Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 1
DJOoviuiNN Miðvikudagur 3. desember 1975 —40. árg. 275. tbl. GRÆNLENDINGAR FÁ 200 MÍLUR Kaupmannahðfn 2/12 ntb — Danska stjórnin hefur samþykkt að færa fiskveiðilögsögu Græn- lands út i 200 sjómilur ef enginn árangur næst á hafréttarráð- stefnu SÞ I New York næsta vor. Grænlandsráðherrann, Jörgen / Peder Hansen, skýrði frá þvi að loknum rlkisstjórnaríundi I dag s,að stjórnin hefði einnig samþykkt starfsáætlun þá sem landsráð grænlendinga og hann gerðu I sið- ustu viku. Samkvæmt henni á að takmarka rækjuveiðar við strönd Vestur-Grænlands með tvihliða samningum við þær þjóðir sem stunda þær veiðar. Kjaramálaráðstefna ASÍ: VARNIR GEGN VERÐBÓLGU /FEBRUfiiR- SAMV/VC-4R l(A11PM AT TU ff i ums m'MM mtpmnuRim NIBURCcGEI-ÐSLl/- AUKHINCr í MA! CA<rLAUNABIETUR /(3500) 3% GrRUNUKAUPSHffKKuhJ MARSSAHN/N&uri (N.ciOO) júnÍsAMNIMC,UR (5300) (ZI0O) DE* JXW FfeB HARS f\PR hAl M73 WlW sfepr okt Nov Sambandsstjórn- arfundur ASÍ Fordœmir samningana og auglýsinga- bannið Sambandsstjórnarfundur ASt, sem haldinn var I fyrra- dag, gerði meðal annars ályktun um landhelgismálin, þar sem samningurinn við vestur-þjóðverja er fordasmd- ur. Jafnframt samþykkti fundurinn harðorða yfiriýs- ingu um auglýsingabann út- varpsins á verkalýðshreyfing- una og telur þar hafa verið um að ræða löglaust gerræði af hálfu útvarpsins. Heilsuhœli í tengslum við Ölfusborgir? Þá fól fundurinn miðsljórn ASt og stjórn Alþýðuorlofs að gera könnun á þvi hvort verkalýðshreyfingin geti ráð- ist i að reisa heilsustöðvar eða heilsuhæli i Itveragerði i tengslum við ölfusborgir. Til greina kemur að hafa sam- vinnu við verkalýðssamtökin á Norðurlöndum, sem sýnt hafa þessari hugmynd áhuga. Tillögur um hcilsuhælið eiga að leggjast fyrir ASt-þing haustið ’76. SJÁ 14.SÍÐU Um niutiu fulltrúar frá verka- iýðsfélögum um allt land sátu kjaramálaráðstefnu ASt, sem haldin var í Tjarnarbúð I gær. A ráðstefnunni kynnti Björn Jóns- son, forseti ASt, drög að kjara- máláályktun, og Asmundur Ste- fánsson, hagfræðingur ASt, rakti þróunina I kjaramálum og horf- urnar i efnahagsmálum. Siðan voru drögin tekin til umræðu og stóð fundur fram á kvöld. Frá þvi er kjarasamningar voru gerðir i febrúar 1974 (1. marz) og til 1. nóv. sl. hefur visitala fram- færslukostnaðar hækkað um 87% en meðalkaupstaxti verkamanna (6. taxti) aðeins hækkað um 46% og almennur tfmakauptaxtiiðnað- armanna um 42%. Kaupmáttar- rýrnunin hefur þvi orðið 22-24% og þyrftu viðkomandi laun að hækka um 28 til 32% til þess að vega upp kjaraskerðinguna, sem orðið hefur á .þessu timabili. Raunveruleg tekjuskerðing verkafólks er þó miklu meiri en þetta vegna atvinnusamdráttar og minni yfirvinnu. Siðustu 12 mánuði hefur verð- lag innflutnings aðeins hækkað um 8%, en almennt verðlag hefur á sama tima hækkað um a.m.k. Frá Kjaramálaráðstefnu ASt. 44%. Þjóðartekjur stóðu i stað 1974 en minnka trúlega um 8-9% á árinu 1975. Af þessu tvennu dreg- ur ASl þær ályktanir að óðaverð- bólgan og kjaraskerðing verka- fólks eigi sér takmarkaða stoö i þessum staðreyndum, heldur sé að miklu um að ræða hvort tveggja óstjórn i efnahagsmálum ogbeinar tilraunir til þess að nota lakari viðskiptakjör en áður riktu sem tylliástæður til launalækk- ana og þar með teknatilfærslu frá verkafólki og atvinnurekenda. •• í kjaramálaályktun ráðstefn- unnar er stefna ASI i væntanleg- um samningum mótuð. Aður hef- ur komið fram að ASÍ mun leggja fram ákveðnar tillögur sem miða að þvi að vega að rótum verðbólg- unnar og tryggja varanlegan kaupmátt launa. Fallist stjórn- völd og atvinnurekendur ekki á þessa stefnu munu samtökin hinsvegar beita öllum sinum samtakamætti af fyllstu hörku til þess að endurheimta með beinum kauphækkunum jafngildi allrar þeirrar kjaraskerðingar, sem skjólstæðingar verkalýðssamtak- anna hafa mátt þola á þessu ári og sl. ári. Geigvænlegur vandi fata- og tréiðnaðar Fata- og trjávöruiðnaður is- lendinga mun standa frammi fyr- ir gifurlegum erfiðleikum um næstu áramót þegar EBE-tollar lækka um 10% frá þvi sem þeir f voru 1973. Þá verður svo komið, að t.d. munu unnar trjávörur verða tollaðar um 18% en fura til innlendrar trjávöruframleiðslu verður tolluð um 25%. Davið Scheving Thorsteinsson, form. Fél. isl. iðnrekenda, sagði, að vandi þessara tveggja iðn- greina væri gifurlegur, og reynd- ar vissi enginn hvað til bragðs ætti að taka. Aðrar iðngreinar verða ekki fyrir barðinu á tolla- lækkun á fullunnum vörum, þvi tollar af hráefni yrðu lika lækk- aðir, svo varðandi þær vöruteg- undir ætti tollalækkunin að koma beint til lækkunar vöruverðs, en alls er gert ráð fyrir 800 miljón króna lækkun tolla. „Við áætlum þetta um 160 miljónir króna hjá þessum tveim- ur iðngreinum, sem innlendi iðn- aðurinn stendur verr en sá er- lendi,” sagði Davið. „Ef jafna ætti aðstöðuna þýðir það 160 miljón króna tekjutap hjá rikis- sjóði. Ef það verður ekki gert þýðir það 160 miljón króna verri afkomu innlendra framleiðenda i þessum greinum og þá jafnframt 160 miljón króna betri aðstöðu fyrir erlend fyrirtæki að keppa á Islandi.” Þá sagði Davið, að þegar svo stutt er eftir af aðlögunartima þeim, sem fenginn var áður en EBE-tollar féllu niður, gætu isl. iönrekendur illa liðið það, að þurfa að greiða aðflutningsgjöld af vélum og tækjum. Sagðisthann vita til þess að þau væru frá 11% og upp I 92%. Framhald á bls. 14 Bretinn var með klæddan trollpoka ¥7__•_„s__ M. En varðskip reif vörpuna Laust fyrir klukkan 5 i fyrrinótt kom varðskip að breska togaran- um PortValefrá Grimsby á Vest- fjarðamiðum, 33 sjómiiur vestur af Straumsnesi. Var hann að draga inn vörpuna, hierarnir komnir I gálga, er varðskipinu tókstaðskera megniðaf vörpunni frá. Náði varðskipið pokanum og reyndisthann klæddur, þann veg, að hann var óiögiegur samkvæmt alþjóða lögum. 49 breskir togarar voru við landið i gær, flestir i hnapp um- hverfis „verndarskipin” og her- skipin út af Austurlandi og Suð-austurlandi, enda sýnir það sig, að þótt svo þeir fiski litið und- irherskipavernd þá fiska þeir enn minna ef þeir ætla sér að reyna það upp á sitt eindæmi og bera þá gjarnan skarðan hlut frá borði i samskiptum sinum við land- helgisgæsluna. —úþ Stjórnin heftir fiski’ skipakaup Rikisstjórnin hefur ákveðið að veita ekki rikisábyrgð i sambandi við kaup og inn- flutning á fiskiskipum. Þá verða ekki leyfðar erlendar lántökur vegna kaupa á fiski- skipum umfram lán Fisk- veiðasjóðs. Einnig verður nú farið eftir reglum lánanefndar i einu og öllu og umsóknum til hennar verða að fylgja vottorð viðskiptabanka, Fiskveiða- sjóðs og annarra sjóða um stööu fyrirtækisins og aöra lánamöguleika. Ákvöröun rikisstjórnarinn- ar nær aðeins til innf lutnings á skipum, en i fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að um smiði fiskiskipa inanlands gegni öðru máli. Borgarstjórinn i Reykjavík brýlur lög og reglur til þ’ess að hilma yfir einn anga Armanns- fellsmálsins! — Sjá baksiðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.