nú á sér stað. í tið vinstri stjórnarinnar var lagður grundvöllur að þvi að auka útflutningsframleiðslu þjóðarinn- ar. Landhelgin var stækkuð með það fyrir augum, að islendingar einir gætu nýtt fiskimiðin við landið. Ný fiskiskip voru keypt i þvi skyni að auka afköstin við veiðarnar með þvi að taka hér upp hagkvæmustu vinnuaðferðir. Og skipunum var dreift á margar verstöðvar til að lyfta almennt undir framfarir i fiskveiðum og fiskvinnslu og tii þess að nýta bet- ur en áður það vinnuafl, sem þar er til staðar. Og fiskvinnslustöðv- ar voru endurbyggðar og vél- væddar að nýju til að auka á af- köst og til að skila sem mestum útflutningsverðmætum. A sama hátt var staðið að umbótum og framförum i iðnaði landsmanna. Þessari framleiðslustefnu hef- ur nú verið hætt. Nú er lagst gegn endurnýjun fiskiskipa — gegn kaupum á full- komnum skipum i stað gamalla og úreltra. Nú hefur uppbygging- in I fiskiðnaðinum verið dregin saman og stöðvuð i ýmsum tilfell- um. 1 staðinn er sniíist i kringum stóriðju útlendinga og rannsóknir i virkjunarmálum eru fyrst og fremst miðaðar við siikar fram- kvæmdir. Nú rikir skilningsleysi á undirstöðuframleiðslu þjóðar- innar, enda hriktir þar i öllum böndum. Milliliðastarfsemin sit- ur hins vegar i fyrirrúmi. 1. Hækkun v/gengisbreyt.................24% 2. Hækkun v/12% innfl.gj................ 4% 3. Hækkun v/söluskatts.................. 2% 4. Hækkun v/vaxtahækk................... 2% 5. Hækkun v/opinberrar þjónustu......... 8% Beinákvörðunrikisstj. 40% 6. Hækkun v/erlendra verðhækkana.. 3% 7. Hækkun v/kauphækkana..........11,5% Samtals 54.5%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.