Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN
Miðvikudagur 3. desember 1975.
77 falla
í loft-
árásum
Beirut 2/12 reutcr — 77 manns
fórust og 107 særðust i loftárásum
israelskra flugvéla á flótta-
mannabúðir palestfnuaraba i
Libanon i dag. 30 flugvélar tóku
þátt I árásunum.
lOeða 12 þeirra föllnu voru inn-
fæddir i Libanon en allir hinir
palestinumenn.
Árásirnar voru gerðar á tvær
búðir i norðurhluta landsins,
skammt frá borginni Tripoli, og
einar i Nabatieyeh-héraði i suður-
hluta landsins en I þvi héraði voru
flóttamannabúðir eyðilagðar að
fjórum fimmtu hlutum i árásum
israelskra flugvéla i fyrra.
Fréttamenn iTel Aviv telja vist
að þessar villimannlegu loftárás-
ir séu gerðar i hefndarskyni
vegna þeirrar ákvörðunar
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
ifyrradag að veita palestinuaröb-
um aðild að umræðum SÞ um
Palestinuvandamálið.
Eftir loftárásirnar skiptust
hersveitir PLO á skotum við
israelskt stórskotalið yfir landa-
mæri Libanons og ísraels. Voru
palestinumenn i suðausturhluta
Libanons.
Skýrt var frá þvi að israelar
hefðu beitt svonefndum
,,anti-personal” sprengjum i loft-
árásunum. Þær hafa að geyma
stálnagla sem þeytast i allar áttir
við sprenginguna og hafa það eitt
hlutverk að særa og drepa fólk.
Slikar sprengjur voru mikið not-
aðar af bandariska hernum i
Vietnam.
Kurt Waldheim framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi loftárásir israela er
honum var skýrt frá þeim. Kvað
hann þær ganga þvert á þær til-
raunir sem gerðar eru til að koma
á friði i löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Lestarrán
í Hollandi
Beilen, Hollandi 2/12 reuter —
Fimm vopnaðirmenn rændu i dag
járnbrautarlest nærri borginni
Beiien i Hollandi. Halda þeir 50
gislum og höfðu drepið tvo þeirra
og fleygt þeim út á teinana.
Lestarræningjarnir eru útlagar
frá Suður-Mólúkkeyjum en þær
eru á svæðinu milli Ástraliu og
Filippseyja. Tilheyra þær Indó-
nesiu en eyjarskeggjar eru litt
hrifnir af þvi að lúta valdi indó-
nesa. Um 35 þúsund manns af
þessari þjóð, sem er ólik öðrum
ibúum Indónesiu, búa i Hollándi ^
og þar hefur veriö sett á stofn út-1
lagastjórn. ' i
Ræningjarnir krefjast þess að
fá flugvél til umráða og frelsi til |
að fara úr landi. Einhverjar fleiri
kröfur hafa þeir gert en lögreglan
vill ekki skýra frá hverjar þær
eru
Suður-mólúkkar hafa áður látið
til sin taka i Hollandi með svipuð-
um hætti. Fyrir fimm árum gerðu
þeir vopnaða árás á sendiráð
Indónesiu i Hollandi og i júli sl.
voru nokkrir dæmdir i fangelsi
fyrir ráðabrugg um að ræna Júli-
Framhald á bls. 14.
Undarleg framkoma borgarstjóra i Ármannsfellsmálinu
NEITAÐI AÐ KALLA
Á EMBÆTTISMAJNN
til fundar við borgarráð til þess að skera úr um réttmœti fullyrðinga!
Borgarstjórinn I Reykjavik,
Birgir tsleifur Gunnarsson, sýndi
á sér nýja hlið við umræðu um
Armannsfellsmálið á fundi i
borgarráði í gær. Stóð þar full-
yrðing gcgn fuliyröingu hjá
borgarráðsmönnum, og var þá
óskað eftir þvi, að borgarstjóri
kallaði til ákveðinn embættis-
mann hjá borginni, sem skorið
gæti úr þvf, sem um var deilt.
Kvað þá borgarstjóri upp úr með
það, að svo skyldi ekki gert, og er
þetta vafalitið brot á reglum um
réttindi borgarfulltrúa og á
skyldum embættismanna.
A fundinum lögðu fulltrúar
minnihlutans fram bókun varð-
Uppsagnirnar í
Isafold Málið óljóst en frekar
alvarlegt9 segir formaðuriprentarafélagsins. — Ulfaldi
gerður úr mýflugu, segir Guðmundur Benediktsson
— Jú, það var mörgum sagt
upp, en margir voru vist endur-
ráðnir aftur, sagði Ólafur
Emilsson, formaður Hins is-
lenska prentarafélags, þegar
Þjóðviljinn sneri sér til hans i
tilefni fréttar um að ísafoldar-
prentsmiðja hefði sagt upp
seytján starfsmönnum, aðal-
lega prenturum. — Félagið
harmar það, að svona skuli vera
komið i þessari merku prent-
smiðju, en þetta er sjálfsagt
vegna þess, að prentsmiðjan
hefur vegna rekstrarfjárskorts
ekki talið sér fært að endurnýja
hjá sér.
Eins og málin stóðu i gær-
morgun, áttu þrir setjarar, sem
starfað hafa i prentsmiðjunni,
ekki von á vinnu þar aftur, og
þar að auki einn pressumaður
og tveir bókbindarar. En þetta
er allt mjög óljóst ennþá og þvi
erfitt fyrir mig að staðhæfa
nokkuð, en þarna er eitthvað á
döfinni, sem er frekar alvarlegt,
þótt það sé að visu ekki eins al-
varlegt og leit út fyrir i fyrstu,
þar eð margir mannanna hafa
verið endurráðnir.
Lúðvik Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Isafoldarprent-
smiðju hf., sagði Þjóðviljanum
að fréttin um málið, sem birtist
i Morgunblaðinu i gær, væri að
mestu leyti röng. Væri hér að-
eins um að ræða breytingar og
tilfærslur og myndu flestir
starfsmannanna, sem hér um
ræðir, halda áfram störfum hjá
prentsmiðjunni.
Þjóðviljinn hafði einnig tal af
Guðmundi Benediktssyni, sem
nefndur er i Morgunblaðsfrétt-
inni, og kvaðst hann vilja taka
fram að sú tækni, sem hann er
að taka i notkun væri hliðstæð
þeirri tækni er dagblöðin notuðu
i dag, og komið hefði i ljós að sú
tækni hefði ekki fækkað mann-
skap. Eini munurinn á minum
vélum, sagöi Guðmundur, og
þeim sem dagblöðin nota er
gæðamunur. Guðmundur sagði
að sér fyndist Morgunblaðið
gera úlfalda úr mýflugu með þvi
að gera svo mikið úr þvi að hann
tæki að sér ákveðin verk fyrir
Isafold. Hann kvaðst vilja taka
skýrt fram að hann gæti ekki
leyst sin verk af hendi nema
með góðum prenturum, og um-
rædd ný tækni krefðist ekki sið-
ur góðra fagmanna en eldri
tækni. Guðmundur kvaðst einn-
ig hafa gott og náið samband við
Hið islenska prentarafélag um
þessi mál. —dþ.
Bretar féllu frá
kröfu sinni
um sérstakan fulltrúa á fund um
orku- og hráefnamál heimsins
Róm 2/12 reuter — Breska stjórn-
in féll I gærkvöldi frá kröfu sinni
um að fá sérstakan fulltrda á fund
um orku- og hráefnamál heimsins
sem hefst I Parls 16. þm.
Bretar höfðu staðið einir i þess-
ari deilu. Hinar aðildarþjóðirnar
átta vilja að aðeins verði sendur
einn fulltrúi frá Efnahagsbanda-
laginu. Rökstuddu þeir kröfu sina
með þvl að þeir yrðu innan
skamms sjálfum sér nógir um
oliu og gott betur. Hin rikin þurfa
að flytja inn alla þá oliu sem þau
Nýtt fyrir-
tæki í rafiðn
Fyrir sköminu var opnað nýtt
fyrirtæki að Laugarncsvegi 52 á
horni Sundlaugarvegar og Laug-
arnesvcgar sem ber heitiö Raf-
vörur s.f. Þar er hægt að fá kcypt
hvcrs konar raflagnaefni og sjá
Rafvörur um alla raflagnavinnu
fyrir þá sem þess óska. Stöðugt
eru að koma fram ýmsar nýjung-
ar i raflagnaefnum og mun fýrir-
tækið kappkosta að fylgjast með
aiiri þróun i þeim efnuni og veita
sem besta þjónustu.
nota og hafa þvi annarra hags-1
muna að gæta i orkumálum en
bretar.
í dag kom til harðrar orðasennu
milli Harolds Wilson forsætisráð-
herra Bretlands og Helmut
Schmidt kanslara
Vestur-Þýskalands á fundi leið-
toga EBE-rikjanna sem haldinn
er i Róm. Wilson sagði ma. að
bretar ræddu það ekki lengur ,,i
grini” að þeir ættu að sækja um
aðild að samtökum oliuút-
flytjenda, OPEC, heldur væru
þeir að hugsa um það i fúlustu al-
vöru. Ef svo fer getur það leitt til
árekstra innan EBE.
Schmidt bað Wilson að vera
ekkert að æsa sig, þvi enn væri
langt I að bretar gætu farið að
flytja út oliu og nú ættu þeir við
mikla efnahagsörðugleika að
striða. Þó bretar ættu oliuauð i
vændum ættu þjóðverjar miklar
varabirgðir fjármuna og væru i
raun eina þjóðin sem gæti bjarg-
að sér fullt eins vel án EBE.
Þessar deilur hafa skyggt á
önnur viðfangsefni fundarins.
Meðal þeirra má nefna aö
samþykkt var að koma á beinum
kosningum i öllum aðildarlöndun-
um niu til Evrópuþingsins árið
1978. Einnig var samþykkt að
hefja útgáfu sameiginlegra
vegabréfa sama ár.
Ilelmut Schmidt
Harold Wilson
andi Ármannsfellsmáiið þar sem
þeir stilltu upp niðurstöðum saka-
dómsrannsóknar, sem sýna fram
á, að ekki hafi nærri öll kurl kom-
ið til grafar við þá rannsókn, sem
reyndar var vitað.
I bókuninni bentu minnihluta-
fulltrúarnir á það, að Albert
Guðmundsson, form. byggingar-
nefndar Sjálfstæðishúss, hafi séö
svo til, að arkitekt Armannsfells,
Vifill Magnússon, var ráðinn á
skipulagsdeild borgarinnar. Um
vissu þess, að svo hafi verið, er til
bréf undirritað af skipulags-
stjóra, Aðalsteini Richter, þar
sem hann staðfestir það að Vifill
hafi verið ráðinn að tilhlutan
Alberts.
Það var þessi hluti bókunarinn-
ar, sem varð þess valdandi, að
Albert Guðmundsson lét bóka, að
hann hefði ekki átt neinn þátt I
þvi, að Vifill Magnússon var ráð-
inn að skipulaginu.
Eftir þá bókun, bað Björgvin
Guðmundsson um það, að Aðal-
steinn yrði kallaður á borgar-
ráðsfundinn til þess að skýra
borgarráðsmönnum frá þvi, hvað
rétt væri i málinu, en þaðer mjög
algengt, að svo sé gert, þegar
gefa þarf borgarráði skýringar á
starfsemi einstakra stofnana á
vegum borgarinnar.
Þessari beiðni neitaði borgar-
stjóri, og gerði það upp á sitt eins-
dæmi eða án þess að leggja þann
úrskurð undir borgarráðtil staö-
festingar.
Sigurjón Pétursson sagði Þjóð-
viljanum i gær, að hann teldi
þessi vinnubrögð borgarstjóra
vera brot á reglum um skyldur
embættismanna, og jafnframt
brot á þeim rétti, sem borgar-
ráðsmenn hafa til þess að óska
skýringa. Sagðist Sigurjón telja
að borgarstjóra hefði verið skylt
að kalla téðan embættismann til,
og einnig að það hefði verið
skylda embættismannsins, að
mæta fyrir borgarráð, þar sem
verið væri að f jalla um mál, sem
varða þá stofnun, er hann hefur
yfirumsjón með.
Sigurjón sagði, að það yæri sið-
ur en svo, að máli eins og Ár-
mannsfellsmálinu væri lokið þótt
sakadómsrannsókn væri lokið,
eins og borgarstjóri hefði haldið
fram i bókun, á téðum fundi.
Sjálfur hefði borgarstjóri tekið
upp þá málsmeðferð að láta reka
forstjóra áhaldahúss borgarinn-
ar, eftir að sakadómsrannsókn
hefði leitt I Ijós, að framferði hans
við embættissýslu hefði ekki leitt I
ljós neitt saknæmt. Borgarstjóri
vissi þvl betur, en hann léti.
Af viðbrögðum borgarstjóra i
máli þessu er ljóst, að enn er
margt, sem illa þolir dagsins ljós
varðandi Armannsfellsmálið, og
gjörræðisleg beiting hans á valdi
sinu bendir til þess, að jafnvel
fleira en nokkurn gruni sé i skot-
um faliö.
Vegna þess hve bókun minni-
hlutans er löng, og barst seint,
verður að biða morgundagsins
með birtingu á henni.
-úþ
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóðviljinn öskar eftir blað-
berum i eftirtalin hverfi:
Laufásvegur
Miklabraut !
Brúnir
Vinsainlegast hafið samband
við afgrciðsluna, siini 17500.
DIOBVIUINN