Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÖ’^ILJIN’N Miðvikudagur 3. desember l!)75. UOÐVIUINN MÁlÍGAGN SÖSÍALISMA. VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. 1;tgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. FRÁLEITT EIGNARRÉTTARSJÓNARMIÐ Um þessar mundir er landhelgismálið efst á baugi i umræðum manna á meðal sem eðlilegt er. í þvi sambandi er fróðlegt að rifja upp þær umræður sem áratugum saman hafa farið fram um eignarrétt á landinu 'sjálfu. Engum kæmi til hugar að afhenda einstökum auðfurstum né öðrum sjóinn eða landgrunnið til einkaafnota. Engum kemur til hugar að leigja einum útgerðarmanninum Vikurálinn, öðrum Selvogsbanka. Engum kemur til hugar að selja afnotarétt þessara auðlinda okkar, fiskimiðanna, i hendur einstaklinga sem þá gætu einir ákveðið hýtingu þeirra og ráðstöfun arðsins. Þvert á móti er af öll- um talið sjálfsagt að fiskimiðin séu þjóð- areign, þess vegna telur öll þjóðin það sitt mál þegar stækkun landhelgi er ákveðin eða þegar ákveðið er að gera samninga við útlendinga um nýtingarrétt á tiltekn- um fiskimiðum um tiltekinn tima. Að sjálfsögðu koma aðrar og ólikar sögulegar forsendur til þegar eignarréttur á landi er ákveðinn. En vissulega væri þó rökrétt að landið allt væri almannaeign. Sú hefur jafnan verið og er afstaða is- lenskra sósialista. Fremst ber þó að leggja áherslu á það að náttúruauðlindir til almannanota verði alþjóðareign. Um þetta er kveðið skýrt á i stefnuskrá Al- þýðubandalagsins. Þar er i kaflanum um efnahagsstefnu sósialista sagt á þessa leið: „Svipta þarf auðmenn og auðfélög að- stöðu til að hafa undirtökin i efnahagslifi þjóðarinnar. Þar sem svo stendur á að að- staða þessara aðila helgast af eignarhaldi á atvinnutækjum og öðrum framleiðslu- þáttum, þarf að breyta eignarforminu i grundvallaratriðum: 1. Náttúruauðlindir þurfa að vera i al- mannaeigu. Jarðir til hefðbundinna land- búnaðarnytja geta þó áfram verið i eigu ábúenda.” Siðan eru i stefnuskránni talin nokkur önnur atriði, en það er engin tilviljun að náttúruauðlindir eru settar éfst á ‘bláðið Almannaeign þeirra og almenn nýting eru þvilikt meginatriði. Nú á siðustu árum hefur umræðan um nýtingu náttúruauðlinda og eignarrétt á þeim farið vaxandi. Til þess liggja einkum þær ástæður að stöðug tæknileg fram- vinda krefst æ greiðari aðgangs að orku- uppsprettum. Jafnframt verður einka- eignarréttur á þessum náttúruauðlindum sifellt fáránlegri i augum vaxandi fjölda fólks. Þetta hefur komið ákaflega skýrt i ljós i Svartsengismálinu þar sem örfáir landeigendafurstar hindra það að unnt sé að nýta jarðhita i þágu byggðarlaganna á Suðurnesjum. En sú fjarstæða sem felst i einkaeignarrétti á landi kemur viðar fram. Það er til dæmis fráleitt og fárán- legt þegar landeigendur maka krókinn á landskorti þéttbýlissvæða. Reykjavikur- borg á nú við slika erfiðleika að etja i vax- andi mæli og ekki annað sýnna en landeig- endur geti sett borginni afarkosti verði vitlausum eignarréttarákvæðum ekki breytt tafarlaust. Enn er núverandi einka- eignarréttarform landsins bein ógnun við landbúnaðinn i landiniuþegar auðfurstum hefur tekist að leggja undir sig jarðir eru þær iðulega samstundis komnar i eyði. Allir sem eitthvað þekkja til landbúnaðar- ins vita hversu erfitt er að stunda búskap á jörðum þegar nágrannabýlin eru komin i eyði. Þegar Magnús Kjartansson fór með orkumál sem iðnaðarráðherra beitti hann sér fyrir þvi að tryggt yrði með löggjöf að öll háhitasvæði væru almenningseign. Stjórnarfrumvarpið um háhitasvæði fékkst ekki afgreitt i vinstristjórninni vegna afturhaldssjónarmiða sem i þessu máli sem öðrum ráða rikjum innan Fram- sóknarflokksins. En eftir stendur það að það er fyrst Alþýðubandalagið sem beitir sér fyrir þvi i rikisstjórn að þessar til- teknu náttúruauðlindir verði almanna- eign. Nú hefur Gils Guðmundsson flutt þetta frumvarp á alþingi og er fullljóst þegar, að það á tæpast meirihlutastuðning þar, en skilningur á efni þess og þýðingu fer vaxandi vegna þess að fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þvi að einkaeignar- réttur á náttúruauðlindum er fjarstæða og bein hindrun i vegi fyrir vitrænum þjóðar- búskap. Jafnframt þessu opnast augu æ fleiri fyrir þvi að einkaeignarréttur á ýmsum mikilvægum framleiðslutækjum — sem auk þess eru fjármögnuð af almannafé — er með öllu fáránlegur Þess vegna hlýtur það að verða ein meginkrafa islenskra stjórnmála á næstu áratugum fram að aldamótum að úreltar eignarréttarhug- myndir viki fyrir nútimalegum félagsleg- um viðhorfum, fyrir almannaþörfum. — s. KLIPPT. Kristján Gunnarsson Peningar fyrir herstöðina Innan Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan verið skiptar skoö- anir um það hvort taka beri fé fyrir herstöðina beint eða óbeint. Hefur meirihluti flokks- ins yfirleitt verið andvigur þvl, að taka bæri beint leigugjald af bandarikjamönnum fyrir her- stöðina, en hins vegar hefur all- ur flokkurinn verið þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að ís- lenskir aðilar fái að eiga við- skipti viö herinn sem tryggi þeim álitlegan ágóðahlut til flokksstarfsins. 1 dagblaöinu Visi er þvi haldið fram nú i vikunni, að réttast sé að islendingar fái greiðslu frá bandarikjamönnum fyrir her- stöðina. Og i siðustu viku var flutt á alþingi þingsályktunar- tillaga, sem gekk mjög I þessa átt. Flutningsmaður tillögunnar er Kristján Gunnarsson, fræðslustjóri i Reykjavik, vara- þingmaður Sjálfstæöisflokksins og einn dyggasti stuðnings- maður Gunnars Thoroddsens i forustusveit ihaldsins. Tillaga Kristjáns Gunnars- sonar er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að óska viðræðna viö stjórnir Efnahagsbandalags Evrópu og Atlantshafsbanda- lagsins út frá þeirri forsendu að litið verði I samhengi á hags- muni islands aö þvi er snertir efnahags- og viðskiptamál og þátttöku þess I varnarbandalög- um við vestrænar þjóðir.” I greinargerð segir flutnings- maður að tillagan hafi þann til- gang, að islendingar hafi „tryggingu fyrir efnahagslegu öryggi sinu.”Hér er með öðrum orðum komin fram á alþingi þingsályktunartillaga um það að bandalagsþjóðirnar i NATO og Efnahagsbandalaginu láti af viöskiptahagsmunum sinum fyrir herstöðina, eða borgi okk- ur fyrir það að hafa hér herstöð og fyrir það að hafa Island i At- lantshafsbandalaginu. Deilur á flokksráðsfundi Vissulega ber að fagna þvi þegar ihaldsþingmaður gengur svo hreint til vcrks sem Kristján Gunnarss. og afhjúpar þannig stefnu Sjálfstæðisflokksins i raun. En meirihluti Sjálfstæðis- flokksins er klókari, og þess vegna var samþykkt á flokks- ráðsfundi Sjálfstæöisflokksins um sl. helgi tillaga sem gengur i allt aðra átt. Aðdragandi málsins var sá að Þór Heimir Vilhjálmsson, lög- maður útvarpsráðs með meiru, og Halldór Blöndal, varaþing- Geir Hallgrimsson maður, flutti á flokksráðsfund- inum tillögu að yfirlýsingu um að Sjálfstæðisflokkurinn teldi ekki koma til greina að taka við peningum fyrir herstöðina né að tengja beint saman viðskipta- mál landsins og aðild Islands að NATO og hersetuna. Kristján Gunnarsson flutningsmaður of- angreindrar tillögu maldaði i móinn. Stóð siðan upp Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokksins og formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, og launaði Kristjáni af- mælisgreinina forðum: Studdi Gunnar Kristján gegn þeim kumpánum Þór Heimi og Hall- dóri. Nú sá formaður flokksins sitt óvænna og reyndi að miðla málum; árangurinn birtist í Morgunblaðinu I gær, en þar er skýrt frá þvi að flokksráðsfund- urinn hafi samþykkt eftirfar- andi tillögu: Hvorki né, bœði og, annaðhvort eða „Telur flokksráðið að nýta beri Atlantshafsbandalagið sem vettvang til þess að skýra mál- stað íslands i landhelgismálinu og koma i veg fyrir ólögmæta valdbeitingu breta i islenskri fiskveiðilögsögu. Flokksráðið itrekar þá stefnu Sjálfstæðis- flokksins að ekki komi til greina að æskja endurgjalds fyrir varnaraðstöðu þá, sem látin er i té i landinu.” 1 þessari samþykkt sést hvi- likur höfuðsnillingur Geir Hall- grimsson er sem flokksfor- maður. Endanlega gerir sam- þykktin nefnilega ráð fyrir þvi — eins og sjá má — að við- skiptahagsmunir islendinga og aðild íslands að NATO verði samtengd á þann hátt sem Kristján Gunnarsson hefur gert tillögu um á alþingi. En sam- þykktin gerir Iika ráð fyrir þvi að þessi atriði verði ekki tengd saman. Hvorki já, já, né nei, nei! Þannig hefur Geir Hall- grimsson lært ýmislegt af leið- toga sinum og andlegri fyrir- mynd ólafi Jóhannessyni á þeim tima sem liðinn er frá þvi að þeir lögðust saman i stjórn- arfletið fyrir liðlega einu ári. Það sem íhaldið óttast Það hefur komið glöggt i ljós undanfarna daga hvaða islensk- ur stjórnmálamaður það er sem stjórnarliðið telur sér erfiðastan i landhelgismálinu. Þessi maður er Lúðvik Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Málflutningur Lúðviks i landhelgismálinu á stuðningsmenn I öllum stjórn- málaflokkum, enda var það Al- þýöubandalagið sem mótaði þá meginstefnu sem fylgt var viö útfærslu landhelginnar i 12 mil- ur og i 50 milur og það kom i hlut Lúðviks sem sjávarútvegsráð- herra að flytja á alþingi það lagafrumvarp sem lagði grund- völlinn að útfærslu landhelginn- ar i 200 milur. Sá viðtæki stuðningur sem málflutningur Lúðviks Jóseps- sonar á i landhelgismálinu hef- ur orðiö til þess að stjórnarblöð- in keppast viö aö rægja hann með ýmsum ráðum. Með þess- um aðförum hyggjast leiðtogar stjórnarflokkanna vinna tvennt. I fyrsta lagi það að veikja póli- Lúðvik Jósepsson tiska stöðu Lúðviks Jósepssonar og Alþýðubandalagsins. en i annan stað er ætlun Ihaldsleið- toganna að leiða athygli al- mennings frá þeim staðreynd- um landhelgismálsins sem blasa við i dag og eru stjórnar- flokkunum vægast sagt afar óþægilegar. Af þessum ástæðum birta i- haldsblöðin rógsleiðara um Lúövik Jósepsson nær daglega. Þessir leiðarar og önnur sams- konar skrif stjórnarblaöanna eru enn til marks um það að stefna Alþýðubandalagsins er rétt og að liðsmönnum þess fjölgar dag frá degi og það ótt- ast ihaldsleiðtogarnir. — s. OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.