Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Keramik
nýtur
vaxandi
vinsælda
Rætt við Sigrúnu Guðjóns-
dóttur sem gert hefur listmuni
fyrir hið þekkta postulíns-
fyrirtæki Bing & Gröndahl
Sigrún Guðjónsdóttir
heitir listakona hér í
borg, Hún er i þann veg-
inn að ná þeim árangri
sem allan þorra lista-
manna dreymir um: að
koma verkum sinum inn
á alþjóðlegan markað.
Það gerist fyrir tilstilli
hins þekkta danska
postulinsfyrirtækis Bing
& Gröndahl.
Þjóðviljinn heimsótti
Sigrúnu fyrir helgina og
átti við hana eftirfarandi
viðtal. Fyrst var hún
spurð hvernig samvinna
hennar við Bing &
Gröndahl hefði hafist.
— Þetta hófst allt með þjóð-
hátiðarplöttunum. Ég vann
samkeppni þjóðhátiðarnefndar
um gerð þeirra árið 1972 en þeir
voru gerðir hjá Bing &
Gröndahl. Ég fór út þá um
haustið og kom þá fyrst til tals
að ég ynni meira fyrir fyrirtæk-
ið. Það var svo afráðið i febrúar
1973 þegar ég fór út til Dan-
merkur að leggja siðustu hönd á
þjóðhátiðarplattana.
— Hvaða verk er hér um að
ræða?
— Ég lét þá fá skissur að
þremur veggskreytingum og
mynd á bakka sem þeir kalla
„alt-mulig-skále”, þ.e. þá má
nota á ýmsan hátt, sem ösku-
bakka, matarskálar, vindlinga-
bakka o.s.frv. Veggskreyting-
arnar eru i stærðinni 49x33
sentimetrar. Þær eru af þremur
gerðum og bera nöfnin Pomona,
Jónas i hvalnum og Marbendill.
Eru þær framleiddar i þremur
litasamsetningum hver, en
bakkarnir i tveimur.
— Hvenær koma þessir hlutir
á markað?
— Þeir eru þegar komnir á
markað i Danmörku og koma
eftir tvo mánuði hingað. Hins
vegar liður ár frá þvi þeir koma
á markað i Danmörku þar til
þeim er dreift til annarra landa.
Það er vaninnn hjá þeim að
fylla heimamarkaðinn fyrst.
— Verður eitthvert framhald
á samstarfi þinu við B&G?
— Ja, ég veit varla hvort ég
má segja frá þvi, þeir vilja
halda öllu vel leyndu þar til það
er sett á markað. En ég vann
fyrir þá úti i fyrrasumar og það
er afráðið að þeir hlutir sem ég
gerði þá verða settir i fram-
leiðslu. Svo buðu þeir mér út sl.
sumar, en ég veit ekki enn hvort
vinna min þá verður sett i fram-
leiðslu. Þegar maður vinnur
svona lausráðinn fær maður
sent ákveðið form til athugunar
sem maður skoðar og gerir til-
lögur um. Siðan ákveður fyrir-
tækið hvort það er sett i fram-
leiðslu.
— Hvernig fannst þér að
vinna þarna úti?
— Aðstaðan hjá B&G er mjög
góð. Þeir hafa byggt nýja verk-
smiðju þar sem sú gamla var
við Vesterbrogade i Kaup-
mannahöfn. Þar hafa þeir
vinnustofu fyrir listamenn og
hönnuði þar sem allt er til alls.
Svo er lika gott að vinna á sama
stað og framleiðslan fer fram,
þá hefur maður góða yfirsýn
Listamaðurinn, Sigrún Guðjónsdóttir
Hér eru nokkur af þeim verkum sem Sigrún hefur verið að vinna að undanförnu
yfir framleiðsluferlið og veit
betur hvaða möguleikar eru
fyrir hendi.
— Nú hefur þú fengist við
ýmislegt fleira um dagana en að
mála fyrir Bing & Gröndahl.
— Já, þegar ég og maðurinn
minn, Gestur Þorgrimsson,
komum heim frá námi i Dan-
mörku árið 1947 settum við upp
litið keramikverkstæði inni i
Laugarnesi og framleiddum þar
úr þvi sem við nefndum Laugar-
lesleir. Við þetta fengumst við i
ein fimm ár, en þá datt það
niður Eftir það hef ég mikið
fengist við kennslu i barna- og
gagnfræðaskólum, Kvennaskól-
anum og Myndlista- og handiða-
skólanum. Einnig hef ég skreytt
nokkrar bækur og teiknað
bókarkápur.
Danskur listamaður, Finn
Lynggárd að nafni, sagði eitt
sinn að keramik væri ekki at-
vinnugrein heldur árátta. Þetta
hef ég sannreynt þvi undir niðri
langaði mig alltaf til að byrja
aftur á leirnum. Fyrir sex eða
sjö árum fórum við hjónin að
dunda okkur aftur við leir-
brennslu. Þetta jókst smám
saman og ég fór að minnka við
mig kennsluna. Fyrir u.þ.b. ári
fengum við okkur nýjan ofn og
innréttuðum bilskúrinn sem
keramikverkstæði. Þar erum
við nú alltaf þegar timi gefst,
Gestur rennir og ég mála mun-
ina. Þessi nýi ofn brennir leirinn
við miklu hærra hitastig en sá
sem við höfðum áður og höfum
við þvi snúið okkur að stein-
leirnum, þ.e. sama efninu og
Haukur Dór vinnur úr. Við höf-
um þó takmarkaðan tima til að
sinna þessu þvi Gestur kennir
ennþá fulla kennslu við Kenn-
araháskólann og ég hef verið að
vinna fyrir Bing & Gröndahl.
Munina seljum við i verslun
íslensks heimilisiðnaðar.
— Eru keramikmunir vinsæl-
ir hjá almenningi?
— Já, það er vaxandi áhugi á
keramik, einkum meðal ungs
fólks sem virðist vera spennt
fyrir öllum handgerðum list-
munum. Ég veit ekki af hverju
þessi áhugi stafar, e.t.v. af þvi
að fólk er farið að ferðast meira
og sér þessa muni viða erlendis.
— Og hver er svo stefnan?
Ætlarðu að helga þig leirnum
eða hönnuninni?
— Ég vonast til að geta helg-
að mig leirnum sem mest. Það
er ágætt að gripa til hönnunar-
innar en ég vildi ekki vera i
henni eingöngu.
—ÞH
Heimspressan hefur að undanförnu gert sér mikinn mat úr þeirri ákvörðun Ronalds Reagan rikisstjóra
Kaliforniu og fyrrverandi kvikmyndaleikara að keppa við Ford um útnefningu Repúblikanaflokks-
ins i framboð til forsetaembættisins en um það eftirsótta starf verður kosið eftir tæpt ár. Þegar við
rákumst á þessa ágætu mynd af Rcagan gátum við ekki stillt okkur um að birta hana. Hún sýnir Reagan
þar scm hann situr fyrir hjá myndhöggvara. Reagan er hinn spcngilegasti á myndinni og á hún eflaust
eftir.að reynast honum haldgott vopn i baráttunni um hylli bandariskra kvenna. En við höfum þann
fyrirvara að ckki ber að lita á myndbirtinguna sem stuðning við framboð þessa erkiihaldsama
frambjóðanda. Bandariska þjóðin á eflaust eitthvað bctra skiiið. —ÞH
Kaþólikkum
fjölgar
Vatikanið gaf fyrir skömmu út
Tölfræöihandbók Vatikansins
fyrir árið 1973. Þar kemur fram
að þeim sem játa
rómversk-kaþólska trú fer fjölg-
andi i hciminum en þcirn scm
boða hana fækkar hins vegar.
1 bókinni kemur fram að fylgis-
menn páfans i Róm töldust
688,991.000 i heiminum árið 1973.
Hafði þeim fjölgað um rúmlega
24.5 miljónir á tveimur árum.
Þessar tölur eru miðaðar við þá
sem skirðir eru til
rómversk-kaþólskrar trúar.
Rómversk-katólskir eru 18.3%
mannkynsins sem taldi 3.8
miljarða árið 1973.
Flestir eru fylgismenn páfans i
Vesturálfu eða 326.3 miljónir og
hafði fjölgað um tæpar 8 miljónir
á einu ári. 1 Evrópu voru þeir
261.7 miljónir talsins en þar var
fjölgunin aðeins 166 þúsund á einu
ári.
Vigðir kaþólskir prestar og
félagar nunnu- og munkareglna
voru 413.672 talsins árið 1973.
Hafði þeim fækkað um rúmlega 4
þúsund.á einuári. —ÞH (heimild
IHT)