Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Tvœr Ijóðabœkur frá Setbergi Nýkomnar eru út hjá Bókaút- gáfunni Setbergtvær ljóðabækur, Hillingareftir Þorstein Iialldórs- son og Náttfiðriidi eftir Gylfa Gröndal. Þorsteinn Halldórsson er fædd- ur árið 1900 að Vörðufelli i Lundarreykjadal, Borgarfirði. Hann hóf prentnám fimmtán ára að aldri og hefur stundað þá iðn siðan. Hann fékkst nokkuð við þýðingar um skeið, þýddi meðal annars nokkrar bækur eftir Paul Brunton og Martinus. Hann hefur áður sent frá sér ljóðakverið Sól- biik, sem kom út 1950. Ljóðabókin Hillingar er 79 bls., aðallega frumsamin ljóð, en einn- ig 3 þýdd, Androkles og ljónið eftir Holger. Drachmann og ljóð og brot úr ljóði eftir Walt Whit- man. Bókin er prentuð i Setbergi. Káputeikningu hefur gert Auglýs- ingastofan h.f. Gisli B. Björnsson. Gylfi Gröndal hefur fengist við ljóðagerð frá unga aldri og birt allmörg ljóð i skólablöðum og bókmenntatimaritum. Hann er fæddur i Reykjavik 1936, hefur stundað blaðamennsku i nálega tvo áratugi og verið ritstjóri Ég ann þér einum Hjá Hörpuútgáfunniá Akranesi er komin út ný ástarsaga eftir hinn vinsæla höfund Bodil Fors- berg. Aður eru út komnar á islensku hjá útgáfunni sex bækur eftir þennan höfund, og eru flest- ar algerlega uppseldar. Verksmiðjueigandinn og miljónamæringurinn Hermann T. Malling fórst á voveiflegan hátt. Dularfullir atburðir tóku að gerast i sambandi við Gerðu Sand, einkaritara hans og unn- ustu. Hún skildi ekki samspilið fyrr en hún komst að þvi að barn- ið, sem hún bar undir belti, var erfingi að miljónaeignum. Skáldsagan Ég ann þér einum er prýdd af Skúla Jenssyni, prentun og bókband unnið i Prentverki Akraness hf., kápu- teikningu gerði Hilmar Helgason. Bókin er 169 bls. Fálkans, Alþýðublaðsins, Vik- unnar og nú siðast Samvinnunn- ar. Náttfiðrildið er fyrsta ljóða- bók Gylfa, en hann hefur áður samið tvær ævisögur i bókaflokki Setbergs um erlenda stjórnmála- menn, um Robert Kennedy og Franklin D. Roosevelt, og einnig skrifað viðtalsbók við dr. Kristin Guðmundsson.Frá Rauðasandi til Rússiá. Náttfiðrildi er 48 bls. og er ljóðunum skipt i fjóra flokka. Bókin er prentuð hjá Setbergi. dþ. Fimmta bókin í safnriti Guð- mundar Böðvarssonar Komin er út hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi fimmta bókin i safnriti af verkum Guðmundar Böðvarssonar, og er hér um að ræða annað bindi ljóðasafns skáldsins. I þessu bindi eru bæk- urnar: Alfar kvöldsins, Undir ótt- unnar himni, Kristallinn i hyln- um, Minn guð og þinn. t timaritsgrein segir Halldór Kiljan Laxness meðal annars um Guðmund Böðvarsson: „Skáld- Goðafrœði Goðafræði grikkja og rómverja eftir dr. Jón Gislason er komin út i nýrri útgáfu hjá tsafoldarprent- smiðju. Bókin er 287 bls. og prýdd fjölmörgum myndum og upp- dráttum. Prentun annaðist tsa- foldarprentsmiðja h.f. Bókinni fylgir heimilda- og nafnaskrá. 1 texta á bókarkápu stendur: ,,Goð og hetjur hinnar klassisku fornaldar risa eins og foldgná fjöll úti við andlegan sjóndeildar- hring hins vestræna menningar- heims. Þeir tignarlegu tindar hafa veriðskáldum og listamönn- um einskonar kennileiti eða vitar, þegar þeir hafa þreytt róðurinn út á hin djúpu og mislyndu mið and- legrar sköpunar og skáldlegra til- þrifa. Sá maður, sem farið hefur á mis við alla fræðslu um goð og hetjur grikkja og rómverja, getur þvi hvorki talist læs á mörg fræg ljóð og önnur bókmenntaverk né getur hann heldur skilið ýmis fræg listaverk, bæði málverk og þá ekki siður höggmyndir, sem prýða torg, hallir og listasöfn viðsvegar um heim.” NÝJAR BÆKUR skapur hans er jafn náttúrlegur ogblátt áfram og grasið, sem vex á jörðinni...Hver sem blaðar i óði skáldsins á Kirkjubóli mun undr- ast hve ljós heimsins loga þar skært, þar búa flestir hlutir er mönnum hafa verið hugstæðastir um sinn...” Á næsta ári mun væntanlega ljúka þessari heildarútgáfu á verkum Guðmundar Böðvarsson- ar, en þá er fyrirhugað að gefa út tvö lokabindin. Verkinu lýkur með siðustu ljóðabók höfundar, sem enn hefur ekki áður birst á prenti og heitir Blað úr vetrar- skógi. Bismarck skal sökkt isafold arprcn ts miöja hefur sent frá sér bókina Bismarck skal sökkt, eftir Ludovic Kennedy, Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Bókin fjallar um þekktustu her- flotaátök siðari heimsstyrjaldar vorið 1941, en i þeim var sökkt stærstu orrustuskipum breta og þjóðverja, Hood og Bismarck. Fyrstu átökin áttu sér stað sy ðst á Grænlandshafi, nokkurnveginn miðja vegu milli Islands og Grænlands, þar sem Hood var sökkt, og viðureigninni lauk i Atlantshafi alllangt vestur af Bretagneskaga, þar sem breski herflotinn umkringdi Bismarck og sökkti honum. Bókin er 256 bls. setningu, prentun og bókband annaðist ísa- foldarprentsmiðja hf., káputeikn- ing er eftir Pétur Halldórsson, filmuvinnu á kápu og sérprentuð- um myndum annaðist Myndamót hf. Þessi fimmta bók er 213 bls., prentuð i Prentverki Akraness hf. Bókband er unnið af Bókbindar- anum hf. Káputeikningu gerði Pétur Halldórsson. Líf við dauðans dyr Komin er út hjá Skuggsjá bók eftirdr. theol. Jakob Jónsson sem nefnist Lif við dauðans dyr, myndir af kynnum af veikindum, dauða, sorg og huggun. í bókinni er fjallað um mótlætið, heilsu- leysið og sjúkrahúsið og þá einnig um hinn umdeilda dauða, um heimsækjendur, sorg og huggun og loks um heilbrigðina og lifið. Dr. Jakob segir hispurslaust frá og fjallar um vandamál, sem snerta hvern mann. Hann talar af mikilli þekkingu manns sem stundað hefur sálgæslustörf sem þjónandi prestur i fámenni Austurlands, fjölmenni höfuð- borgarinnar og erlendis. Bókin er 172 siður, prentuð og sett hjá Skuggsjá og bundin af Bókbindaranum. Sýnir og vitranir Sýnir og vitranir, fjórða bók metsöluhöfundarins Erich von Nasisti á flótta Hörpuútgáfaná Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir met- söluhöfundinn Francis Clifford. Áður eru útkomnar á islensku sjö bækur eftir þann höfund. Lútz Kröhl SS-foringi var yfir- maður hinna illræmdu fangabúða i Auschwitz árin 1943—1944. Þar lét hann myrða eina miljón fanga. Honum tókst að sleppa undan dómi i Núrnberg-réttarhöldunum og flýja til Suður-Ameriku. Breskur blaðamaður komst á ó- væntan hátt á slóð SS-foringjans og upphófst æðisgenginn eltinga- leikur á hæla fjöldamorðingjans. Francis Clifford hlaut 1. verð- laun „Crime Writer’s Associa- tion” 1969 og hefur siðan hlotiö fjölda af verðlaunum og viður- kenningum fyrir bækur sinar. Skúli Jensson þýddi bókina. Prentun og bókband er unnið i Prentverki Akraness hf. Kápu- teikningu gerði Hilmar Helgason. Bókin er 157 bls. Döniken.sem kemur út á íslensku fjallar um rannsóknir höfundar- ins á dulrænum fyrirbærum um allan heim. A ferðum sinum um viða veröld kom höfundurinn á marga staði, sem löngu eru heimsfrægir fyrir undur og kraftaverk, sem þar hafa orðið. Má til dæmis geta þess að i kristnum löndum eru heimildir til um aö minnsta kosti fjörutiu þúsund vitranir. I káputexta segir: „Von Dániken hóf af sinni venjulegu elju rannsóknir á þessu sviði með það fyrir augum að komast að niðurstöðu um, hvort dularfyrir- bæri eins og sýnir, vitranir og kraftaverk væru aðeins hugar- burður og falsanir eða raunveru- legir atburðir. Og hann komst að þeirri niðurstöðu aö hér væri um raunverulega atburði að ræða.” Höfundur fjallar ýtarlega um uppruna kristindómsins, hin ýmsu rit Bibliunnar, niðurstöður nýjustu rannsókna á þeim og ekki sist það sem Kúmran-handritin frægu,sem fundust við Dauðahaf, hafa leitt i ljós. Bókina hefur þýtt Dagur Þorleifsson, setningu annaðist Prentstofa G. Benediktssonar, prentun Prentsmiðjan Viðey og bókband Arnarfell hf. Káputeikn- ingu gerði Hilmar Helgason. Bók- in er 231 bls. Hindenburg slysið Hindenburgslysiö heitir 170 bls. bók, sem Almenna bóka- félagið gefur út og er hún eftir Michael MacDonald Mooney. Haukur Agústsson islenskaði. Hindenburgslysið fjallar um lokaþáttinn i sögu loftskipanna, seinustu ferð siðasta loftskipsins vestur yfir haf og hin skelfilegu endalok þess i New Jersey að kvöldi hins 6. mai 1937, þar sem Hindenburg brann til ösku og 36 manns fórust i augsýn hjálpar- vana áhorfenda. Stolt Hitlers og táknið um mátt og megin nazismans var þannig úr sögunni og um leið skeið loftfaranna i flugsögunni. Höfundur bókarinnar er kunnur bandariskur blaðamaður og hefur m.a. verið ritstjóri Saturday Evening Post. Ég ann þér einum J'iii (iiJa.m ©vv'- ronrœtfa Bismesrdk skal sökkf Ludovic Kennedy 'G-é.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.